Listaverk unnin úr mosa á Kaffi Lyst

Listakonan Marzena er heilluð af náttúrunni, en hún verður með sýningu sem henni tengist í Kaffi Lyst í Lystigarðinum á Akureyri dagana 23. og 24. mars næstkomandi.

„Mosalistin mín byrjaði sem sambland af ást til náttúrunnar og áhuga á handverki. Mosaskreytingar eru mjög einstakar og fallegar innanhússkreytingar. Það er eitthvað einstakt og róandi við það. Mosalist er mjög vinsæl í Evrópu líka á opinberum stöðum, sérstaklega hótelum, heilsulindum, skrifstofum, snyrtistöðum, veitingastöðum,“ segir Marzena í tilkynningu.

Ég nota nokkrar tegundir af mosa sem er varðveittur í glýseríni og litarefnum. Hann er ekki lifandi lengur en heldur fersku útliti og stinnleika. Mosinn þarf ekkert viðhald, þarf bara að halda honum frá hitagjafa, beinu sólarljósi og vatni. Þegar loftraki er lágur verður mosinn stífari en þegar raki hækkar verður hann aftur þéttur og mjúkur,“ segir hún enn fremur. Marizena flytur inn mosa frá Póllandi en upprunalega kemur hann frá Ölpunum, Finnlandi og Kaukas

Lesa meira

Óbyggðanefnd gerir kröfur í nokkur blindsker í Grýtubakkahreppi

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps furðar sig á þeirri kröfu að nokkur blindsker undan ströndum hreppsins skuli verða þjóðlendur ríkisins. Óbyggðanefnd hefur nú gert kröfur í nokkur sker sem liggja úti fyrir Látraströnd og Þorgeirsfirði

„Engin leið er að sjá tilganginn og vandséð um nokkra nýtingu skerjanna eða áhrif af þessari gjörð fyrir þjóðina. Sýnist hér um að ræða algerlega tilgangslausa sóun á almannafé við þetta brölt óbyggðanefndar,“ segir í bókun sveitarstjórnar.  Leggur hún fast að nefndinni að falla frá þessum kröfum sem að Grýtubakkahreppi snúa án frekari málareksturs.

„Þetta eru örfá sker  sem koma upp á fjöru, engum til gagns og algjörlega fráleitt að hægt sé að kalla þetta eyjar. Þetta eru blindsker og ef til kannski bara gott að ríkið beri á þeim ábyrgð. Í okkar huga er það fyrst og fremst kjánalegt að gera kröfur í þessi sker og að ríkið skuli vera í þessum eltingaleik um einskins verða hluti,“ segir Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi

Lesa meira

Fimman hjá SVA ekur aftur sína leið

Þriðjudaginn 19. mars fer leið 5 hjá Strætisvögnum Akureyrar aftur sína leið samkvæmt áætlun og hættir að aka um Kristjánshaga eftir tímabundna breytingu á leiðinni vegna framkvæmda í Naustahverfi.

Biðstöðvar sem settar voru upp til bráðabirgða í Kristjánshaga verða þá færðar aftur upp í Kjarnagötu við Jóninnuhaga og Geirþrúðarhaga eins og sést á meðfylgjandi korti

Lesa meira

Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti

„Það kemur á óvart hversu margir voru hlynntir virkjuninni, fylgi við hana hefur aukist umtalsvert frá því umræður um hugsanlega virkjun í Einbúa voru fyrst settar fram fyrir nokkrum árum. Það er stuðningur við Einbúavirkjun í öllum póstnúmerum í Þingeyjarsveit,“ segir Eyþór Kári Ingólfsson oddviti E-listans í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar um skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Litluvelli ehf. um viðhorf íbúa til Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Könnunin náði til 500 þátttakenda. Íbúar Þingeyjarsveitar eru um 1.500 talsins.

Lesa meira

Mikilvægt að gefa íslenskunni séns!

Tveir af nemendunum sem tóku þátt í Gefum íslensku séns – kennslustundinni í SÍMEY í gær eru Flora Neumann frá Þýskalandi og Peter Höller frá Austurríki. Bæði hafa þau búið um nokkurra ára skeið á Íslandi og hafa löngun til þess að læra íslenskuna eins vel og nokkur kostur er. Þau eru sammála hugmyndafræðinni í Gefum íslensku séns, þ.e. að Íslendingar tali íslensku við fólk af erlendum uppruna sem vill læra íslensku, enda sé það mikilvægur þáttur í því að það öðlist æfingu og færni í að tala tungumálið.

