
Setja á fót STEM fræðslunet á Húsavík með áherslu á samfélagsþátttöku
Sláturtíð er lokið hjá Kjarnafæði-Norðlenska á Húsavík og gekk almennt vel. Heldur færra fé var slátrað í haust en var í fyrra og þá var meðalvigt í víð lakari en var í fyrrahaust. „Sláturtíð er stórt verkefni og allir fegnir þegar henni er lokið þó svo að vel hafi gengið. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til allra sem þátt tóku, starfsfólks, verktaka og ekki síst bænda sem auðvitað eru lykillinn að því að allt gangi upp,“ segir Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri á sláturhúsi Kjarnafæðis-Norðlenska á Húsavík.
Aflið útvíkkar þjónustu sína og opnar útibú á Húsavík
Fyrirsögnin hér fyrir ofan er fengin úr Facebookarfærslu Skógræktarfélags Eyjafjarðar en það hefur væntanlega ekki farið fram hjá fjölmörgum gestum Kjarnaskógs að í sumar og í haust stóðu yfir miklar framkvæmdir á svæðinu við snyrtingarnar í Kjarnakoti og reist hefur verið ný líkamsrækt sem nefnd hefur verið Kjarnaclass. Eins var vegurinn gegnum skóginn endurbættur verulega. Vinsældir svæðisins fara ört vaxandi með ári hverju enda er alltaf hægt að finna skjól í Kjarnskógi, eitthvað sem unnendur hans kunna vel að meta.
Íbúum Akureyrar hefur fjölgað um 330 frá 1. desember á síðasta ári og voru þeir um síðustu mánaðamót 19.913. Hlutfallsleg fjölgun er 1.7%. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum Þjóðskrár.
Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri um gjaldfrjálsa leikskóla hefur í mínum huga aðeins tvær skýringar, annað hvort algjöra vanþekkingu á rekstri sveitarfélagsins eða þar að baki er vísvitandi ákvörðun um að blekkja kjósendur í aðdraganda kosninga. Það er merkilegt nú að fylgjast með oddvita Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í fjölmiðlum kenna samstarfsflokkum sínum í meirihluta í bæjarstjórnar, L-listanum og Miðflokknum um að það sé ekki hægt að efna kosningaloforð þeirra. Heiðarlegra væri að segja það sem ég tel nokkuð víst að sé rétt – Sjálfstæðisflokkurinn vill það ekki einu sinni sjálfur. Sem dæmi þá er mun líklegra að nú muni koma fram þrýstingur innan úr Sjálfstæðisflokknum fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun, að lækka álögur, þá sérstaklega fasteignaskatt, fremur en að lækka raunkostnað foreldra á leikskólagjöldum.
Það var líf og fjör í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku á Opnum dögum
Bæjarstjórn hefur samþykkt að bjóða barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu sérstakt Lýðheilsukort gegn bindingu í eitt ár. Um er að ræða tilraunaverkefni sem veitir handhöfum kortsins ótakmarkaðan aðgang að Sundlaugum Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri.
Kortin verða til sölu frá 10. nóvember 2022 til 1. mars 2023 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Að einu ári liðnu, eða í mars 2024, verður árangur af tilraunaverkefninu metinn og tekin ákvörðun um framhaldið.
Með mínum augum er yfirskrift ljósmyndasýningar Hermanns Gunnars Jónssonar, Hermanns frá Hvarfi sem opnuð verður í Deiglunni í dag, föstudaginn, 4. nóvember kl. 16. Opið verður til kl. 20 í dag, en sýningin stendur yfir fram á sunnudag og er opin um helgina frá kl. 11 til 17.
Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri mun sýna nýjan gleðilegan jólasöngleik/óperu fyrir ÖLL 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga til Vopnafjarða
Flug til Alicante og Dusseldorf frá Akureyrarflugvelli með Niceair hefst næsta vor.
Framsýn hefur endurnýjað samning við Flugfélagið Erni um kaup á flugmiðum fyrir félagsmenn. Viðskiptin hljóða upp á kr. 9.000.000,- eða 600 flugmiða. Vegna mikilla kostnaðar- og eldsneytishækkana í heiminum síðustu mánuði hækka miðarnir frá flugfélaginu úr kr. 12.000,- í kr. 15.000,- og hefur nýja verðið þegar tekið gildi. Miðarnir verða áfram seldir til félagsmanna á kostnaðarverði.
