
Það eru margar hliðar á einum leikskóla, ekki satt?
Gunnar Már Gunnarsson skrifar um leikskólamál
Gunnar Már Gunnarsson skrifar um leikskólamál
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla þar sem kynntar voru tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskóla um sameiningu skólanna tveggja auk þess sem næstu skref í ferlinu voru kynnt.
Á heimasíðu Norðurorku segir frá þessu.
,,Norðurorku barst góð og nytsamleg gjöf í dag þegar starfsfólk frá Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi (PBI) færði fyrirtækinu vélatuskur.
Það voru þau Nanna Kristín Antonsdóttir og Þorsteinn Magnússon sem komu færandi hendi með þrjá stóra pakka af vélatuskum sem munu heldur betur nýtast okkur vel. Þess má geta að PBI notast við efni úr söfnunargámum Rauða krossins (sem nýtist ekki til annars) við framleiðslu á tuskunum, því er hér um umhverfisvæna framleiðslu að ræða.
Á PBI fer fram starfsþjálfun, starfsendurhæfing og vinna fyrir fatlað fólk. PBI er vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum er með skerta starfsgetu. Um er að ræða fjölbreyttan hóp starfsfólks með ólíkar áskoranir sem fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í íslensku atvinnulífi.
Norðurorka þakkar fyrir frábæra gjöf og sendir öllu starfsfólki Plastiðjunnar Bjargs Iðjulundi bestu kveðjur."
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar síðdegis í gær. Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru endalausar stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Ljóst er að hækkanirnar hitta ekki síst láglaunafólk illa fyrir. Mikil reiði kom fram á fundinum með stöðu mála. Eftir kröftugar umræður samþykkti fundurinn samhljóða að senda frá sér svohljóðandi ályktun þar sem stýrivaxtahækkunum Seðlabankans og getuleysi stjórnvalda er mótmælt harðlega:
Sótt hefur verið um allar nýjar lóðir sem í boði voru við Lækjarvelli á Grenivík. Þær voru í allt 8 og undir fjögur raðhús.
Áformað er að byggja í allt 19 íbúðir á svæðinu, „sem létta vonandi verulega á miklum húsnæðisskorti sem verið hefur,“ segir á vefsíðu Grýtubakkahrepps. Þá er einnig hafin eða um það bil að hefjast bygging á nokkrum einbýlishúsum á Grenivík. Einnig styttist í að 5 nýjar íbúðir í raðhúsi við Höfðagötu verði tilbúnar.
„Við erum að auglýsa eftir starfsfólki og vonandi náum við að manna vel hjá okkur fyrir haustið,“ segir Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar. „Staðan er enn þannig að við erum vandræðum í stuðningsþjónustunni vegna manneklu. Þjónustustigið er því enn skert og sér ekki fyrir endann á því fyrr en með haustinu.“
Sannarlega gerði ykkar einlægur sér ekki fulla grein fyrir mikilvægi dagsins þegar ég, tæplega eins árs, var í fylgd foreldra minna á Ráðhústorgi Akureyrar þann 17. júní árið 1944. Þar var saman kominn múgur manns í sínu fínasta pússi og allir virtust glaðir og kátir. Íslenski fáninn blakti á mörgum stöngum í sunnan golunni, lúðrasveit spilaði af öllum lífs og sálar kröftum og karlakórar sungu ættjarðarsöngva.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi eftirfarandi tilkynningu út í morgun.
,,
Eins og við greindum frá í gær þá voru viðbragðsaðilar í Eyjafirði kallaðir út um kl. 15:00 vegna aðila sem hafði verið í smalamennsku innarlega í Eyjafirði og slasast. Var þetta hátt upp í hlíðum Hagárdals að norðanverðu. Mjög erfiðlega gekk að komast til mannsins og þá var ekki hægt að notast við þyrlu LHG, sem kominn var norður, vegna misvinda í dalnum og mikils uppstreymis.
