
Byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey lokið
Lokafundur í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey var haldinn með íbúum eyjarinnar í síðustu viku. Þar með var komið að þeim tímamótum að Byggðastofnun dró sig formlega í hlé úr verkefninu.
Á fundinum var farið yfir það sem hefur áunnist frá því verkefnið hófst árið 2015 og er lokaskýrsla um það í smíðum um þessar mundir. Fram kom að bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarbæ verði tengiliður Grímseyinga við stjórnsýsluna vegna málefna sem þá varða og Anna Lind Björnsdóttir verður tengiliður frá Samtökum sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Þær munu aðstoða íbúa við að fylgja framfaraverkefnum eftir.