„Ég hef starfað í eldhúsi frá 14 ára aldri og hef haft mjög gaman að,“ segir Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari sem býður upp á einn af sínum uppáhaldsréttum, hægeldaða lambaskanka.
Sigurður starfar nú sem sölumaður hjá Innnes „og má með sönnu segja að ég sé enn þá innan veitingageirans,“ segir hann.
Veitingageirinn geti verið stressandi og mikið álag á fólki en hann geti líka verið afskaplega skemmtilegur
hafi menn áhuga, vilja og getu til að þróa sína hæfileika.
„Þótt maður hafi verið umkringdur eðal hráefni í gegnum tíðina þá finnst mér venjulegur heimilismatur alltaf skara fram úr sé hann rétt eldaður. Maður getur tengt svo mikið með mat líkt og tónlist og farið langt aftur í tímann þegar amma bauð uppá t.d. góða lambahrygginn með góða kryddinu sem var svo season all!“