Gæslan hafi fasta starfsstöð fyrir þyrlu á Akureyri

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri. Alls eru flutningsmenn þingsályktunartillögunnar 15 talsins úr fjórum flokkum.

Lesa meira

Kvartanir vegna umgengni við lóð

Nokkuð hefur verið um kvartanir vegna umgengni um lóð við  Hamragerði  á Akureyri. Á lóðinni hafa safnast upp fjölmargir bílar, með og án skráningarmerkja, hjólbarðar og fleiri lausamunir.

Lesa meira

Árið er 2025

Ráðamenn þjóðarinnar sitja á neyðarfundi ásamt, landlækni, umboðsmanni barna og sveitarstjórum eftir að hafa vaknað upp við þá staðreynd að kennarar geta ekki einir gert kraftaverk, sinnt ólíkum hópi nemenda og leyst öll mál. Ansi margir foreldrar hafa ekki lengur tíma til að vera foreldrar, þora ekki að setja börnum sínum mörk og kunna ekki að þjálfa upp dugnað og seiglu.

Lesa meira

Þátttakendur og gestir ánægðir með framlag vísindafólksins okkar á Vísindavöku

„Það er svo nauðsynlegt að gera vísindi aðgengileg fyrir almenning” segir Þórhalla Sigurðardóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri (HA) um þátttöku í Vísindavöku. „ Mér fannst mjög gaman að taka þátt, starfsfólk Vísindavöku og HA voru mér innan handar um allt sem ég þurfti og allt vel skipulagt. Ég myndi svo gjarnan vilja taka þátt aftur,” bætir hún við.

Lesa meira

Leikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit stækkar í takt við fjölgun í sveitarfélaginu

Nýjasti hluti leikskólans Álfasteins í Hörgársveit var tekin í  notkun á dögunum, en um er að ræða ungbarnadeild sem fengið hefur nafnið Ljósálfadeild. Við vígslu deildarinnar var einnig tekin í notkun ný starfsmannaaðstaða. Með þeirri stækkun sem nú var tekin í notkun er pláss fyrir 90 börn á leikskólanum. Þau eru nú rétt yfir 60 talsins. Alls starfa 25 manns hjá Álfasteini í 23 stöðugildum. Kvenfélagið í Hörgársveit gaf leikskólanum 500 þúsund krónur að gjöf til leikfangakaupa í tilefni af stækkuninni.

Lesa meira

Frá Höfnum Norðurþings

Nú er í gildi appelsínugul viðvörun en spáð er norðvestan og norðan 15-23 m/s í dag. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en snjókoma á heiðum, sums staðar talsverð eða mikil úrkoma. Reiknað er með að versta veðrið gangi yfir Norðurþing í dag og standi fram yfir miðnætti í kvöld.

Lesa meira

Byggðir í sókn í 10 ár

Í síðustu viku fór fram kjördæmavika og þingmenn voru á ferð og flugi að heimsækja fyrirtæki, fólk og stofnanir. Margt stendur upp úr en sérstaklega ánægjulegt var að taka þátt í afmælismálþingi um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir sem var haldið á Raufarhöfn. Verkefnið stendur á þeim tímamótum að fagn

Lesa meira

Þingmenn allra flokka í heimsókn á SAk í kjördæmaviku

Á fimmtudag í síðustu viku tók forstjóri SAk auk hluta framkvæmdastjórnar á móti fríðum flokki þingmanna Norðausturkjördæmis. Þingmenn allra flokka voru í svokallaðri kjördæmaviku en þá fara þeir um kjördæmið og kynna sér málefnin frá fyrstu hendi.

Lesa meira

Íslendingar kaupa fleiri gistinætur en fyrir heimsfaraldur-Met slegin í júlí og ágúst

Seldum gistinóttum á Norðurlandi heldur áfram að fjölga, en samkvæmt tölum frá Hagstofunni var slegið met í júlí og ágúst. Þetta er í samhengi við þróunina í maí og júní , en sérstaka athygli vekur fjölgun gistinátta í ágúst sem sýnir enn betur þá þróun að sumartímabilið er orðið lengra og teygir sig nú frá maí og vel inn í september. Þar spilar aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll lykilhlutverk.

Lesa meira

HSN-Árlegar bólusetningar að hefjast

Árlegar bólusetningar við inflúensu og Covid-19 hefjast hjá HSN eftir miðjan október.  Bólusett verður samtímis við inflúensu og Covid-19 á öllum heilsugæslustöðvum. Hægt verður að velja um að fá annað hvort eða bæði bóluefnin í sömu heimsókn.

Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við Covid-19: 

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.

  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.

  • Barnshafandi konur.

  • Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Tímasetningar á hverri starfsstöð verða auglýstar fljótlega.

Lesa meira

Sprellmót SHA – „ekki bara drykkjukeppni

Föstudaginn 22. september síðastliðinn urðu gestir í miðbæ Akureyrar varir við hóp fólks í hinum ýmsu búningum og í fyrstu héldu eflaust mörg að um dimmiteringuframhaldsskólanema væri að ræða. 

