MÖMMUR OG MÖFFINS GÁFU FÆÐINGARDEILD RÍFLEGA 1,2 MILLJÓNIR KRÓNA

Fulltrúar í söfnuninni Mömmur og möffins komu færandi hendi á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri með afrakstur bollakökusölu í Lystigarðinum um verslunarmannahelgi. Að þessu sinni safnaðist 1.228.000 krónur og hefur upphæðin aldrei verið hærri

Lesa meira

Ný bók - Brýrnar yfir Eyjafjarðará

Á næstu dögum kemur út bókin Brýrnar yfir Eyjafjarðará eftir Arnór Blika Hallmundsson.

Efnistök bókarinnar hljóta að teljast nokkuð nýstárleg en hér er Eyjafjarðará fylgt eftir í máli og myndum á tæplega 50 blaðsíðum. Eins og nafnið gefur til kynna er umfjöllunarefnið brýr sem spanna fljótið Eyjafjarðará  og er stiklað á milli þeirra ellefu brúa, sem nú liggja yfir ána. Lesandanum er fylgt meðfram Eyjafjarðará frá upptökum til ósa þar sem hverri brú er eignaður einn stuttur kafli.  Hver brú fær 2-3 blaðsíður þar sem birtast myndir af brúnum ásamt stuttu söguágripi um þær í bland við fróðleikskorn um nánasta umhverfi þeirra.  

  

Lesa meira

Nætursilfrið

Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis.

Lesa meira

Sundlaugar á Akureyri Um 2% aukning í aðsókn fyrstu 8 mánuði ársins

„Veður hefur alltaf mikil áhrif á aðsókn hjá okkur,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyrar.

 

Lesa meira

Fyrsti námshópur í heilsunuddi í VMA

Heilsunudd er ný námsbraut sem var ýtt úr vör við VMA núna á haustönn. 

Lesa meira

Dekurdagar haldnir í 15 sinn

Dekurdagar verða haldnir á Akureyri um komandi helgi og undirbúningur stendur nú sem hæst. Eitt af því er sala á slaufum sem hengdar eru á ljósastaura um bæinn og lífga mjög upp á lífið þessa haustdaga.

Lesa meira

Vaxandi áhyggjur eldri borgara af kjara- og húsnæðismálum

„Það er augljóst að áhyggjur okkar félagsmanna af sínum kjörum fara vaxandi, vissulega er misjafnt á milli manna hver kjörin eru, en það eru allir sammála um að skerðingar Tryggingastofnunar á lífeyrisgreiðslum eru óréttlátar og fyrir því finna allir,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Félagið hélt á dögunum fund um kjaramál og var mæting einkar góð, um 200 manns mættu til að hlýða á framsögur og taka þátt í umræðum. Stofnaður hefur verið kjarahópur innan félagsins sem vinna á að bættum kjörum eldri borgara á svæðinu en mikilvægt þykir að rödd eyfirskra eldri borgara heyrist í umræðunni um málefni þeirra.

 

Lesa meira

Leikskólapláss fyrir öll börn sem náð hafa 12 mánaða aldri

Öll börn sem náð hafa 12 mánaða aldri á Akureyri eru komin með leikskólapláss. Sá áfangi náðist með því að opna tvær nýjar leikskóladeildir í tveimur grunnskólum í bænum, Síðuskóla og Oddeyrarskóla. Næstu skref í uppbyggingu leikskóla í bænum er bygging nýs leikskóla í Hagahverfi.

Um næstu áramót tekur í gildi ný gjaldskrá sem felur m.a. í sér gjaldfrjálsan sex tíma leikskóla með tekjutengingu á það sem umfram er. Tíminn frá kl. 8 til 14 verður gjaldfrjáls auk þess sem gjald fyrir alla dagvistun innan átta tíma lækkar.

