
Bærinn að hrekja okkur burtu af svæðinu
„Þetta mál er allt hið furðulegasta, vægast sagt, en við eigum eftir að bregðast við síðustu bókun skipulagsráðs,“ segir Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri Bústólpa. Skipulagsráð Akureyrarbæjar fjallað um lóðina við Norðurtanga 7 og 9 á fundi sínum nýverið, en fyrir liggur að bæði Slippurinn Akureyri ehf. og Bústólpi ehf hafa óskað eftir sama svæði við Norðurtanga fyrir framtíðaruppbyggingu.