Akureyrarbær og Grófin taka höndum saman

Nýr samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Grófarinnar geðræktar um þjónustu Grófarinnar á Akureyri hefur verið undirritaður. Markmið hans er að efla Grófina sem geðræktarmiðstöð og að auka tengsl og samvinnu Grófarinnar við þá aðila innan bæjarfélagsins sem vinna með fólki sem glímir við geðraskanir.

Lesa meira

Einar gengur gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar -280 kílómetra leið

Einar Skúlason ætlar að ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja á Akureyri í farteskinu. Gönguna leggur hann á sig til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Stefnir Einar á að hefja gönguna á Seyðisfirði 4. desember næstkomandi.

Lesa meira

Árlegur jólamarkaður Skógarlundar á föstudag og laugardag

Árlegur jólamarkaður Skógarlundar verður haldinn föstudaginn 1. desember kl. 9-17 og laugardaginn 2. desember frá kl. 11-14.

Til sölu eru fjölbreyttar vörur og listaverk sem búin eru til í Skógarlundi. Verkin eru unnin úr leir, tré, gleri en sem dæmi eru til sölu vegglistaverk, gjafakort sem máluð eru með augunum, blómapottar, jólasveinar, jólatré og margt fleira.

Lesa meira

Vilja fá græn verkefni af öllu landinu

Fjárfestahátíð Norðanáttar haldin í þriðja sinn

Lesa meira

Metaðsókn á Minjasafnið

„Við erum alveg í skýjunum, þetta er virkilega ánægjulegt. Auðvitað veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég er nokkuð viss um að þetta sumar fer í sögubækurnar,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri á Minjasafninu á Akureyri en aðsókn að safninu hefur aldrei verið meiri en nú í ár. Alls hafa um 62 þúsund manns heimsótt safnið það sem af er árs og desembermánuður allur eftir. Þetta er mun meiri aðsókn en var á liðnu ári, þegar tæplega 50 þúsund manns litu við á safninu. Það ár var met sett í aðsókn en greinilegt að það stóð ekki lengi

Lesa meira

Ingólfur Sverrisson selur og áritar bók sína – Höfuðdag – í Herradeild JMJ fimmtudaginn 30. nóvember frá kl. 14 til 16

Ingólfur Sverrisson sem er lesendum Vikublaðsins bæði í blaði og á vef að góðu kunnur sendi frá sér á dögunum bókina  Höfuðdagur.   Um er að ræða frásögn Ingólfs af uppvaxtarárum móður han sem sex  ára gömul hafði misst báða foreldra sína og var í kjölfar þess komið fyrir hjá vandalausum á Stokkseyri.  Þetta gerðist fyrir tæpum hundrað árum,  og er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig sex ára barni leið í kjölfar þessa.

Lesa meira

Krabbameinsfélagið gaf verkjadýnur

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) kom færandi hendi á dögunum og afhenti lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri svokallaðar verkjadýnur. Þær eru sérstaklega hannaðar fyrir sjúklinga með verki en reynast einnig vel sem legusáravörn.

Lesa meira

Fimm sóttu um stöðu rektors við Háskólan á Akureyri

Háskólaráð Háskólans á Akureyri auglýsti embætti rektors laust til umsóknar fyrr í haust. Umsóknarfrestur rann út 23. nóvember. Ráðið verður í embættið til fimm ára og er upphaf starfstíma 1. júlí 2024. Eftirtaldir aðilar sóttu um:

  • Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Bates College, Lewiston, Maine
  • Dr. Brynjar Karlsson, forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri
  • Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst
  • Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi
  • Dr. Sigurður Ragnarsson, lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Háskólaráð Háskólans á Akureyri tilnefnir rektor í samræmi við 8. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 10. gr. reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 694/2022 og starfar rektor í umboði háskólaráðs. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. Á næstu dögum mun Háskólaráð tilnefna þrjá fulltrúa í valnefnd til að meta hæfi umsækjenda.

Lesa meira

Tjón á yfirbyggingu Töfrateppisins í fárviðri

Yfirbygging Töfrateppisins í Hlíðarfjalli skemmdist talsvert í miklum vindhviðum aðfararnótt þriðjudagsins 21. nóvember.

