Selma Sól er einstakt barn

„Við þurfum öll að fá fræðslu og skilning til að geta vaxið sem einstaklingar. Við þurfum að byrja á okkur sjálfum og þannig verðum við tilbúin að hjálpa öðrum að vaxa. Við erum öll einstök,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal  Reynisdóttir móðir Selmu Sólar sem er einstakt barn. 

Lesa meira

Byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey lokið

Lokafundur í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey var haldinn með íbúum eyjarinnar í síðustu viku. Þar með var komið að þeim tímamótum að Byggðastofnun dró sig formlega í hlé úr verkefninu.

Á fundinum var farið yfir það sem hefur áunnist frá því verkefnið hófst árið 2015 og er lokaskýrsla um það í smíðum um þessar mundir. Fram kom að bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarbæ verði tengiliður Grímseyinga við stjórnsýsluna vegna málefna sem þá varða og Anna Lind Björnsdóttir verður tengiliður frá Samtökum sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Þær munu aðstoða íbúa við að fylgja framfaraverkefnum eftir.

Lesa meira

SVARTIR SAUÐIR/CZARNE OWCE

Stundum eru svörtu sauðirnir bestu sauðirnir. Fólk kennir sjálft sig við svarta litinn af alls kyns ástæðum. Fimmtudagskvöldið 2. mars hefst tónleikaferð listahópsins (N)ICEGIRLS um Norð-austurland. Það eru Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hafa samið splunkunýja tónleikadagskrá um sauðfjárrækt, væntumþykju, lífið á Íslandi nú og þá, upphafningu svarta litarsins og fleira. Tónlist og ljóð eru alfarið samin af þeim sjálfum, en þær syngja og leika á selló og orgel.

 Listahópurinn ICEGIRLS, eða (N)ICEGIRLS kemur hér fram í fyrsta sinn. Hópurinn mun fremja tónlist, ljóðlist og myndlist og ekki endilega vera alltaf skipaður stelpum og ekki endilega alltaf vera úr klaka. En fást við lífið, á Íslandi og bara yfirleitt. Eins og gengur. (N)ICEGIRLS reyna að vera næs, en kannski mun það ekki alltaf takast. Það á eftir að koma í ljós.

Lesa meira

Eru Mærudagar barn síns tíma?

Leiðari úr 7. tölublaði Vikublaðsins þar sem hugmynum um framtíð Mærudaga er velt upp

Lesa meira

Áskoranir og tækifæri í stjórnun árið 2023

Flest öll fylgjumst við vel með og fögnum alls kyns þróun og breytingum í umhverfi okkar, væntanlega einna helst allri þeirri áhugaverðu tækniþróun sem við sjáum nánast daglega og virðist verða meiri og hraðari með hverjum degi. Tækniþróun sem getur sparað kostnað en ekki síður tækniþróun sem getur losað um hæfni, búið til ný tækifæri og skapað aukið virði.

Aðrar stórar breytingar í umhverfi okkar nú og á undanförnum árum eru t.d. aukin alþjóðavæðing, aukin áhersla á umhverfismál, aukið langlífi, aukin fjölmenning o.fl.

Lesa meira

Kæra ákvörðun skipulagsráðs vegna Krákustígs

 „Það er mjög súrt að vera í þessari stöðu sem til er komin vegna þess að við fengum rangar upplýsingar frá skipulagsyfirvöldum í upphafi,“ segir Perla Fanndal sem ásamt eiginmanni sínum Einari Ólafi Einarssyni eiga húsið við Krákustíg 1. Þar var um árabil rekið verkstæði. Húsið keyptu þau í fyrrasumar og hugðust breyta því í íbúðarhúsnæði fyrir einhverfan son. Sjálf búa þau í næsta húsi, við Oddeyrargötu 4 og vildu gjarnan hafa soninn nær sér.

