Framsýn og Þingiðn kaupa tvær orlofsíbúðir á Húsavík
Söguleg stund þegar stéttarfélög kaupa fyrstu tvær orlofsíbúðirnar á Húsavík. Framkvæmdir ganga vel og áætlað að afhenda íbúðirnar í byrjun ágúst.
Söguleg stund þegar stéttarfélög kaupa fyrstu tvær orlofsíbúðirnar á Húsavík. Framkvæmdir ganga vel og áætlað að afhenda íbúðirnar í byrjun ágúst.
Mikið álag hefur verið á legudeildum SAk og rúmanýting hefur aukist töluvert milli ára. Dvalardagar í fyrra voru um 4% fleiri en var árið þar á undan.
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur samþykkt að leggja dagsektir á lóðarhafa við Hamragerði 15 á Akureyri, vegna umgengni við lóð, en önnur og vægari þvingunarúrræði hafa ekki borið árangur.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk tvær milljónir króna frá félögunum Gústaf Baldvinssyni og Þorsteini Má Baldvinssyni en féð er afhent til minningar um Aðalbjögu Hafsteinsdóttur sem orðið hefði 65 ára í dag, 11. janúar. Hún lést í ágúst á liðnu ári.
Ég get ekki stillt mig um að reyna að fá að nota Götuhornið ykkar til að vekja athygli á fjölmiðlafræði sem áhugaverðu námsvali. Ég held að fólk átti sig ekki á því hve mikil framtíð er í fréttamennsku á Íslandi.
Í kringum 1500 manns komu í Akureyrarkirkju, um 400 sóttu þjónustu í kirkjunum frammí firði og aðrir á viðburðum hér og þar á svæðinu. Samtals sóttu 5336 viðburði, þjónustu og starf í prestakallinu í desember þannig að næg voru verkefnin hjá prestum og starfsfólki Akureyrarkirkju.
Liðin verða 40 ára frá því kennsla hófst í Verkmenntaskólanum á Akureyri nú í ár, en kennsla hófst fyrst við skólann haustið 1984. Þess verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu og er skipulag afmælisviðburða í höndum sérstakrar afmælisnefndar sem í eiga sæti bæði starfsmenn og nemendur skólans. Þá er verið að hanna afmælismerki skólans. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA gat þess við brautskráningu fyrir jól að skólinn ætlaði sér að vera áberandi í umræðunni og úti í samfélaginu á afmælisárinu.
Fram kom einnig í máli hennar að nú væri svo komið að byggja þyrfti við skólann til að koma til móts við aukna aðsókn í iðn- og starfsnám. Ákveðið hefði verið að fara í hönnun og nýbyggingu við fjóra starfsnámsskóla á landinu og er VMA á meðal þeirra. Undirbúningur er hafinn og vonir standa til að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu á afmælisárinu.
Löng byggingarsaga
Byggingarsaga skólahúsanna í VMA er löng. Hún er rifjuð upp á vefsíðu skólans en fyrstu skóflustunguna að grunni fyrsta skólahússins var tekin á Eyrarlandsholti af Ingvari Gíslasyni þáverandi menntamálaráðherra á afmælisdegi Akureyrarbæjar 29. ágúst 1981. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var á Eyrarlandsholti jarðræktarland og síðar nýtti Golfklúbbur Akureyrar landið fyrir golfvöll áður en starfsemin fluttist upp á Jaðar, þar sem GA hefur í tímans rás byggt upp framtíðaraðstöðu sína. Upphaflega var gert ráð fyrir að skólahús VMA yrðu reist á sex árum en þær áætlanir fuku út í veður og vind.
Þrír skólameistarar á 40 árum
Fyrsti áfangi skólans var aðstaða málmsmíðadeildar og var hún afhent Iðnskólanum á Akureyri 21. janúar 1983 til notkunar þar til Verkmenntaskólinn tæki til starfa. Nokkrum vikum síðar var auglýst eftir skólameistara hins nýja skóla og sóttu sjö um stöðuna. Þrír voru teknir í viðtal, Aðalgeir Pálsson, skólastjóri Iðnskólans á Akureyri, Bernharð Haraldsson, kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, og Tómas Ingi Olrich, konrektor við MA. Fimm manna skólanefnd VMA samþykkti samhljóða að veita Bernharð stöðuna og var hann settur skólameistari frá 1. júní 1983. Hann gegndi stöðu skólameistara til 1999 þegar Hjalti Jón Sveinsson var ráðinn skólameistari. Sigríður Huld Jónsdóttir, núverandi skólameistari, tók síðan við keflinu af Hjalta Jóni.
