Áform um hótelbyggingu við Hafnarstræti 75
Fyrirhugað er að reisa hótelbyggingu á lóð nr. 75 við Hafnarstræti og tengja hana við núverandi hús á lóð nr. 73 með tengibyggingu.
Fyrirhugað er að reisa hótelbyggingu á lóð nr. 75 við Hafnarstræti og tengja hana við núverandi hús á lóð nr. 73 með tengibyggingu.
Myndlistarsýningin „Leiðni leiðir” eftir Sigurð Guðjónsson opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 20. maí,
Bæjarbúar á Húsavík hafa eflaust tekið eftir framkvæmdum undanfarið fyrir framan valin fyrirtæki og stofnanir í bænum. Hér er verið að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða en það er verkefnið „Römpum upp Ísland“ sem stendur fyrir framkvæmdunum
Slippurinn Akureyri kynnti á dögunum starfsemi sína, þjónustu og framleiðslu, á Seafood Processing Global sýningunni í Barcelona. Sýningin er alþjóðleg og er vettvangur alls hins besta og framsæknasta í heiminum sem sjávarútvegsfyrirtæki og aðilar í greininni hafa upp á að bjóða.
Öldruðum einstaklingum sem liggja inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri og bíða eftir hjúkrunarrými hefur fjölgað undanfarna mánuði, en að meðaltali eru milli 20-25% bráðarýma SAk upptekin af þessum sökum. Rúmanýting á bráðalegudeildum SAk er oft yfir 100% en talið er ásættanlegt að um 5% rýma á sjúkrahúsum séu nýtt af einstaklingum sem bíða eftir úrræði á hjúkrunarheimili.
Mikið álag hefur verið á bráðalegudeildum SAk bæði vegna fjölda sjúklinga og skorts á heilbrigðisstarfsfólki. Stjórnendur SAk hafa í samvinnu við stjórnvöld og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands leitað lausna á vandanum en búast má við enn fleiri sjúklingum á SAk í sumar þegar ferðamannastraumurinn eykst og metfjöldi skemmtiferðaskipa leggja að höfn.
Töluverðar umræður um framkvæmdir í Vaðlareit, sköpuðust á aðalfundi Skógræktarfélags Eyjafjarðar sem haldinn var í fyrrakvöld. Vaðlareitur hefur mikið verið til umræðu undanfarna mánuði enda mikið um að vera í reitnum.
KA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla þegar liðið lagði lið Hamars frá Hveragerði 3-1 í hrinum en leikið var í KA heimilinu. Þetta var fjórða viðreign liðanna í þessari úrslitarimmu. KA vann þrjár þeirra en lið Hamars sem var ríkjandi Íslandsmeistari eina.
Þetta er í sjöunda skiptið sem KA fagnar Íslandsmeistaratitlinum í blaki karla.
Hafdís átti ótrúlegu gengi að fagna á síðasta keppnisári og er ríkjandi Íslands og bikarmeistari í bæði götuhjólreiðum og tímatöku kvenna auk þess sem hún var valin Íþróttakona Akureyrar og Hjólreiðakona Íslands.
”Við á Greifanum viljum standa við bakið á Hafdísi enda mikilvægt að fyrirtækin í bænum styðji við afreksfólkið okkar og hefur Hafdís sýnt það og sannað að hún er ekki einungis afbragðs keppnismanneskja heldur frábær fyrirmynd sem hefur eflt hjólreiðar á svæðinu og hvatt aðra áfram til árangurs” segir í tilkynningu.
Hafdís segir það gríðarlega mikilvægt fyrir sig að jafn þekkt og öflugt fyrirtæki og Greifinn velji að verða bakharl hjá sér enda ærinn kostnaður að vera íþróttamaður á landsbyggðinni. Svo er Greifinn líka mathöll útaf fyrir sig, frábær matur fyrir keppni og eftir.
