Hagsmunum sveitarfélagsins betur borgið með samvinnu en átökum

Oddvitar E og K lista í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lögðu á sveitarstjórnarfundi fyrr í dag fram sameiginlega stefnuyfirlýsingu um framkvæmd verkefna í samræmi við stefnu listanna sem kynnt var kjósendum í aðdaganda sveitarstjórnarkosninga.

Lesa meira

„Eyjafjörður er alltaf gott myndefni“

Togarinn Björg EA 7 hélt til veiða síðdegis í gær eftir að hafa landað góðum afla á Akureyri.  Guðmundur Freyr Guðmundsson hefur verið skipstjóri á Björgu frá því skipið kom nýtt til landsins fyrir sex árum síðan. Hann er oftar en ekki með myndavél í brúnni og grípur til hennar þegar honum þykir ástæða til. Eyjafjörður skartaði sínu fegursta í haustblíðunni í gær,   Guðmundur Freyr stóðst ekki mátið og náði í myndavélina góðu.

Lesa meira

Hlíðarfjall - Töfrateppið í nýjan búning

Starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli hafa lokið við að setja saman 63ja metra yfirbyggingu úr gegnsæjum einingum á hið svokallaða Töfrateppi. Yfirbyggingin myndar eins konar göng utan um færibandið og skýlir þeim sem það nota fyrir veðri og vindum.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga - Trjágróðri á eldri svæðum verði þyrmt sem kostur er

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur beint þeirri áskorun til bæjaryfirvalda á Akureyri að betur verði hugað að gróðursetningu trjágróðurs í nýjum og nýlegum hverfum bæjarins, svo sem samsíða akbrautum eða grænum svæðum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á stjórnarfundi SE nýverið.

Lesa meira

Tónleikar úr gullkistu Freyvangsleikhúsins að kvöldi fyrsta vetrardags

 ,,Ég lofa góðri skemmtun sem engan svikur” sagði Steingrímur Magnússon einn af þeim sem að tónleikunum standa. ,,Þarna verða lög sem allir þekkja og fólki er guð velkomið að syngja með."  Steingrímur bætti við ,,það verður held ég enginn fyrir vonbrigðum sem ekur fram í Freyvang n.k. laugardagskvöld. ” 

Lesa meira

Skotveiði bönnuð á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli

Athygli er vakin á því að öll skotveiði er óheimil á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Svæðið er útivistarparadís Akureyringa og gesta bæjarins allan ársins hring. Þarna eru vinsælar gönguleiðir um holt og hæðir þar sem fjölskyldufólk er gjarnan á ferðinni jafnvel þótt skíðalyfturnar hafi ekki verið ræstar. Því er meðferð skotvopna á svæðinu alls ekki við hæfi. Skotveiðimenn eru vinsamlegast beðnir að virða þetta. Afmörkun svæðisins má sjá á meðfylgjandi mynd.

Lesa meira

Hugmyndasamkeppni um nýja stúdentagarða á svæði Háskólans á Akureyri

Jóhannes Baldur segir að FÉSTA hafi síðast byggt stúdentagarða árið 2008, þannig að vissulega sé langur tími liðinn. „Stefna okkar með þessum byggingu er að aðlaga framboð okkar enn frekar að þeirri eftirspurn sem verið hefur síðastliðin ár,“ segir hann, en nú í fyrsta sinni sögu FÉSTA verða byggðar stúdíóíbúðir.

 

Lesa meira

Geimstofan á Akureyri tuttugu ára. „Mörg skemmtileg verkefni í farvatninu

Geimstofan Hönnunarhús á Akureyri var sett á laggirnar 14. október 2003 og fagnar því 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Geimstofan er alhliða auglýsingastofa/skiltagerð, sem veitir viðskiptavinum sínum um land allt heildstæðar lausnir á sviði markaðssetningar.  

Starfsmenn Geimstofunnar eru sjö og segir Arnar Sigurðsson framkvæmdastjóri að verkefnastaðan sé góð á þessum tímamótum.

Lesa meira

,,Við erum hér til að hafa hátt" Ávarp flutt á baráttufundi á verkfallsdegi

Verið öll hjartanlega velkomin.

Við erum hér til að hafa hátt. Við minnumst þess í dag að 24.október 1975, lögðu um 90% íslenskra kvenna niður störf þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi kvenna og krefjast réttinda og launa til jafns á við karla. Það voru verkakonur, verslunarkonur, húsmæður, konur úr öllum stéttum og flokkum, alls staðar af á landinu.

