
Öryggi á ferðamannastöðum verði bætt
Landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem haldið var á Akureyri skorar á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta til muna öryggi á ferðamannastöðum.
Landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem haldið var á Akureyri skorar á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta til muna öryggi á ferðamannastöðum.
Útgerðarfélag Akureyringa keypti togarann Harðbak EA 3 frá Aberdeen í Skotlandi árið 1950. Á þessum tíma átti félagið fyrir tvo togara, Kaldbak EA 1 og Svalbak EA 2.
Nú er svo komið að Blóðbankanum vantar sárlega blóðgjafa og er rík ástæða til þess að taka undir með þeim bankastarfsmönnum þar og hvetja nú alla sem tök hafa á að drífa sig með innlegg sem fólk gengur með á sér.
Innleggjendum er vel tekið í Blóðbankanum og þennan banka viljum við ekki hafa innistæðulausan því enginn veit hvenær hann eða einhver nákominn kann að hafa þörf fyrir innlegg þaðan.
Á hádegi i dag var skrifað undir samning um smiði líkans af ,,Stellunum“ en svo voru Svalbakur og Sléttbakur skuttogarar ÚA sem félagið festi kaup á frá Færeyjum æði oft nefndir. Í haust eru 50 ár liðin frá því að togararnir komu til nýrrar heimahafnar á Akureyri og í tilefni þessara tímamóta var sett á laggirnar söfnun til að fjármagna smíði á líkani af skipunum.
Sigfús Ólafur Helgason forsvarsmaður söfnunarinnar og fyrrum sjómaður á skipum ÚA skrifaði undir samning um smíði líkansins við Elvar Þór Antonsson frá Dalvík.
„Okkar tilfinning er sú að ástandið sé ekki verra en það var,“ segir Maron Berg Pétursson varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri um svonefnda óleyfisbúsetu á starfssvæði liðsins. Ástandið var kannað á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og í skýrslu sem kom út árið 2021 kom fram að um 80 manns á Norðurlandi eystra búi í ósamþykktu húsnæði.
Sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 15 verður heimildarmynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri, frá 1975, sýnd í Listasafninu á Akureyri.
Það er góður siður að fagna tímamótum, kannski sérstaklega afmælum og það er einmitt kveikjan að tónleikum Hymnodíu sem fram fara í Listasafninu á Akureyri annað kvöld (miðvikudagskvöld) kl 20.
Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring. Boðið verður upp á vikulegar ferðir í febrúar og mars á næsta ári og því ljóst að um töluverða innspýtingu er að ræða fyrir norðlenska vetrarferðaþjónustu yfir vetrartímann, sem er í takti við þær áherslur sem Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að á undanförnum árum.
Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju. Kristín Aðalsteinsdóttir ræðir við listakonuna Rósu Kristínu Júlíusdóttur, Jón Ingi Cæsarsson rifjar upp Oddeyri æsku sinnar og hinn kunni hestamaður og söngvari, Þór Sigurðsson, fer með okkur um fjallgarðinn mikla sem skilur að Eyjafjörð og Fnjóskadal.
Nemendur í 6. – 10. bekk Hríseyjarskóla hafa undanfarin 3 ár tekið þátt í Erasmus+ verkefninu Islands Schools ásamt Háskólanum á Akureyri og öðrum menntastofnunum í Hollandi, Grikklandi, Skotlandi og á Spáni. Tilgangur verkefnisins er að tengja litla eyjaskóla um alla Evrópu saman og finna í sameiningu leiðir til nýsköpunar og leitað lausna á vandamálum eyjasamfélaga og skapa um leið spennandi námstækifæri. Hríseyjarskóli hefur unnið náið með grunnskólanum De Jutter sem er á hollensku eyjunni Vlieland, á síðasta skólaári voru unnin verkefni um plastefni í hafi og komu hollensku nemendurnir ásamt kennurum sínum í heimsókn til Hríseyjar í maí 2022. Núna í mars hófst 8 vikna samvinna milli skólanna og var sjálfbær ferðaþjónusta tekin fyrir og hafa nemendur fræðst um sjálfbærni og unnið fjölbreytt verkefni með hollenska skólanum. Hápunktur verkefnisins var svo þegar Hríseyjarskóli heimsótti hollenska skólann 8.-10. maí sem var jafnframt lokaáfangi verkefnisins hvað nemendur varðar. Í framhaldinu munu háskólarnir fimm funda og taka saman helstu niðurstöður og útbúa heimasíðu þar sem aðrir fámennir eyjaskólar allstaðar í heiminum geta parað sig saman og unnið verkefnin sem við tilraunaskólarnir 5 erum búin að prófa.
