
Rífandi stemning þegar Ísland tryggði sig í milliriðil HM
Myndaveisla í boði Jóns Forbergs
Myndaveisla í boði Jóns Forbergs
Gaflaraleikhúsið kemur nú til Akureyrar með metsölusýninguna Bíddu Bara sem hefur nú verið sýnd yfir 60 sinnum fyrir fullu húsi í Hafnarfirði. Sýningin,sem er alger hlátursprengja, er eftir stórstjörnurnar Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur. Gagnrýnandi RÚV kallaði sýninguna óvæntasta gleðigjafa ársins og án efa fyndnustu sýninguna.
Halldór Jóhann Sigfússon fyrrum leikmaður KA núverandi handboltaþjálfari hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro sem í sumar tekur við liði Nordsjælland skrifar um HM í handbolta fyrir lesendur Vikublaðsins.
Starfsdagur trúnaðarmanna var haldinn á dögunum eftir þriggja ára hlé. Starfsdagurinn er partur af endurmenntun trúnaðarmanna þar sem lögð er áhersla á fræðslu í bland við sjálfseflingu einstaklingsins. Öðrum sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið er einnig boðið á starfsdaginn.
Heildartekjur Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar á liðnu ári náum um 84 milljónum króna. Gjaldskylda var tekin upp í byrjun apríl á síðastliðnu ári. Á meðan klukkukerfið var við lýði áður en gjaldskylda var tekin upp að nýju voru tekjur af sjóðnum á ársgrundvelli í kringum 30 til 35 milljónir króna.
Þeir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir glæsilegan klæðaburð og framgöngu i hvívetna félagarnir í Klísturfélaginu frá Húsavík, en fjórmenningarnir hafa sprangað um götur Kristianstad í Svíþjóð og horft á leiki með landsliðinu okkar i handbolta þess á milli.
Vefurinn tók stöðuna á þeim köppum og fyrir svörum var Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri Kjarnafæðis Norðlenska á Húsavík
Í október og nóvembr sl. lét félagið, í samstarfi við AFL starfsgreinafélag, Gallup framkvæma könnun um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna Einingar-Iðju og AFLS starfsgreinafélags. Um er að ræða sambærilega könnun og gerð hefur verið fyrir félögin sl. 12 ár. Niðurstöður lágu fyrir í lok desember og má sjá þær hér. Það er alltaf fróðlegt að bera þær saman við niðurstöður síðustu ára og sjá hvort miklar breytingar hafa átt sér stað.
"Ég er mjög ánægður fyrir pabba hönd og sjálfs mín og er stoltur af þessari byggingu," segir Þorsteinn Geirharðsson arkítekt
Mikil aukning hefur verið í komum ósjúkratryggðra, þ.e. ferðamanna á Sjúkrahúsið á Akureyri, en alls leituðu 665 einstaklingar til SAk árið 2022 á móti 400 árið þar á undan. Alls voru 119 einstaklingar úr þessum hópi lagðir inn á sjúkrahúsið sem er umtalsverð fjölgun frá árinu þar á undan, 2021 þegar þær voru 52 í allt.
Stjórn Félags íslenskra safna og safnamanna hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála hjá Smámunasafni Sverris Hermannssonar í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit. Félagið hefur sent sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar erindi vegna málsins en að því er fram kemur þar segir stjórnin sem stefnuleysi virðist ríkja hjá sveitarstjórn varðandi safnið og framtíð þess. Húsnæðið hafi verið auglýst til sölu, „og algjör óvissa ríkir um framtíð safnsins og þeirrar starfsemi sem þar hefur verið
-segir Elvar Bragason hjá Tónasmiðjunni
Samkvæmt frétt á ruv.is eru góðar likur á því að flugi geti hafist frá Akureyrarflugvelli með Niceair til London í október næstkomandi. Þorvaldur Lúðvik Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair segir i samtali við vef RUV „Það er alveg líklegt að við gætum hafið flug áður en það er allavega klárt frá og með október,“
,,Við munum leggja áherslu á þjálfun og meðhöndlun eldra fólks og fólks með vandamál tengd meðgöngu, mjaðmagrind og grindarbotni,“ segir Ásta Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Eflingar sjúkraþjálfunar en fyrirtækið hefurtekið í notkun nýja starfsstöð í Kaupangi. Húsnæðið er á 2. hæð í norðurenda en Efling keypti húsnæðið af Sjálfstæðisflokknum. Nýja stöðin er um 380 fermetrar að stærð og vel tækjum búin.