Lesa meira

„Án sjálfboðaliða hefði þetta ekki verið hægt“

-Segir Birna Ásgeirsdóttir formaður Golfklúbbs Húsavíkur en um þessar mundir er unnið hörðum höndum að því að gera nýja klúbbhús GH klárt fyrir vorið

Lesa meira

Völsungur - Þjálfarar ráðnir á mfl. karla í knattspyrnu

Græni herinn Facebook síða tileinkuð knattspyrnudeild Völsungs segir frá þvi í kvöld að ráðnir hafi verið þjalfarar á karlalið félagsins í knattspyrnu.

Í tilkynningu Völsungs segir:

Knattspyrnuráð Völsungs hefur gengið frá samningi við nýtt þjálfarateymi hjá meistaraflokki karla og er okkur mikil ánægja að kynna það til leiks.

Lesa meira

Undirbúa sölu mannvirkja í Skjaldarvík

,,Það er enn óljóst hvaða stefna verður tekin, öll sú umræða er eftir,“ segir Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjanefndar Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Biðin eftir húsnæði við hæfi

Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. Ánægjulegt er að bæjarstjórn samþykkti samhljóða þær þrjár tillögur sem ég lagði fram í bæjarstjórn við gerð áætlunarinnar og í tengslum við rammasamning um aukið íbúðaframboð. Þær tillögur voru svo hljóðandi:

 

• Bæjarstjórn Akureyrarbæjar er sammála þeim meginmarkmiðum sem sett eru fram í rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Bæjarstjórn leggur áherslu á að flýta eins og kostur er endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og ganga í kjölfarið til viðræðna við ríkið og HMS um gerð samkomulags sem byggir á þeim markmiðum.
• Akureyrarbær mun formlega óska eftir samvinnu við þau nágrannasveitarfélög sem teljast mynda sameiginlegt atvinnusvæði um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir svæðið í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018
• Bætt verði við húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar sérstök greining fyrir Hrísey og Grímsey.

 

Í kjölfarið tóku drög að húsnæðisáætlun heilmiklum breytingum og þær ánægjulegustu voru að nú er gert ráð fyrir því í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar að 5% af nýju húsnæði verði félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélagsins og að hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði, verði 30% af nýju húsnæði.

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Fólkið í blokkinni í kvöld

„Við völdum þetta verkefni af því það er svo skemmtilegt, fullt af fjöri, mikil og góð tónlist út sýninguna þannig að engum ætti að leiðast, „ segir Jóhanna Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins en frumsýning á leikverkinu Fólkið í blokkinni verður í Freyvangi í kvöld, föstudagskvöld 24. febrúar kl. 20.

Jóhanna segir að leikverkið um Fólkið í blokkinni sé alls ekki eins og þættirnir sem margir þekkja og voru sýndir á RÚV og það er heldur ekki eins og samnefnd bók. „Þetta er allt annað,“ segir hún en leikgerðin snýst um fólk sem býr í sömu blokk og ákveður að setja upp söngleik. „Persónur eru að hluta til hinar sömu og í bókinni og húmorinn er sá sami.“

Lesa meira

NÝTT- Yfirlýsing á Fb síðu Iðnaðarsafnsins

Núna laust fyrir kl 20  kom eftirfarandi færsla á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins en framtíð þess hefur verið í umræðu s.l vikur. 

,,Saga Iðnaðarsafnsins á Akureyri í núverandi mynd er á enda.

Í dag varð það endalega ljóst að rekstur Iðnaðarsafnsins á Akureyri eins og hann hefur verið á undanförnum tæpum 25 árum, er komin að endamörkum.

Vilji og ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar er að safnið sameinist Minjasafninu á Akureyri og ennfremur verði hætt að safna áfram munum úr sögu Akureyrar, umfram einhver óskilgreynd ár á síðustu öld.
Einkum verði horft til áranna þegar iðnaður var í mestum blóma hér og þá einhverra sérstakra fyrirtækja en ekki verði haldið áfram að varðveita og safna í heild sinni iðnaðarsögu Akureyrar á nýrri öld.

Nokkuð ljóst er að Iðnaðarsafnið verður ekki opið á ársgrundvelli eins og verið hefur og muni þá væntanlega verða horft einkum til sumaropnunar og eða einstakra sýninga.

