Nýtt- Flug á Húsavík heldur áfram

Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar, um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu 3-4 mánuðina.

 Búið er að opna fyrir sölu á flugi til loka febrúar, hið minnsta. Flogið verður fimm sinnum í viku. Ljóst er að full þörf er á þessum samgöngumáta inn á svæðið hvort sem er fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir eða ferðaþjónustu. 

 Flugfélagið Ernir vill koma því á framfæri að fólk getur séð flugáætlunina og jafnframt bókað sig í flug á ernir.is

 Á næstu vikum og mánuðum mun svo koma í ljós hvort að þjónustustigið verði tryggt til lengri tíma.

 

Lesa meira

Vonandi orðinn að árlegum viðburði

Aðventuhátíðin Jólabærinn minn á Húsavík

Lesa meira

Er nálgast jólin lifnar yfir öllum og þá er kveikt á ljósum prýddu Randerstréinu.

Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu á laugardag þegar ljósin verða tendruð á jólatré bæjarbúa. Hátt og reisulegt grenitré var fundið í bæjarlandinu og komið fyrir á Ráðhústorgi. Fyrir aðventuna 2022 var ákveðið að hætta að flytja jólatré frá danska vinabænum Randers yfir hafið en eftir sem áður verða ljósin á trénu tendruð með kærri kveðju frá vinum Akureyringa í Danmörku.
 
Dagskráin hefst að þessu sinni kl. 15.45 með því að Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Sóleyjar Bjarkar Einarsdóttur leikur nokkur létt jólalög en síðan er búist við að hinir óútreiknanlegu jólasveinar taki yfir dagskrána með þónokkrum látum og hurðaskellum.
 Líklegt er að þeir hleypi nýjum ræðismanni Danmerkur á Norðurlandi, Geir Kristni Aðalsteinssyni, síðan að til að bera bæjarbúum kveðju frá Randers og þá flytur Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, stutta jólahugvekju.
 
Því næst kemur Freyja Rún Yannicksdóttir Hoeing á svið og kveikir ljósin á trénu fyrir hönd Norræna félagsins á Akureyri. Loks syngur Barnakór Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttir áður en jólasveinarnir tralla klassísk jólalög með gestum á Ráðhústorgi. Að því búnu stíga þeir niður af sviðinu og bjóða gestum og gangandi að þiggja hollt jólagóðgæti úr pokum sínum.
 
Lesa meira

Dagur sjúkrahússins á Glerártorgi

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins standa fyrir hátíð á Glerártorgi laugardaginn 25. nóvember nk. milli kl. 14:00 og 16:00.  Slík hátíð á Glerártorgi hefur verið árviss viðburður frá stofnun hollvinasamtakanna fyrir 10 árum en féll niður 2020 og 2021 vegna COVID-faraldursins.

Lesa meira

Deiglan á morgun laugardag Gjörningur Heather Sincavage

Gjörningur Heather Sincavage hefst kl 14.30 á laugardag, 25. nóvember í Deiglunni, en húsið verður opnað kl. 14.Gjörningurinn stendur yfir í tvær klukkustundir. Gestir eru hvattir til að koma og fylgjast með eins lengi og þeir vilja en ekki er gert ráð fyrir að þeir dvelji allan tímann. Heather er gestalistamaður Gilfélagsins í nóvember, þetta er lokasýning hennar eftir dvölina.

Lesa meira

Söngelsk systkini ásamt meðleikara úr Dölunum

,,Fjólójól – er nafn á tónleikum sem við systkinin þrjú úr Fjóluhvamminum í Hafnarfirði erum að halda í fyrsta skipti. Fjóluhvammurinn er æskuheimilið okkar og þegar við fengum þessa flugu í höfuðið að halda saman tónleika í fyrsta skipti saman, þá ákváðum við að nefna tónleikana eftir því. Því við hittumst alltaf í Fjóló... ,,Verðið þið í Fjóló um jólin?” er t.d. árleg spurning.

Við systkinin höfum öll sömu grunnmenntunina í samsöng. Við tókum öll fyrstu spor okkar á tónlistarbrautinni í hinum rómaða Kór Öldutúnsskóla, sem undir stjórn Egils Friðleifssonar ferðaðist út um allan heim og var fenginn til þess að syngja í ýmsum sjónvarpsupptökum í gegn um árin, syngja inn á hljómplötur (Vísnaplöturnar, Jólagestir Björgvins, svo fátt eitt sé nefnt) og við vorum svo heppin að fá að halda áfram í kórastarfi í Flensborg, þar sem við nutum leiðsagnar þeirra Margrétar Pálmadóttur og Hrafnhildar Blomsterberg. 

