
Sveitarfélag ársins 2022 Mest ánægja félagsmanna Kjalar er á Skagaströnd Akureyri er í áttunda sæti
Af þeim 15 sveitarfélögum sem komust á lista í könnuninni sveitarfélags ársins 2022 voru sex á félagssvæði Kjalar stéttarfélags. Af þeim fékk Skagaströnd flest stig eða 4,037 en stigafjöldi í könnuninni var að meðaltali 3.982.
Kjölur stéttarfélag stóð ásamt níu öðrum bæjarstarfsmannafélögum að gerð könnunarinnar sveitarfélag ársins en spurningar í könnuninni voru lagðar fyrir félagsfólk stéttarfélaganna í strörfum hjá sveitarfélögum síðastliðið vor. Könnunin var gerð í samstarfi við Gallup og er byggð upp með hliðstæðum hætti og útnefningar fyrirtækis ársins og stofnunar ársins byggja á. Útnefning sveitarfélags ársins verður hér eftir árleg.