Það var þó ekki svo heldur voru það líflegir háskólanemar sem áttu sviðsljósið og var að ræða Sprellmót Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA). Í gegnum tíðina hefur Sprellmótið verið vinsælasti viðburður SHA. . Um er að ræða einstakan viðburð í félagslífi HA sem þekkist hvergi annarsstaðar.

Lesa meira

Akureyrarbær Engar úrbætur gegn umferðarhávaða

„Það hafa engar úrbætur verið gerðar af hálfu Akureyrarbæjar varðandi umferðarhávaða, þrátt fyrir að í 10 ár hafi legið fyrir að hávaði á tilteknum svæðum er yfir reglugerðarmörkum,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Lesa meira

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Ógilti þrjár ákvarðanir um efnistöku í Hörgá

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ógilt þrjár ákvarðanir sveitarstjórnar Hörgársveitar og eina ákvörðun Fiskistofu um leyfi til efnistöku í Hörgá. Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið kærðu í vor leyfin sem sneru að afar umfangsmikilli efnistöku úr farvegi Hörgár neðan hringvegarins við Krossastaði.

Lesa meira

Bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs í nýtt húsnæði

„Þetta er mikil framför og við hlökkum til vetrarins og að geta kynnt íþróttina fyrir almenningi. Við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Alfreð Birgisson há Íþróttafélaginu Akri – bogfimideild sem opnar um helgina nýja aðstöðu við Kaldbaksgötu 2 á Akureyri.

Lesa meira

Snjallstýrð LED götulýsing á Svalbarðseyri

Nýju LED götuljósalamparnir í Borgartúni og Tjarnartúni eru snjallstýrðir. Á þeim eru birtu- og hreyfinemar sem stýra lýsingunni eftir aðstæðum.

Lesa meira

GÖTUGANGA Á MORGUN LAUGARDAG - VIRK EFRI ÁR

Laugardaginn 7. október, kl. 14, verður Götuganga virkra efri ára - fyrir 60 ára og eldri íbúa haldin hér á Akureyri í fyrsta sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga annað hvort 2,5 km eða 5,0 km.
 
Gönguleið
Gengið verður í suðurátt frá Hofi og snúið við þegar leiðin er hálfnuð og gengið til baka. Brautarverðir verða á leiðinni til að leiðbeina þátttakendum og hvetja þá til dáða.

Rásmark
Rásmark er á göngustígnum rétt sunnan við Hof, og þar er einnig endamarkið.

2,5km gönguleið
Gönguleiðin í 2,5 km hlaupinu liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof, langleiðina að Leirunesti, þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.

 
5km gönguleið
Gönguleiðin í 5 km hlaupinu liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof og um 100 m lengra en Mótorhjólasafnið þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.
 
Tímataka
Tími allra þátttakenda verður skráður og birtur hér á síðunni skömmu eftir götugönguna.
 
Verðlaun
Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út og hljóta verðlaun.
 

Skráning og keppnisnúmer
Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 23 föstudaginn 6. október, til að eiga möguleika á útdráttarvinningi. Sækja þarf keppnisnúmer í Hof á götugöngudag (7.okt) kl. 11-13. Göngugarpar verða svo beðnir um að skila númeri að göngu lokinni svo endurnýta megi þau.
Skráningarsíðan er hér

Lesa meira

Stjórn Framsýnar-Ályktað um flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll

Stjórn Framsýnar kom saman til fundar í gær. Á fundinum urðu miklar umræður um flugsamgöngur og mikilvægi þess að þær verði áfram greiðar milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Ákveðið var að álykta um málið:

Lesa meira

Ekki eintóm sæla

„Nú á það að vera ánægja og æðisleg upplifun að eiga barn“

Þessi staðhæfing hljómaði í eyrum mér í útvarpsþætti einn morguninn þegar ég var í göngutúr í haustsvalanum. Rætt var við þrjár ungar tvíburamæður sem ræddu m.a. um þá upplifun að eignast tvö börn í einu. Þáttastjórnandi sló þar fram ofangreindri fullyrðingu um upplifun þess að eignast barn. Mæðurnar ungu tóku vissulega undir þetta að hluta til en komu einnig inn á að þetta væri ekki bara dásamlegt og eintómur dans á rósum. Sjónarhorn sem heyrist kannski of sjaldan en ég verð nokkuð oft vitni af í starfi mínu sem ljósmóðir.

Lesa meira

Akureyri hættir stuðningi við flugklasan Air 66N

,,Það er miður að Akureyrarbær ætli að hætta stuðningi sínum við Flugklasann Air 66N. Akureyrarbær ætti að leggja metnað í að byggja ofan á þann árangur sem hefur náðst, ekki síst þar sem enn eru mikil tækifæri til þess að byggja Norðurland upp sem heilsárs áfangastað fyrir millilandaflug" segir í bókun sem Hilda Jana Gísladóttir lagði fram á fundi bæjarráðs í gær en þar var ákveðið  að hætta stuðningi við flugklasann.  