Þessir miklu og dásamlegu tónlistarmenn höfðu mikil áhrif á okkur og mörkuðu fyrstu spor okkar systkinanna í tónlistinni.

Svo höfum við á okkar eigin forsendum haldið áfram að syngja okkur til gagns og gamans, og  öll lært söng á einhverjum tímapunkti. Ívar tók þetta lengst, alla leið, en við systurnar aðeins styttra. Sönggleðin er alltaf með okkur.

Á þessum tónleikum fáum við að njóta meðleiks píanorganistans, kórstjórans, ljósmyndarans og náttúrubarnsins úr Dölunum Eyþórs Inga Jónssonar. Hann er organisti í Akureyrarkirkju, stjórnar multi-talent-kórnum Hymnodíu og nær að fanga einstakar ljósmyndir í náttúrunni" segir fjöllistamaðurinn Ívar Helgason þegar hann var inntur eftir þvi hvað Fjólójól eiginlega væri.

Lesa meira

Geirneglt – bók um Tréverk á Dalvík

Sextíu ára saga byggingarfyrirtækisins Tréverks á Dalvík er komin út í bókinni Geirneglt sem Óskar Þór Halldórsson hefur skrifað. Útgefandi er Svardælasýsl forlag. Þetta er mikil bók að vöxtum, um 300 síður í stóru broti og ríkulega myndskreytt af gömlum og nýjum myndum.

Lesa meira

Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri

Ingibjörg  Isaksen (B) er fyrsti flutningsmaður  tillögu til þingsályktunar sem hún lagið fram í gær ásamt níu meðflutningsmönnum  um aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri.

Þar kom fram að skipa þurfi starfshóp sem hafi það hlutverk að móta stefnu og aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri með tilliti til vísinda og mennta. Samhliða því markmiði verði stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu á upptökusvæði sjúkrahússins ásamt því að laða að sérhæft heilbrigðisstarfsfólk.
 
„Þetta eru stór og metnaðarfull markmið en gríðarlega mikilvæg. Styrking heilbrigðisþjónustu á SAk er styrkur fyrir heilbrigðisþjónustu í landinu öllu. Er borðleggjandi að mínu mati!,“ sagði Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk.
Lesa meira

Maður getur allt ef maður trúir á sjálfan sig

Freyvangsleikhúsið-Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit.

Höfundur og leikstjóri;Jóhanna S.Ingólfsdóttir 

Verkið byggir á sögupersónum A.A.Milne en samkvæmt uppflettingum birtist Bangsímon fyrst fyrir sjónum fólks í Bretlandi á aðfangadagskvöldi 1925. 

Á fjölum Freyvangs eru Bangsímon og Gríslingur komnir til Íslands í jólasveinaleit. Þeir höfðu heyrt að þeir væru þrettán, þessir heiðursmenn sem ekki vildu ónáða, allir í senn. En þeir félagar skunda af stað og á leið þeirra verði ýmsar persónur sem eru ansi áhugaverðar. Allt gengur þó upp að lokum, því það er nánast allt hægt, ef maður trúir á sig sjálfan. 

 

Lesa meira

Svifryk ítrekað margfalt yfir því sem telja má eðlilegt og heilsusamlegt

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra átelur sinnuleysi bæjaryfirvalda á Akureyri gagnvart svifryksvanda sem er verulegur og alvarlegur á Akureyri. Bæjarráð Akureyrar fjallað um bókun sem nefndin gerði vegna svifryk á fundi í morgun, tekur hana alvarlega og leggur áherslu á að brugðist sé við.

Lesa meira

Ekki láta ræna þig heima í stofu

Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag.

Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi.

Lesa meira

Krossgáta númer 500 í Vikublaðinu frá Braga V. Bergmann Forréttindi að vinna við það sem maður hefur gaman af

„Ég held ótrauður áfram um ókomin ár, þetta er svo skemmtilegt og í raun forréttindi að hafa tækifæri til að gera krossgátur sem gleðja svo marga,“ segir Bragi V. Bergmann sem í vikunni skilaði af sér krossgátu númer 500 til Vikublaðsins. Hann hefur enn lengur verið að hjá Dagskránni, en krossgátur Braga þar eru yfir 600 talsins. Samanlagt hefur hann því gert yfir 1.100 krossgátur liðin ár fyrir bæði blöð. Ekki er ýkja langt í að Bragi geti haldið upp á þau tímamót að hafa gert krossgátu undanfarin 40 ár í blaðið LEÓ sem Lionsklúbburinn Hængur gefur út fyrir hver jól.