Á þessu stigi er einnig alveg óljóst hvort og þá með hvaða hætti safnið verði opið eftir 1. mars n.k.

Um þessa ákvörðun bæjaryfirvalda ætlum við starfsmenn og hollvinir safnsins ekki að tjá okkur að sinni, en munum síðar gefa út sameiginlega yfirlýsingu.”

Lesa meira

Barnaheimili á Indlandi styrkt af Ísfell og Gentle Giants á Húsavík

Daníel Chandrachur Annisius skrifar

Lesa meira

Nettó hefur opnað 2000 fermetra verslun á nýjum stað á Glerártorgi

Nettó opnaði í dag nýja og endurbætta 2000 fermetra verslun á nýjum stað á Glerártorgi, í plássi sem Rúmfatalagerinn var í áður. 

Lesa meira

Matargjafir á Akureyri og nágrenni Beiðnum hefur fjölgað mjög mikið þetta ár

Sigrún Steinarsdóttir sem heldur úti síðunni Matargjöfum á Akureyri  og nágrenni á Facebook dregur upp í færslu á Fb. dökka mynd af stöðu mála hjá mörgum um þessar mundir.

Lesa meira

Bætt götulýsing á Grenivík

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað á liðnu hausti að hefja nú í ár Led-væðingu ljósastaura á Grenivík.  Með því yrði lýsing bætt til muna en um leið náð fram orkusparnaði til framtíðar.

Skipt hefur verðið um hausa á ljósastaurum í Túngötu.  Þar sem mjög langt er á milli staura í götunni, var nokkur áskorun að finna hausa sem ná að lýsa upp götuna án þess að lýsa beint á lóðir og glugga húsa.  Reykjafell annaðist val hausa og var notað hermilíkan í tölvu til að skoða mismunandi lausnir en starfsmenn sveitarfélagsins sáu um undirbúning og vinnu við skiptin.

Lesa meira

Gáfu 800 ostborgara og franskar á Öskudaginn

Öskudagurinn fór vel fram í ágætis veðri á Akureyri í gær. Öskudagslið í glæsilegum búningum fóru milli fyrirtækja og fluttu vel æfð lög fyrir starfsfólk og fengu verðlaun fyrir.

Lúgunestin á Akureyri, Leirunesti, Ak-inn og Veganesti tóku sig saman og buðu uppá gjafabréf fyrir ostborgurum eða frönskum sem hægt væri að nýta milli sjoppa og auglýstu vel dagana fyrir.  Þessi hugmynd virðist fara vel í bæjarbúa því úr varð að 800 gjafabréf fyrir hamborgurum eða frönskum fóru út í skiptum fyrir söng.

„Okkur langaði að gera vel við börnin eftir frekar flókna öskudaga undanfarin ár útaf covid og varð þessi leið fyrir valinu og má segja að hún hafi vægast sagt slegið í gegn hjá öskudagsliðum bæjarins“ sagði Markús Gústafsson í Ak-Inn er hann var inntur eftir því hvers vegna þeir ákváðu að gefa hamborgara.

 

Lesa meira

Kvöldmaturinn Kókos Kjúklinga fajitas með hrísgrjónum

Kristinn Hugi heiti ég og  er á þriðja ári í matreiðslu við Verkmenntaskólann á Akureyri.  Ég hef verið að fikta við mat alveg frá því að ég var lítill pjakkur,  það var alltaf eitthvað sem heillaði mig við matreiðslu. Ákvörðunin að fara í þetta nám var því ekki erfið og ég mæli eindregið með því fyrir alla þá sem hafa áhuga á mat og matreiðslu,“ segir Kristinn Hugi Arnarsson sem er á þriðja ári á matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

 Hann segir að þessi uppskrift hafi orðið fyrir valinu því hún sé alltaf til í pokahorninu og gott að grípa til þegar sköpunargleðin er ekki alveg til staðar.  „Þessi réttur er mjög góð blanda af léttum og ljúfum brögðum ásamt smá sterkum tónum. Það er einnig hægt að bera hann fram sem pottrétt vilji fólk það og þá með naan brauði og einn kostur er að hafa réttinn bara alveg einan og sér.“