Þegar viðbragðsaðilar komust til hans var hann látinn. Tók þá við flókin fjallabjörgunaraðgerð þar sem færa þurfti manninn niður eina 500 metra í mjög brattri hlíð og bera hann síðan tæplega 3 km niður dalinn að flutningstæki sem þar var.
Þegar á leið verkefnið var óskað liðsinnis björgunarsveita úr Skagafirði og Þingeyjarsýslu og mættu hópar frá þeim og lögðu verkefninu liðsinni sitt.
Aðgerðum í Hagárdal lauk um upp úr kl. 23:00 í gærkveldi.
Þökkum við öllum viðbragðsaðilum sem komu að verkefni þessu, sem var mjög krefjandi, kærlega fyrir þeirra aðstoð. Um tildrög atviksins er ekki frekar vitað og er rannsókn í höndum lögreglu.”
Lögreglan á Norðurlandu eystra sendi frá sér svohljóðandi tilkynningu fyrir skömmu.:
,,Um kl. 15:00 í dag fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um slasaðan gangnamann innarlega í Eyjafirði. Ljóst var strax að um krefjandi verkefni var að ræða í brattri hlíð og voru sjúkraflutningar á Akureyri og björgunarsveitir í Eyjafirði kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.
Verið er vinna að því að koma viðbragðsaðilum á vettvang.
Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.”
Segir í áður nefndri tilkynningu.
„Það er ljóst að sauðfé fækkar enn og við sjáum ekki fyrir endann á því. Það er grafalvarlegt mál og erfitt að stoppa það ferli. Ekki bætir úr skák að forsvarsmenn stórverslana sem skila milljörðum í hagnað fá óhindrað að koma fram í fjölmiðlum og vara við þeim hækkunum sem bændur eru nú í haust að fá frá afurðastöðvum,“ segir Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri Kjarnafæðis-Norðlenska í sláturhúsinu á Húsavík.
Fram kemur á vef Akureyrarbæjar að á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær hafi m.a verið rætt um starfsemi Hafnasamlags Norðurlands en eins og fram hefur komið hefur mikil umræða verið meðal fólks um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins í sumar.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða á fundi ráðsins.
Tónlistarhátíðin Eyrarrokk er haldin ár hvert í októbermánuði á tónleikastaðnum Verkstæðinu sem staðsettur er á Akureyri. Verkstæðið er nýlegur tónleikastaður sem einnig hýsir Vitann matsölustað á Strandgötu 53, en heilmiklar endurbætur hafa verið gerðar á staðnum til að gera hann sem bestan til að hýsa slíka tónlistarveislu sem fram undan er.
Hjólreiðafélag Akureyrar stóð fyrir áskorun fyrir félagsmenn sína í ágúst þar sem markmiðið var að hjóla 1000 km og fá fyrir grobbréttinn og bol því till staðfestingar. Þónokkur fjöldi hjólara skráði sig til leiks og hófust hjólarar á svæðinu strax við að safna kílómetrum en enginn að jafn miklum krafti og Ríkarður Guðjónsson. En Ríkarður sem verður sextugur þann 29. september næstkomandi gerði sér lítið fyrir og hjólaði 2.060 kílómetra á 74 klukkustundum og fór nærri tvær ferðir uppá fjallið Everest eða 15.000 metra uppávið.
Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 9,9 milljörðum króna á árinu 2022 og jókst um rúmlega 800 milljónir króna milli ára. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 14,3 milljörðum króna eftir skatta en var 17,8 milljarðar króna á árinu 2021.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2022 sem samþykktur var á aðalfundi félagsins hinn 24. ágúst síðastliðinn.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., gerði grein fyrir uppgjörinu á aðalfundinum og nefndi í ræðu sinni að í heild hefði afkoman verið góð á árinu 2022. Sumt hafi gengið betur en árið á undan en annað ekki. Uppgjörið litaðist að hluta til af þeim breytingum sem hefðu orðið á efnahagsreikningi Samherja hf. á árinu en þær veigamestu fólust í því að ýmsar eignir voru færðar til félagsins Kaldbaks ehf.