Lesa meira

Og afhverju erum við hér? Ávarp flutt á baráttufundi á verkfallsdegi

Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á þessum degi, 24. október, kvennaverkfallsdegi. Það er gleði yfir því hvað við erum margar að taka þátt, en líka reiði og sorg yfir því að við þurfum að gera það. Það eru 48 ár frá kvennafrídeginum fræga 1975 og þó margt hafi breyst til batnaðar þá erum við stödd hér.

Og af hverju erum við hér? Búum við ekki við mesta jafnrétti kynja í gjörvallri veröld? Hér mega konur kjósa, mennta sig, eiga bankareikninga og meira að segja keyra bíl! Það er sko ekki þannig allstaðar! Er þetta ekki bara vanþakklæti, já og frekja? Getum við ekki bara róað okkur??

Lesa meira

Mjög góð þátttaka í kvennaverkfalli á Húsavík og Akureyri

Konur og kvár á Akureyri  og á Húsavik létu sig ekki vanta á baráttufundi sem haldnir voru  í dag og má með sanni segja að góður andi hafi verið ríkjandi, samstaðan algjör.  

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit veitir styrki vegna uppsetningar á varmadælum

„Vonandi geta einhverjir nýtt sér þessa styrki og þessa lausn sem notuð hefur verið annars staðar og gefið góða raun,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Sveitarfélagið hefur boðið upp á fjárstyrk til eigenda fasteigna í Eyjafjarðarsveit sem vilja setja upp varmadælur sem draga úr notkun raforku til upphitunar á íbúðarhúsnæði. Miðað er við fasteignir þar sem er föst búseta og dreifikerfi hitaveitu nær ekki til.

Lesa meira

Vildu færa lögheimili sitt í leikhúsið

10. bekkur Borgarhólsskóla sýnir Pitz Pörfekt í Samkomuhúsinu

Lesa meira

At­vinnu­öryggi vegna barn­eigna

Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs.

Lesa meira

Kvennaverkfall á Akureyri

Þriðjudaginn 24. október eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var  sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.

Lesa meira

„Ég vil bara fá einhverja bilun til Húsavíkur“

Opnuðu jetski leigu á Húsavík í sumar

Lesa meira

Stofna NorðurHjálp nytjamarkað til að létta undir með bágstöddum

NorðurHjálp er nýr nytjamarkaður sem opnaður verður að Hvannavöllum 10 á Akureyri í næstu viku, fimmtudaginn 26. október kl. 12.30. Að honum standa fjórar konur sem allar hafa um árabil tekið þátt í sjálfboðaliðastarfi og eiga þá ósk heitasta að láta gott af sér leiða.  Þetta eru þær Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir, Guðbjörg Thorsen, Anna Jóna Vigfúsdóttir og Stefanía Fjóla Elísdóttir. Alla hafa þær að baki langa reynslu af sjálfboðaliðastörfum.

 Sæunn segir að undanfarna daga hafi þær stöllur verið að sanka að sér allra handa dóti, húsgögnum, fatnaði, leikföngum, glermunum og bókum, eða bara hverju sem er sem fólk vill láta af hendi og gefa framhaldslíf hjá öðrum. „Við þiggjum allt, stórt og smátt, gamalt og nýtt,“ segir hún og að viðtökur hafi verið góðar. Markaðurinn sé óðum að taka á sig fína mynd og fyllast af fjölbreyttum varningi.

 

Lesa meira

Nemendur Símenntunar útskrifast í annað sinn úr MBA-námi við UHI

Þann 5. október síðastliðinn fór fram útskrift nemenda viðUHI – University of the Highlands and Islands. Símenntun HA átti þar sjö útskriftarnema úr MBA-náminu. MBA-námið við UHI býður upp á 100% fjarnám og mikinn sveigjanleika svo nemendur geta stundað námið á sínum hraða.

Þetta er í annað sinn sem nemendur frá Símenntun útskrifast úr MBA-náminu og að þessu sinni mættu fjórir útskriftarnemanna til Perth og tóku þátt í hátíðarhöldunum. Ein þeirra er Freydís Heba Konráðsdóttir eða Freyja, eins og hún er kölluð dagsdaglega.

