Morgunblaðið segir frá því í dag að undirbúningur sé hafinn við lagningu nýs vegar og smíði nýrrar brúar yfir Skjalfandafljót en núverandi brú sem er tæpra 90 ára gömul ber ekki umferð þá sem um hana þyrfti að fara. Í dag mega einungis fólksbílar fara yfir brúna.
Samkvæmt frétt Mbl. er stefnan sú að hin nýju mannvirki verði tekin i notkun árið 2028
Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki fagnar þessum tíðindum í færslu á Facebook ,,Undirbúningur er hafinn að framkvæmdum og endurbótum á nýjum Norðausturveg um Skjálfandafljót í Köldukinn. Stefnt er að því að ný brú yfir Skjálfandafljót verði tekin í notkun árið 2028.