Lesa meira

Viðamikil flugslysaæfing á Húsavíkurflugvelli

Rétt um 100 manns manns tóku þátt í æfingunni

Lesa meira

Stuðla þarf að vandaðri næringu eldra fólks

„Þetta snýst um að fylgja málinu eftir, hér er um viðkvæman hóp að ræða og við verðum með öllum ráðum að skoða hvað við getum gert,“ segir Elsa María Guðmundsdóttir, S-lista en hún óskaði eftir umræðum um stöðu mála varðandi heimsendan mat á fundi velferðarráðs.

Lesa meira

Íbúðasvæði með 30 til 40 íbúðum í landi Ytri-Varðgjár

Vinna er að hefjast við gerð deiliskipulags fyrir 16,2 ha íbúðarsvæði í landi Ytri Varðgjár í Eyjafjarðarsveit. Landslag ehf. hefur þá vinnu með höndum. Á svæðinu hefur landeigandi uppi áform um að byggja 30-40 íbúðarhús með aðkomu frá Veigastaðavegi.

Lesa meira

Styrkur til Kvennaathvarfs á Akureyri

„Þetta er eðlilega mikið gleðiefni, því frá því athvarfið var opnað hefur það sýnt sig það er sannarlega þörf fyrir Kvennaathvarf á svæðinu. Nú getum við veitt konum og börnum sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis þann stuðning og utanumhald sem við teljum nauðsynlegan,” segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 

Lesa meira

Flug til Húsavíkur tryggt út árið

Einar Hermannsson sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins Ernis segir að flugi til Húsavíkur verði haldið áfram til áramóta, verið sé að leggja drög að samningi er varðar aðkomu Vegagerðarinnar og innviðaráðuneytisins að málinu. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.

 

Lesa meira

Sportver opnar nýja og glæsilega verslun á Glerártorgi á laugardag.

Það verður nóg um að vera á opnunarhátíðinni, frábær tilboð, lukkuhjól fyrir alla þá sem vilja spreyta sig og eiga möguleika á glæsilegum vinningum, sem eru hátt í 200 talsins

Lesa meira

Orlofshúsin í Hálöndum við Akureyri njóta vinsælda

Tvö ný hótelhús hafa verið tekin í notkun í Hálöndum ofan Akureyrar, en þau eru í  orlofshúsa byggð sem þar hefur verið að rísa undanfarin rúman áratug. Svæðið er í landi Hlíðarenda við rætur Hlíðarfjalls. Félagið SS-Byggir hefur reist þar orlofshús og nú nýlega bættust tvær hótelbyggingar við.

Lesa meira

Dauðinn eftir Björn Þorláksson að koma út Viðkvæm, sorgleg og falleg bók um dauðann

Dauðinn er heiti á bók eftir Björn Þorláksson blaðamann. Hún kemur í verslanir á næstu dögum. Í bókinni sækir Björn Íslendinga heim, en í þeim hópi eru Akureyringarnir Gunnar Þór Gunnarsson hjartalæknir og Hildur Eir Bolladóttir prestur.

Lesa meira

Sjávarútvegurinn er háþróuð alþjóðleg

„Það sem gefur starfinu líf og lit eru mikil og góð samskipti við fólk. Viðfangsefnin eru skemmtileg og fjölbreytt, oftar en ekki kemur eitthvað óvænt upp þannig að fyrirfram veit maður ekki hvað vinnudagurinn ber í skauti sér,“ segir Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja. Eiginmaður hennar er Friðrik Kjartansson og eiga þau tvö börn, Maríu Björk 19 ára og Kjartan Inga 15 ára. Anna María lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1999, en því námi hefur nú verið breytt í viðskiptafræði. Viðtal við Önnu Maríu birtist í sjávarútvegsblaðinu Ægi og er það birt hér með góðfúslegu leyfi ritstjóra blaðsins. 

