
Sólstöðuhátíðin í Grímsey hefst á morgun
Í ár verður til að mynda boðið upp á ratleik, sjávarréttakvöld í félagsheimilinu Múla, siglingu í kringum eyjuna og magnaða göngu yfir heimskautsbaug á sumarsólstöðum með söng og gítarleik.
Í ár verður til að mynda boðið upp á ratleik, sjávarréttakvöld í félagsheimilinu Múla, siglingu í kringum eyjuna og magnaða göngu yfir heimskautsbaug á sumarsólstöðum með söng og gítarleik.
Áform um byggingu hótels í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit verða kynnt á opnum fundi í matsal Hrafnagilsskóla næstkomandi þriðjudagskvöld, 27. júní en hann hefst kl. 20. Hótelið verður að líkindum 5 hæðir og í því allt að 120 herbergi
Það stefnir í einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt sumar á Bakkafirði. Bæjar- og menningarhátíðin Bakkafest, sem sleit barnskónum sumarið 2021, brestur á í þessari viku
Það vekur athygli að laufblöð á birkitrjám í bæjarlandinu eru æði mörg brúnleit og virðist sem að meira beri á þessu í ár en s.l. ár Pétur Halldórsson kynningarstjóri hjá Skógræktinni er fróður um allt sem tengist skógrækt. Vefurinn leitaði til hans í sambandi við það hvað væri að gerast með birkið.
Hámarkshraði við Þelamerkurskóla er 90 km/klst, skólalóðin liggur að þjóðvegi 1 og eru þar börn að leik allan ársins hring. Foreldrafélag skólans sendi inn erindi til sveitarfélagsins fyrr á þessu ári þar sem þau lýsa yfir áhyggjum af miklum umferðarhraða í nágrenni skólans.
Tónlistarbandalag Akureyrar/TBA hefur verið endurstofnað til að vinna að bættri aðstöðu fyrir frjálsa tónlistarhópa - til fastra æfinga og til að koma upp hagkvæmu húsnæði til viðburðahalds og tónleika sem veita áhugamannafélögum verðskulduð tækifæri
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt tillögu Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi lóðanna við Gránufélagsgötu 22 og 24.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings tekur jákvætt í erindið og hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ganga til samninga við HS Orku og InstaVolt Iceland ehf.
Þá er komið það því að malbika þann kafla Miðhúsabrautar sem fræstur var í fyrradag. Þetta þýðir að götunni verður lokað á sama kafla kl. 13 í dag 21. júní og hún verður lokuð fram eftir degi á morgun líka. Lokuninn nær milli hringtorga við Naustabraut og Dalsbraut, hjáleiðir verða um Naustabraut, Naustagötu og Kjarnagötu í Naustahverfi og um Dalsbraut og Þórunnarstræti.
Endurgerð gönguleiðarinnar yfir Kaupvangsgilið, austan við Kaupvangstorgið (það sem er í daglegu tali stundum kallað KEA-hornið), lauk í síðustu viku. Vegna hátíðarhalda helgarinnar var hlé gert á framkvæmdum en nú er verkið hafið að nýju. Að þessu sinni er það gönguleiðin vestan torgsins sem tekin er upp og endurnýjuð (rauða svæðið á meðfylgjandi skýringarmynd).
Landherji, sem er Starfsmannafélag innan Samherja, efndi í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11. Áhöfnin tók vel á móti hópnum, sýndi skipið og svaraði fjölmörgum spurningum gesta og kokkurinn sá um að grilla pylsur handa öllum. Blíðskaparveður var fyrir norðan í gær, þannig að allar aðstæður til að njóta siglingarinnar í góðra vina hópi voru ákjósanlegar.
Alls tók siglingin um tvær klukkustundir, þannig að gestum gafst kostur á að skoða hið glæsilega skip og njóta veitinga um borð.