Það er góður gangur á framkvæmdum við gagnaver atNorth við Hlíðavelli eins og fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Um þessar mundir eru 22 ár liðin frá opnun Glerártorgs á Akureyri en vegna heimfaraldurs var ekki hægt að halda veglega upp á 20 ára afmælið 2020 eins og vonir stóðu til . Nú skal hinsvegar úr þvi bætt og er óhætt að segja að mikið standi til.
Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð.
Heildarkostnaður við tjón sem urðu á bílaleigubílum í eigu Bílaleigu Akureyrar í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í lok september nemur á bilinu 30 til 35 milljónir króna.
Ásgeir Böðvarsson úr Kammerkór Norðurlands segir það nokkuð ljóst að menningarstarfsemin sé að ná sér á strik eftir kulsöm Covid-ár
Landsbankinn hefur tekið tilboði fjárfestingafélagsins Kaldbaks í Landsbankahúsið við Ráðhústorg á Akureyri sem auglýst var til sölu fyrir um mánuði síðan. Sjö tilboð bárust og var tilboð Kaldbaks hæst. Kaupverðið er 685 milljónir króna.
Landsbankahúsið er um 2.400 fermetrar að stærð og setur mikinn og fallegan svip á torgið. Húsið var tekið í notkun árið 1954. Fyrstu tillöguuppdrætti að húsinu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis.
Heimilsfólkið á Hlíð gerði það ekki endasleppt frekar en fyrri daginn í hjólakeppninni World Road for Seniors sem er alþjóðleg keppni milli hjúkrunarheimila en í gær fór fram verðlaunaafhending fyrir þátttöku í keppninni sem er nýlokið.
Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.
Á Íslandi er skólaskylda. Hvergi annars staðar í þjóðfélaginu eru einstaklingar skyldugir að mæta. Ef vinnustaður barna skilar ekki tilskildum árangri og börnunum líður ekki vel þar, þá verður að endurskoða hlutina. Með sameiginlegu átaki getum við betrumbætt skólakerfið og gefið börnunum okkar tækifæri og framúrskarandi umhverfi til að blómstra. Ekkert barn á að þurfa að týnast á Íslandi sökum ósanngjarnra áskorana í opinberu kerfi sem allir verða að ganga í gegnum í tíu ár.
Kristnesspítali á sér langa sögu. Upphaflega urðu berklarnir til þess að konur í Hjúkrunarfélaginu Hjálpinni í Saurbæjarhreppi beittu sér fyrir söfnun til byggingar heilsuhælis. Hornsteinn að Kristneshæli var lagður 25. maí 1926 og hælið vígt 1. nóvember ári síðar. Kristnesspítali fagnaði því 95 ára afmæli sínu í gær.
Samkvæmt samningnum, sem gildir út árið 2026, skal Siglingaklúbburinn Nökkvi sjá um rekstur og umsjón félagssvæðisins
„Barnið mitt leggur ekki aðra í einelti.“
Þetta hugsum við flest um börnin okkar. Samt hefur að tæpur fjórðungur (23%) barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára upplifað einelti á netinu, í símanum eða tölvuleikjum sl. 12 mánuði samkvæmt nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla. Í öllum eineltismálum eru bæði þolendur og gerendur. Þar með getum við ekki horft framhjá þeirri staðreynd að á sama tíma og börn verða fyrir einelti er jafnframt hluti barna sem leggja aðra í einelti. En hvaðan koma þessi börn sem eru gerendur eineltis ef ekkert foreldri á barn sem er gerandi?
Heimasíða Samherja segir frá samstarfi fyrirtækisins við Háskólan á Akureyri sem tengist námi í sjávarútvegsfræðum.
,,Um fjörutíu nemendur af þremur námsleiðum við Háskólann á Akureyri hafa síðustu vikur verið í vettvangsferðum hjá Samherja. Námsleiðirnar eru sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg og meistaranám í stjórnun sjávarauðlinda. Hörður Sævaldsson lektor og deildarformaður Auðlindadeildar við Háskólann á Akureyri segir mikil þægindi að gera skotist í slíkar vettvangsferðir í næsta nágrenni við skólann. Sérlega fróðlegt hafi verið að rekja ferli hráefnis frá vel búnu fiskiskipi í gegnum hátækni fiskiðjuver.
Það eru öflugir heimamenn sem standa að versluninni, verktakar einstaklingar og fyrirtæki