Akureyri - Þátttaka eykst stöðugt í velheppnuðu verkefni Virkra efri ára
„Við erum afskaplega ánægð með hvernig til hefur tekist, þátttaka hefur aukist jafnt og þétt og við heyrum ekki annað en notendur séu ánægðir með það sem í boði er,“ segir Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri Virkra efri ára. Verkefnið hófst formlega í febrúar í fyrra en þá var byrjað á að bjóða ýmis konar tækifæri til hreyfingar fyrir þá íbúa bæjarins sem náð höfðu 60 ára aldri og voru þeir dreifðir um bæinn.