Akureyri - Þátttaka eykst stöðugt í velheppnuðu verkefni Virkra efri ára

„Við erum afskaplega ánægð með hvernig til hefur tekist, þátttaka hefur aukist jafnt og þétt og við heyrum ekki annað en notendur séu ánægðir með það sem í boði er,“ segir Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri Virkra efri ára. Verkefnið hófst formlega í febrúar í fyrra en þá var byrjað á að bjóða ýmis konar tækifæri til hreyfingar fyrir þá íbúa bæjarins sem náð höfðu 60 ára aldri og voru þeir dreifðir um bæinn.

Lesa meira

Húsavik - Gagnrýna ákvörðun um kaup á körfubíl

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á 457 fundi sínum fyrri skemmstu að körfubíl fyrir Slökkvilið Norðurþings með atkvæðum Hjálmars Boga B-lista og Áka Haukssonar M-lista. Hafrún Olgeirsdóttir D-lista greiddi atkvæði á móti. Áætlaður kostnaður við kaupin er 14,9 m.kr með vsk. á tækinu heim komið miðað við gengi dagsins.

Lesa meira

KEA eykur við hlut sinn í Norlandair

KEA hefur keypt rúmlega 21% hlutafjár í Norlandair og verður eftir viðskiptin stærsti hluthafi félagsins með 43% eignarhlut. Samhliða þessum viðskiptum er Air Greenland einnig að auka við hlut sinn í félaginu og verður næst stærsti hluthafi þess. Í þessum viðskiptum voru Friðrik Adolfsson, Kaldbakur og Mýflug að selja eignarhluti sína en Friðrik lét af störfum sem framkvæmdastjóri Norlandair vegna aldurs um nýliðin áramót og við starfi hans hefur tekið Arnar Friðriksson.

Lesa meira

1500 FRÆ

Meðmæli eru frækorn. Við erum að sá og fjárfesta til framtíðar. Við munum enn fremur uppskera eins og við sáum. Ef við sáum þeirri hegðun að frambjóðendur verði að vera þekkt andlit, með reynslu úr pólitík eða opinberri þjónustu – þá uppskerum við eftir því. Umsóknarkröfum ætti þá að breyta til samræmis hið snarasta sem og heiti starfsins. Embætti fyrir útvalda. Embætti fyrir fræga. Embætti fyrir völd og pólitík.

Lesa meira

Lokaorðið - Sjá gegnum fingur sér

Það var komið að bóklega bílprófinu hjá unglingnum. Þá fékk hann fína bílprófssögu hjá afa Flosa.  Afi tók bílprófið nefnilega þegar Willysinn kom, líklega 1947.

Lesa meira

Í ljósi fréttar um vorboðann ljúfa

Vefnum barst tölvupóstur með myndum og texta frá konu sem átti leið um miðbæ Akureyrar i morgun.  Eins og sjá má var henni og liklega fleirum sem þar  áttu leið um misboðið.

Lesa meira

Þingeyskir framsóknarmenn senda Vegagerðinni tóninn

Vilja að flogið verði til Húsavíkur í sex mánuði og Dettifossvegur fái heilsársþjónustu

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið 2024 í höfn

Það er AidaSol sem fyrst skemmtiferðaskipa heimsækir Akureyri á þessu ári.  Með skipinu eru 1993 farþega eða nánast fullt skip.  Í áhöfn skipsins eru svo 650 manns.

Þessir gestir okkar setja mjög skemmtilegan og litríkan lit á bæinn í dag.

 

Lesa meira

Sigrún hættir með Matargjafir eftir 10 ára starf

Með sorg í hjarta hef ég ákveðið að hætta með Matargjafir Akureyri og nágrenni þann 1 mai 2024 skrifar Sigrún Steinarsdóttir sem haldið hefur starfsemi Matargjafa úti í áratug, ein eða með öðrum.

Lesa meira

Fyrsta ráðstefnan um álfa og huldufólk sem haldin er hér á landi

„Það eru mörg áhugaverð og spennandi erindi á dagskrá og við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Bryndís Fjóla Pétursdóttir sem rekur félagið Huldustíg ehf. á Akureyri sem ásamt fjölmörgum öðrum  efnir til ráðstefnum um álfa og huldufólk í Menningarhúsinu Hofi 20. apríl næstkomandi. Þetta er fyrsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi. Fjölmargir fyrirlestrar eru á dagskrá auk þjóðlegra skemmtiatriða inn á milli. Nauðsynlegt er að kaupa miða á ráðstefnuna fyrir fram því fjöldi þátttakenda takmarkast við 90 manns.

Lesa meira

Akureyri - Hverfisnefndir lagaðar niður og öðrum aðferðum beitt til samráðs

Hverfisnefndir sem starfað hafa á Akureyri um árabil verða lagðar niður og öðrum aðferðum beitt til að hafa samráð við íbúa bæjarins í samræmi við aðgerðaáætlun um íbúasamráð felur í sér. Hverfisráð í Hrísey og Grímsey verða að störfum og gert ráð fyrir auknum stuðingi sveitarfélagsins við þau.

Lesa meira

Akureyri - Eldri borgarar óska eftir frístundastrætó

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og öldungaráð Akureyrarbæjar hafa beint því til bæjaryfirvalda að komið verði á með frístundastrætó milli félagsmiðstöðvanna Birtu sem er við Lindarsíðu og Sölku í Víðilundi.