Lesa meira

Hvefisráð Grímseyjar Ferjan þarf að stoppa lengur

Hverfisráð Grímseyjar hefur óskað eftir því að áætlun ferjunnar Sæfara verði endurskoðuð og þá með hagmuni helstu atvinnuvega eyjarinnar; ferðaþjónustu og sjávarútvegs í huga. Stopp ferjunnar var rætt á fundi ráðsins á dögunum.

Lesa meira

Múrarar hafa yfirleitt mikið að gera

Nýr nemendahópur hóf nám í múraraiðn við VMA á haustönn, en hún er undir hatti byggingadeildar skólans. Tíu nemendur eru í þessum þriðja námshópi sem Bjarni Bjarnason múrarameistari hefur fylgt í gegnum námið frá árinu 2015.

Lesa meira

Agnes og Ólöf Norðurljósin 2023

Agnes Emma Charlesdóttir Guanci, sex ára, og Ólöf Birna Kristjánsdóttir, níu ára, voru valdar Norðurljósin 2023, hæfileikakeppni sem haldin var í tengslum við jólatónleikana Jólaljós og lopasokkar 

Lesa meira

Engin tilboð bárust í byggingu hjúkrunarheimils á Húsavík

Tilboð í byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík  voru opnuð kl 13 í dag

Lesa meira

Líf og fjör á Degi sjúkrahússins

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins stóðu fyrir Degi sjúkrahússins á Glerártorgi sl. laugardag milli kl. 14:00 og 16:00.  Stjórnarmenn í Hollvinasamtökum SAk gengu um og söfnuðu nýjum félagsmönnum og margir nýttu sér boð um að láta starfsfólk SAk mæla hjá sér blóðþrýsting, súrefnismettun og púls. Síðast en ekki síst komu fjölmörg börn með uppáhaldsleikfangið sitt í læknisskoðun og ýmsar aðgerðir.

Hollvinir SAk eru vel á þriðja þúsund talsins og fjölgaði um nokkra tugi um helgina. „Við viljum fjölga þeim enn frekar á næstu mánuðum, því 6.000 króna árgjald félagsmanna er sá grunnur sem Hollvinir SAk byggja starfsemi sína á,“ segir Jóhannes G. Bjarnason, formaður stjórnar Hollvinasamtakanna.

Lesa meira

Þorsteinn hættir í stjórn Iðnaðarsafnsins

Þorsteinn Einar Arnórsson sem setið hefur í stjórn Iðnaðarsafnsins frá upphafi eða í 25 ár hefur sagt sig úr stjórninni.

Lesa meira

Jólavefur Júlla og nýr magasínvefur

Árið 1999 setti Dalvíkingurinn Júlíus Júlíusson upp vef sem var með fyrstu einstaklingsvefum landsins. Byrjaði fyrst sem átthagavefur m.a. til að halda til haga heimildum, sögum eða frásögnum frá fólki í Dalvíkurbyggð, jafnt búandi sem brottfluttum. M.a. efnis var Dalvíkurskjálftinn, Bakkabræður úr Svarfaðardal, Jóhann Svarfdælingur, Veðurklúbburinn og fleira
Einnig fór Júlli að halda til haga merkilegum áralöngum jólahefðum úr byggðarlaginu sem endaði  í afar vinsælum Jólavef þar sem hægt var að finna nánast allt um jólin. Jólavefur Júlla var og hefur verið stærsti og vinsælasti jólavefur landsins um árabil.

Lesa meira

Setið við vefstólinn

Í huga þess sem þetta pikkar inn er eitthvað notalegt við þá tilhugsun að sitja við vefstól og skapa eitthvað sem gleðja mun þá sem nota.  Það er þó jafn víst að pikkara skortir alla hæfileika í verkið en það má láta sig dreyma.

Á heimasíðu VMA má lesa þessa frásögn:

Lesa meira

Líforkugarðar ehf stefna á að reisa líforkuver á iðnaðarlóð við Dysnes

Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu þess efnis að félagið Líforkugarðar ehf fái tæplega 6.700 fermetra iðnaðarlóð við Dysnes. Fyrirhuguð starfsemi á lóðinni er móttaka og vinnsla dýraleifa, þ.e. fyrsti fasi líforkugarða. Félagið er í eigu allra 10 sveitarfélaganna sem standa að SSNE.

Lesa meira

Langþráður draumur rætist

Langþráður draumur hefur ræst í hópi yngri borgara Akureyrar, en Jón Bergur Arason ýtustjóri hefur lokið við að forma nýja sleðabrekkur á Kjarnatúni í Kjarnaskógi.

