Vilji til skólahalds í Grímsey fyrir þrjá nemendur á vorönn

Fræðslu- og lýðheilsuráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024 að því gefnu að þrír nemendur hefji þar skólagöngu. Endurmeta á stöðuna í maí á næsta ári.

Lesa meira

Verðskrá Norðurorku hækkar frá 6,6% upp í 12% um áramót

Verðskrá Norðurorku hækkar um áramót á bilinu frá 6,6% og upp í 12%. Norðurorka rekur fráveitu, vatnsveitu, rafveitu og hitaveitu.

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu.  Starfsmenn Heilsu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu,  kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast  heilbrigði. 

Lesa meira

Alþjóðadagur sykursýki er í dag

14.nóvember ár hvert er alþjóðlegur dagur sykursýki. Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu þegar líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt.

Lesa meira

Bergið Headspace kemur norður

Akureyrarbær og Bergið Headspace hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við ungt fólk sem þarf stuðning og ráðgjöf, þróun á geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk, þjónustu sem byggir á snemmtækri íhlutun.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri gestgjafi erlendra sérfræðinga í sjávarútvegi

 Fulltrúar Auðlindadeildar tóku á dögunum á móti 15 gestum á vegum Sjávarútvegsskóla GRÓ Þekkingarmiðstöðvar Þróunarsamvinnu. [SJÁH1] Skólinn var áður undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og færðist þaðan árið 2020 yfir í Sjávarútvegsskólann GRÓ sem rekinn er af Utanríkisráðuneytinu sem hluti af þróunarsamstarfi Íslands.  

 
Lesa meira

Hjóluðu sem nemur fimm ferðum til Noregs

Lið Heilsuverndar Hjúkrunarheimila stóð sig vel  í hjólkeppninni Road World for Seniors sem fram fór nýverið en liðið endaði í sjöunda sæti.

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tóku þátt líkt og undanfarin ár en það er starfsfólk sjúkraþjálfunar sem heldur utan um þátttakendur og skipulag. Markmið keppninnar er að hvetja fólk til að auka hreyfingu og þá sérstaklega með því að hjóla. Hjúkrunarheimilin hafa verið mjög framarlega í keppninni í mörg ár og hefur verið mikill metnaður og keppnisskap hjá þátttakendum og skipuleggjendum.

Lesa meira

Jólabókin Höfuðdagur – spjall um bók

Ástæðan fyrir því að þessi bók var skrifuð.  ,,Hin síðari ár hefur mér sífellt verið hugsað til lífshlaups móður minnar sem sex
ára gömul hafði misst báða foreldra sína og hreppurinn setti niður hjá ókunnu fólki á Stokkseyri fyrir tæpum eitt hundrað árum,"  segir Ingólfur Sverrisson, höfundur bókarinnar.

 

Lesa meira

Fiskehátíðin í Grímsey s.l laugardag

Á laugardaginn var haldið upp á Fiskehátíðina í Grímsey, eins og siður er ár hvert.  Boðið var upp á girnilegt kvöldverðarhlaðborð í félagsheimilinu Múla og síðan slegið upp balli. Alls dvelja tæplega 30 manns út í eyju um þessar mundir og fögnuðu deginum saman. 

Lesa meira

Verkefni við nýjar kirkjutröppur lýkur í júní 2024

„Við stefnum að því að ljúka verkinu í júní árið 2024,“ segir Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda hjá Akureyrarbæ um framkvæmdir við nýjar kirkjutröppur við Akureyrarkirkju. Samkvæmt verksamningi átti að ljúka framkvæmdum um miðjan október síðastliðinn, en ljóst þykir nú að sú áætlun hafi verið of bjartsýn.

Lesa meira

Nýleg könnun í Danaveldi sýnir að nær helmingur kennaranema íhugar að hætta

Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari skrifar

 

Lesa meira

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri - Hugur okkar er hjá Grindvíkingum

Það hefur ekki farið framhjá  einum einasta manni að hamfarir ganga yfir í og við Grindavík sem m.a hafa leitt til þess að í þriðja sinn sem sögur fara af  hér á landi þurfti að rýma heilt bæjarfélag.  Óhætt er að fullyrða að hugur landsmanna sé til Grindvíkinga. 

Ásthildur Sturludóttir  bæjarstjóri sendir kveðjur til Grindvíkinga á heimasíðu  Akureyrarbæjar í morgun,  Þar segir Ásthildur  m.a. ,,Ég held að við getum öll sett okkur í spor fólksins í Grindavík sem að þurfti að yfirgefa heimili sín í flýti og óvissu og halda út í nóttina, vitandi ekki hvenær mögulegt verður að snúa til baka."

