Góð þátttaka í kjarakönnun meðal eldri borgara á Akureyri

„Þetta eru mjög skýr skilaboð og gott veganesti fyrir okkur í komandi viðræðum um kjaramál eldri borgara,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Kjarahóps Félags eldri borgara á Akureyri, Ebak. Hópurinn kynnti niðurstöðu kjarakönnunar sem gerð var meðal félagsmanna í október. Alls svöruðu tæplega 800 manns könnuninni eða um 47% þeirra sem voru í úrtaki.

Lesa meira

Bókin Oddeyri, saga hús og fólk.

Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnór Bliki Hallmundsson sendu frá sér bókina Oddeyri, Saga, hús og fólk á liðnu sumri. Fjölmenni mætti í útgáfuhóf sem efnt var til í Oddeyrarskóla og segja þau mætingu hafa farið fram úr björtustu vonum. Viðtökur hafi verið góðar, mikil og góð sala, einkum fyrstu vikur eftir útkomu. „Við stefnum á að taka fullan þátt í „jólabókaflóðinu,“ segja þau og eru glöð með hvað fólk er  almennt ánægt með bókina og framtakið.

Lesa meira

Heildarfjárfestingarþörf Norðurorku næstu fjögur ár er 6,8 milljarðar Gefur auga leið að næstu ár verða þung

Grunnur að breytingu á verðskrám Norðurorku hf. er tvíþættur. Annars vegar er ársreikningur liðins árs brotinn niður og vægi rekstrarkostnaðar tengdur vísitölum. Með þessu sjást áhrif vísitölubreytinga á rekstrarkostnað Norðurorku. Hins vegar er horft til verðbólguspár Seðlabanka Íslands fyrir komandi ár. Þessar vísitölur eru vegnar saman til helminga og gefa þannig vísitölu sem myndar grunn fjárhagsáætlunar næsta árs. 

 

Lesa meira

Ekki nægt frost til að keyra snjóbyssur í gang

Allt var klárt til að keyra snjóbyssur í gang en spáin gekk ekki eftir og nú er ekki nægt frost til að setja í gang.

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Bangsímon og Grislíng í jólasveinaleit

„Það má segja að þetta hafi allt saman gerst alveg óvart,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir höfundur verksins Bangsímon og Grislingur í jólasveinaleit sem Freyvangsleikhúsið frumsýnir á morgun, föstudaginn 17. nóvember í Freyvangi. Jóhanna er einnig leikstjóri.

Jóhanna segir að Freyvangsleikhúsið hafi sett upp aðventusýningu í fyrra og hafi hún heppnast einkar vel, en verkið var um þá bræður Karíus og Baktus, hún leikstýrði og tveir stjórnarmenn léku bræðurnar.  „Við höfðum nýlega tekið við rekstri Freyvangs og þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti, þetta mátti ekki kosta of mikið þannig að við gengum í öll verk,“ segir hún og sama staða er uppi á teningnum nú.

Lesa meira

Velferð er verkefni okkar allra!

Síðastliðinn laugardag voru fulltrúar Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis á Glerártorgi að selja velferðarstjörnuna. Stjarnan er fallegt jólaskraut sem Kristín Anna og Elva Ýr, verkefnastjórar markaðsmála á Glerártorgi, hönnuðu. Slippurinn framleiðir skrautið fyrir sjóðinn og öll innkoma fer í velferðarsjóðinn. 

Lesa meira

Akkúrat öfugt 2

Á næstu dögum er Akkúrat öfugt 2 væntanleg í bókabúðir. Bókin er önnur í bókaflokknum um líflegu og skemmtilegu sögupersónuna, Akkúrat öfugt. Bókaflokkurinn er samvinnuverkefni okkar hjóna.