Þurfum að sýna ábyrgð í nýtingu orkunnar
„Þetta kom mér algjörlega að óvörum, ég vissi ekki hvaða erindi þau áttu við mig núna,“ segir Liesel Malmquist íbúi við Skógarhlíð 29 í Hörgársveit. Fulltrúar úr sveitarstjórn mættu til hennar og afhentu umhverfisverðlaun Hörgársveitar fyrir fallega lóð. Liesel fékk einnig umhverfisverðlaun fyrir lóð sína við Skógarhlíð fyrir 15 árum síðan.
Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Breska flugfélagið easyJet hefur flug til Akureyrar í lok október og Icelandair býður upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt er að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.
Í Landnámabók segir að Helgi magri hafi lent skipi sínu við Galtarhamar. „Þar skaut hann á land svínum tveimur og hét gölturinn Sölvi. Þau fundust þremur vetrum síðar í Sölvadal. Voru þá saman sjö tugir svína.” Þetta er ein af mörgum örnefnasögnum í Landnámabók þar sem örnefni eru kveikja að frásögn til þess að gera söguna lifandi - og ef til vill sennilegri. Galtarhamar heitir nú Festarhamar eða Festarklettur og stendur nyrst í landi Kaupangs. Festarklettur er ávalur eða kúptur og líkist klettum og fjöllum á Íslandi - og í Noregi - sem bera galtarnafn. Hugsanlegt er að kletturinn hafi upphaflega heitið Göltur og andríkur höfundur Landnámu síðan gefið gelti Helga magra nafnið Sölvi til þess að skýra örnefnið Sölvadalur sem á sér aðra skýringu.
Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið.
Umræðan um síma í skólastarfi er ekki ný af nálinni og blossar gjarnan upp í upphafi skólaárs þegar að skólastjórnendur, kennarar og starfsmenn skóla velta vöngum yfir því hvað sé best að gera með þessa símaeign íslenskra barna sem nálgast það að vera orðin algjör. Höfundum þessarar greinar hefur verið stillt upp sem talsmanni símabanns annars vegar og andstæðingi símabanns hins vegar en þegar rýnt er í það sem hefur verið sagt og ritað þá erum við í grunnatriðunum sammála.
Starfsár Menningarfélags Akureyrar hefst með hvelli þegar hinn óviðjafnanlegi dúett Hundur í óskilum mætir aftur á svið Samkomuhússins og nú með sýninguna Njála á hundavaði. Leikarar eru að vanda Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson og leikstjóri Ágústa Skúladóttir. Sýningar hefjast í Samkomuhúsinu 22. september.
Um er að ræða tilvistar- og aðferðafræðilega raun um eðli tónlista. Getur hnitanetaður og óskeikandi metalgítarriþmi Jamesar Hetfields fundið samleið með flæðandi, síbreytilega svarandi og ofurdínamísku klassísku píanói?
Íbúar í Grímsey hafa lagt fram ósk um að endurvekja skólahald í eynni. Minnisblað Kristínar Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar var lagt fram á síðasta fundi ráðsins.
Í kjölfar innleiðingar nýs flokkunarkerfis í Reykjavík hafa sorpkvarnir verið töluvert til umræðu að undanförnu. Sorpkvarnir hafa hingað til ekki verið staðalbúnaður í íslenskum eldhúsum. Margir hafa þó kynnst notkun þeirra erlendis og hér á landi bjóða nokkur fyrirtæki þær til sölu. En eru sorpkvarnir heppilegur búnaður í íslensk eldhús? Hvað verður um úrganginn?
Það er sjaldan logn hjá teyminu í Norðanátt, en í haust hefst hraðallinn Startup Stormur, sem ætlaður er fyrir einstaklinga og fyrirtæki á Norðurlandi sem eru að vinna að grænum nýsköpunarverkefnum
Dúettinn Down & Out fagna plötu sinni með tónleikum á Gamla Bauk á fimmtudagskvöld