
VMA - Vélstjórnarnemar gera upp 50 ára mótor úr Bangsa
Eins og sagt var frá í janúar sl.tóku vélstjórnarnemar á sjöttu önn og Jóhann Björgvinsson, kennari þeirra, að sér það verðuga verkefni að gera upp mótorinn í Bangsa - hinum hálfrar aldar gamla og sögulega snjóbíl í eigu Sigurðar Baldurssonar á Akureyri, og freista þess að fá hann til þess að ganga á ný. Bangsi hefur staðið óhreyfður í mörg ár en Sigurður eigandi hans er kominn á fullt við að gera hann upp og endurnýja. Einn af mikilvægustu þáttum í uppgerð Bangsa er vitaskuld vélin og þar kom til kasta vélstjórnarnema og Jóhanns kennara í áfanganum Viðhald véla.