Engin áramótabrenna við Réttarhvamm

Áramótabrenna sem haldin hefur verið við Réttarhvamm árum saman heyrir sögunni til. Ný reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum sem hefur tekið  gildi gerir það að verkum.

Lesa meira

Húsavíkurstofa skorar á Norðurþing að selja tjaldsvæði

Byggðarráð Norðurþings tók í vikunni fyrir erindi frá Húsavíkurstofu vegna tjaldsvæðis á Húsavík, þar sem félagið leggur til að tjaldvæðið verðu sett í söluferli fremur en að leigja út rekstur þess.

Lesa meira

Skúli ráðinn til Eims

Skúli Gunnar Árnason hefur verið ráðinn til starfa hjá Eimi og mun þar leiða Evrópuverkefni um orkuskipti í dreifðum byggðum

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar ,,Nú skal hafist handa"

Það var glatt á hjalla á Jaðri síðdegis í gær þegar um 100 félagsmenn mættu og voru viðstaddir þegar Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi GA, tók fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu sem mun rísa vestan við klúbbhúsið og hýsa  inniaðstöðu GA.

Lesa meira

Flug til og frá Húsavík - Niðurstaða í málinu fyrir lok vikunnar

Á heimasíðu Framsýnar er að finna eftirfrandi frétt  um stöðu mála  í viðræðum um framtíð flugs til og frá Húsavík.
,,Vinsamlegur fundur með fjármálaráðherra
Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar stéttarfélags gerði sér ferð til Reykjavíkur í gær til að funda með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um stöðu áætlunarflugs milli Húsavíkur og Reykjavíkur.
Lesa meira

Náttúruboð á Hælinu í vetur

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, býður til viðburðarraðar á Hælinu á Kristnesi í haust og vetur. Annan hvern miðvikudag kl. 20.00 bjóðum við áhugafólki um málstað náttúrunnar að koma saman. Njótum fræðslu, fyrirlestra, erinda, listar, umræðna eða annars sem tengist samspili manns og náttúru á einhvern hátt.

Lesa meira

Stór dagur hjá Golfklúbb Akureyrar i dag

Það er stór dagur hjá golfurum bæjarins i dag þegar  fyrsta skóflustungan af  viðbyggingu við Jaðar verður tekin.  Á heimasíðu GA segir  þetta:

 

Lesa meira

SSNE styður við barnamenningu með þriggja ára samningum

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar gerðu í dag samning við Menningarfélag Akureyrar um tvö verkefni, Upptakt og Fiðring. Um er að ræða áhersluverkefni Sóknaráætlunar sem stjórn SSNE hefur valið að styrkja til þriggja ára. Bæði þessi verkefni styðja vel við barnamenningu sem er ein af áherslum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra, auk þess að vera áhersla menningar- og viðskiptaráðherra sem stutt hefur dyggilega við sóknaráætlanir landshlutanna um árabil.

Lesa meira

Verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu á SAk

Á Vísindadegi SAk sem fram fór í síðustu viku voru að vanda veitt verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu á SAk.    

Framúrskarandi kennari í hjúkrunargreinum: 

Lesa meira

Síldarvinnslan hf. kaupir helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf.

Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári.

Verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum er metið 42,9 milljónir evra sem jafngildir 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunnar nemur 32,2 milljónum evra.

Lesa meira

Fyrsta skóflustunga að Móahverfi tekin í morgun

Á Akureyri var í morgun tekin fyrsta skóflustungan að nýju hverfi sem nefnist Móahverfi og er nyrst og vestast í bænum. Gert er ráð fyrir að í hverfinu verði um 1.100 íbúðir og sem hýsa munu 2.300-2.400 manns. Strax í dag hefjast framkvæmdir við gatnagerð og lagnavinnu

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands Fjármunir nýttir í uppbyggingu innviða

Skemmtiferðaskip sem hafa viðkomu hér á landi skilja eftir sig um 30 milljarða króna.  Áætlað er að tekjur Hafnasamlags Norðurlands af komum skemmtiferðaskipa nú í sumar fari yfir 800 milljónir króna en það er yfir 300 milljón króna aukning milli ára. Þessir fjármunir nýtast vel til að byggja upp sterkari innviði, svo sem varðandi rafvæðingu og Torfunefssvæðið. En það er ekki aðeins HN sem nýtur góðs af komum skipanna, reikna má með að þau skilji eftir sig um það bil 810 milljarða inn í hagkerfi svæðisins. Fjöldi fólks, einhver hundruð hafa atvinnu af því að þjónusta skipin þannig að segja má að um sé að ræða hálfgerða stóriðju fyrir svæðið hér um kring.

Lesa meira

Rekstarniðurstaða Akureyrarbæjar betri en búist var við

„Róðurinn hefur verið þungur síðustu árin en með samhentu átaki er okkur að takast að snúa dæminu við og ég sé ekki betur en að nú horfi allt til betri vegar. Með ráðdeild og styrkri fjármálastjórn skilum við betri niðurstöðu en á horfðist og það er auðvitað af hinu góða," segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri á vefsíðu sveitarfélagsins.

Lesa meira

Bókasafn VMA fær pólskar bækur að gjöf

Pólsku sendiherrahjónin á Íslandi, Gerard Pokruszyński og Margherita Bacigalupo Pokruszainska, komu færandi hendi á bókasafn VMA á dögunum og færðu skólanum að gjöf nokkrar pólskar bækur sem hugsaðar eru til lesturs fyrir pólska nemendur í VMA.