Það hefur verið gæfa VMA í gegnum tíðina að starfsmannavelta hefur verið lítil. Vert er að geta þess að tveir af núverandi starfsmönnum skólans, kennararnir Erna Gunnarsdóttir og Hálfdán Örnólfsson, hafa starfað við hann frá því að skólahaldinu var ýtt úr vör haustið 1984.

Húsvíkingar bætast nú við hóp Norðlendinga sem geta pantað matinn sinn heim í Snjallverslun Krónunnar. Opnað verður fyrir pantanir á Húsavík í dag, fimmtudag og munu fyrstu pantanir berast bæjarbúum mánudaginn 15. janúar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni á svæðinu og nú þegar hefur Krónan hafið heimsendingar á Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð.
Framkvæmdir að hefjast við byggingu nýs fjölbýlishús við Skarðshlíð á Akureyri en þar verða 50 íbúðir.
Fyrsti leiklestur af And Björk, of course.. fór fram í Samkomuhúsinu á Akureyri í liðinni viku. Verkið verður frumsýnt 23. febrúar.
And Björk, of course.. er eftir Akureyringinn Þorvald Þorsteinsson heitinn. Þorvaldur var myndlistarmaður og rithöfundur og einna þekktastur fyrir barnaverkið Skilaboðaskjóðan og bækurnar um Blíðfinn.
Leikstjóri And Björk, of course.. er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Leikhópurinn samanstendur af Jóni Gnarr, Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa), Eygló Hilmarsdóttur, Örnu Magneu Danks, Davíð Þór Katrínarsyni, Maríu Pálsdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Um leikmynd og búninga sér Brynja Björnsdóttir.
„Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og vona að það leiði til góðs á endanum,“ segir Sigrún María Óskarsdóttir sem í liðinni viku vakti athygli á því að lyfta fyrir fólk í hjólastól og er í Sambíóinu á Akureyri er biluð og hefur verið um alllangt skeið.
Jakob Björnsson vélstjóri í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri hefur svo að segja alla tíð starfað við frysti- og kælikerfi í sjávarútvegi, bæði til sjós og lands. Vinnsluhús ÚA er afkastamikið og vel útbúið tæknilega fullkomnum búnaði, sem er nokkuð flókinn, þar sem mörg kerfi þurfa að virka saman eins og til er ætlast.
Alice Harpa Björgvinsdóttir hefur verið ráði í starf yfirsálfræðings hjá HSN. Pétur Maack Þorsteinsson sem gengt hefur stöðinni er að fara í leyfi vegna annarra verkefna.
Alice Harpa hefur yfirgripsmikla reynslu af starfi sem sálfræðingur og stjórnandi. Hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri lyflækningasviðs á SAk samhliða því að reka og starfa á eigin stofu. Hún var einnig áður yfirsálfræðingur á SAk.
Hjá sálfélagslegri þjónustu HSN starfa nú 15 starfsmenn auk þess sem gengið hefur verið frá ráðningu tveggja sálfræðinga sem hefja störf nú á nýju ári. Sálfræðingar HSN veita börnum og fullorðnum sálfræðimeðferð. Þjónusta er veitt bæði í stað- og fjarviðtölum, einstaklings – og hópameðferð.
Stuðningur atvinnulífsins á Akureyri er dýrmætur fyrir VMA, en eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið óspör á slíkan stuðning er fyrirtækið Johann Rönning sem m.a. selur allt sem þarf til raflagna. Á dögunum komu fulltrúar þess færandi hendi með töfluefni sem kemur að góðum notum á vorönn þegar Guðmundur Geirsson kennir nemendum á annarri önn í grunndeild rafiðna uppsetningu á raftöflum og tengingar við hana.
