
Uppbygging í Hvalasafninu á Húsavík og mikið framundan
Bæjarráð kom saman til fundar í dag og eins og vera ber voru nokkur mál til umræðu. Þau mál sem lesendnum þykir etv merkilegust eru tilgreind hér fyrir neðan, Annars vísum við á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is vilji lesendur kynna sér öll mál sem voru á dagskrá
Fólk heyrðist velta því fyrir sér á götuhorninu eiginlega i bókstaflegri merkingu hvort það væri etv. möguleiki að flytja BSO húsið, koma þvi fyrir á góðum stað og gera að félagsheimili fyrir Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar?
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá í VMA í dag á nýju skólaári. Á haustönn hefja 930 nemendur nám í dagskóla, þar af 200 nýnemar.
Síðastliðið haust hófst kvöldskóli í húsasmíði og sá nemendahópur mun halda áfram námi sínu í vetur.
Framsýn stéttarfélag telur í ljósi stóraukinna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaganum, að full ástæða sé til að taka upp til umræðu staðsetningu flugvalla á Íslandi með tilliti til millilandaflugs.
Næstkomandi sunnudag kl 17 mun Dómorganistinn í Stokkhólmi Mattias Wager halda orgeltónleika í Akureyrarkirkju en tónleikarnir eru hluti af Orgelhátíð sem kirkjan stendur fyrir.
Þjóðskrá lokar starfsemi sinni á Akureyri 1. september næstkomandi en starfsfólk sem áður var við störf á vegum stofnunarinnar flyst yfir til annarrar ríkisstofnunar, Húsnæðis- og mannvirkjasviðs.
Síðastliðna helgi, dagana 12.-14. ágúst, vann hópur sjálfboðaliða að strandhreinsun á Langanesi. Að þessu sinni voru hreinsaðir um 2 kílómetrar, að mestu leiti fyrir landi Ytra-Lóns en einnig lítil spilda í landi Heiðarhafnar
Nonnahús er kennt við rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna. Hann var hvorki eigandi hússins né bjó þar lengi. Hvers vegna er húsi kennt við hann? Hvernig stóð á því að Nonni var sendur til náms í Frakklandi tæplega 12 ára? Saga foreldra og systkina Nonna er ekki síður áhugaverð. Þessar sögur verða til umfjöllunar í gönguferð á slóð Nonna fimmtudaginn 18. ágúst.
Laugardaginn 20. ágúst kl. 15 verður haldið útgáfuhóf í Listasafninu á Akureyri í tilefni útgáfu bókar Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Óræð lönd.
Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því.
Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir að í byrjun þessa árs hafi verið nokkrar takmarkanir í gildi hér á landi vegna kórónuveirunnar. Þó sé tímabilið frá janúar til júlí ekki langt frá þeim farþegafjölda sem var yfir sama tímabil árið 2019
24 umsóknir bárust um starf sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar í kjölfar auglýsingar sem birt var þann 20. júlí sl. og hafa fjórir umsækjendur dregið umsókn sína til baka.
Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri við Akureyrarkirkju
Í norðurmarkinu stóð Sveinn Kristjáns og sýndi ekki síður fimi og útsjónarsemi þegar hann skutlaði sér þvers og kruss og varði bolta sem virtust nánast komnir í markið
Á sveitarstjórnarfundi sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í gær, 11. ágúst, var samþykkt samhljóða að nýja sveitarfélagið skuli heita Langanesbyggð
Áhugi fyrir að bæta við fimm til sjö íbúðum árlega næstu árin
Samgöngur milli Dalvíkur og Akureyrar
Á morgun föstudag kemur formlega út hljómplatan „Bleed’n Blend” eftir tónlistarkonuna Fanneyju Kristjánsdóttur en þetta er önnur sólóplata hennar
Uppbygging á Akureyri hefur líklega aldrei verið meiri og sjást þess merki víða í bæjarlandinu
Stelpuhringur Akureyrardætra í samstarfi við Útisport fór fram á þriðjudagskvöldið og tókst mjög vel. Alls hjóluðu 40 konur i þetta sinn sem er mjög gott. Á Facebooksíðu Akureyrardætra má lesa.
Uppbygging hjúkrunarheimils á Húsavík
Tvö flug á áætlun yfir sumarið til Grímseyjar
Maðurinn sem ekið var á í miðbæ Akureyrar í gær er látinn