Breytingar í aldurssamsetningu þjóðarinnar eru ein af stóru áskorunum íslensks samfélags. Fjöldi eldra fólks eykst og hlutfall aldraðra af heildarmannfjölda fer ört hækkandi á næstu árum og áratugum. Kröfur eldra fólks til þjónustu hafa að sama skapi breyst verulega frá því sem áður var.
Því er þörf er á breyttum viðhorfum í þjónustu við eldra fólk með áherslu á aldursvænt, heilsueflandi og styðjandi samfélag. Af þessu tilefni mælti undirrituð fyrir þingsályktunartillögu í haust um markvissa öflun gagna um líðan, velferð og efnahag eldra fólks. Tillögu sem gengur út á að safna saman markvissum, samræmdum og tímanlegum upplýsingum um líðan, stöðu og velferð eldra fólks á hverjum tíma.
Markmiðið með þessari gagnaöflun er að geta mælt aðstæður eldra fólks svo hægt sé að marka stefnu til framtíðar, vinna að aðgerðaáætlun og úthluta fjármagni á rétta staði. Ánægjulegt er að segja frá því að vel var tekið undir þessa tillögu og hún hefur verið færð inn í annað og stærra verkefni.
„Við greinum mikinn og aukinn áhuga erlendra flugfélaga að nýta sér nýjar gáttir sem í boði eru á Ísland, á Akureyri og Egilsstöðum. Í það heila eru staðfest tæplega 200 millilandaflug um Akureyrarflugvöll á tímabilinu frá janúar og út nóvember,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Mest verður um millilandaflug á komandi sumri en hún segir að frá júní til ágúst séu þegar búið að staðfesta 70 millilandaflug um Akureyri.
Í gær kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hvaða samstarfsverkefni háskólanna hljóta úthlutun úr samstarfssjóði háskóla
„Það er von okkar að þessi aðgerð hafi ekki langvarandi áhrif en búast má við því að biðlistar lengist lítillega og eru þeir skjólstæðingar sem þetta snertir beðnir um að sýna því skilning,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir.
Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi þriðjudaginn 24. janúar nk. kl. 17.30 þar sem lýst verður kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar.
Helmingur stúlkna í 8.-10. bekk grunnskóla hefur verið beðinn um að senda eða deila af sér nektarmynd. Þar af voru 12% tilbúin til þess að segjast hafa orðið við slíkri beiðni. Í langflestum tilfellum, eða tæplega 7 af hverjum 10, fengu stúlkurnar beiðnina frá ókunnugum einstaklingi á netinu.
Á fundi Skipulagsráðs Akureyrarbæar 10 janúar s.l. var m.a. rætt um umgengni á lóð við Sjafnarnes 2 en ástandið þar hefur reyndar vakið spurningar hjá bæjarbúum og er óhætt að segja að sitt sýnist hverjum í þeim efnum.
Skattamálum á hendur félögum tengdum Samherja hefur verið að fullu lokið í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018. Samhliða hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamál á hendur félögunum og starfsfólki þeirra og staðfest að hvorki stjórnendur né starfsmenn samstæðunnar hafi gerst sekir um refsiverð brot vegna þessa.
Halldór Jóhann Sigfússon fyrrum leikmaður KA núverandi handboltaþjálfari hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro sem í sumar tekur við liði Nordsjælland skrifar um HM í handbolta fyrir lesendur Vikublðasins.
Halldór sem hefur þjálfað hjá Fram, FH og á Selfossi stýrði einnig liði Barein á HM i handbolta 2021. Kappinn veltir fyrir sér HM i handbolta og möguleikum okkar manna í riðlinum sterka. Við skulum gefa honum orðið
Rasmus Gjedssø Bertelsen er gestaprófessor í heimskautafræði við Háskólann á Akureyri. Alla jafna gegnir hann stöðu prófessors í Norðurlandafræðum og málefnum Barentssvæðisins við Félagsvísinda- og menntunarfræðideild Norðurslóðaháskólans í Tromsø í Noregi.
Ferðaskrifstofa Akureyrar og VITA Sport hafa sameinast undir nafninu Verdi. Hið nýja fyrirtæki mun hafa tvær starfsstöðvar, bæði í miðbæ Akureyrar og á höfuðborgarsvæðinu
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fjöldi ferðamanna sem kemur hingað til lands hefur farið vaxandi. Samhliða þeirri fjölgun má ætla að fleiri þurfi að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Margir ferðamenn sækja á bráðamóttökur / heilsugæslustöð með minniháttar áverka eða væg veikindi en það er alltaf svo að nokkrir þurfa að leggjast inn á sjúkrahús í einhvern tíma og fá þar sérhæfða þjónustu.