Fiskidagurinn mikli: Úti er ævintýri

Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Stjórn samnefnds félags, sem stofnað var árið 2005 til að halda utan um samkomuhaldið, sendi frá sér.

Lesa meira

Byggir á gömlu góðu gildunum úr æsku sinni

Sögin ehf.  í Reykjahverfi hlaut á dögunum viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2023. Þetta er sjötta árið í röð sem fyrirtækið fær þessa nafnbót.

Lesa meira

Bregðast þarf við alvarlegri stöðu

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar og hvetur stjórnvöld til að bregðast strax við alvarlegri stöðu.

Gríðarlegar kostnaðarhækkanir á aðföngum og íþyngjandi vaxtakostnaður hefur gert það að verkum að afkomubrestur er í flestum greinum landbúnaðar segir í ályktun frá sveitarstjórn.
„Landbúnaður er ein af undirstöðuatvinnugreinum í sveitarfélaginu og er mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður til framtíðar.“

Mikil sóknarfæri eru í íslenskri matvælaframleiðslu hvort sem litið er til garðyrkju, kornræktar eða hefðbundins búskapar enda skiptir innlend matvælaframleiðsla miklu máli þegar kemur að fæðuöryggi þjóðarinnar ásamt því að vera ein af grunnstoðum búsetu í dreifðum byggðum.

Þar skiptir nýliðun í greininni höfuðmáli enda meðalaldur bænda hár, því skiptir höfuðmáli að bæta rekstrarskilyrði búa, afkomu bænda, viðunandi starfskilyrði og að fjármögnun vegna kaupa á búum sé hreinlega gerleg fyrir fólk sem vill stunda matvælaframleiðslu.

Lesa meira

Bærinn að hrekja okkur burtu af svæðinu

„Þetta mál er allt hið furðulegasta, vægast sagt, en við eigum eftir að bregðast við síðustu bókun skipulagsráðs,“ segir Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri Bústólpa. Skipulagsráð Akureyrarbæjar fjallað um lóðina við Norðurtanga 7 og 9 á fundi sínum nýverið, en fyrir liggur að bæði Slippurinn Akureyri ehf. og Bústólpi ehf hafa óskað eftir sama svæði við Norðurtanga fyrir framtíðaruppbyggingu.

Lesa meira

Fjörtíu ár frá fyrsta stígnum

Stígar í skógarskjóli eru afar mikilvægt lýðheilsuverkfæri og verðmæt skógarafurð. Í haust hefur grisjunarfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga unnið markvisst að því að breikka stíga í Kjarnaskógi svo snjótroðarinn nýi eigi greiðari leið þar um til hagsbóta fyrir göngu- og skíðaunnendur á komandi vetri.

Lesa meira

Klemma á byggingamarkaði meðan ástandið er erfitt

„Það er eitthvað til af nýjum óseldum íbúðum á Akureyri, staðan er þannig að  mikil óvissa er ríkjandi og margir halda að sér höndum,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnaðar, félags byggingamanna. Mikill samdráttur er í fjölda nýrra framkvæmda og nam hann um 68% á milli ára á landsvísu að því er fram kemur í nýjustu talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Lesa meira

„Alltaf ánægjulegt að skila einhverju til baka“

Gleðja íbúa Hvamms þrettánda árið í röð

Lesa meira

Lýst er eftir vitnum

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi eftirfarandi tilkynningu út fyrr í kvöld. 

Lesa meira

Bæjarráð Akureyri um þyrlu fyrir norðan

Bæjarráð Akureyrar fagnar framkominni þingsályktun um fasta starfsstöð á Akureyri fyrir eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

JÓLASKRAUT MEÐ MIKILVÆGAN TILGANG!

Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis, Glerártorg og Slippurinn Akureyri kynna spennandi samstarf í aðdraganda jólanna.

Lesa meira

Öld liðin frá fæðingu Jón Marteins Jónssonar klæðskera og kaupmanns

Í dag 3. nóvember, eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Marinós Jónssonar klæðskera og kaupmanns, en hann var stofnandi hinnar alkunnu  Herradeildar JMJ á Akureyri.

Lesa meira

„Bleikjan hefur í raun fylgt mér alla tíð“

Ísland flytur út sjávarafurðir til nærri níutíu þjóðlanda og eðli málsins samkvæmt eru markaðslögmálin mismunandi, enda kröfur og hefðir ólíkar eftir löndum.

Þrátt fyrir gæði og ferskleika íslenskra sjávarafurða selur fiskurinn sig ekki sjálfur, síður en svo.

Á einni málstofu Sjávarútvegsráðstefnunnar í Reykjavík í dag voru sagðar sögur úr heimi sölumála sjávarafurða, tilgangurinn var að miðla þekkingu og reynslu til annarra.

Birgir Össurarson sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood, sem annast sölu afurða Samherja og fleiri fyrirtækja, var einn þeirra sem sagði frá sinni reynslu í sölumálum en hann hefur starfað í greininni í áratugi.

Lesa meira

Þingeyjarsveit styður Flugklasann Air66N

 

 

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að halda áfram stuðningi við Flugklasann Air66N. Markaðstofa Norðurlands sendi erindi til Þingeyjarsveitar líkt og fleiri sveitarfélaga á Norðurlandi og óskaði stuðnings við verkefnið. 

Lesa meira

,,Sjáðu mamma, ég gat þetta!”

Fjögurra ára sonur minn hrópaði úr stórum kastala: ,,Mamma sjáðu mig ég er svo duglegur, ég gat þetta!!"

