
Það er mjög skemmtilegt og gefandi að geta flutt eigin tónlist
Birkir Blær verður á sviðinu á Græna hattinum í kvöld ásamt valinkunum köppum, Vikublaðið sló á ,,þráðinn“ til kappans og forvitnaðist um það sem í boði verður i kvöld
Tónleikar á Græna í kvöld hvað ætlar þú að bjóða okkur uppá? Efnisskráin er mjög fjölbreytt og það verður flutt kraftmikil soul, rokk og blústónlist, m.a. sem ég flutti í Idol-keppninni, en einnig ballöður og R&B tónlist. Gömlu lögin mín verða flutt í nýjum útgáfum og svo verður eitt óútgefið lag frumflutt líka.