Áfangi í uppsetningu á töflum hefur verið kenndur á fjórðu önn í grunnnáminu en færist núna á aðra önn. Guðmundur segir mikilvægt að hafa samfellu í nám frá fyrstu önn yfir á aðra. Á fyrstu önninni sé farið í grunnatriðin í raflögnum og rökrétt sé að halda áfram með nemendur í næsta skref núna á vorönninni sem sé að setja upp töflur og leggja í þær. Í þessa kennslu þarf að sjálfsögðu heilmikinn búnað sem Guðmundur segir kærkomið að fá frá Rönning. Ofan á kennsluna núna á vorönn í uppsetningu á töflum verði síðan byggt á síðari stigum segir á vefsíðu skólans.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra hefur undirritað saming við Íslandsstofu um áframhaldandi stuðning við markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Samningurinn er til tveggja ára og nemur árlegt framlag til hans 15 milljónum króna.
Á nýju ári lítum við gjarnan yfir farinn veg en íhugum jafnframt það sem framundan er. Áramótin marka nýtt upphaf sem oft veitir drifkraft og mörg nýta tækifærið og strengja áramótaheit.
Stundum hefur því verið haldið fram að áramótaheit skili engum árangri. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á þau sem strengja áramótaheit eru mun líklegri til að ná markmiðum sínum innan sex mánaða borið saman við þau sem garnan vilja bæta sig en strengja engin heit. Eins getur orðalag haft áhrif á árangur því rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeim gengur betur sem setja sér heit um að taka upp ákveðnar venjur borið saman við þau sem ætla að láta af ákveðnum venjum. Þannig getur reynst árangursríkara að setja sér markmið um að hjóla í vinnuna tvisvar í viku í stað þess að heita því að sleppa bílnum tvisvar í viku þó hvort tveggja beri að sama brunni.
Hér koma tillögur að eldheitum áramótaheitum sem koma sér einstaklega vel fyrir veiturnar okkar, umhverfið, heilsuna og veskið. Gerist ekki mikið betra. Gleðilegt nýtt ár!
Kjöri íþróttafólks KA fyrir árið 2023 var lýst í afmæliskaffi sem fram fór í KA heimilinu i dag. Það voru þau Helena Kristín Gunnarsdóttir blakdeild og Hallgrímur Mar Steingrímsson knattspyrnudeild sem sæmdarheitin hlutu.
Áætlað er að byggja flóttastiga á norðurhlið Ráðhússins á Akureyri en engar flóttaleiðir eru til staðar í norðurhluta hússins, frá annarri og upp á fjórðu hæð.
Tvö tilboð bárust í gerð flóttastigans, annað frávikstilboð án uppsetningar. Hagstæðasta tilboðið kom frá Vélsmiðju Steindórs upp ár tæpar 19,3 milljónir króna. Tilboðið felur í sér stigann og uppsetningu hans. Stiginn verður einfaldur hringstigi, byggður úr stál og er heildarhæð um 11 metrar.
Utan tilboðsins er nýjar hurðar og gluggar í flóttaleiðirnar ásamt ísetningu þeirra, lóðafrágangur, jafnframt þarf að gera ráðstafanir varðandi glugga á jarðhæð sem þurfa að lokast sjálfkrafa við brunaboð. Heildarkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður um 35 milljónir króna sem er í samræmi við kostnaðaráætlun sem kynnt var á liðnu hausti.
Bílstjórar SBA-Norðurleiðar luku í upphafi desembermánaðar akstursöryggisnámskeiði í Þýskalandi á vegum Ökulands í samstarfi við Mercedes-Benz / Daimler Truck. Námskeiðið er nýtt sem hluti þeirrar endurmenntunnar sem atvinnubílstjórar þurfa að gangast undir á fimm ára fresti áður en ökuréttindi eru endurnýjuð.
Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempistry voru valin sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni.
Lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar sauðfjárbónda og ljósmyndara með meiru í Sýrnesi Aðaldal er nú komið út í tíunda skiptið. Ragnar tekur myndirnar á sauðfjárbúi sínu í Sýrnesi og allar myndirnar í lambadagatölin eru teknar á sauðburði frá árinu áður þ.e.a.s. á Lambadagatali 2024 eru myndirnar teknar á sauðburði 2023 og endurspegla því einnig veðurfarið á þeim árstíma. Hann sér að auki um uppsetningu og hönnun dagatalsins, sem og fjármögnun þess og sölu. Dagatalið hefur verið fjármagnað á Karolinafund.is síðastliðin átta ár þar sem þau eru keypt í forsölu.
Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.