Einar er nýorðinn þrítugur, hann er fæddur 29. apríl árið 1993 og er Húsvíkingur í húð og hár. Hann er söngvari og lagahöfundur og hefur lokið námi á skapandi braut hjá Tónlistarskóla Akureyrar. Hann starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Húsavík auk þess sem hann starfar hjá félagsþjónustu Norðurþings
-í tilefni af 10 ára afmæli samtakanna
Rósa Emelía Sigurjónsdóttir Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2023. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta sinn í sameinuðu sveitarfélagi, en höfðu áður verið veitt í Skútastaðahreppi um árabil.
María Björk Ingvadóttir mun m.a. hafa yfirumsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum Byggðastofnunar, fréttamiðlun til fjölmiðla og fræðslu til starfsfólks og stjórnenda.
Kæfisvefnsrannsóknum hefur fjölgað mikið síðastliðin ár og nú er svo komið að gildandi samningur við Sjúkratryggingar Íslands um fjölda rannsókna nægir ekki til að anna eftirspurn eftir þjónustunni.
Eyjafjarðarsveit og Minjasafnið á Akureyri hafa gert með sér samning um rekstur Smámunasafnsins út árið. Safnið verður opnað á fimmtudag, 22. júní og verður opið til 20. ágúst frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13 til 17.
Í síðasta þætti í 1. seríu heilaogsal.is - hlaðvarp, fræða Eva Björg og Marta Kristín hlustendur um Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Símenntun HA tekur við námi í áfengis- og vímuefnaráðgjöf frá og með næsta hausti. Skrifað var undir samstarfssamning þar um á dögunum.
Í gær, laugardag, barst björgunarsveitinni Garðar á Húsavík tilkynning um hval á Skjálfandaflóa, sem væri flæktur í veiðarfærum
Sumarnámskeið fyrir náttúruvísindafólk framtíðarinnar
„Við höfum, Grímseyingar óskað eftir því um nokkurt skeið að fá nýja ferju, það er eina vitið og ég trúi ekki öðru en að einhvers staðar í heiminum finnist skip sem getur hentað til ferjusiglinga milli lands og Grímseyjar,“ segir Halla Ingólfsdóttir sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Artict Trip í Grímsey. Ferjan Sæfari hóf siglingar í liðinni viku við mikinn fögnuð en á mánudag kom upp bilun í stýrisbúnaði. Viðgerð tókst og ferjan hóf siglingar á ný.
Ég ákvað að setja nokkur orð um stöðu bleikjunnar við Eyjafjörð. Í fjörðinn falla fimm öflug veiðivötn með mikla bleikjuveiði, árnar sem eru nánast bara með bleikjuveiði eru fjórar, Eyjafjarðará, Hörgá, Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará. auk þessa fjögurra áa er Fnjóská með all nokkra laxveiði auk nokkuð mikla bleikjuveiði.
Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 143. sinn í dag 17. júní við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni. Veðrið lék svo sannarlega við nýstúdentana og fjölskyldur þeirra.
Karl Frímannsson brautskráði sína fyrstu stúdenta og tímamótin voru fleiri því þetta er fyrsta skiptið sem eru brautskráðir stúdentar af sviðslistabraut.
Alls voru 156 stúdentar brautskráðir.
Dúx skólans er María Björk Friðriksdóttir 9,56 og Helga Viðarsdóttir semidúx með 9,54, báðar voru á heilbrigðisbraut.
17. JÚNÍ
Blóminn springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikinn árvissan og stóran blómsveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
með prjáli les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall.
(pent hún les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall. )
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitarleik,
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðannahöld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Um kvöldið eru allsstaðar útidansleikir,
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigningin bindur enda á þetta gleðigeim,
því gáttir opnast himins og allir fara heim.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Höfundur texta: Bjartmar Hannesson
Höfundur lags: Haukur Ingibergsson
Hjúkrunarheimili á Húsavík mun rísa eins og upphafleg hönnun gerði ráð fyrir