Lesa meira

Tón - list

Þegar við skoðum myndlist skoðum við myndina og virðum hana fyrir okkur alla.  Þegar við lesum bækur og/eða ljóðlist lesum við öll orðin til að ná innihaldinu öllu. Þegar við skoðum högglist virðum við alla styttuna fyrir okkur og þegar við horfum á þætti eða bíómyndir þá horfum við á allt sem þar fer fram og megum ekki missa af neinu.   En við hlustum á eitt og eitt lag af heilli plötu sem tónlistarmaður gefur út.   Það er jafn mikil vinna lögð í öll hin lögin sem við missum af og heyrum kannski aldrei.  

Lesa meira

Gísli Konráðsson teiknaði merki ÚA við borðstofuborðið heima í Oddagötunni

Á heimasíðu Samherja birtist i morgun skemmtileg skrif um tilurð hins velþekka firmamerki Útgerðarfélags Akureyringa, þau eru birt hér með leyfi.

Lesa meira

Brýr yfir Skjálfandafljót í forgangi

SSNE ásamt sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra hafa undanfarin misseri unnið að því að marka stefnu landshlutans í samgöngu og innviðamálum landshlutans

Lesa meira

Heimboð í Skógarböðin fyrir félagsfólk í EBAK

Félagsfólki í Félagi eldri borgara á Akureyri er boðið án endurgjalds í Skógarböðin í næstu viku eða 27., 28. og 29 nóvember milli  kl 10 og 14 samkvæmt tilkynningu sem stjórn EBAK sendi út til félagsfólks í dag.

Lesa meira

Bjart yfir Grímsey - íbúum hefur fjölgað örlítið

Veðrið hefur verið einstaklega gott norður við heimskautsbaug undanfarnar vikur, sól og stilla dag eftir dag, þótt dálítill veðurhvellur gangi yfir eyjuna einmitt núna.

Lesa meira

Ný körfuboltavöllur vekur lukku

Nýr körfuboltavöllur við Hrafnagilsskóla vekur lukku hjá krökkunum.

Lesa meira

Einn hitaveituleki fannst við gamlan brunn á Oddeyri

 Lekaleitin fór með drónum og vakti talsverða athygli en niðurstöður liggja nú fyrir frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International, sem framkvæmdi lekaleitina fyrir hönd Norðurorku. 

Lesa meira

NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR

Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu.  Starfsmenn Heilu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu,  kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast  heilbrigði.   

Lesa meira

Framsýn - Til móts við eldri borgara og öryrkja

Framsýn telur að verkalýðshreyfingin verði í næstu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og ríkið að leggja sérstaka áherslu á málefni eldri borgara og öryrkja. Félagið hefur þegar komið sínum tillögum á framfæri við Starfsgreinasamband Íslands sem fer með umboð félagsins í komandi kjaraviðræðum og í viðræðum við stjórnvöld um aðkomu þeirra að kjarasamningunum.

Lesa meira

Sammála en þó á móti

Um daginn ræddum við í skipulagsráði um Hafnarstræti 80-82, þið vitið stóra húskjarnann sem er að rísa syðst á götueyjunni sunnan við gömlu bögglageymsluna.

Lesa meira

Egill Ólafsson - Heiðraður

Það var enginn svikinn af því að mæta í Hof s.l. laugardagskvöld á tónleika til heiðurs Agli Ólafssyni. Á tónleikunum  voru flutt  nokkur af  þeim lögum sem Egill hefur gert ódauðleg, lög sem munu lifa með þessari þjóð endalaust.   Flytjendur voru heldur ekki af lakara taginu, Dalvíkingurinn Eyþór Ingi, Ólafur Egill Egilsson og Diddú sáu um söng, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðna Franzsonar og hljómsveitin Babies léku undir.

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla setur upp Bróðir minn Ljónshjarta

Leikfélag Hörgdæla hefur ákveðið að setja upp Bróðir minn Ljónshjarta í leikstjórn Kolbrúnar Lilju Guðnadóttur og stefnt er að því að frumsýna í mars. Það hefur lengi verið áhugi fyrir því innan félagsins að setja þetta verk upp og nú er loksins komið að því. 

Bróðir minn Ljónshjarta er eftir Astrid Lindgren. Astrid er einn þekktasti barnabókahöfund heims en hennar þekktustu verk eru bækurnar um Línu langsokk, Emil í Kattholti, Ronju ræningjadóttur og Kalla á þakinu. Sagan segir frá bræðrunum Karli og Jónatan sem hittast aftur, eftir stutta jarðneska dvöl, í landinu Nangijala, þar sem sögur eru sagðar við varðeldana. Lífið í Kirsuberjadal mótast af grimma Riddaranum Þengli, sem ásamt eldspúandi drekanum Kötlu ræður þar ríkjum og valda þau skelfingu hvar sem þau koma. Karl og Jónatan, sem kallaðir eru bræðurnir Ljónshjarta, ákveða að berjast við hinn grimma Þengil og svartklæddu Riddarana hans.