Lesa meira

Fjölmennur fundur um staðsetningu björgunarþyrlu á Akureyri

Alþingi hefur nú til eins og kunnugt er og Vikublaðið hefur greint frá til meðferðar þingsályktunartillögu Njáls Trausta Friðbertssonar  (D) sem hann flutti ásamt 16 öðrum þingmönnum um auknar fjárveitingar til LHS svo hægt  verði að staðsetja  björgunarþyrlu á Akureyri.  Boðað var til fundar um málið og fór hann fram f í gærkvöldi. Óhætt að segja á mikil áhugi hafi verið fyrir fundinum og mæting var eftir  því góð en nokkuð á annað hundrað manns mætti.

Lesa meira

Endurbætur á Hlíð hafnar- Verklok í vor eða nálægt byrjun sumars ef allt gengur eftir með þennan fasa

,,Við erum samkv FSRE með verklok í vor eða nálægt byrjun sumars ef allt gengur eftir með þennan fasa. Þá á eftir að taka afstöðu til frekari framkvæmda við aðra þætti hússins sem eru í farvatninu. Sannarlega gleðifréttir"  sagði Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar  hjúkrunarheimila í samtali við vefinn í morgun.

 

Lesa meira

Gusgus mætir aftur í Hof að ári

Gusgus mun halda tónleika í Menningarhúsinu Hofi 26. október 2024!

Lesa meira

Hjá okkur Grindavíkingum hefur öllum spilum verið kastað upp í loft og framtíðin í uppnámi

Hér eftir mun líf mitt alltaf verða - fyrir og eftir rýmingu Grindavíkur. Atburðurinn sem stendur yfir verður hluti af örlögum okkar sem þar búum.

Lesa meira

Fundur - Starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri

Sjálfstæðisfélagið á Akureyri boðar til fundar á miðvikudaginn kemur klukkan 20:00 (15.nóvember) á Flugsafninu á Akureyrarflugvelli um þingsályktun sem Njáll Trausti er fyrsti flutningsmaður að þar sem:
,,Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri í samstarfi við hagaðila á Akureyri“.
 
Öflugur hópur fyrirlesara verður á fundinum:

Björn Gunnarsson yfirlæknir sjúkraflugs og dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
Reimar Viðarsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita í Eyjafirði.
Auðunn Kristinsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
 
Fundarstjóri verður Njáll Trausti Friðbertsson
 
Öll velkomin
Lesa meira

Vilji til skólahalds í Grímsey fyrir þrjá nemendur á vorönn

Fræðslu- og lýðheilsuráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024 að því gefnu að þrír nemendur hefji þar skólagöngu. Endurmeta á stöðuna í maí á næsta ári.

Lesa meira

Verðskrá Norðurorku hækkar frá 6,6% upp í 12% um áramót

Verðskrá Norðurorku hækkar um áramót á bilinu frá 6,6% og upp í 12%. Norðurorka rekur fráveitu, vatnsveitu, rafveitu og hitaveitu.

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu.  Starfsmenn Heilsu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu,  kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast  heilbrigði. 

Lesa meira

Alþjóðadagur sykursýki er í dag

14.nóvember ár hvert er alþjóðlegur dagur sykursýki. Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu þegar líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt.

Lesa meira

Bergið Headspace kemur norður

Akureyrarbær og Bergið Headspace hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við ungt fólk sem þarf stuðning og ráðgjöf, þróun á geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk, þjónustu sem byggir á snemmtækri íhlutun.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri gestgjafi erlendra sérfræðinga í sjávarútvegi

 Fulltrúar Auðlindadeildar tóku á dögunum á móti 15 gestum á vegum Sjávarútvegsskóla GRÓ Þekkingarmiðstöðvar Þróunarsamvinnu. [SJÁH1] Skólinn var áður undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og færðist þaðan árið 2020 yfir í Sjávarútvegsskólann GRÓ sem rekinn er af Utanríkisráðuneytinu sem hluti af þróunarsamstarfi Íslands.  

 
Lesa meira

Hjóluðu sem nemur fimm ferðum til Noregs

Lið Heilsuverndar Hjúkrunarheimila stóð sig vel  í hjólkeppninni Road World for Seniors sem fram fór nýverið en liðið endaði í sjöunda sæti.