Lesa meira

Gefum íslensku séns - MA-nemar tóku þátt í íslenskukennslu

SÍMEY leitast stöðugt við að hafa fjölbreytni að leiðarljósi í kennslu í íslensku fyrir fólk af erlendum uppruna. Í gær var kennslan undir formerkjum Gefum íslensku séns, sem er hugmyndafræði sem upphaflega má rekja til Háskólaseturs Vestfjarða.

Lesa meira

TF- LÍF komin á Flugsafnið.

 Það mátti sjá mikla eftirvæntingu í andlitum hollvina Flugsafnsins þegar nýjasti sýningargripur safnsins, björgunarþyrlan TF-LÍF,  renndi i flughlaðið fyrir fram safnið nú síðdegis eftir ökuferð frá Reykjavík.

Lesa meira

Merkri sögu iðnaðarbæjarins verður haldið á lofti

„Iðnaðarsaga Akureyrar er merkileg og við munu leggja okkar metnað í að segja hana,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri en í liðinni viku færðist rekstur Iðnaðarsafnsins yfir til Minjasafnsins. Fyrsta verkefnið er opnun ljósmyndasýningar í dag, fimmtudaginn 14. mars kl. 17. Þar verða sýndar 120 ljósmyndir frá hinum ýmsu iðnaðarfyrirtækjum sem störfuðu í bænum á árum áður. Sýningin verður í Minjasafninu en færist yfir í Iðnaðarsafnið með sumaropnun þess.

Lesa meira

Leikdómur - Bróðir minn Ljónshjarta, skemmtileg og falleg sýning

Leikfélag Hörgdæla - Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar í leikgerð Evu Sköld.

Leikstjóri:Kolbrún Lilja Guðnadóttir
Tónlistarstjóri: Svavar Knútur
Framkvæmdarstjóri:Kristján Blær Sigurðsson
Aðstoðarframkvæmdarstjóri:María Björk Jónsdóttir
Leikmyndahönnuður:Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir
Ljósahönnuður:Þórir Gunnar Valgeirsson 

Lesa meira

Námsstefna um aðgerðarmál í annað sinn

Þátttakendur voru um 50 talsins sem allir koma að stjórnun og stýringu aðgerða í umdæmi LSNE sem nær allt frá Fjallabyggð í vestri að Bakkafirði í austri

Lesa meira

Nýr hlaðvarpsþáttur - heilsaogsal.is / AFMÆLISÞÁTTUR Sigrún Heimisdóttir

Þátturinn að þessu sinni er sérstakur afmælisþáttur þar sem 3 ár eru liðin frá því að Heilsu- og sálfræðiþjónustan hóf starfsemi. Í þættinum lítur Sigrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri, yfir farinn veg, ræðir stöðuna í dag og hvert stefnan er tekin. Hún kemur með gagnleg ráð til að draga úr streitu og ræðir ferðalagið til bata. 

Lesa meira

Fleiri börn og ungmenni nýta sér frístundastyrk

Árið 2023 nutu 2.703 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar, eða tæplega 84% þeirra sem áttu rétt á styrknum, sem er 2% aukning frá árinu á undan.

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar nam 45.000 krónum á hvern iðkanda árið 2023. Í heildina var tæplega 116 milljónum króna varið í frístundastyrki í 3.637 skráningum sem jafngildir styrk upp á 42.875 krónur að meðaltali á hvern iðkanda.

Kynjahlutfall skráninga var hér um bil jafnt, 50,3% drengir og 49,6% stúlkur. Nýtingin var áberandi mest hjá 10 og 11 ára börnum þar sem 92-95% af þeim aldurshópi notaðist við frístundastyrkinn í einhverri mynd, þar af voru 97% ellefu ára stúlkna sem voru skráðar með nýtingu árið 2023. Flestar skráningar, eða tæplega 37%, voru hjá Íþróttafélaginu Þór og Knattspyrnufélagi Akureyrar. Samstarfsaðilar (íþrótta-, æskulýðs og tómstundafélög auk fyrirtækja) sem tóku við frístundastyrk árið 2023 voru þrjátíu og níu.