Leikfélag Hörgdæla sýnir ávallt sínar sýningar í félagsheimilinu Melum í Hörgársveit. Í vetur verður engin breyting á því. 

„Við erum alveg ótrúlega spennt fyrir þessari uppfærslu og mikill hugur í fólki. Síðustu tvö ár eftir Covid höfum við sett upp tvær frábærar sýningar, Í fylgd með fullorðnum og Stelpuhelgi og viðtökurnar við þeim voru hreint út sagt frábærar. Vonandi höldum við áfram á þeim nótum með þessari sýningu.“ segir Fanney Valsdóttir formaður leikfélagsins. 

Kolbrún Lilja Guðnadóttir mun leikstýra verkinu en hún hefur mikla reynslu úr leiklistarheiminum og leikstýrði Fólkinu í blokkinni hjá Freyvangsleikhúsinu síðasta vetur. Þetta er í fyrsta skipti sem hún leikstýrir hjá Leikfélagi Hörgdæla en þó ekki í fyrsta skipti sem hún kemur á Mela þar sem hún lék í Gauragangi árið 2019. „Þetta er óneitanlega mikil áskorun, ég hef alveg síðan ég fór fyrst í leikhús á Bróðir minn Ljónshjarta árið 1998 verið ótrúlega hrifin af þessu verki. Ég lék í því árið 2014 og er nú að leikstýra því og spenningurinn er mikill“ segir leikstjórinn Kolbrún Lilja. 

Leikfélagið ætlar að vera með vinnustofur fyrir Bróðir minn Ljónshjarta. Vinnustofurnar munu fara fram fimmtudaginn 30. nóvember frá kl. 20:00 fyrir allan aldur og síðan sunnudaginn 3. desember frá 15:00-18:00 sem eru ætlaðar eru fyrir 10-16 ára. Skráning í vinnustofurnar fara fram á heimasíðu leikfélagsins, leikhorg.is.

 

Lesa meira

Vilt þú taka Sögu Akureyrar í þínar hendur? Nú er lag!

Í tilefni af Evrópsku nýtnivikunni gefst bæjarbúum nú tækifæri á að eignast 4. og 5. bindi af Sögu Akureyrar sér að kostnaðarlausu. Verið er að jafna lagerstöðu á bókaflokknum og ætlar Akureyrarbær því að gefa eintök af síðustu tveimur bindunum sem saman ná yfir árin 1919 til 1962. Bækurnar verður hægt að nálgast á Amtsbókasafninu í Evrópsku nýtnivikunni, frá 20.-26. nóvember.

Verið velkomin á Amtsbókasafnið og takið Sögu Akureyrar í ykkar hendur.

Lesa meira

Eining-Iðja - Hús félagsins í Húsafelli tekið frá fyrir Grindvíkinga

Á heimasíðu Einingar Iðju kemur fram að  stjórn félagsins hafi ákveðið að svara kalli frá stjórnvöldum sem fóru þess á leit við stéttarfélög að þau lánuðu orlofsíbúðir  til  Grindavíkinga  sem standa upp i heimilislausir  í kjölfar jarðhræringa þar um slóðir.  

Húsið verður a.m.k í láni til 3 janúar n.k.

Stjórn Einingar - Iðju  vonast til þess að félagsfólk sýni þessari ákvörðun skilning og telur það ,, afar mikilvægt að stéttarfélög og önnur félagasamtök sem geta leggi sitt af mörkum til að aðstoða íbúa Grindavíkur eins og frekast er unnt" eins  og   segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu félagsins. 

 

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri - Stúdentar við Auðlindadeild hlutu styrki úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

Við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri eru margvíslegar rannsóknir í gangi í góðu samstarfi við fjölbreytta aðila. Nú á dögunum komu út lokaskýrslur vegna tveggja stórra rannsókna sem fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og stúdentar unnu að síðastliðið sumar. „Bæði verkefnin voru mikilvægur liður í að styrkja öflugt samstarf við atvinnulíf, með áherslu á aukna verðmætasköpun og bætta nýtingu auðlinda,“ segir Rannveig Björnsdóttir, dósent við Auðlindadeild sem var leiðbeinandi í báðum verkefnum. 

Lesa meira