Eftirfarandi  kemur fram í bókun sem fjórir af fimm fulltrúum í bæjarráði samþykktu ,,Bæjarráð ákvað á fundi sínum 27. október 2022 að gera sólarlagssamning við Flugklasann um árin 2022 og 2023. Bæjarráð ítrekar þá bókun sem tekin var á þeim fundi þar sem sagði að Akureyrarbær hefur verið dyggur stuðningsaðili Air 66N verkefnisins frá upphafi. Markmið flugklasans hefur verið að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Töluverður árangur hefur náðst í því átaki, en ljóst að áfram þarf að sinna því verkefni. Bæjarráð telur farsælla að stuðningur verði í gegnum sameiginlegan stuðning sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu við Markaðsstofu Norðurlands."
 

Lesa meira

Löng saga og stutt

Einörð afstaða sveitarstjórnar og íbúa Grýtubakkahrepps þegar kemur að sameiningarmálum sveitarfélaga, hefur í gegnum tíðina vakið athygli. Kannski er það ekki að undra, þar sem telja má ansi líklegt að Grýtubakkahreppur eigi sér lengsta sögu núverandi sveitarfélaga á Íslandi í óbreyttri mynd. Hann rekur sögu sína meira en eitt þúsund ár til þess tíma er hreppar tóku að myndast á þjóðveldisöld.

Lesa meira

Elín Edda Árnadóttir sýnir í Safnahúsinu á Húsavík

Á morgun laugardag opnar Elín Edda Árnadóttir  í Safnahúsinu á Húsavík nánar i  myndlistasalnum sýningu sína Tímamót CrossRoads.  Verkin vann Elín Edda með svörtum kolum og  beitir blandaðri tækni á pappír.  Ungur drengur færði Elínu Eddu eitt sinn skíði úr hval og hefur það síðan af  og til orðið kveikjan að einstökum myndverkum.

Sýningin opnar eins og fyrr sagði á morgun laugardag kl 14 og eru allir velkomnir, léttar veitingar verða í boði.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra heimsótti Norðurland eystra

Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, heimsótti nýverið stofnanir ráðuneytisins á Norðurlandi eystra. Hjá héraðsdómi Norðurlands eystra í Hafnarstræti tók á móti ráðherranum héraðsdómarinn Hlynur Jónsson, í fjarveru dómstjóra Arnbjargar Sigurðardóttur. Ráðherra kynnti sér starfsemi dómstólsins og skoðaði húsakost hans. Héraðsdómur Norðurlands eystra er annasamasti héraðsdómstóllinn utan höfuðborgarsvæðisins og starfa þar að jafnaði tveir dómarar.

Lesa meira

Afmælishóf Grenilundar

Í fyrradag var haldið upp á 25 afmæli Grenilundar, en heimilið var vígt 3. október 1998. Af því tilefni kom Óskar Pétursson og söng við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar fyrir heimilisfólk og gesti sem fjölmenntu í boðið. Á eftir var boðið í kaffi og afmælistertu. Undirtektir voru afar góðar við tónlistinni og samkoman hin ánægjulegasta í alla staði.

Lesa meira

Vaxandi ásókn í heitan læk í Vaðlaheiði

„Það hefur stundum munað litlu að illa færi,“ segir Elísabet Inga Ásgrímsdóttir formaður umhverfis- og atvinnumálanefndar Svalbarðsstrandahrepps, en nefndin hefur fjallað um sívaxandi umferð fólks sem sækir í að baða sig í læk neðan Vaðlaheiðaganga. Heitt affallsvatn úr göngunum rennur út í lækinn sem er um 30°C heitur. Fólkið leggur bílum sínum á malarpúða í nágrenninu sem ekki eru til þess ætlaðir og hefur að sögn Elísabetar hurð skollið nærri hælum af og til þegar bílum er ekið fyrirvaralaust út í umferðina á Grenivíkurvegi.

Lesa meira

Lausar lóðir boðnar á næstu vikum

„Það er margt í bígerð hjá okkur í þessum mánuði, við munu bjóða út talsverðan fjölda íbúða á næstu vikum,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi hjá Akureyrarbæ.

Lesa meira

Samþykkt að kynna tjaldstæðisreit

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að kynna hugmyndir að endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldstæðisreit. Kynningargögn voru lögð fram á fundi ráðsins nýverið.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um aukið samstarf og mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst undirrituð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað viljayfirlýsingu ásamt Elínu Díönnu Gunnarsdóttir, starfandi rektor Háskólans á Akureyri og Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, um að hefja formlegar viðræður um samstarf og mögulega sameiningu háskólanna. Viðræðurnar munu felast í fýsileikagreiningu á því hvaða samruna- eða samstarfsform henti best til að tryggja áframhaldandi starfsemi skólanna beggja með aukin gæði þeirra að markmiði. Skólarnir tilnefna báðir þrjá aðila í viðræðurnar sem leiddar eru af Aðalsteini Leifssyni, fyrrverandi ríkissáttasemjara.

Lesa meira