
Sýningin Helvítis krabbamein á Amtsbókasafninu á Akureyri
Helvítis krabbamein er yfirskrift sýningar sem stendur út febrúarmánuði á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar sýnir Anna María Hjálmarsdóttir ljósmyndir og málverk sem hún vann að mestu á liðnu hausti þegar hún fylgdi vinkonu sinni í beinmergsskipti sem fram fóru í Lundi í Svíþjóð. Vinkonan, Kristrún Pétursdóttir greindist með bráðahvítblæði í fyrra vor.
Anna María fór í lok september Kristrúnu og eiginmanni hennar Höskuldi Stefánssyni þegar henni bauðst að fara í beinmergsskipti. Höskuldur og Björgvin Kolbeinsson maður Önnu Maríu eru systrasynir og tókst vinátta með þeim stöllum þegar bæði pörin höfðu komið sér upp langtímastæði fyrir hjólhýsi í Vaglaskógi fyrir fáum árum.