Hafdís er er að fara að keppa á Reykjanesi á fyrstu bikarmótum sumarsins um helgina og óskum við henni góðs gengis.
Fyrirvari: Þessi grein er skrifuð af manneskju en ekki gervigreind
Tíminn er dýrmætur.
Tíma sem við sóum getum við ekki fengið aftur.
Tímanum er best varið í það sem veitir okkur gleði, ánægju og lífsfyllingu.
Mætt voru, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Sigríður Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Mikið er dásamlegt hve margir hafa nú þegar sýnt því áhuga að tengjast okkur á andlitsbókinni, eftir þennan stutta tíma síðan við ákváðum að flækjast í netið þá eru rúmlega 1250 manns búin að vingast við okkur og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn og áhugann.
Vegna veikinda er fundurinn í seinna lagi.
Fjárfestingaþörf hjá Norðurorku er heldur að aukast, ný hverfi eru að byggjast upp á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum. „Þær væntingar að hægt verði að draga úr fjárfestingum munu ekki ganga eftir á næstu árum,“ sagði Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku á ársfundi nýverið.
Hann nefndi einnig að ráðast þyrfti í umfangsmiklar rannsóknir og fjárfrekar framkvæmdir á næstu árum til að mæta aukinni og vaxandi þörf fyrir heitt vatn á starfssvæði Norðurorku. Nú standa yfir rannsóknir á jarðhita í Eyjafirði þar sem boraðar eru u.þ.b. 30 hitastigulsholur sem eru fyrstu skrefin í því að staðsetja líklegan nýtanlegan jarðhita. Norðurorka hefur aukið umtalsvert við fjármagn til rannsókna, þróunar og nýsköpunar.
Hér er spurt um allt milli himins og jarðar
Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur kynningu á skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði næsta miðvikudag kl. 16:30 í húsnæði sínu við Viðjulund 2 á Akureyri. Þar verður farið yfir hvað felst í þjónustu Frú Ragnheiðar og notkun á Naloxone nefúða verður kynnt, en nefúðinn getur veitt lífsbjargandi neyðaraðstoð við ofskömmtun.
Rauði krossinn á Íslandi rekur skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður á þremur stöðum á landinu, á Höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Akureyri. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem gengur út á að takmarka skaðann og áhættuna sem getur fylgt vímuefnanotkun í æð og að bæta lífsgæði og heilsufar notenda, fremur en að reyna að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Þannig má takmarka skaðann sem fylgir þessari notkun, bæði fyrir notendur og samfélagið í heild.
Líknarmiðstöð Sjúkrahússins á Akureyrar hefur formlega verið stofnuð og var af því tilefni efnt til fræðsludags um málefnið. Ein af áætlununum sem heilbrigðisráðuneyti gaf úr 2021 var að komið yrði á fót tveimur líknarmiðstöðum á landinu, á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri.Á SAk hefur verið farið í greiningarvinnu um stöðu líknarþjónustu innan stofnunarinnar og rýnt í það hlutverk sem stofnuninni er ætlað að veita út frá aðgerðaráætluninni.
Anna María Alfreðsdóttir endaði í 2 sæti í liðakeppni og 7 sæti í einstaklings keppni á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í Catez Slóveníu í síðustu viku.
Kári Páll Jónasson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem stundað hefur almenningsíþróttir af miklu kappi, raunar mun lengur en þessi tvö hugtök; lýðheilsa og almenningsíþróttir rötuðu inn í almenna umræðu.
„Þetta verkefni hefur gengið dásamlega vel,“ segir María Pálsdóttir stjórnarmaður í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar, en verklokum á stóru og miklu verkefni, smíði á risakúnni Eddu var fagnað hjá Beate Stormo eldsmið og bónda í Kristnesi. Fjölmenni mætti heim á hlað í Kristnesi og skoðaði gripinn sem um ókomin ár verður eitt af kennileitum Eyjafjarðarsveitar.
