
Rætt við Hauk Svansson í hlaðvarpi um heilsu
Heilsa er flókið hugtak og í þættinum eru ýmsir fletir á hugtakinu ræddir
Heilsa er flókið hugtak og í þættinum eru ýmsir fletir á hugtakinu ræddir
Miklar framkvæmdir eru í gangi á og við Grenivík. Verður svo í sumar og líklega næstu misseri
Höfði Lodge vinnur nú að gerð hjólastíga í Höfðanum. Stígagerð er unnin í samráði við sveitarfélagið og verða stígarnir opnir öllum þegar þeir verða tilbúnir. Áfram verður unnið að stígagerð í fjöllum hér í kring þegar lokið verður við verkið í Höfðanum og gilda mun hið sama, stígar verða opnir almenningi þó Höfði Lodge muni nýta þá fyrir sína starfsemi.
Þrjú kvenfélög eru starfandi í Eyjafjarðarsveit og hittust konur innan þeirra á óformlegum en mjög skemmtilegum fundi nýverið. Þar röðuðu konur sér upp eftir því hvað þær höfðu starfað lengi í kvenfélagi.
Stysti starfsaldur konu sem mætti var þrjú á en þær tvær sem lengst hafa starfað höfðu verið í kvenfélagi í 63 ár. Það voru þær Vilborg Guðrún Þórðardóttir og Guðrún Finnsdóttir, báðar í kvenfélaginu Öldunni. Auk Öldunnar starfa kvenfélögin Hjálpin og Iðunn í sveitarfélaginu
Skrifað hefur verið undir styrktar- og samstarfssamning milli Svalbarðsstrandarhrepps og Skógræktarfélags Eyfirðinga en hann mun stuðla að uppbyggingu á innviðum Vaðlaskógar og að bættri lýðsheilsu samfélagsins.Samningurinn er Skógræktarfélaginu dýrmætur og mikil tilhlökkun að starfa með „Ströndungum“ til framtíðar.
Spurningaþraut Vikublaðsins #12
Sl. laugardagskvöld kom skemmtiferðaskipið Sylvia Earle til Hjalteyrar en líklegt verður að telja að það sé í fyrsta sinn sem skip slíkrar tegundar hefur viðkomu á Hjalteyri.
Bíladagar hefjast á Akureyri á miðvikudag en þeim lýkur formlega á laugardag, 17. júní með bílasýningu og spólkeppni.
Meirihluti skipulagsráðs hefur lagt til breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina við Viðjulund 1 á Akureyri. Þar voru uppi hugmyndir um að byggja tvö 6 hæða hús.
Raja / Takmörk er málverkasýning sem opnuð verður í dag sunnudaginn 11.júní að Brúnir Gallerí, Eyjafjarðarsveit, milli kl.14-18. Sýningin stendur til 22.júlí og er opin daglega frá kl.14-18
Þriðjudaginn 13. júní koma tveir listamenn úr Pastel ritröð fram undir Reyniviðnum í Menningarhúsi í Sigurhæðum.
Segir Örlygur Hnefill Örlygsson um vetrarferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Boðað áætlunarflug easyJet til Akureyrar í haust sé himnasending fyrir þær áætlanir
Eins og fram kom í gær var Þórir Tryggvason sæmdur gullmerki Íþróttabandalags Akureyrar ,,fyrir hans óeigingjarna og ómetanlega starf í þágu íþrótta og í kringum íþróttaviðburði á svæðinu” eins og sagði í tilkynningu frá IBA. ,,Hann hefur tekið myndir af flestum okkar íþróttaviðburðum síðustu 25 árin.”
Kjölur stéttarfélag ásamt tíu öðrum aðildarfélögum BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Lauk þar með 14 klukkustunda samningatörn samninganefndar BSRB. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í 30 sveitarfélögum hefur verið aflýst.