Lesa meira

Evrópudagur sjúkraliða

Sunnudaginn 26. nóvember var haldið upp á evrópudag sjúkraliða. Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa um 100 sjúkraliðar í hinum ýmsu störfum. Anna Fanney er ein þeirra.

Lesa meira

Allt til enda í Listasafninu á Akureyri

Börnin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkin í samstarfi við Friðrik og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem Hlynur Hallsson, safnstjóri, opnaði formlega í safnfræðslurými Listasafnsins

Lesa meira

Öflugir VMA-nemar í stærðfræðinni

Árangur tveggja nemenda í VMA, Orra Sigurbjörns Þorkelssonar og Víkings Þorra Sigurðssonar, í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna sem fór fram 3. október sl. tryggði þeim þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram síðla vetrar. Orri Sigurbjörn keppir á neðra stigi en Víkingur Þorri á efra stigi.

Lesa meira

Fleiri karlar sækja í hjúkrunarfræði

Í ár innritaðist metfjöldi karla í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og við Háskóla Íslands. Tuttugu og sex karlkyns umsækjendur sóttu um námið og innrituðust,sem þýðir að karlar eru Tæplega 8% nýnema í hjúkrunarfræði í ár. Árin 2021 og 2022 var hlutfall karla sem innrituðust í hjúkrunarfræði 4,3% og 6,3% og því er ljóst að áhugi karla á náminu er að aukast.

Lesa meira

Óska eftir lýðheilsustyrk fyrir eldri borgara

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og öldungaráð Akureyrarbæjar hafa beint því til  bæjaryfirvalda að komið verði á lýðheilsustyrk fyrir íbúa bæjarins 67 ára og eldri.

Markmið styrksins væri að hvetja eldri íbúa bæjarins til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og auka þannig lífsgæði þeirra með bættri heilsu.

Slíkur styrkur er í dag veittur í mörgum sveitarfélögum og kemur þeim vel sem stunda hreyfingu og/eða aðra heilsueflingu. Styrkurinn verði veittur einstaklingum gegn framvísun reiknings frá þeim viðurkenndu aðilum sem veita slíka þjónustu og samið verði við.
Reglur um styrk af þessu tagi geta verið í líkingu við frístundastyrk barna og unglinga.

Fræðslu- og lýðheilsuráð fór yfir erindið en að svo búnu leggur það áherslu á að efla starfsemi Virkra efri ára sem er fjölbreytt heilsueflandi verkefni fyrir eldri borgara. Fram kemur í bókun ráðsins að erindið verði tekið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

Lesa meira

Völvur á Íslandi

Á Norðurlöndum eru til aldagamlar sagnir um konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þær eru nefndar á ýmsan veg í fornbókmenntum okkar, en þekktastar eru tvímælalaust völvurnar. Þær nutu mikillar virðingar, enda voru þær á mörkum tveggja heima, ef þannig má að orði komast, og höfðu vitneskju um það, sem flestum öðrum var hulið.

              Rannsóknir benda til, að þær íslensku hafi flestar verið öðruvísi en aðrar á hinu norræna áhrifasvæði, það er að segja búandi konur, en hinar farið um á milli bæja og þá gjarnan haft með sér fylgdarlið. Orðspor þeirra var síðra.

Lesa meira

atNorth fær lóð við Hlíðarvelli

Fyrirtækið atNorth hefur sótt um lóð við Hlíðarvelli, sem í deiliskipulagi er merkt sem lóð B og er staðsett austan við núverandi lóð fyrirtækisins. Þar hefur fyrsti áfangi gagnavers fyrirtækisins verið tekin í notkun. Lóðin sem um ræðir er tæplega 8 þúsund fermetrar að stærð.

Lesa meira

Hnoðri í norðri komin í jólagírinn

Hnoðri í norðri sem er sjálfstætt starfandi sviðslistahópur sem setur upp ævintýraleg tónlistarleikverk sýnir verkið Ævintýri á aðventunni í samstarfi við Handbendi á Hvammstanga 3. desember og á grunnskólasýningum Kópavogs í Salnum 4. desember. Þá verða sýningar í samstarfi við Leikfélag Akureyrar í Samkomuhúsinu helgina 9. og 10. desember.

Lesa meira