Lesa meira

Áhyggjur af stöðu bænda

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum og vegna íþyngjandi vaxtakostnaðar á skuldsettum búum.

Landbúnaður er stór atvinnugrein í sveitarfélaginu og mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæðursegir í bókun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar. Breytingar á reglugerðum og lagaumhverfi síðustu ára er lúta að aðbúnaði hefur knúið bændur til að fara í tugmilljóna fjárfestingar með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Í núverandi vaxtaumhverfi er enginn hvati til nýliðunar sem er grafalvarleg staða. Sauðfjárbændur hafa jafnframt í áratugi þurft að glíma við erfið rekstrarskilyrði sem hefur leitt til mikillar fækkunar í þeirri starfsgrein.

Lesa meira

Gróður mikilvægur í bæjarlandinu

Bæjarráð Akureyrar tekur undir áskorun frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga varðandi trjágróður í nýjum hverfum bæjarins. SE hafði skorað á bærinn að huga betur að gróðursetningu trjágróðurs í nýjum og nýlegum hverfum bæjarins, t.d. samsíða akbrautum og á grænum svæðum

Lesa meira

„Ótrúlega magnað að finna stuðning úr öllum áttum“

Fjölskylda í Björgunarveitinni Garðari á Húsavík - Rætt er við feðginin  Júlíus Stefánsson og Júlíu Sigrúnu.

 

Lesa meira

Mikilvægt að koma upp fjölskylduhúsi á Akureyri

,,Ég tel mjög mikilvægt að komið verði á laggirnar fjölskylduhúsi á Akureyri Með þess konar úrræði er hægt að grípa mun fyrr inn í einstök mál barna í viðkvæmri stöðu, fjölga úrræðum og bæta þá þjónustuna. Með þessu úrræði væri einnig í einhverjum tilvikum hægt aðkoma í veg fyrir að grípa þurfi til lengri vistunar eða meðferðar,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs á Akureyri.

Lesa meira

Þakinu lyft upp á Garðar

Framkvæmdir við kaupfélagshúsið á Húsavík ganga vel

Lesa meira

Landlax og Landbleikja frá Samherja fiskeldi í íslenskar verslanir

Hafin er sala á ferskum Landlaxi og ferskri Landbleikju frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eign nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda.

Neytendur vel upplýstir – Allar stöðvar með alþjóðlegar vottanir

Birgir Össurarson sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood, sem annast sölu afurða Samherja, segir þetta ánægjuleg tímamót.

„Við teljum skynsamlegt að merkja vöruna sem best og undirstrika þannig gæða íslenskan Landlax og íslenska Landbleikju. Síðast en ekki síst viljum við að neytendur séu vel upplýstir um uppruna vörunnar, framleiðsluhætti og fleiri mikilvæga þætti. Samherji fiskeldi hefur framleitt landeldisfisk í um tvo áratugi. Allar stöðvar fyrirtækisins eru með alþjóðlegar vottanir og einungis er notast við gæða fóður í eldinu og öllum þáttum er stýrt með það að leiðarljósi að tryggja bestu mögulegu eldisaðstæður fyrir fiskinn. Sala á laxi og bleikju á kröfuhörðum alþjóðlegum mörkuðum hefur gengið vel og ég er sannfærður um að neytendur fagna þessum áherslubreytingum,“ segir Birgir Össurarson sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood.

Sala hafin í verslunum

Ferskur Landlax og fersk Landbleikja frá Samherja fiskeldi fást nú þegar í nokkrum verslunum og fleiri bætast við á næstu dögum. Norðanfiskur ehf á Akranesi annast dreifingu þessara afurða.

Lesa meira

Ályktun vegna leikskólagjalda á Akureyri

Fyrr í dag var eftirfarandi ályktun frá Stéttarfélögunum í Alþýðuhúsinu á Akureyri send á Akureyrarbæ; bæjarstjóra og bæjarfulltrúa og fjölmiðla.

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit

Nýtt íslensk barnaleikrit, Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit verður frumflutt hjá Freyvangsleikhúsinu um aðra helgi, 17. nóvember næskomandi og verða sýningar allar helgar fram að jólum.

