Súlur björgunarsveitin byggir vélaskemmu
Mánudaginn 3. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustungan tekin af nýrri vélaskemmu sem mun rísa á lóð okkar við Hjalteyrargötu 12. Vélaskemman verður rúmlega 300 fm með fjórum bilum fyrir tæki sveitarinnar.
Mánudaginn 3. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustungan tekin af nýrri vélaskemmu sem mun rísa á lóð okkar við Hjalteyrargötu 12. Vélaskemman verður rúmlega 300 fm með fjórum bilum fyrir tæki sveitarinnar.
Listasumar 2024 hefst á morgun, fimmtudaginn 6. júní og stendur hátíðin til 20. júlí. Nóg er um að vera næstu daga og vert er að nefna að flestir viðburðir Listasumars eru ókeypis.
Sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvigneau, opnar sýninguna Einstök Íslandskort 1535-1849 – Schulte landakortin á Minjasafninu á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 6. júní kl. 17. Á sýningunni gefur að líta 43 stór og smá Íslandskort helstu kortagerðarmanna Evrópu frá árunum 1535-1847.
Elstu kortin sýna óljósar útlínur sem oft byggjast á vafasömum upplýsingum, jafnvel hreinum lygasögum og fölsunum. Þar má einnig sjá ævintýraeyjar og furðudýr.
Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið.
„Það sem áður útheimti heimsókn í útibú, biðraðir, að fylla út eyðublöð og bið, er hægt að leysa með nokkrum smellum í bankaappi í snjallsíma.“
Margir komnir um og yfir miðjan aldur muna eftir því að hafa beðið í röð á föstudegi í bankaútibúi til að leggja inn launin frá vinnuveitandanum, sem greidd voru með ávísun eða seðlum. Fólk skipti ekki svo glatt úr sínum viðskiptabanka eða sparisjóð enda voru þeir oft nátengdir ákveðnum bæjarfélögum, atvinnugreinum og jafnvel stjórnmálaskoðunum.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan er Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Grímsey er ein af fámennari kjördeildum landsins. Þar voru 51 á kjörskrá í kosningunum um helgina og kusu allir sem voru á staðnum eða 60% kjörskráðra.
Í morgun meðan ég varð að setja snjókeðjurnar undir jeppann minn fór ég að hugsa um það hve embætti forseta Íslands væri í rauninni líkt hlutverki mínu sem húsbóndi heimilisins. Bæði þessi embætti eru í raun táknræn fremur en nytsamleg. Báðum embættunum fylgja völd og áhrif í orði kveðnu en eru í raun nær alveg valdalaus. Og svo grunar mig að ég, líkt og er oft með forsetana, hafi verið valinn til embættis míns af því að ég var besti kosturinn af mörgum alslæmum. Eini munurinn er sá að forsetinn er mest upp á punt, en ef marka má konu mína þá fer því fjarri að hægt sé að nota mig þannig.
Nele Marie Beitelstein kemur frá Þýskalandi en hún kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi við Háskólann á Akureyri árið 2015 og ætlaði sér aldrei að stoppa lengur en í eina önn
Fimmtudaginn 6. júní kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýningin Er þetta norður? og Fluxus sýningarverkefnið STRANDED – W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO – MORE THAN THIS, EVEN. Boðið verður upp á listamannaspjall með Inuuteq Storch og Gunnari Jónssyni um fyrrnefndu sýninguna og sýningarstjóraspjall með Wolfgang Hainke og Freyju Reynisdóttur um þá síðarnefndu. Á opnunarkvöldinu verður einnig boðið upp á örtónleika með grænlensku hljómsveitinni Nanook.
Yfirlýsing Knattspyrnudeildar KA vegna dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra, uppkveðnum þann 14. maí sl.
Það er hreint út sagt skítaveður á Norðurlandi eins og spár höfðu boðað, vefurinn hafði samband við sérlegan veðurfræðinga okkar Óla Þór Árnason sem er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á þriðjudag nýja viljayfirlýsing á milli sveitarfélagana Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar við ríkisvaldið um breytt fyrirkomulag vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar segir að þar sé verið að hverfa frá sameiginlegu eignarhaldi ríkis og sveitarfélaga og ákvæði um að 15% hlutur sveitarfélaganna í byggingu heimilisins og búnaði falli niður. Ráðgert er að breyta þeim ákvæðum laganna sem kveður á um þetta.
