690 ár í kvenfélagi
Þrjú kvenfélög eru starfandi í Eyjafjarðarsveit og hittust konur innan þeirra á óformlegum en mjög skemmtilegum fundi nýverið. Þar röðuðu konur sér upp eftir því hvað þær höfðu starfað lengi í kvenfélagi.
Stysti starfsaldur konu sem mætti var þrjú á en þær tvær sem lengst hafa starfað höfðu verið í kvenfélagi í 63 ár. Það voru þær Vilborg Guðrún Þórðardóttir og Guðrún Finnsdóttir, báðar í kvenfélaginu Öldunni. Auk Öldunnar starfa kvenfélögin Hjálpin og Iðunn í sveitarfélaginu