Nýtt gagnaver atNorth var vígt að Hlíðarvöllum á Akureyri í gær, að viðstöddu lykilfólki sem kom að undirbúningi, framkvæmdum og fjármögnun verkefnisins. Bygging gagnaversins gekk vonum framar, en aðeins eru um 11 mánuðir frá því framkvæmdir hófust.
Fyrsti áfangi gagnaversins að Hlíðarvöllum er um 2.500 fermetrar í tveimur samtengdum byggingum og nemur kostnaður við framkvæmdina vel á þriðja milljarð króna. Fullbyggt verður gagnaverið í fimm byggingum, auk þess sem þrjár nýjar skrifstofu- og þjónustubyggingar verða á athafnasvæði atNorth
Það er óhætt að segja að starfsfólkið á Amtsbókasafninu á Akureyri sé fullkomlega ófeimið við að fara út fyrir hefðbundið starfssvið bókasafna og tekst þeim með því að auðga starfið mjög.
Markmið bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri er að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni. Öllum sem þangað leita er forgangsraðað samkvæmt ESI-kerfi (e. Emergency Severity Index). Markmiðið með forgangsflokkuninni er að meta ástand sjúklinga sem leita á bráðamóttöku fljótt og á kerfisbundinn hátt.
Formannafundur ÍBA var haldinn í Teríunni í Íþróttahöllinni á Akureyri 8.júní 2023 þar sem saman komu formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga ÍBA ásamt stjórn ÍBA, fulltrúum fræðslu- og lýðheilsuráðs og forstöðumanni íþróttamála á Akureyri. Við fengum til okkar nokkra góða gesti sem fræddu okkur um áhugaverð málefni og verkefni sem framundan eru og loks var Þórir Tryggvason ljósmyndari heiðraður fyrir hans óeigingjarna starf sem ljósmyndari í þágu íþrótta á svæðinu.
Á heimasíðu Norðurorku eru framkvæmdir sem nú standa yfir í Löngumýri útskýrðar með einföldum og skýrum hætti. Niðurstaðan eftir lesturinn er, jú rask en kemur okkur til góða.
Á aðalfundi björgunarsveitarinnar var Villa Páls veitt heiðursviðurkenning Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fyrir störf sín í þágu björgunarstarfa og slysavarna.
Grein eftir Maríu Sigurðardóttur
Árni Óðinsson, Páll Jóhannesson, Þóroddur Hjaltalín og Þröstur Guðjónsson voru í gær allir sæmdir heiðursfélaganafnbót í Íþróttafélaginu Þór á samkomu í tilefni af 108 ára afmæli félagsins.
Kjólar sem Áslaug Ásgeirsdóttir hefur saumað vöktu óskipta athygli á vorsýningu eldri borgara í Sölku, félagsmiðstöð í Víðilundi nýverið. Áslaug á talsvert af kjólum sem hún hefur saumað, líklega á milli 30 og 40 og gengur í þeim við hin ýmsu tækifæri. Hún gerir gjarnan nýjan kjól til að klæðast áður en hún fer á tónleika.
Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju.
Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir.
Stjórnandi er Roar Kvam.
Athygli hefur vakið að nokkuð er um að aspir laufgist ekki og hefur áhugafólk velt fyrir sér hverju veldur. Pétur Halldórsson skrifar á vef Skógræktarinnar um málið.
Góðan dag kæru lesendur.
Við viljum vekja athygli vegfarenda á breyttum hámarkshraða í Merkigili og á Krossanesbraut.
Silja Jóhannesar Ástudóttir hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Háskólans á Akureyri. Hún tekur við starfinu af Katrínu Árnadóttur, sem undanfarin sjö ár hefur verið forstöðumaður Markaðs- og kynningarmála, og er hér því um nýtt starfsheiti að ræða með örlítið breyttum áherslum.
Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins skaut föstum skotum á ríkisstjórnina í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði ríkisfjármálin vera algerlega stjórnlaus undir „forystuleysi óstöðugleikaríkiststjórnarinnar“ og sagði að í málefnum hælisleitenda ríkti „hið fullkomna stjórnleysi.“