Verkið er eftir Jóhönnu s. Ingólfsdóttur og byggir á ástsælum persónum samnefndum eftir A.A. Milne sem Disney gerði ódauðlegar. Samanvið blandast svo sígildar íslenskar verur sem allir þekkja. Í verkinu segir frá Bangsímon og Gríslingi sem komnir eru til Íslands í leit á jólasveinum sem þeir höfðu frétt að væru hvorki fleiri né færri en 13 talsins. Sagan segir frá leit þeirra sem gengur upp og ofan, en ýmsar verur hitta þeirra á ferð sinni líkt og gera má ráð fyrir á íslensku fjalli. Þeir halda ótrauðir áfram þó ýmislegt gerist á leiðinni og halda í trúna á að þeim takist ætlunarverk sitt, hafa óbilandi trú á sjálfum sér og hvor öðrum.

Eiríkur Bóasson semur tónlist, sem er létt og skemmtilegt, textar eru ýmist frumsamdir eða með vísum Jóhannesar úr Kötlum. Jóhanna S. Ingófsdóttir leikstýrir og er það í annað sinn sem hún tekst á við leikstjórn hjá Freyvangsleikhúsinu, en hún leikstýrði Karíus og Baktus fyrir jólin í fyrra.

Verkið er rúmlega klukkutíma að lengd með hléi og því tilvalið fyrir yngstu kynslóðina.

Lesa meira

Aðgerða er þörf og það sem fyrst

Á fundinum var lögð áhersla á að vinna þurfi að bráðaaðgerðum  sem þurfi að koma til sem fyrst svo hægt sé að bregðast við stöðu þeirra sem verst eru staddir. Aðrar aðgerðir kæmu í framhaldinu.  

Lesa meira

Stafræn nýsköpunargátt fyrir frumkvöðla opnuð

Markmið gáttarinnar er að hún verði alhliða upplýsingaveita fyrir frumkvöðla á Íslandi, leiðarvísir og gagnleg upplýsingamiðlun um nýsköpun og stuðningsumhverfi hennar. 

Lesa meira

Skógarböðin Um 180 þúsund gestir alls staðar að úr heiminum

„Við erum mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu, þetta er mikið hrós til allra þeirra sem koma að Skógarböðunum. Við erum einstaklega heppin með það starfsfólk sem vinnur hjá okkur en það hafa allir lagst á eitt við að gera upplifun viðskiptavina eins góða og hún getur verið.,“ segir Kjartan Sigurðsson framkvæmdastjóri Skógarbaðanna en fyrirtækið hlaut viðurkenninguna Sproti ársins á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi.

Lesa meira

SAk Forval vegna hönnunar nýrrar legudeildar

Nýr Landspítali, NLSH hefur óskað eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæði legudeildar fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Verkefnið felur í sér hönnun á 9.200  m2 nýbyggingu sem staðsett verður sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk  og því húsnæði. Nýbyggingin mun fara yfir bílastæði sem eru sunnan sjúkrahúsbygginganna og því þarf að færa þau auk þess sem einnig þarf að fjölga bílastæðum.

Huga þarf að ytri aðkomu, heildarskipulagi og að nýting bygginga falli að mögulegri framtíðarstækkun.

Markmið með útboðsferli er að velja hæfan umsækjenda sem tekur að sér skipulag á heildarsvæði SAk.

Lesa meira

Ferðavefurinn Lonely Planet mælir með Hrísey

Um síðastliðna helgi birti ferðavef­ur Lonley Pla­net grein um þrjá staði sem mælt er með að heim­sækja á Íslandi fyr­ir ferðalanga sem vilja ferðast eins og heima­menn. Greinina skrifuðu þrír ferðasérfræðingar sem hver um sig völdu einn stað sem þeir mæltu með, Hrísey, Ásbyrgi og Neskaupsstað. Carolyn Bain, ferðabóka­höf­und­ur, valdi Hrís­ey sem er í Eyjafirðinum.

Lesa meira

Ferjusamgöngur ekki í góðu horfi. Grímseyjarferja biluð og samningur um Hríseyjarferju rennur út um áramót.

Grímseyjarferjan Sæfari er biluð og fer í slipp á næstu dögum. Tímabundinn samningur um rekstur Hríseyjarferjunnar rennur út um áramót. Bæjarráð Akureyrar fjallaði um ferjusamgöngur við Grímsey og Hrísey og lýsti yfir áhyggjum af samgöngumálum eyjanna.

Lesa meira

Launamunur kynjanna 0,6% konum í vil í Norðurþingi

Jafnlaunastefna Norðurþings var samþykkt þann 28. september 2023 í Sveitarstjórn Norðurþings en meginmarkið hennar er að allar launákvarðanir skulu vera gegnsæjar, málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar.

Lesa meira