
MÖMMUR OG MÖFFINS GÁFU FÆÐINGARDEILD RÍFLEGA 1,2 MILLJÓNIR KRÓNA
Fulltrúar í söfnuninni Mömmur og möffins komu færandi hendi á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri með afrakstur bollakökusölu í Lystigarðinum um verslunarmannahelgi. Að þessu sinni safnaðist 1.228.000 krónur og hefur upphæðin aldrei verið hærri