,,Ruslahaugur verður aldrei neitt annað en ruslahaugur, hvort sem hann er staðsettur í Hörgársveit eða á Akureyri,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Heilbrigðisnefnd hefur bent á að talsvert af lausamunum hafi verið safnað saman á lóð á Moldhaugnahálsi í Hörgársveit. Sama fyrirtæki, Skútabergi hefur verið gert að bæta úr umgengni á lóð við Sjafnarnes á Akureyri.
Vinna stendur yfir við gerð aðal- og deiliskipulags á Moldhaugnahálsi í Hörgársveit. Tillögur sem liggja fyrir gera ráð fyrir margháttaðri starfsemi á hálsinum. Meðal annars verður þar geymslusvæði, ferðaþjónusta, starfsmannabúðir og steypustö