Markmið með frístundastyrk Akureyrarbæjar er að styrkja börn og unglinga til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Einnig að ýta undir aukna hreyfingu, virkni og félagsþátttöku sem og að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.

Frístundastyrkur Akureyrbæjar árið 2024 er 50.000 krónur og gildir fyrir öll börn fædd árið 2007 til og með árinu 2018.

 

Lesa meira

Höldur-Bílaleiga Akureyrar styður Íþróttakarl Akureyrar

Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur gert styrktarsamning við einn fremsta hlaupara Íslands, Baldvin Þór Magnússon. 
Baldvin er einn allra sterkasti millivegalengda- og langhlaupari sem Ísland hefur átt. Hann hefur náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum í hlaupum frá 1.500 metra og upp í 10 kílómetra hlaup. Hann á sem stendur fjórtán virk Íslandsmet, sex í yngri aldursflokkum og átta í flokki fullorðinna.
Lesa meira

Akureyri - Íslenska gámafélagið með lægra boð

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagið ehf. um rekstur grenndarstöðva og gámasvæðis á Akureyri með þeim fyrirvara að fyrirtækið  standist útboðskröfur.

Tvö tilboð bárust þegar reksturinn var auglýstur, frá Terra umhverfisþjónustu hf. á kr. 188.172.101. og frá Íslenska gámafélaginu ehf. á kr. 168.404.870.
  

Lesa meira

Kristnesspítala lokað í fjórar vikur í sumar

Ákveðið hefur verið að loka Kristnesspítala í fjórar vikur í sumar, en þar fer endurhæfinga- og öldrunarækningar. 

Lesa meira

Fræum nýsköpunar sáð á Stéttinni

Krubbur-hugmyndahraðhlaup (hakkaþon) var haldið á STÉTTINNI á Húsavík 8.-9. mars s

Lesa meira

Góð verkefnastaða hjá Slippnum

Þrjú erlend skip eru nú í viðhaldsverkefnum hjá Slippnum Akureyri og það fjórða bætist við innan nokkurra daga. Bjarni Pétursson, sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins, segir á facebook síðu félagsins  þetta vera mjög óvenjulegt á þessum árstíma en jafnframt afar jákvætt. Öðru fremur segir hann verkefnin undirstrika sterka samkeppnisstöðu fyrirtækisins á skipaþjónustusviðinu en um er að ræða frystitogara og línuskip frá Kanada og grænlenskan frystitogara og eru viðhaldsverkefnin í skipunum mjög fjölbreytt.

Lesa meira

Símalaus samvera – hvatningarátak Barnaheilla, Símans og Símaklefans

Barnaheill, Símaklefinn og Síminn hafa tekið höndum saman í að hvetja til ábyrgrar símanotkunar og hvetja til símalausrar samveru. Hvatningarátakinu er ýtt úr vör í ljósi þess að rannsóknir sýna að skipulögð skjáhvíld geti eflt lífsgæði og skapandi hugsun barna. 

 

Lesa meira

Ferðalag til bata

Á eitthvað að ferðast í ár? Svörin geta verið á ýmsa vegu, falið í sér drauma um framandi lönd og ókunnar slóðir, en líka væntingar um kyrrð og ró í heimahögunum.

Yfirleitt eru ferðalög skipulögð fram í tímann og hluti af því að vera í fríi frá daglegum skyldum og störfum, sem við leitumst við að njóta með okkar nánasta og besta fólki.

Lesa meira

Brynja Dís úr Lundarskóla sigraði í upplestrarkeppni grunnskólanna

Brynja Dís Hafdal Axelsdóttir úr Lundarskóla hreppti 1. sætið í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, sem var haldin fimmtudaginn 7. mars sl. Keppnin var haldin í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi og var þetta í 23. skiptið sem hún fer fram.

Lesa meira

Tjaldsvæðið – Villigötur

Svo ég segi það strax þá óttast ég að í uppsiglingu sé meiriháttar slys á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti. Arkitektastofan Nordic – office of Architecture hefur skilað tillögum að uppbyggingu á reitnum sem hafa fallið í góðan jarðveg hjá meiri hluta skipulagsráðs Akureyrarbæjar

Lesa meira

Götuhornið - Karl í kreppu

Barþjónar á Akureyri eru alltaf svo uppteknir að ég verð að halla mér að skiltastaur Götuhornsins og gráta þar undan óréttlæti og harðneskju heimsins ásamt eigin hjartagæsku og umhyggjusemi - sem er ómæld.