„Viljayfirlýsingin kveður jafnframt á um að lagabreytingin tefji ekki uppbyggingu hjúkrunarheimilisins,“ segir Hjálmar og bætir við að þess í stað sé farin sú leið sem kemur fram í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis um breytt fyrirkomulag vegna hjúkrunarheimila sem kom út í nóvember 2023.
Súlur Bjögunarsveit á Akureyri póstar í dag á Facebooksíðu sveitarinnar veðurviðvörun vegna skítaveðurs sem vænta má út komandi viku.
Það er full ástæða til þess að birta þessi varnaðarorð og þau koma hér:
Ég elska vorið. Birtuna og sólargeisla sem jafnvel láta sjá sig. Vorboðarnir, litlu lömbin, þessi sem allir forsetaframbjóðendurnir hafa kysst þetta vorið. Gróðurinn sem er að vakna til lífsins og kýrnar valhoppandi rétt eins blessuð börnin sem skoppa út úr skólanum tilbúin í sumarið.
Sjómannafélag Eyjafjarðar heiðraði tvo heiðursmenn í dag, við Sjómannamessu í Akureyrarkirkju . Það voru þeir Kristinn Pálsson og Brynjar St. Jacobsen sem heiðraðir voru að þessu sinni og eru þeir vel að komnir.
„Við leitum eftir áhugasömu fólki, bændum eða landeigendum sem dæmi til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur,“ segir Jóhann Helgi Stefánsson umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Landi og skógi. Þar á bæ er verið að fá fólk til liðs við vöktunarverkefnið Landvöktun – lykillinn að betra landi.
,,Kl. 20.00 höfðu 9028 kosið hér á Akureyri eða 60.56% + 2246 utankjörfundaratkvæði sem er þá samtals 76.38% kosningaþátttaka, sem er 13.78% meiri þátttaka en í síðustu forsetakosningum og 9.94% meiri kosningaþátttaka en í síðustu sveitarstjórnarkosningum“ sagði Helga Eymundsdóttir formaður yfirkjörstjórnar í samtali við vefinn.
Fjórir styrkir, samtals að upphæð tvær milljónir króna var úthlutað úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar í gær. Líkt og áður var lögð áhersla á að styrkja málefni sem voru Baldvini hugleikin og styðja þannig það góða starf sem unnið er víða á Akureyri og í nágrenni. Styrkirnir voru afhentir við stutta athöfn í Hamri, félagsheimili Þórs.
Fram kom að með með styrkveitingunum dagsins hefur verið úthlutað rúmum 13 milljónum króna frá því sjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum.
Kjörsókn hefur verið góð á Akureyri það sem af er degi og kl. 13.00 höfðu 2852 manns greitt atkvæði eða 19.13% Í síðustu kosningum (til bæjarstjórnar) höfðu 2116 manns greitt atkvæði á sama tíma.
„Þetta verður óskaplega gaman og við hlökkum mikið til,“ segir Dýrleif Skjóldal, Dilla sem í ágúst fær til sín skiptinema frá Ekvador. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að fyrir rúmum tveimur áratugum tóku Dilla og hennar maður, Rúnar Arason á móti skiptinema frá Ekvador og sá er pabbi stúlkunnar sem síðsumars fetar í fótspor föður síns. Alls eru væntanlegir næsta haust 27 skiptinemar til dvalar hjá íslenskum fjölskyldum og eru þeir frá 16 þjóðlöndum. Dvalartími þeirra er frá þremur og upp í tíu mánuði.
Staða Grýtubakkahrepps er sterk og rekstrarhorfur halda áfram að batna með þeirri uppbyggingu sem er í gangi og væntanlegri fólksfjölgun.
,,Við lok dags í gær voru 2003 einstaklingar með lögheimili á Akureyri búnir að kjósa utan kjörfundar á landinu. Þar af kusu 1663 greitt atkvæði hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra,” sagði Helga Eymundsdóttir formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri í samtali við vefinn í dag.
Eins og fólki er væntanlega ljóst fara forsetakosningar fram á morgun laugardaginn 1. Júní. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur ekki seinna en klukkan 22:00.
Samherji hefur selt ísfisktogarann Björgvin EA 311 og verður skipið afhent kaupanda í júní.
Sá sem lendir í kulnun, sálarkreppu, áföllum eða á við langvarandi geðraskanir að stríða kemst fljótlega að því að fullt af úrræðum eru í boði. Verst að þetta eru takmörkuð gæði. Sumarlokanir eru víða.