Lesa meira

Þyrlureykur og kynjaveislur

Spurningaþraut Vikublaðsins #25

Lesa meira

Velheppnaður þjóðbúningadagur í Safnasafninu

„Fjöldi fólks mætti og mikil gleði meðal þess,“ segir Níels Hafstein sem rekur Safnasafnið á Svalbarðseyri ásamt eiginkonu sinni Magnhildi Sigurðardóttur og fimm öðrum í stjórn. Í ár var boðið upp á þjóðbúningadag á síðasta degi sumarsýninganna og var hann einkar vel heppnaður.

Lesa meira

SAk Bráðalæknar á vakt í gegnum tölvu

Erfiðlega hefur gengið að fá bráðalækna til starfa á Sjúkrahúsið á Akureyri þrátt fyrir auglýsingar og alls kyns mannaveiðar. Nú eru rúmlega þrjú stöðugildi sérfræðinga við bráðamóttöku setin og til að hafa mannskap í klíníska vinnu 12 klukkustundir á sólarhring fimm daga vikunnar var ákveðið að gera tilraun með fjarvaktir.

Lesa meira

Stúdentar við HA sigurvegarar á hugmyndavinnudegi

Fyrstu stúdentarnir í iðnaðar- og orkutæknifræði við Háskólann á Akureyri, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hófu nám í ágúst. Í HA hlýða stúdentar á fyrirlestra í beinu streymi á sama tíma og kennsla fer fram í HR. Þá sér aðstoðarkennari um dæmatíma og aðstoðar stúdenta á staðnum í kennslustofu í HA.

Lesa meira

Fræðslustund um álegg á Amtinu

Kristín Aðalsteinsdóttir fjallaði um álegg á fræðslustund sem efnt var til á Amtsbókasafninu. Hún er iðin við brauðbakstur og býður gestum sínum ævinlega upp á þrjú ólík en ljúffeng heimagerð álegg með brauði sínu. Það er að hennar sögn sívinsælt.

Lesa meira

Stefna að lendingu Húsavíkurflugsins fyrir mánaðamót

Sveitarstjórar Norðurþings og Þingeyjarsveitar áttu í dag fund með innviðaráðherra og lykilstarfsfólki innviðaráðuneytisins vegna Húsavíkurflugs

Lesa meira

Villi Páls kemur til heimahafnar

Nýtt björgunarskip Björgunarsveitarinnar Garðars kom til heimahafnar á Húsavík rétt í þessu.

Lesa meira

Hafdís keppir á Evrópumótinu í Hjólreiðum um helgina

Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona úr HFA keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í hjólreiðum um helgina. Allar bestu hjóreiðakonur Evrópu leiða saman hesta sína og má þar meðal annars finna heimsmeistarann 2023, Lotte Kopecky frá Belgíu og Demi Vollering frá Hollandi sem sigraði Tour de France Femme fyrr í sumar

Lesa meira

Verður áætlunarfluginu til Húsavíkur bjargað

Framsýn stéttarfélag hefur lagt mikið upp úr því að viðhalda fluginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur áfram eftir 1. október en Flugfélagið Ernir hefur boðað að hætta fluginu frá þeim tíma á rekstrarforsendum. Öll önnur áætlunarflug á Íslandi eru eða hafa notið ríkisábyrgðar eða njóta ríkisstyrka í dag

Lesa meira

Sara Fusco hlaut grænu kennsluverðlaunin

Þriðja árið í röð veitir Umhverfisráð Háskólans á Akureyri Grænu kennsluverðlaunin. Verðlaunin eru veitt kennurum sem hafa tvinnað umhverfisvernd inn í námskeiðin sín. Yvonne Höller, formaður Umhverfisráðs afhenti verðlaunin í ár fyrir hönd ráðsins.

Lesa meira

Vinna við nýja kirkju í Grímsey heldur áfram

Tvö ár eru liðin frá því að kirkjan í Grímsey brann. Það var mikið áfall en eyjaskeggjar létu þó engan bilbug á sér finna. Strax var hafist handa við að safna styrkjum til að hanna og reisa nýja kirkju.

Lesa meira

Viðauki upp á 150 milljónir til að mæta ófyrirséðum útgjöldum

Stór og kostnaðarsöm viðhaldsverkefni hafa komið upp hjá Akureyrarbæ á árinu. Verkefnin hafa verið í gangi í sumar og af þeim hlotist mikill kostnaður. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskaði eftir viðauka upp á 150 milljónir króna fyrir liðinn viðhald fasteigna og hefur bæjarráð samþykkt þá upphæð með fjórum greiddum atkvæðum.

Áætlaðar voru tæplega 705 milljónir króna í viðhald á þessu ár og skiptist upphæðin í þrjá flokka, fastan kostnaður sem var 200 milljónir, ófyrirséð viðhald, 100 milljónir króna og fyrirséð viðhald upp á tæplega 405 milljónir króna. Talsverður fjöldi verkefna í flokknum ófyrirséð viðhald hafa óvænt komið upp og því ekki gert ráð fyrir þeim í kostnaðaráætlun. Að auki bætist við kostnaður sem hlaust vegna leikskóladeilda sem settar voru upp í tveimur grunnskólum, Oddeyrarskóla og Síðuskóla.

Lesa meira

Stofnun Kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri samþykkti í byrjun september sl. að setja á stofn hóp til að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landsambands eldri borgara er varðar réttinda og kjaramál. Í hópnum eru 9 manns fjórar konur og fimm karlar og er þess gætt að í honum séu fulltrúar margra hópa og stétta til að sjónarmið sem flestara komi fram í starfi hópsins.  

Lesa meira