Áður en að kom að því að kjöri íþróttafólks Þórs yrði lýst voru Íslandsmeistarar og landsliðsfólk úr röðum Þórs og Þórs/KA heiðruð, íþróttafólk deildanna var heiðrað og Rúnar Eff hélt uppi léttri stemningu á milli verðlaunaafhendinga.
Gott ár í hvalaskoðun á Húsavík
Bogfimideild Akurs verður með opið hús í nýjum húsakynnum sínum við Kaldbaksgötu 4 – norðurenda á sunnudag, 7. janúar kl. 13.
Þar gefst tækifæri á að kynna sér starfsemina og prófa bogfimi en er frábært fjölskyldusport sem hentar öllum aldri. „Það geta allir komið í heimsókn og prófað að skjóta af boga og rætt við þjálfa og aðra iðkendur. Við vonum svo sannarlega að það kvikni áhugi hjá einhverjum að koma til okkar að æfa,“ segir Alfreð Birgisson hjá Bogfimideild Akurs.
Vilja stækka hóp iðkenda
Hann segir að frá því í haust þegar nýtt húsnæði við Kaldbaksgötu var tekið í notkun undir bogfimideildina hafi bætst við ágætishópur en áhugi er fyrir því að stækka hann. „Við erum með iðkendur frá 10 ára aldri og uppúr, bæði er um að ræða iðkendur sem voru að stunda sportið áður en við misstum húsnæði okkar árið 2020 sem og nýir iðkendur, en margir þeirra voru búnir að bíða eftir að við opnuðum fyrir nýliða,“ segir Alfreð.
Ég vakna að morgni, tölti út og anda að mér fersku lofi froststillunnar, dreg inn orkuna sem liggur yfir öllu og glitrar á hélaðri jörð Eyjafjarðarsveitar.
Samfélagið hér býr yfir miklum krafti sem hefur í gegnum aldirnar byggst upp og mótast af frumkvöðlum bændastéttarinnar. Við sem hér búum í dag njótum góðs af ósérhlífinni vinnu fyrri kynslóða sem lagt hafa mikið af mörkum við að byggja upp sín heimili, sín bú og sína atvinnustarfsemi. Frjósöm jörðin hefur skapað eina allra gjöfulustu sveit landsins, þar sem umtalsvert magn allrar mjólkur í landinu er framleidd. Hér er líka ræktað korn, kartöflur og grænmeti, alin svín, naut, íslenskt sauðfé og veiddur fiskur. Hér er framleiddur ís og hér eru framleiddar sultur og egg, svo fátt eitt sé nefnt. Við getum verið stolt af því ríka hlutverki sem samfélagið gegnir í fæðuöryggi þjóðarinnar og sjálfbærni Íslands þegar að matvælum kemur.
Fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri leit dagsins ljós kl. 15.01 á nýjársdag. Það var drengur, 3036 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Arna Ingimundardóttir og Jóhann Helgason. Þau eru búsett á Sauðárkróki en svo skemmtilega vill til að Arna er starfandi ljósmóðir á fæðingardeildinni á Akureyri.
„Öllum heilsast vel og drengurinn dásamlegur,“ segir Arna og bætir við að ekki hafi verið von á drengnum í heiminn á nýjársdag. „Ég á tvö börn sem fædd eru eftir 34 vikna meðgöngu, síðan misstum við lítinn dreng eftir 21 vikna meðgöngu. Það bjuggust því allir við að þessi drengur yrði fyrirburi líka. En hann sló öll met og kom öllum verulega á óvart og náði 37 vikna meðgöngu, þá ekki fyrirburi, og um leið náði hann yfir á nýtt ár. Þannig að við erum afskaplega hamingjusöm,“ segir Arna
Eisn og fram hefur komið fæddust heldur færri börn árið 2023 miðað við árið á undan, fæðingar nýliðið ár voru 404 og þar af voru 6 tvíburafæðingar þannig að börnin urðu í allt 410. Árið 2022 voru fæðingar 429 talsins. Drengir voru heldur fleiri en stúlkur, 213 en stúlkur 197.
„Það hefur vissulega verið áskorun að finna húsnæði, en hefur tekist og kannski ekki síst þar sem fjöldinn hefur ekki verið meiri,“ segir Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá Akureyrarbæ. Í byrjun árs 2023 var skrifað undir samning um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri sem kvað á um að Akureyrarbær í samstarfi við stjórnvöld myndi taka á móti allt að 350 flóttamönnum það ár.