
Verðskrá Norðurorku hækkaði um tæp 5% um mánaðamótin
Verðskrá Norðurorku hækkaði um 4,9% um nýliðin mánaðamót. Miklar framkvæmdir eru yfirstandandi og fram undan í öllum veitum fyrirtækisins og ljóst er að verðskráin mun áfram litast af þeim, segir á vef félagsins. Norðurorka rekur hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu og fráveitu.