Skógræktarfélag Eyfirðinga Ný flettisög gjörbyltir möguleikum til viðarvinnslu

„Það vorar snemma og við hlökkum til sumarsins, hjá okkur er fjölmörg verkefni á döfinni sem gaman verður að fást við,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.

 Á liðnum vetri var gangsett ný og afkastamikil flettisög með öllum þeim besta búnaði sem völ er á. „Þetta tæki mun gjörbylta möguleikum okkar til viðarvinnslu, en við höfum nýtt vetrartímann til að ná tökum á henni, verið að læra inn á hana og sagað mikið magn timburs sem m.a. verður nýtt á leiksvæðum, í brúnargerð, á hjólastígum og eins á útivistarstíginn í Vaðlaskógi.“

 

Lesa meira

Hvar átti að grafa beinin?

Spurt er um bein Jónasar Hallgrímssonar og margt fleira í spurningaþraut Vikublaðsins #5

Lesa meira

Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Akureyrarbæ

Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Akureyrarbæ voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Meirihlutinn lagði fram breytingartillögu við  reglur um fjárhagsaðstoð á fundinum en þær miða að því að aðstoða þá sem höllustum fæti standa.

Lesa meira

Af bogum og flugdrekum Eyrarpúka

Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka

Í mínu ungdæmi á Eyrinni fór oft drjúgur tími í að smíða eigin leikföng, vopn og verjur. Á þeim tíma var ekki mikið úrval slíkra hluta í búðum og enn síður peningar til að fjárfesta í þeim þá sjaldan þeir voru á boðstólum. 

Lesa meira

Endurvinnslan 100 þúsund dósum skilað inn á einum degi

„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu daga, stöðugur straumur og sem dæmi tókum við á tókum við á móti 100 þúsund einingum á föstudag. Það er næstmesta magn sem við höfum fengið á einum degi,“ segir Indriði Helgason verkstjóri hjá Endurvinnslunni á Akureyri. Endurvinnslan sér um móttökum allra einnota drykkjarvöruumbúða hér á landi, greiðir út skilagjald, undirbýr til útflutnings og selur til endurvinnslu. Ísland var fyrsta land í heiminum til að koma á skilagjaldskerfi á landsvísu fyrir allar einnota drykkjarvöru umbúðir. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi árið 1989 hefur náðst góður árangur í söfnuninni, skilin nálagast það að vera um 90% á ársgrundvelli.

Lesa meira

Aðgegni fyrir alla í hjarta bæjarins

Framkvæmdir komnar vel af stað við sameiginlega lóð kirkju og Bjarnahúss

Lesa meira

Framsókn stendur með bændum

Nú er sumarið komið og senn líður að þinglokum, tíminn líður hratt og kjörtímabilið er áður en við vitum af hálfnað. Ég hef fengið þann heiður að fá að vera þingmaður Framsóknar síðustu tvö ár eftir að hafa verið varaþingmaður árin á undan. Í grunninn er ég þó bóndi og baráttan fyrir bættum kjörum bænda var það sem dreif mig áfram til þess að bjóða mig fram til þings

Lesa meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík tilnefnd sem VIRKt fyrirtæki 2023

Gott samstarf hefur verið á milli HSN á Húsavík og atvinnutengingar VIRK undanfarin ár og fær stofnunin hrós fyrir gott viðmót og viðhorf gagnvart þjónustuþegum

Lesa meira

Íbúar í Hörgársveit nú komnir yfir 800

Íbúar í Hörgársveit eru nú samkvæmt samantekt Þjóðskrár orðnir 801 og hefur fjölgað um 97 frá 1. desember 2021 og um 32 frá 1. desember 2022. 

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Það er ekki alvöru föstudagur ef ekki koma fréttir frá Hrísey, gjörið þið svo vel hér. Sumardagurinn fyrsti var í gær og hér í Hrísey var bæði sólskin og hiti. Margt fólk heimsótti eyjuna, bæði í dagsferðum og til dvalar yfir langa helgi. Það því líf og fjör á hátíðarsvæðinu og dásamlegt að heyra hlátrasköllin í bland við fuglasönginn. Fuglarnir eru að snúa heim eftir vetrardvöl á hlýrri slóðum og flögra nú um eyjuna í leit að maka með tilheyrandi söngvaflóði. 

Lesa meira

Þúsundir á Andrésar andar leikum í Hlíðarfjalli

Andrésar andar leikarnir standa nú sem hæst í Hlíðarfjalli og er talið að allt að 3.000 gestir séu í bænum af því tilefni.

Lesa meira

Rándýr spurningaþraut

Spurningaþraut Vikublaðsins #4

Lesa meira

Sesselía Ólafs er bæjarlistamaður Akureyrar 2023

Lesa meira

Ekki í boði að færa rusl frá einum stað og yfir á annan

,,Ruslahaugur verður aldrei neitt annað en ruslahaugur, hvort sem hann er staðsettur í Hörgársveit eða á Akureyri,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Heilbrigðisnefnd hefur bent á að talsvert af lausamunum hafi verið safnað saman á lóð á Moldhaugnahálsi í Hörgársveit. Sama fyrirtæki, Skútabergi hefur verið gert að bæta úr umgengni á lóð við Sjafnarnes á Akureyri.