Eins og sagt var frá í janúar sl.tóku vélstjórnarnemar á sjöttu önn og Jóhann Björgvinsson, kennari þeirra, að sér það verðuga verkefni að gera upp mótorinn í Bangsa - hinum hálfrar aldar gamla og sögulega snjóbíl í eigu Sigurðar Baldurssonar á Akureyri, og freista þess að fá hann til þess að ganga á ný. Bangsi hefur staðið óhreyfður í mörg ár en Sigurður eigandi hans er kominn á fullt við að gera hann upp og endurnýja. Einn af mikilvægustu þáttum í uppgerð Bangsa er vitaskuld vélin og þar kom til kasta vélstjórnarnema og Jóhanns kennara í áfanganum Viðhald véla.
Nemendur útskrifast af heilsunuddbraut Framhaldsskólans á Húsavík
„Það er góð tilfinning að hafa lokið þessu verki,“ segir Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, en hefur undanfarin tvö ár verið önnum kafin við að smíða risakúnna Eddu, sem verður nýtt kennileiti í sveitinni sem er eitt helsta framleiðsluhérað mjólkur hér á landi. Kýrin er 3 metrar á hæð, 5 á lengd og 140 á breiddina.
Beate segir að verkið hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð og hún sé hrærð yfir því hve fólk hafi tekið verkinu vel og hrósað smíðinni. „Kýr eru fallegar skepnur, hver og ein hefur sinn karakter og þær eiga líka langa sögu með mannfólkinu, nánast frá upphafi vega og eiga líka sínar sterku rætur í norrænni goðafræði. Það er því svolítið leiðinlegt hvað margir eru farnir að níða kúnna niður. Mitt mat er að kýrin sé stórbrotin skepna og ég vildi umfram allt skapa fallega kú.“
„Það er forkastanlegt en því miður alltof algengt að handverks- og listgreinar lendi utangarðs í skólakerfinu,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar, félags byggingarmanna.
Tilefnið er sú hugmynd að nýta smíðastofa í Oddeyrarskóla undir leikskóladeild til að mæta brýnni þörf fyrir leikskólapláss á Akureyri. Gert er ráð fyrir að ný leikskóladeild verði opnuð í endurbættri smíðastofu Oddeyrarskóla síðsumars.
Veðurstofa íslands hefur gefið út viðvörun vegna veðurs sunnudag og mánudag og má segja hreint út að framundan sé hreint skítaveður sem gengur ekki niður fyrr en sinni hluta mánudagsins.
Sjálfsbjargarviðleitni var í hávegum höfð hjá okkur strákunum á Eyrinni um miðja síðustu öld. Við biðum ekki eftir því að bálkestir yrðu hlaðnir fyrir gamlárskvöld heldur hlóðum þá sjálfir, við biðum ekki eftir að fá vopn og verjur að gjöf heldur smíðuðum þau sjálfir og við biðum heldur ekki eftir að bærinn opnaði fótboltavelli handa okkur en gerðum þá sjálfir.
Velferðarráð hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem er komin upp varðandi mönnunarvanda stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar og sér fram á skerðingu á þjónustu í sumar vegna þess.
Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður velferðarráðs segir að ekki hafi gengið vel að ráða fólk í sumarafleysingu á velferðarsviðið og enn vanti þar nokkur stöðugildi til að unnt verði að halda uppi fullnægjandi þjónustu í sumar.
-Segir Huld Hafliðadóttir, forstöðukona STEM Húsavík sem fagnar ársafmæli verkefnisins með áfangasigri
KA konur urðu Íslandsmeistarar i blaki í kvöld þegar þær löguð lið Aftureldingar í þremur hrinum gegn tveimur í algjörum spennutrylli sem fram fór í KA heimilinu. Úrslit í einstökum hrinum vour sem hér segir. : 17 25, 21 21, 25 17, 20 25 og 15 12.
KA konur eru því annað árið í röð handhafar allra titla sem hægt er að vinna í kvennablaki sem verður að teljast mjög vel að verki staðið.
