
Bæjarráð Akureyrarbæjar - Samningur um samræmda móttöku flóttafólks
Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum i morgun þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum i morgun þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks.
Bjórarnir Víkingur Gylltur og Thule unnu báðir nýverið til gullverðlauna í sínum flokki í hinni árlegu European Beer Challenge, sem er nokkurs konar Evrópukeppni í bjórgerð þar sem bjórframleiðendur keppa í fjölda mismunandi flokka. Báðir drykkirnir eru framleiddir af Víking brugghúsi á Akureyri en ásamt gullverðlaununum fékk framleiðandinn einnig silfurverðlaun fyrir bæði Víking Lite og Víking Rökkr.
Í dag fer fram Fullveldishátíð: Dagur stúdenta í Háskólanum á Akureyri. Að því tilefni ritar Sólveig Birna Elísabetardóttir, formaður SHA hugvekju
Gleðilega hátíð. Dagurinn í dag, fullveldisdagur Íslendinga, er táknrænn fyrir mikilvægan hóp samfélagsins: Stúdenta. Ég hóf nám við Háskólann á Akureyri haustið 2019 og heillaðist strax af því einstaka samfélagi sem hér er. Ég vissi um leið að ég vildi taka virkan þátt í þessu samfélagi og leggja mitt af mörkum til að efla það og styrkja enn frekar. Ári seinna fór ég að sinna hagsmunagæslu stúdenta og setti mér markmið að vera ávallt til staðar fyrir stúdenta háskólans. Sérstaklega fyrir stúdenta sem þurfa á stuðningi að halda þegar kemur að því að leita réttar síns og standa á sínu. Það gaf því auga leið að þegar ég var kosin formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) var það mitt leiðarljós – að vera til staðar fyrir ykkur, stúdentar. Ég vil því nota tækifærið hér og nú og þakka ykkur, stúdentum við Háskólann á Akureyri, fyrir að treysta mér og leita til mín þegar eitthvað liggur ykkur á hjarta – því saman getum tekist á við krefjandi verkefni og klifið himinhá fjöll.
Umferðin í nýliðnum nóvember milli Eyjarfjarðar og Þingeyjarsveitar var um 16% meiri en í fyrra, þrátt fyrir að hlutfall umferðar um göngin fari úr 89% í 86% af heildarumferð er aukning á umferð í göngin um 12% en stór aukning um skarðið eða 49% milli ára.
Trausti Jörundarson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar er með pistil á heimasíðu félagsins um stöðuna i kjaramálum sjómanna en þeir hafa verið samningslausir i þrjú ár.
Í pistli Trausta segir:
Grófin geðrækt er lágþröskulda, gjaldfrjálst úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferlisins sem vilja auka virkni, komast í góðan félagsskap og stunda sjálfsvinnu á jafningjagrundvelli. Markmið Grófarinnar er meðal annars að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir til að vinna í sínum bata á eigin forsendum og á eigin ábyrgð, sem og að skapa vettvang fyrir alla þá sem vilja vinna að geðverndarmálum á jafningjagrunni, hvort sem þeir eru notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagaðilar, aðstandendur eða einfaldlega áhugafólk um framfarir í geðheilbrigðismálum.
„Fólk er afskaplega þakklátt fyrir að fá þetta tækifæri, hafa vettvang til að koma saman og eiga notalega og fræðandi stund,“ segir þær Björg Jónína Gunnarsdóttir og Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir en þær eru tenglar Alzheimersamtakanna á Akureyri. Í haust hófu þær að bjóða upp á svonefnt Alzheimerkaffi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og verður það næsta á mánudag, 5. desember frá 17 til 19.
Í gær undirrituðu Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, og Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri FabLab-Húsavík samning Norðurþings við FabLab-Húsavík. Byggðaráð samþykkti samninginn þann 12. maí sl. en honum er ætlað að tryggja grunnfjárupphæð til rekstrar FabLab smiðjunnar á Húsavík til næstu þriggja ára með árlegu framlagi Norðurþings sem kemur á móti fjármögnun ríkisins og eflir möguleika á öflun sjálfsaflafjár. Norðurþing greiðir 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til FabLab-Húsavík árin 2022, 2023 og 2024.