Vinna stendur yfir við gerð aðal- og deiliskipulags á Moldhaugnahálsi í Hörgársveit. Tillögur sem liggja fyrir gera ráð fyrir margháttaðri starfsemi á hálsinum. Meðal annars verður þar geymslusvæði, ferðaþjónusta, starfsmannabúðir og steypustö

Lesa meira

„Hughrif mín geta breyst hratt og þá fylgi ég eðlishvötinni“

Sýningaropnun Päivi Vaarula í Deiglunni

Lesa meira

Hér er spurt út í fyrsta kaupfélag landsins

Spurningaþraut #3

Lesa meira

Að eiga í faðmlagi við möru

Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum?

Lesa meira

Maðurinn og náttúran

Ég hef alið manninn og stofnað til fjölskyldu síðastliðin ár á Seyðisfirði, en þangað fluttum við eftir að hafa verið þar eitt stórskemmtilegt sumar. Það er eitthvað töfrandi við Seyðisfjörð sem laðar að - oft eins og þar sé að verki einhver x-factor, sem er blanda skynjunar og svo auðvitað þeirrar uppbyggingar og krafts sem ríkir þar í samfélaginu. Hvað skynjunina varðar þá hefur bæjarfjallið Bjólfurinn ef til vill sitt að segja. Mig langar að vitna til dulsýnar Ingibjargar á Ísafirði úr bókinni Íslensk fjöll séð með augum andans. Þar segir meðal annars um Bjólfinn: 

Lesa meira

Nornakústur?

Eldur er alvörumál og nei.... það eru engar nornir í Kjarnaskógi !   Verkfærið atarna er ekki nornakústur heldur eldvarnarklappa en þessa dagana er verið að koma þeim fyrir við allar helstu leiðir skógarins

Lesa meira

Veðurlagsins blíða eykur yndishag

Steingrímur Thorsteinsson var ekki í vandræðum með að koma orðum að hlutunum  og hann á þessa hendingu  i fyrirsögn  hér að ofnan sem reyndar má mæta vel yfirfæra á  okkur hér á Norðurlandi i dag.   Síðasti dagur vetrar og sólin leikur svo sannarlega við okkur. Lögmannshlíðin er algjör sælureitur og skelltu íbúar og starfsfólk sér út í sólina, byrjuðu að huga að beðum og tóku leikfimina úti í góða veðrinu

Í morgun komu þeir bræður Luddi og Dúlli heim eftir vetrardvöl í Hörgársveitinni, þeir voru ekki lengi að koma sér fyrir í garðinum og var vel tekið á móti þeim af öllum, mönnum sem dýrum.

Lesa meira

Fyllt á í Grímsey

Rúmur mánuður er síðan að Grímseyjarferjan Sæfari fór í slipp til Akureyrar. Síðan þá hefur fisk- og vöruflutningum verið bjargað með fiskiskipinu Þorleifi og farþegaflutningar eingöngu farið fram með flugi Norlandair milli Akureyrar og Grímseyjar, sem er með áætlun 4 daga vikunnar.

Lesa meira

Bæjarstjórn Akureyrar Rætt um reglur varðandi lokun gatna

Á fundi bæjarstjórnar í gær lagði Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingu sem var málshefjandi fram tillögu um lokun ,, þess hluta Hafnarstrætis sem kallast göngugatan verði alfarið lokuð vélknúnum ökutækjum yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Á þeim tíma verði þó tryggt aðgengi fyrir P-merkt ökutæki fyrir hreyfihamlaða, ökutæki slökkviliðs og sjúkrabíla sem og aðgengi rekstraraðila vegna aðfanga.“

 

Lesa meira

Sex styrkir til verkefna á Norðurlandi eystra

28 verkefni hljóta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal í síðustu viku

Lesa meira

Hringfari og sumarkoma í Sigurhæðum á Akureyri

 Í tilefni af sumardeginum fyrsta verður opið í Menningarhúsi í Sigurhæðum 20. apríl frá kl. 13 - 18.

Lesa meira

Kjalvegur verði endurnýjaður og opinn stóran hluta ársins

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd. Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með heilsársvegi yfir Kjöl er mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir á milli Suður- og Norðurlands og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða

Lesa meira

Fiðringur, hæfileikakeppni grunnskólanema -Undankeppni framundan

Fyrra undan úrslitakvöldið fer  fram í Tjarnarborg í Ólafsfirði í kvöld, þriðjudagskvöld og hið síðara í Laugarborg annað kvöld. Átta skólar komast áfram á úrslitakvöldið, næstkomandi þriðjudag 25. apríl. 

Lesa meira

Hættuástand við Dettifoss

Svæðið við Dettifoss vestan ár er lokað vegna asahláku og mikilla vatnavaxta.

Lesa meira