
Verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu á SAk
Á Vísindadegi SAk sem fram fór í síðustu viku voru að vanda veitt verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu á SAk.
Framúrskarandi kennari í hjúkrunargreinum:
Á Vísindadegi SAk sem fram fór í síðustu viku voru að vanda veitt verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu á SAk.
Framúrskarandi kennari í hjúkrunargreinum:
Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári.
Verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum er metið 42,9 milljónir evra sem jafngildir 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunnar nemur 32,2 milljónum evra.
Á Akureyri var í morgun tekin fyrsta skóflustungan að nýju hverfi sem nefnist Móahverfi og er nyrst og vestast í bænum. Gert er ráð fyrir að í hverfinu verði um 1.100 íbúðir og sem hýsa munu 2.300-2.400 manns. Strax í dag hefjast framkvæmdir við gatnagerð og lagnavinnu
Skemmtiferðaskip sem hafa viðkomu hér á landi skilja eftir sig um 30 milljarða króna. Áætlað er að tekjur Hafnasamlags Norðurlands af komum skemmtiferðaskipa nú í sumar fari yfir 800 milljónir króna en það er yfir 300 milljón króna aukning milli ára. Þessir fjármunir nýtast vel til að byggja upp sterkari innviði, svo sem varðandi rafvæðingu og Torfunefssvæðið. En það er ekki aðeins HN sem nýtur góðs af komum skipanna, reikna má með að þau skilji eftir sig um það bil 810 milljarða inn í hagkerfi svæðisins. Fjöldi fólks, einhver hundruð hafa atvinnu af því að þjónusta skipin þannig að segja má að um sé að ræða hálfgerða stóriðju fyrir svæðið hér um kring.
„Róðurinn hefur verið þungur síðustu árin en með samhentu átaki er okkur að takast að snúa dæminu við og ég sé ekki betur en að nú horfi allt til betri vegar. Með ráðdeild og styrkri fjármálastjórn skilum við betri niðurstöðu en á horfðist og það er auðvitað af hinu góða," segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri á vefsíðu sveitarfélagsins.
Pólsku sendiherrahjónin á Íslandi, Gerard Pokruszyński og Margherita Bacigalupo Pokruszainska, komu færandi hendi á bókasafn VMA á dögunum og færðu skólanum að gjöf nokkrar pólskar bækur sem hugsaðar eru til lesturs fyrir pólska nemendur í VMA.
„Fjöldi fólks mætti og mikil gleði meðal þess,“ segir Níels Hafstein sem rekur Safnasafnið á Svalbarðseyri ásamt eiginkonu sinni Magnhildi Sigurðardóttur og fimm öðrum í stjórn. Í ár var boðið upp á þjóðbúningadag á síðasta degi sumarsýninganna og var hann einkar vel heppnaður.
Erfiðlega hefur gengið að fá bráðalækna til starfa á Sjúkrahúsið á Akureyri þrátt fyrir auglýsingar og alls kyns mannaveiðar. Nú eru rúmlega þrjú stöðugildi sérfræðinga við bráðamóttöku setin og til að hafa mannskap í klíníska vinnu 12 klukkustundir á sólarhring fimm daga vikunnar var ákveðið að gera tilraun með fjarvaktir.
Fyrstu stúdentarnir í iðnaðar- og orkutæknifræði við Háskólann á Akureyri, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hófu nám í ágúst. Í HA hlýða stúdentar á fyrirlestra í beinu streymi á sama tíma og kennsla fer fram í HR. Þá sér aðstoðarkennari um dæmatíma og aðstoðar stúdenta á staðnum í kennslustofu í HA.
Kristín Aðalsteinsdóttir fjallaði um álegg á fræðslustund sem efnt var til á Amtsbókasafninu. Hún er iðin við brauðbakstur og býður gestum sínum ævinlega upp á þrjú ólík en ljúffeng heimagerð álegg með brauði sínu. Það er að hennar sögn sívinsælt.
Sveitarstjórar Norðurþings og Þingeyjarsveitar áttu í dag fund með innviðaráðherra og lykilstarfsfólki innviðaráðuneytisins vegna Húsavíkurflugs
Nýtt björgunarskip Björgunarsveitarinnar Garðars kom til heimahafnar á Húsavík rétt í þessu.
Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona úr HFA keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í hjólreiðum um helgina. Allar bestu hjóreiðakonur Evrópu leiða saman hesta sína og má þar meðal annars finna heimsmeistarann 2023, Lotte Kopecky frá Belgíu og Demi Vollering frá Hollandi sem sigraði Tour de France Femme fyrr í sumar
Framsýn stéttarfélag hefur lagt mikið upp úr því að viðhalda fluginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur áfram eftir 1. október en Flugfélagið Ernir hefur boðað að hætta fluginu frá þeim tíma á rekstrarforsendum. Öll önnur áætlunarflug á Íslandi eru eða hafa notið ríkisábyrgðar eða njóta ríkisstyrka í dag
Þriðja árið í röð veitir Umhverfisráð Háskólans á Akureyri Grænu kennsluverðlaunin. Verðlaunin eru veitt kennurum sem hafa tvinnað umhverfisvernd inn í námskeiðin sín. Yvonne Höller, formaður Umhverfisráðs afhenti verðlaunin í ár fyrir hönd ráðsins.