Lesa meira

Uppskera í Oddeyrarskóla

Á heimasíðu Oddeyrarskóla má finna þessa skemmtilegu frétt.  ,,Síðasta vor setti þáverandi 1. bekkur niður kartöflur og sáði fyrir gulrótum og salati eftir umræður um sjálfbærni. Nú var komið að því að uppskera og það fléttast svona rosalega vel saman við Byrjendalæsis bókina sem verið er að vinna með í  1. og 2. bekk – bókina Blómin á þakinu. Hún fjallar um Gunnjónu sem flytur úr sveit í borg og saknar sveitalífsins mikið og matjurtargarðsins síns. 

 

Lesa meira

Leikhópurinn Umskiptingar sýnir í Leikhúsinu á Möðruvöllum

Leikhópurinn Umskiptingar frumsýnir verkið Töfrabókina, sagan af Gýpu á sunnudag, 1. október kl. 14 í Leikhúsinu á Möðruvöllum í Hörgársveit og verða sýningar á sunnudögum í október og fyrstu helgi í nóvember.Eftir sýningar verður hægt að kaupa kaffi og kruðerí, föndra svolítið og jafnvel sjá hvernig hægt er að gera sína eigin útgáfu af Gýpu.

Lesa meira

Engin áramótabrenna við Réttarhvamm

Áramótabrenna sem haldin hefur verið við Réttarhvamm árum saman heyrir sögunni til. Ný reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum sem hefur tekið  gildi gerir það að verkum.

Lesa meira

Húsavíkurstofa skorar á Norðurþing að selja tjaldsvæði

Byggðarráð Norðurþings tók í vikunni fyrir erindi frá Húsavíkurstofu vegna tjaldsvæðis á Húsavík, þar sem félagið leggur til að tjaldvæðið verðu sett í söluferli fremur en að leigja út rekstur þess.

Lesa meira

Skúli ráðinn til Eims

Skúli Gunnar Árnason hefur verið ráðinn til starfa hjá Eimi og mun þar leiða Evrópuverkefni um orkuskipti í dreifðum byggðum

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar ,,Nú skal hafist handa"

Það var glatt á hjalla á Jaðri síðdegis í gær þegar um 100 félagsmenn mættu og voru viðstaddir þegar Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi GA, tók fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu sem mun rísa vestan við klúbbhúsið og hýsa  inniaðstöðu GA.

Lesa meira

Flug til og frá Húsavík - Niðurstaða í málinu fyrir lok vikunnar

Á heimasíðu Framsýnar er að finna eftirfrandi frétt  um stöðu mála  í viðræðum um framtíð flugs til og frá Húsavík.
,,Vinsamlegur fundur með fjármálaráðherra
Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar stéttarfélags gerði sér ferð til Reykjavíkur í gær til að funda með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um stöðu áætlunarflugs milli Húsavíkur og Reykjavíkur.
Lesa meira

Náttúruboð á Hælinu í vetur

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, býður til viðburðarraðar á Hælinu á Kristnesi í haust og vetur. Annan hvern miðvikudag kl. 20.00 bjóðum við áhugafólki um málstað náttúrunnar að koma saman. Njótum fræðslu, fyrirlestra, erinda, listar, umræðna eða annars sem tengist samspili manns og náttúru á einhvern hátt.

Lesa meira

Stór dagur hjá Golfklúbb Akureyrar i dag

Það er stór dagur hjá golfurum bæjarins i dag þegar  fyrsta skóflustungan af  viðbyggingu við Jaðar verður tekin.  Á heimasíðu GA segir  þetta:

 

Lesa meira

SSNE styður við barnamenningu með þriggja ára samningum

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar gerðu í dag samning við Menningarfélag Akureyrar um tvö verkefni, Upptakt og Fiðring. Um er að ræða áhersluverkefni Sóknaráætlunar sem stjórn SSNE hefur valið að styrkja til þriggja ára. Bæði þessi verkefni styðja vel við barnamenningu sem er ein af áherslum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra, auk þess að vera áhersla menningar- og viðskiptaráðherra sem stutt hefur dyggilega við sóknaráætlanir landshlutanna um árabil.

Lesa meira