 

Lesa meira

Eining Iðja nýr formaður tekur við á næsta aðalfundi

Björn Snæbjörnsson mun láta af formennsku á næsta aðalfundi félagsins. Hann hefur gegnt embætti formanns Einingar-Iðju frá árinu 1999 og Verkalýðsfélagsins Einingar þar á undan frá árinu 1992, eða samtals í 31 ár. Hann sat sem meðstjórnandi í stjórn Einingar árin 1982 til 1986 og sem varaformaður frá árinu 1986. Árin í stjórn félagsins verða því orðin 41 þegar hann hættir formennsku og óhætt að segja að það verði stór tímamót á næsta aðalfundi þegar nýr formaður mun taka við. 

Lesa meira

Bakarís-fyrirlestrar Að eflast og vaxa eftir að ofbeldissambandi lýkur… er það mögulegt?

Í dag fimmtudaginn 23. febrúar nk. kynnir dr. Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar sem hún varði við HA í lok síðasta árs.

Kynningin fer fram í Brauðgerðarhúsinu í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð og hefst kl. 16:00.

Lesa meira

Sæfari á leið í slipp í vor en óljóst er hvernig siglingum verður háttað til Grímseyjar á meðan

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær var m.a. rætt um málefni Grímseyjar. Halla Björk Reynisdóttir fór meðal annars yfir stöðu mála og næstu skref við lok byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey, skipulagsmál, orkumál, sorpmál og atvinnumál.

Lesa meira

Áríðandi tilkynning frá Norðurorku

Vegna vinnu við dreifikerfi Norðurorku verður LOKAÐ fyrir RAFMAGN í hluta Lundahverfis á morgun fimmtudaginn 23. febrúar. Áætlaður tími er frá kl. 8.15-17.00 eða meðan vinna stendur yfir. Á heimasíðu Norðurorku, www.no.is, er að finna ýmis góð ráð við rafmagansrofi.

Lesa meira

Einstök börn GLITRAÐU MEÐ OKKUR 28 FEB

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 600 fjölskyldur í félaginu á landinu öllu sem eru með afar fátíðar greiningar.

Lesa meira

Kótilettukvöld í tilefni Mottumars

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis heldur Kótilettukvöld þann 23. mars í tilefni Mottumars

Lesa meira

Norðurþing og Völsungur hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning

Fyrri samningur rann út um síðastliðin áramót og núverandi samningur gildir út árið 2025

Lesa meira

Vikublaðið kemur út á morgun

Meðal efnis framhald á umfjöllun um Krákustígsmálið, Freyvangsleikhúsið frumsýnir Fókið í blokkinn og lofar fjöri. Nýr golfskáli er í bygginu á Húsvík og sá gamli brann. Krossgátan er á sínum stað. Mikill áhugi fyrir lyftingum. Tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu. Nettó opnar á nýjum stað á Glerártorgi. Grenvíkingar bæta götulýsingu. Hægeldaður lambaskanki gæti smellpassað í helgarmatinn. Verkefninu Glæðum Grímsey er lokið og nýr sveitarstjóri tekur til starfa í Þingeyjarsveit. Um þetta og meira til er fjallað í blaði morgundagsins.

Minnum á áskriftarsímann 8606751

Lesa meira

Hvetja til byggingar bílakjallara til að bæta landnýtingu

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær með 8 atkvæðum tillögu skipulagsráðs að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.  

Skipulagsráð lagði til við bæjarráð að breyting yrði gerð á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að gjald fyrir fjölbýlishús verði það sama og fyrir önnur íbúðarhús eða 15% í stað 12,5%. Þá er einnig lagt til að á móti lækki gjald fyrir bílakjallara fjölbýlishúsa úr 5,0% í 3,75%. Forsendur þessara breytinga eru þær að uppbygging og rekstur gatnakerfis færist nær því að standa undir sér. Á sama tíma er gert ráð fyrir lækkun á gjaldi fyrir bílakjallara til að hvetja til byggingar þeirra og betri landnýtingar.

 

Lesa meira