Tvö ár eru liðin frá því að kirkjan í Grímsey brann. Það var mikið áfall en eyjaskeggjar létu þó engan bilbug á sér finna. Strax var hafist handa við að safna styrkjum til að hanna og reisa nýja kirkju.
Stór og kostnaðarsöm viðhaldsverkefni hafa komið upp hjá Akureyrarbæ á árinu. Verkefnin hafa verið í gangi í sumar og af þeim hlotist mikill kostnaður. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskaði eftir viðauka upp á 150 milljónir króna fyrir liðinn viðhald fasteigna og hefur bæjarráð samþykkt þá upphæð með fjórum greiddum atkvæðum.
Áætlaðar voru tæplega 705 milljónir króna í viðhald á þessu ár og skiptist upphæðin í þrjá flokka, fastan kostnaður sem var 200 milljónir, ófyrirséð viðhald, 100 milljónir króna og fyrirséð viðhald upp á tæplega 405 milljónir króna. Talsverður fjöldi verkefna í flokknum ófyrirséð viðhald hafa óvænt komið upp og því ekki gert ráð fyrir þeim í kostnaðaráætlun. Að auki bætist við kostnaður sem hlaust vegna leikskóladeilda sem settar voru upp í tveimur grunnskólum, Oddeyrarskóla og Síðuskóla.
Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri samþykkti í byrjun september sl. að setja á stofn hóp til að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landsambands eldri borgara er varðar réttinda og kjaramál. Í hópnum eru 9 manns fjórar konur og fimm karlar og er þess gætt að í honum séu fulltrúar margra hópa og stétta til að sjónarmið sem flestara komi fram í starfi hópsins.
Gréta Kristín snýr nú heim eftir meistaranám í leikstjórn í Helsinki. Hún hefur starfað í sviðslistum síðan hún lauk námi við Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur leikstýrt fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og í sjálfstæðu senunni
,,Við teljum einsýnt að skortur sé á trausti milli aðila, í allri umræðu um fyrirhugaða sameiningu/samstarf VMA og MA. Farið var of geyst, undirbúningi ábótavant og samráð hefði þurft að vera meira. Við leggjumst gegn sameiningu framhaldsskólanna tveggja á forsendum sparnaðar og hvetjum ráðherra til að veita skólasamfélögunum meira svigrúm til að koma saman og móta sér framtíðarsýn á eigin forsendum,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Á fundinum var m.a. um fyrirhugaða sameiningu VMA og MA. Þverpólitísk bókum sem allir bæjarfulltrúar standa að nema einn sem telur sig ekki geta staðið að slíkri bókun vegna starfa sem kennari við VMA leit dagsins ljós.
Í morgun var undirritaður samningur um smíði líkans af ,,Spánverjunum" en svo voru þeir Harðbakur og Kaldbakur togarar ÚA gjarnan nefndir. Athöfnin fór fram á dekkinu á Kaldbak EA1 sem liggur við landfestar við löndunarbryggju ÚA.
Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður að verkefninu flutti við þetta tilefni nokkur orð sem koma hér.
Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri var haldinn í gær.
Hinn óviðjafnanlegi dúett, Hundur í óskilum, snýr aftur í Samkomuhúsið og ræðst á einn af hornsteinum íslenskrar menningar – sjálfa Njálu.
Rekstur framhaldsskóla er í höndum ríkisins en ríkið á ekki framhaldsskólana. Eða hvað?
Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur. Greiningar hafa sýnt að fólk á landsbyggðinni er ólíklegra til þess að sækja sér þjónustu sérfræðilækna heldur en fólk af höfuðborgarsvæðinu og er ólíklegt að það sé vegna þess að fólk á landsbyggðinni sé hraustara heldur fyrir sunnan. Staðreyndin er sú að oft er um langan veg að fara og aðgengi að þjónustu er ekki jafnt.
Hópur sem Sigfús Ólafur Helgason leiðir á Facebook og hefur það að markmiði að smíðað verði líkan af ,,Spánverjunum“ en það voru togarar ÚA Kaldbakur og Harðbakur oft nefndir en skipin voru smíðuð í Astilleros Luzuriaga S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.
Hópurinn boðar til samkomu á morgun miðvikudag á dekkkinu á Kaldbak EA1 sem liggur við löndunarbryggju hjá ÚA og hefst hún kl 11.
Tilefnið er undirritun á smíðasamningi við Elvar Þór Antonsson um smíði hans á líkani af ,,Spánverjunum." Í desember á næst ári verða liðin 50 ár frá komu þessara þá nýju togara til landsins.