Fimmtudaginn 1. desember kl. 16.30 fer fram ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls ofbeldis.
Tónskáldið Michael Jón Clarke hefur samið sinfóníuna Ólafur Liljurós sem frumflutt verður á Nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í janúar
Samkvæmt nýrri netkönnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir SSNE um innviði á Norðurlandi Eystra telja 43% þátttakenda þjóðvegina á svæðinu frekar eða mjög góða
Hríseyjarbúðin ehf. hefur hlotið styrk að upphæð 4.730.000 kr. og verslunin í Grímsey að upphæð 2.000.000 kr. á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036.
Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, heimsótti fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa og kynnti sér starfsemina. Ásthildur segir mjög áhugavert að fylgjast með allri hátækninni í íslenskum sjávarútvegi, meðal annars í fiskvinnsluhúsi ÚA.
Benedikt Ólason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrar (COO) hjá Niceair. Benedikt hefur yfir 20 ára reynslu í flugi, lengt af sem flugstjóri, þjálfunarflugstjóri og Airbus-flotastjóri hjá Air Atlanta.
Safnað fyrir Sigurgeir, 15 ára sem brenndist illa í síðustu viku
Hollvinasamtök Dalbæjar hafa starfað í þrjú ár en tilgangur samtakanna er að styðja við Dalbæ Dvalarheimili aldraðra í Dalvíkurbyggð með framlögum til tækjakaupa, afþreyingar og ýmisskonar búnaðar
Á morgun þriðjudag 29. nóvember verður með formlegum hætti skrifað undir samning um smíði líkans af bátnum Húna ll.
Guðný Einarsdóttir, organisti við Háteigskirkju, heldur tónleika á Orgelhátíð í Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Arngerði Maríu Árnadóttur, Niels W. Gade, César Franck og Charles Ives og efnisskráin er innblásin af aðventu og jólum.
,,Í sandölum og ermalausum bol" þessar línur sem eru fengar úr litríkum og lýsandi texta Ladda og fólk kannast vel við og heitir Sandalar eiga liklega nokkuð vel við ótrúlegt aðventuveður sem við eigum i vændum þessa viku. Vægt frost í dag en svo hlýnar og það mun hlýna meiram, hiti mun fara i tveggja stafa tölu en slikur lúxus var nú ekki endilega á boðstólum s.l. sumar eins og fólk eflaust man. Það má jafnvel vænta þess að það létti til á fullveldisdaginn n.k. fimmtudag.
Einmunatið heyrðist sagt og undir það skal tekið.
,,Tíðin í haust hefur verið einstaklega góð og við náðum að opna golfvöllinn að Jaðri eftir þriggja til fjögurra vikna hlé,“ segir Steindór Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.
Fjölmenni smakkaði á réttum frá 12 þjóðlöndum
„Þetta er góð og skemmtileg hefð sem mörgum þykir ómissandi,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir verkefnastýra hjá Áfram Hrísey
,,Það hefur orðið mikil jákvæð vakning í þessum málum og margir að átta sig æ betur á því að sóun er bara alls ekki lengur í tísku,“ segir Dagný Fjóla Elvarsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum Brynjari Inga Hannessyni rekur verslunina Aftur nýtt í Sunnuhlíð á Akureyri. Þar gefst hverjum sem það vill kostur á að leiga pláss, einn bás eða fleiri og selja fatnað, skó, leikföng, eða bækur svo dæmi séu nefnd. Alls eru í boði 48 básar og yfirleitt allir fullnýttir.
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.
Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en hins vegar vill Vegagerðin auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju.
Í samkomulaginu felst meðal annars að Björgunarsveitin Garðar mun ferja starfsfólk PCC til og frá vinnu þegar veður er slæmt