 En málið er semsagt að konan mín skilur mig alls ekki.

Sumt fólk lifir lífi sínu eftir hjartanu, aðrir með höfðinu og enn aðrir eru búnir þeim eiginleika að nota hvort tveggja saman, gott hjartalag og góða dómgreind.

Lesa meira

Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk

Ráðherra úthlutaði verkefninu 15 milljónum

Lesa meira

Góður gangur í Hlíðarfjalli

Aðstæður til útiveru og skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli voru með allra besta móti í febrúar. Skíðasvæðið var opið 26 daga af 29 með nægum snjó og veðrið oft og tíðum með allra besta móti.
 
Aðsóknin er búin að vera frábær enda hafa aðstæður boðið upp á það. Hingað komu í kringum 17.000 manns í vetrarfríum grunnskóla og hér voru færeyskir hópar tvær helgar. Við höfum að auki fengið skólahópa alls staðar að af landinu og að öllu samanlögðu voru gestir í Hlíðarfjalli rúmlega 24.000 manns í febrúar sem er með því betra sem þekkist.
 
Opnunartími hefur verið lengdur um eina klukkustund bæði fimmtudaga og laugardaga og er nú opið frá kl. 10-17 á laugardögum og 13-19 á fimmtudögum. 
Nokkur snjóbráð hefur verið í hlýindum síðustu daga en þó er ennþá nægur snjór í Fjallinu og kaldari dagar fram undan. Vonum að páskahretið bregðist okkur ekki og muni færa okkur ríkulega nýja sendingu af góðum snjó.
 Framundan eru páskarnir í lok mánaðarins og má búast við að þá liggi straumurinn norður til að fara í Fjallið og njóta tónleika og annarra viðburða á Akureyri.
Lesa meira

Kaupa nýja flotbryggju fyrir Húsavíkurhöfn

Á fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings í síðustu viku lá fyrir undirritaður verksamningur um kaup á flotbryggju á Húsavík.  Samningsupphæð er 44.687.600 kr. og er hlutur Hafnabótasjóðs 60% af upphæðinni samkvæmt samgönguáætlun.

Samkvæmt verksamningi er áætlað að vinna verkið á vordögum, verklok í byrjun júní.

Lesa meira

Íslandsmeistaramótið í bogfimi - Íþróttafélagið Akur með 13 verðlaun

Íslandsmeistaramót í bogfimi var haldið nýverið í Bogfimisetrinu í Reykjavík, 11 iðkendur úr ÍF Akri voru skráðir til keppni í öllum fjórum bogaflokkum og 4 lið.

 Vel gekk á mótinu en helstu niðurstöður eru þær að Anna María Alfreðsdóttir fékk tvö gull,   Alfreð Birgisson  fékk einnig tvö gull og eitt silfur,  Georg Rúnar Elfarsson kom heim með brons. Izaar Arnar Þorsteinsson fékk silfur. Jonas Björk fékk  tvö gull og Rakel Arnþórsdóttir silfur.

 Aðstaða félagins sem opnuð var á liðnu hausti hefur breytt miklu fyrir ÍF Akur, en það má m.a. merkja á ánægju þeirra sem stunda íþróttina og mæta á æfingar, en einnig á þátttöku á mótum og þeim fjölda verðlauna sem félagsmenn koma með heim að þeim loknum.

Nú um helgina verður Íslandsmót ungmenna þar sem Akur á nokkrar keppendur sem flestir eru á leið á sitt fyrsta mót.

 

Lesa meira

Framkvæmdir á fullu á Akureyrarflugvelli

Mikið er um að vera á Akureyrarflugvelli þessa dagana og framkvæmdir við flugstöðina eru í fullum gangi. Við biðjum flugfarþega að hafa þolinmæði með okkur á meðan á þessum framkvæmdum stendur 

Nýja viðbyggingin er notuð fyrir komur í millilandaflugi. Viðbyggingin er einnig notuð fyrir komur í innanlandsflugi nema að millilandaflug sé í gangi. Ef millilandaflug er þá koma farþegar í innanlandsflugi inn í gengum bráðabirgða sal við suðurenda flugstöðvarinnar (gámaeiningar).

Lesa meira