Lesa meira

Netöryggi og töfrar með Lalla

Vikuna 15. til 19. apríl mun Lalli Töframaður heimsækja grunnskóla í Akureyri með Snjallvagninn sem er fræðsluverkefni knúið af Huawei og Insight í samstarfi við Heimi og Skóla og SAFT. Snjallvagninum er ætlað að vekja nemendur á aldrinum 10 til 16 ára til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Verkefnið hófst árið 2020 og hefur hingað til frætt yfir 3000 nemendur á höfuðborgarsvæðinu, Sauðarárkróki, Ísafirði, Borgarbyggð, Vestmannaeyjum og Selfossi. Árið 2022 tóku þrír grunnskólar á Akureyri þátt í fræðslunni. Nú snýr Snjallvagninn aftur til Akureyrar og verkefnið heimsækir sjö skóla þar og einn í Hrísey. Fræðslan í höfuðstað Norðurlands mun standa í eina viku.

Lesa meira

NorðurHjálp fékk húsnæði við Dalsbraut

„Við hlökkum mikið til að taka á móti okkar góðu viðskiptavinum á nýjum stað,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir sem í félagi við stöllur sínar rekur nytjamarkaðinn NorðurHjálp. Starfsemin hófst í lok október síðastliðnum í hluta af fyrrverandi húsakynnum Hjálpræðishersins við Hvannavelli, en samningur rann út nú í byrjun apríl.

Lesa meira

Nýr forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri

Dr. Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sem forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri frá 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira

Akureyri - Landrisinn-Landvættur fjórþraut

Laugardaginn 13.apríl fer fram Landrisinn-Landvættur fjórþraut. Viðburðahaldari hefur einnig tekið sér það leyfi að krýna sigurvegarann sem Íslandsmeistara í fjórþraut þar sem að þetta er eina fjórþrautin sem fram fer hér á landi.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit lækkar gjaldskrár

Vegna áskorunar Sambands íslenskra sveitarfélaga um að gjaldskrár er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu hækki ekki umfram 3,5% á þessu ári hafa gjaldskrárlækkanir verið samþykktar á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. Gjaldskrár sveitarfélagsins hækkuðu um 7.5% um áramót en sveitarstjórn gaf það út í janúar að hún væri reiðubúin að endurskoða og lækka gjaldskrár og styðja þannig við þjóðarsátt.

Lesa meira

Berjumst fyrir okkar málefnum, en til þess þurfum við og okkar samtök að glaðvakna.

Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um kjör okkar eldri borgara og hvernig við séum afskipt þegar kemur að kjarabótum. 

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur á sunnudag

Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu til Akureyrar þetta árið næsta sunnudag, 14. apríl. Samkvæmt bókunum er gert ráð fyrir að 196 skip komi til bæjarins í ár, það síðasta um mánaðamótin september október.

Lesa meira

Akureyrardætur hjóla til góðs - Samhjól til styrktar Hjartavernd Norðurlands og Krabbameinsfélagi Akureyrar n.k laugardag

Allt frá árinu 2018 hafa Akureyrardætur hjólað saman og hvatt aðrar konur á Norðurlandi í hjólreiðum. Akureyrardætur urðu til 2018 þegar 10 konur tóku þátt í Wow Cychlothon og hjóluðu hringinn í kringum landið. 

Lesa meira

Upplýsingamiðstöð ferðamanna opnuð í Hofi

Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið opnuð í Hofi. Hún verður opin alla daga frá kl. 10-15 en afgreiðslutíminn lengist í 8-16 yfir hásumarið, frá 1. júní til 31. ágúst.

Lesa meira

Einn vinsælasti gesturinn í Grímsey kominn

Frá því um 3. apríl hafa sjómenn séð til lundans á sjó í nágrenni Grímseyjar en í gær settist hann upp á varpstöðvarnar í eyjunni.

Lesa meira

KEA selur eignarhlut sinn í Slippnum

KEA hefur selt 12% eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri

Lesa meira

Umsækjendur um starf sviðsstjóra velferðarsviðs

Alls bárust 20 umsóknir um starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar sem auglýst var laust til umsóknar í mars. Umsóknarfrestur var til og með 3. apríl sl

Lesa meira

Skýr markmið og þrautseigja skila árangri - Saga um gefandi samstarf

Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Seagold Ltd., sem er sölufélag Samherja í Bretlandi, skrifar hér um skemmtilegt og gefandi samstarf við Dag Benediktsson sem í síðasta mánuði náði þeim frábæra árangri að verða fimmfaldur Íslandsmeistari á skíðum.

Lesa meira

Nú er veður og færi

Á Facebooksíðu Skógræktarfélagsins er  sagt frá því að búið séð að gera skíðagönguspor frá Kjarnaskógi og  fram í  Jólahús.  Því er svo bætti við að færi á öllum þeirra leiðum sé frábært. 

Annars er færslan hið skemmtilegasta, svona í stíl við veðrið. 

Lesa meira

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur við embætti matvælaráðherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur tekið sæti sem matvælaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Bjarkey tók við lyklavöldum í matvælaráðuneytinu í dag af Svandísi Svavarsdóttur sem tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nóvember árið 2021 og við embætti matvælaráðherra við stofnun matvælaráðuneytis 1. febrúar árið 2022.

Lesa meira