
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri safna fyrir 40 milljón króna hryggsjá
„Þetta er stærsta og dýrasta einstaka tækið sem við höfum safnað fyrir,“ segir Jóhannes Bjarnason formaður Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri. Samtökin fagna 10 ára afmæli sínu á næsta ári og ætla í tilefni af því að gefa SAk nýtt tæki, hryggsjá sem ekki er til hér á landi. Tækið kostar um 40 milljónir króna.