Bergið Headspace, ráðgjafasetur fyrir ungt fólk á Akureyri
„Starfsemin fer vel af stað hjá okkur og ljóst að þörf er fyrir þessa þjónustu,“ segir Erla Lind Friðriksdóttir ráðgjafi Bergsins á Akureyri, en Bergið Headspace er ráðgjafasetur fyrir ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára. Bergið var stofnað árið 2019 og hefur verið starfandi síðan á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemin hófst á Akureyri í byrjun þessa mánaðar og er staðsett í Íþróttahöllinni á Akureyri, í sama húsnæði og Virkið.