Lesa meira

Sveitarfélög hætta stuðningi við Flugklasann Air 66N

,,Við höfum óskað eftir viðræðum við sveitarfélögin og vonum að ákvörðunin verði endurskoðuð,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands um þá ákvörðun nokkurra sveitarfélaga að hætta þátttöku í verkefni flugklasans Air66N. Alls eru 16 sveitarfélög á Norðurlandi og hafa 12 þeirra styrkt verkefnið, Akureyrarbær greiddi 9 milljónir króna á ári og önnur samtals um 5 milljónir eða sem næst 300 krónur á hvern íbúa þeirra.

Lesa meira

Jonna opnar sýninguna Hlýnun í Hofi

Jonna, Jónborg Sigurðardóttir opnar sýningu sína Hlýnun í Hofi laugardaginn 21. október kl. 15. 

Jonna notar myndlist sína til að vekja athygli á samfélagslegum þàttum. Verkin á sýningunni eru óhefðbundinn textílverk sem vísa í ruglið og bullið í neyslu okkar og það sem er að gerast í heiminum. Hamfara hlýnun, bràðnun jökla og fleira. Þar eru líka Skólphreinsistöðvar og móðursýki.

„Verk mín eru öll unnin úr endurvinnslu efnum. Ég nota lopa og garnafganga sem ég hef tekið við frá öðrum og margt sem annars hefði endað í ruslinu, ég geng svo langt að tvinna saman stutta spotta og nýti allt. Stæðsti partur af efnivið mínum er mikið magn af mjög vel prjónuðum bútum sem íbúi á Hlíð, Herborg Kàradóttir prjónaði, en hún þjàðist af Alzheimer og lést 2021. Mér þykir vænt um að fá að nota handverk hennar og gera það að mínu. Að lokum hvet ég fólk til að hugsa um neyslu sína, maður byrjar á sjàlfum sér,“ segir Jonna.

Jonna útskrifaðist úr màlunardeild Myndlistarskólans á Akureyri 1995 og úr fatahönnun frá København Mode og Design skolen2011. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og verið virk í myndlistar lífi à Akureyri

Lesa meira

Bleiki dagurinn er i dag.

Bleiki dagurinn er í dag  en dagurinn er hápunktur árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins.  Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár og er haldinn hátíðlegur um land allt.

Á deginum hefur skapast sú skemmtilega hefð að bera Bleiku slaufuna, vera í bleiku,í stuttu máli eins mikið bleikt  og mögulegt  svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi og samstöðu.

Starfsfólkið á skrifstofu Einingar Iðju lét ekki sitt eftir liggja  og  mætti að sjálfsögðu klætt  til samræmis við daginn eins  og  sagt er frá á heimasíðu félagsins www.ein.is

 

Lesa meira

Húsavik - Smíði hjúkurnarheimilis boðin út!

Á heimasíðu Norðurþings nú í morgun má sjá frétt sem margir fagna innilega  ef að líkum lætur.   Ríkiskaup og framkvæmdasýslan fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélaganna Norðurþings, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps óska eftir tilboðum í verkið:

Lesa meira

Þingsályktunartilaga um að Sjúkrahúsinu á Akureyri verði gert mögulegt að framkvæma hjartaþræðingar

Logi Már Einarsson S er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem hann ásamt 20 öðrum þingmönnum úr öllum flokkum þar með eru allir þingmenn  Norðausturkjördæmis  lögðu fram í gær á Alþingi  um að Sjúkrahúsinu á Akureyri verði gert kleift að framkvæma hjartaþræðingar.

Lesa meira

Akureyri - Kærir ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar

Jón Oddgeir Guðmundsson eigandi tveggja fasteigna við annars vegar Glerárgötu 1 og hins vegar Strandgötu 13a hefur kært ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar um breytingar á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar vegna hótelbyggingar sem til stendur að reisa á lóð númer 7 við Glerárgötu. Hann hefur sent kæru þar um til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Lesa meira

Akureyri - Samið við 8 verktaka um snjómokstur

Tilboð bárust frá 10 verktökum í snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2023 til 2026, með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Lesa meira

Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri!

Friðrik Sigurðsson skrifar

 

Lesa meira

Tvær heilsugæslustöðvar en skoða hvort hyggilegt að bjóða rekstur annarar út

Heilbrigðisstofnun Norðurlands og heilbrigðisráðuneytið hafa birt tilkynningu þar sem áréttað er, vegna frétta undanfarna daga, að stefnt sé að því að taka í notkun tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri.

Lesa meira