
Skógræktarfélag Eyfirðinga Ný flettisög gjörbyltir möguleikum til viðarvinnslu
„Það vorar snemma og við hlökkum til sumarsins, hjá okkur er fjölmörg verkefni á döfinni sem gaman verður að fást við,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Á liðnum vetri var gangsett ný og afkastamikil flettisög með öllum þeim besta búnaði sem völ er á. „Þetta tæki mun gjörbylta möguleikum okkar til viðarvinnslu, en við höfum nýtt vetrartímann til að ná tökum á henni, verið að læra inn á hana og sagað mikið magn timburs sem m.a. verður nýtt á leiksvæðum, í brúnargerð, á hjólastígum og eins á útivistarstíginn í Vaðlaskógi.“