Það hafa verði fallegir dagarnir í Hrísey.
Veður hefur verið að mestu gott og margir sjást í görðum sínum í vor og snemm-sumarverkum. Fuglar eru farnir að verpa í görðum og um alla ey og því ágætt að minna fólk á að fara varlega ef gengið er utan vega. Einnig biðjum við fólk að passa ferfættu vini sína, hafa í taumi og vernda þannig fuglalífið í Hrísey.
Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkrahúsinu á Akureyri í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Norðurlands að koma á fót þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð um ME sjúkdóminn. Alþjóðlegi ME dagurinn er í dag sem miðar að því að efla vitund um sjúkdóminn sem veldur langvarandi vöðvaverkjum og bólgum í heila eða mænu.
Vitað er að ýmsar sýkingar geta valdið ME sjúkdómnum. Hluti sjúklinga sem veiktust af Akureyrarveikinni þegar hún geisaði fyrir 75 árum þróaði með sér ME. Í fyrstu var talið að um mænuveikifaraldur væri að ræða en nú er flest talið benda til þess að um sýkingu hafi verið að ræða þótt sýkillinn hafi aldrei fundist. Fjölmörgum faröldrum eins og Akureyrarveikinni hefur verið lýst í heiminum þar sem sýkill hefur ekki fundist og hluti þeirra sem veikist þróar með sér langvarandi sjúkdómseinkenni líkt og ME.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps stafesti ársreikning fyrir áriö 2022 á fundi sínum í gær. Rekstur sveitarfélagsins hefur verið frekar þröngur síðustu misserin og 17 milljóna tap varð á rekstri samstæðu sveitarfélagsins, A + B hluta, á árinu 2022. Það er raunar nokkur bati frá fyrra ári og jókst veltufé frá rekstri verulega. Heildartekjur voru kr. 716 millj. og höfðu hækkað um 10% frá fyrra ári. Gjöld fyrir afskriftir og fjámagnsliði voru kr. 689 millj og höfðu hækkað um tæp 6%. Þrátt fyrir tapið hækkaði eigið fé sveitarfélagsins og var í árslok kr. 431 millj.
Meirihluti bæjarráðs Akureyrar hefur samþykkt samning um uppbyggingu á félagssvæði KA. Fræðslu- og lýðheilsuráð hafði áður samþykkt samninginn fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísað honum til bæjarráðs
Starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja átta sveitarfélaga á Vestur, Norður- og Austurlandi samþykkti að leggja niður störf um Hvítasunnuhelgina í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi, sjá nánar á somulaun.is
Alls komu 112 nýir einstaklingar í viðtöl hjá Aflinu, miðstöð fyrir þá sem orðið hafa fyrir kynferðis- eða heimilisofbeldi. Ekki hafa fleiri nýir komið inn á einu ári frá því árið 2018. Alls nutu 163 skjólstæðingar þjónustu Aflsins á liðnu ári. „Einstaklingar sem sækja þjónustu Aflsins eru ekki varnarlaus fórnarlömb ofbeldis heldur einstaklingar sem hafa lifað af ofbeldi,“ segir Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir verkefnastýra Aflsins.
Starfsemi Aflsins fer að stærstum hluta fram í húsakynnum þess við Aðalstræti 14 ár Akureyri, en að auki er boðið upp á þjónustu við skjólstæðinga annars staðar. Skrifað hefur verið undir samning við skóla- og félagsþjónustu Austur – Húnavatnssýslu og í kjölfarið býður Aflið upp á reglulega ráðgjöf á Blönduósi. Starfsemin hófst nú í vikunni. Erla Lind Friðriksdóttir ráðgjafi á skrifstofu Aflsins á Akureyri sinnir Blönduósi og segir mikilvægt að bjóða upp á viðtöl í heimabyggð eða sem næst henni til að auðvelda fólki að nálgast hana. Þjónusta hefur verið í boði á Húsavík í rúmt ár. Áður sinntu ráðgjafar frá Akureyri skjólstæðingum fyrir austan, en nú hefur heimamaður tekið við því kefli og býður Aflið upp á ráðgjöf á Egilsstöðum og þarf því ekki að aka langar leiðir. Erla Lind segir að til að byrja með verði boðið upp á viðtöl á Blönduósi einu sinni í mánuði en reynist þörfin meiri verði aukið við.