 Ég svaraði:  ,,Já ég sá það, þú klifraðir upp alveg sjálfur og fórst mjög varlega."

 Hann:  ,,Já ég gat þetta alveg sjálfur.”

Lesa meira

Flúgandi hálka förum varlega

Lögreglan á Norðurlandi sendi frá sér rétt í þessu  tilkynningu þar sem  varað er  við mikilli hálku og  hvetur vegfarendur til þess að sýna aðgát  sem við skulum gera. 

Lesa meira

Akureyri - Bæjarráð styður við starfssemi Flugklasans Air66N árið 2024

Á fundi bæjarráðs í dag var samþykkt að halda áfram stuðningi við Flugklasan Air66N en áður hafði ráðið samþykkt á fundi sínum þann 5 október s.l. að stuðningur við starfssemina yrði ekki framhaldið frá og með næstu áramótum. 

Lesa meira

Af geðræktarhundinum Leó

Facebooksíða SAk segir frá því að geðræktarhundurinn Leó hafi hlotið tilnefningu ásamt öðrum hundum sem afreks- og þjónustuhundur ársins 2023.

Lesa meira

Hörgársveit - Kynningarfundur vegna hugmynda um líforkuver á Dysnesi

SSNE hefur boðað til fundar í dag kl. 16,30  í Íþróttahúsinu á Þelamörk með íbúum Hörgársveitar  vegna hugmynda um byggingu líforkuvers á Dysnesi. Á fundinn mæta ýmsir sem að verkefninu koma svo sem  skipulagsfulltrúi og verkefnastjórar líforkuversins sem halda framsögu og verða pallborðsumræður  í kjölfarið, þar sem fulltrúar Matvælaráðuneytisins og Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins taka þátt.

Lesa meira

Líkan af „Stellunum“ afhjúpað við glæsilega athöfn

Líkan af systurskipunum Sléttbak EA 304 og Svalbak EA 302 var afhjúpað og afhent við hátíðlega athöfn í matsal Útgerðarfélags Akureyringa, í gær, nákvæmlega hálfri öld eftir að þessi glæsilegu skip komu í fyrsta sinn til Akureyrar.

Að smíði líkansins stendur hópur er kallar sig „Stellurnar,“ sem er áhugahópur um varðveislu sögu ÚA togara. Líkanið smíðaði Elvar Þór Antonsson á Dalvík.

Lesa meira

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur áhyggjur af stöðu bænda.

Sveitarstjórn Svalbarðstrandarhrepps lýsir þungum áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum og vegna íþyngjandi vaxtakostnaðar á skuldsettum búum.


Lesa meira

Standa vörð um barnafjölskyldur og tekjulægri hópa

Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, kynnti fjárhagsáætlun Akureyrrbæjar fyrir árið 2024 og sagði meðal annars að sveitarfélagið stæði frammi fyrir miklum áskorunum þar sem umtalsverð óvissa ríkti í efnahagsmálum landsins og ástandið í heimsmálunum flækti einnig myndina.

Lesa meira

Hvað gera iðjuþjálfar?

Sonja Finns og Iris Myriam skrifa

Lesa meira

Grenivík - Allir ánægðir með nýja leiksvæðið

Nýtt leiksvæði hefur formlega verið tekið í notkun við Grenivíkurskóla. Svæðið er hið glæsilegasta með litlum íþróttavelli með körfuspjöldum, fjölbreyttum leiktækjum og opnu svæði þar sem koma má fyrir hjóla/brettarömpum síðar.  Hóll til að renna sér niður af var byggður upp efst á lóðinni, „Þorgeirshóll".  Þá verður komið fyrir skrautgróðri á lóðinni innan um og á milli leiksvæðanna, vonandi strax á næsta ári.

Lesa meira

Björn Snæbjörnsson lætur af störfum

Í gær, þriðjudaginn 31. október 2023, var síðasti formlegi vinnudagurinn hans Bjössa, fyrrum formanns, eftir rúmlega 41 ár í starfi fyrir Einingu-Iðju og Einingu þar á undan. Í gær reiknaði hann út að starfsdagar hans fyrir félagið væru þar með orðnir 14.612. Starfsmenn félagsins segja við þessi tímamót í lífi Bjössa; takk kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár og áratugi.

Lesa meira

Leyfilegt að taka besta vininn með á Sykurverk

„Okkur langaði óskaplega mikið að prófa þetta, við gefum þessu sem tilraun nokkra mánuði en skemmst er frá því að segja að fyrstu dagarnir fara vel af stað,“ segir Helena Guðmundsdóttir sem ásamt tveimur dætrum sínum, Karolínu Helenudóttur og Þórunni Jónu Héðinsdóttur rekur kaffihúsið Sykurverk við Strandgötu á Akureyri. Þar á bæ hafa öll tilskilin leyfi fengist frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar þannig að hundar geta fylgja eigendum sínum á kaffihúsið.  „Við hlökkum mikið til að sjá hvernig þetta þróast, fyrstu hundarnir eru þegar mættir og sitja prúðir í taumi hjá eigendum sínum.“

Lesa meira

Söguleg lending easyJet á Akureyrarflugvelli

Nýr kafli í sögu norðlenskrar ferðaþjónustu hófst í dag þegar fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet lenti á Akureyrarflugvelli í dag. Vélin flutti breska ferðamenn frá London Gatwick flugvellinum og næstu fimm mánuði verður flogið á milli þessara áfangastaða tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum.

Lesa meira

Bjart fram undan í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi

Ingibjörg Isaksen og Gunnar M. Gunnarsson

Lesa meira