Jennýjarstofa var opnuð á Safnasafninu á Svalbarðsströnd í dag samhliða opnun á sumarsýningum safnsins.
Laust fyrir kl 16 í dag laugardag kom dráttarbáturinn Grettir sterki með flutningaskipið Wilson Skaw í drætti til Akureyrar frá Steingrímsfirði og var skipinu lagt að syðri bryggju í Krossanesi með aðstoð Grettis og dráttarbátsins Seifs.
Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri og Iðjuþjálfafélag Íslands hafa tekið höndum saman í að hvetja starfandi iðjuþjálfa til að taka bæði á móti nemendum í stuttar vettangsheimsóknir og bjóða fram vettvangsnámspláss í iðjuþjálfun – starfsrétttindanámi.
„Hátíðin í ár verður tileinkuð listakonunni Huldu og undurfallega Skjálfandaflóa. Una Stef mun loka hátíðinni með nýju samstarfsverkefni sínu sem ber heitið Huldumál – Ný íslensk sönglög við ljóð Huldu,“ segir Harpa ánægð með að Skjálfandi sé að snúa aftur.
Á heimasíðu SAK er sagt frá því að alþjóðlegur dagur ljósmæðra sé í dag 5. maí en markmið dagsins er að vekja athygli um heim allan á því mikilvæga starfi sem ljósmæður sinna.
Í dag var undirritaður sérstakur samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Samtakanna ´78 um þjónustu og fræðslu sem samtökin veita í sveitarfélaginu. Samninginn undirrituðu Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78.
Í ágætu viðtali við Andra Teitsson bæjarfulltrúa í síðasta Vikudegi var honum tíðrætt um nauðsyn þess að koma á flóttaleiðum í núverandi ráðhúsi bæjarins. Þetta er laukrétt hjá honum og ekki seinna vænna að uppfylla lágmarkskröfur í þeim efnum ekki síst ef ætlunin er að halda áfram núverandi starfsemi í húsinu. Slíkt verkefni ætti ekki að vefjast fyrir bæjarfulltrúum okkar því mín reynsla síðustu áratugina sýnir að þeir hafa náð undragóðum árangri við að útbúa og nýta sér fjölbreyttar flóttaleiðir í málefnum bæjarins. Sá flótti snýst um að komast hjá að framkvæma það sem búið er að ákveða í bæjarstjórn og gildir þá einu hvort þær ákvarðanir voru samþykktar með naumum meirihluta eða að um þær hafi verið algjör samstaða. Aðalatriðið er að forðast framkvæmdir ef nokkur kostur er og hefur hugmyndaflugið oft verið óviðjafnanlegt.
Nefna má nokkur dæmi um þennan sífellda flótta.
Maí er mættur með fyrstu þrastarungana, grænkandi gras og frostlausar nætur.
Það hefur verið töluvert um gesti í eyjunni í dagsferðum og veðrið hefur hjálpað okkur að taka vel á móti þeim. Það voru ekki margir eyjaskeggjar sem tóku þátt í plokkdeginum mikla, en það er nú bara vegna þess að við höfum okkar eiginn hreinsunardag hér í Hrísey og nú fer að styttast í hann. Það er þó alltaf góður siður að taka upp rusl ef maður getur á gönguferðum sínum og setja í næstu tunnu eða gám. Sést hefur til fólks prófa frisbígolfvöllinn og er hann að koma góður undan vetri.
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
Hvers vegna tekur fólk lyf?
Oftast vegna þess að það er eitthvað að, því líður ekki vel.
Hvers vegna tekur fólk verkjalyf?
Oftast vegna þess að það er með verki, eða að glíma við sársauka
Lyf geta verið lífsnauðsynleg
Ég mun aldrei ráðleggja einstaklingi að hætta að taka lyf án samráðs við lækni
Ég hef ekkert á móti lyfjum, en lyf lækna ekki áföll og streitu