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tóku þátt líkt og undanfarin ár en það er starfsfólk sjúkraþjálfunar sem heldur utan um þátttakendur og skipulag. Markmið keppninnar er að hvetja fólk til að auka hreyfingu og þá sérstaklega með því að hjóla. Hjúkrunarheimilin hafa verið mjög framarlega í keppninni í mörg ár og hefur verið mikill metnaður og keppnisskap hjá þátttakendum og skipuleggjendum.

Lesa meira

Jólabókin Höfuðdagur – spjall um bók

Ástæðan fyrir því að þessi bók var skrifuð.  ,,Hin síðari ár hefur mér sífellt verið hugsað til lífshlaups móður minnar sem sex
ára gömul hafði misst báða foreldra sína og hreppurinn setti niður hjá ókunnu fólki á Stokkseyri fyrir tæpum eitt hundrað árum,"  segir Ingólfur Sverrisson, höfundur bókarinnar.

 

Lesa meira

Fiskehátíðin í Grímsey s.l laugardag

Á laugardaginn var haldið upp á Fiskehátíðina í Grímsey, eins og siður er ár hvert.  Boðið var upp á girnilegt kvöldverðarhlaðborð í félagsheimilinu Múla og síðan slegið upp balli. Alls dvelja tæplega 30 manns út í eyju um þessar mundir og fögnuðu deginum saman. 

Lesa meira

Verkefni við nýjar kirkjutröppur lýkur í júní 2024

„Við stefnum að því að ljúka verkinu í júní árið 2024,“ segir Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda hjá Akureyrarbæ um framkvæmdir við nýjar kirkjutröppur við Akureyrarkirkju. Samkvæmt verksamningi átti að ljúka framkvæmdum um miðjan október síðastliðinn, en ljóst þykir nú að sú áætlun hafi verið of bjartsýn.

Lesa meira

Nýleg könnun í Danaveldi sýnir að nær helmingur kennaranema íhugar að hætta

Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari skrifar

 

Lesa meira

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri - Hugur okkar er hjá Grindvíkingum

Það hefur ekki farið framhjá  einum einasta manni að hamfarir ganga yfir í og við Grindavík sem m.a hafa leitt til þess að í þriðja sinn sem sögur fara af  hér á landi þurfti að rýma heilt bæjarfélag.  Óhætt er að fullyrða að hugur landsmanna sé til Grindvíkinga. 

Ásthildur Sturludóttir  bæjarstjóri sendir kveðjur til Grindvíkinga á heimasíðu  Akureyrarbæjar í morgun,  Þar segir Ásthildur  m.a. ,,Ég held að við getum öll sett okkur í spor fólksins í Grindavík sem að þurfti að yfirgefa heimili sín í flýti og óvissu og halda út í nóttina, vitandi ekki hvenær mögulegt verður að snúa til baka."

Lesa meira

Áhyggjur af stöðu bænda

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum og vegna íþyngjandi vaxtakostnaðar á skuldsettum búum.

Landbúnaður er stór atvinnugrein í sveitarfélaginu og mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæðursegir í bókun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar. Breytingar á reglugerðum og lagaumhverfi síðustu ára er lúta að aðbúnaði hefur knúið bændur til að fara í tugmilljóna fjárfestingar með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Í núverandi vaxtaumhverfi er enginn hvati til nýliðunar sem er grafalvarleg staða. Sauðfjárbændur hafa jafnframt í áratugi þurft að glíma við erfið rekstrarskilyrði sem hefur leitt til mikillar fækkunar í þeirri starfsgrein.

Lesa meira

Gróður mikilvægur í bæjarlandinu

Bæjarráð Akureyrar tekur undir áskorun frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga varðandi trjágróður í nýjum hverfum bæjarins. SE hafði skorað á bærinn að huga betur að gróðursetningu trjágróðurs í nýjum og nýlegum hverfum bæjarins, t.d. samsíða akbrautum og á grænum svæðum

Lesa meira

„Ótrúlega magnað að finna stuðning úr öllum áttum“

Fjölskylda í Björgunarveitinni Garðari á Húsavík - Rætt er við feðginin  Júlíus Stefánsson og Júlíu Sigrúnu.

 

Lesa meira