
Stellurnar
Í haust verða 50 ár liðin frá því að Útgerðarfélag Akureyringa festi kaup á systurskipum frá Færeyjum Stellu Kristinu og Stellu Karínu en Stellurnar eins og þær voru kallaðar reyndust mikil happaskip og í augum þeirra sem þannig augu hafa einhver fallegustu fiskiskip sem sést hafa við Íslandsstrendur. Sigfús Ólafur Helgason hugmyndasmiður á Akureyri fékk þá flugu í höfuðið á dögunum að kanna með smíði á líkani af þeim ,,systrum". Sigfús sem lætur sér yfirleitt ekki nægja að fá hugmynd heldur kemur hann henni á koppinn fór í málið.