Dornier 328 skrúfuþota Ernis á Húsavíkurflugvelli í Aðaldal. Mynd/Ernir
Egill P. Egilsson skrifar
Mál málanna í allri umræðu á Norðurlandi um þessar mundir er boðuð sameining Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri.
Miðað við alla þessa umræðu þarf ekki mikið ímyndunarafl til að komast að þeirri niðurstöðu að sameiningarplön mennta- og barnamálaráðherra fái ekki jákvæðan hljómgrunn.
Nemendur skólanna hafa staðið í mótmælum, hagaðilar, bæjarfulltrúar og þingmenn hafa ruðst fram á ritvöllinn til að koma á framfæri áhyggjum sínum af málinu, já og hreinlega til að mótmæla þeim. Nú síðast þingflokksformaður Framsóknar, Ingibjörg Isaksen sem skorar á samflokksmann sinn, háttvirtan ráðherra menntamála um að endurskoða vinnuna og markmið sameiningarinnar.
Þögla mál landshlutans
Annað mál í landhlutanum hefur verið heldur fyrirferðarminna í opinberri umræðu, þó alvarleiki þessi sé talsverður fyrir íbúa austan Vaðlaheiðar.
Í Vikublaðinu sem kemur út í dag er rætt við Aðalstein Á. Baldursson formann Framsýnar, stéttarfélags um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll. Komið hefur fram að flugfélagið Ernir muni hætta áætlunarflugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur um næstu mánaðamót ef ekki komi loforð um breyttar forsendur fyrir þann tíma.
Ég ætla ekki að fara rekja það í lögnu máli hvaða forsendur það séu, en í stuttu máli kallar flugfélagið eftir ríkisaðstoð líkt og á öðrum sambærilegum flugleiðum í innanlandsflugi.
Fundað fyrir luktum dyrum
Það sem mér þykir undarlegast við þetta mál er hvað það fær litla umræðu. Téður formaður Framsýnar, hefur vissulega haft hátt um framtíð Húsavíkurflugsins um árabil og barist fyrir tilvist þess. Eins og fram kemur í fréttinni sem ég vísaði til, kallaði hann á mánudag til fundar stjórnendur flugfélagsins og fulltrúa Norðurþings og Þingeyjarsveitar til að ræða stöðuna og leita leiða fluginu til bjargar. Síðar sama dag hann fundaði rafrænt ásamt sömu fulltrúum og nokkrum þingmönnum kjördæmisins. Þá hefur hann einnig vakið athygli forsætisráðherra á málinu.
Tíminn færist hættulega nálægt mánaðamótum en ekki ratar þetta mál inn í opinbera umræðu. Það er með ólíkindum að eini talsmaður þessara samgönguleiðar sé formaður stéttarfélags á svæðinu. Að minnsta kosti sá eini sem hefur hátt.
Hvar eru skoðanapistlarnir?
Ég hef ekki dottið um aðsendar greinar frá sveitarstjórnarfulltrúum, þeir kannski kláruðu kvótann í aðdraganda kosninga, þá vantaði aldeilis ekki hugðarefnin. Þetta mál virðist heldur ekki vekja áhuga hjá þingmönnum kjördæmisins, þeir sjá kannski bara í hyllingum aukna umferð um Vaðlaheiðargöng?
Ég heimsótti vefsíðu Samtaka sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), þar fann ég enga yfirlýsingu eða áskorun til stjórnvalda. Ég fann þær heldur ekki á vef Markaðsstofu Norðurlands en eflaust hafa þær tapast í öllum færslunum um Akureyrarflugvöll. Á Fjasbókarsíðu Húsavíkurstofu er að vísu hlekkur á frétt um yfirvofandi endalok áætlunarflugsins. Aðrir hagaðilar í ferðaþjónustu, fyrirtækjaeigendur og stjórnendur hafa lítið ef nokkuð haft sig í frammi.
Hreyfiafl samfélagsins
Umræðan um sameiningardrauma mennta- og barnamálaráðherra hefur leitt mig á þann stað að það kæmi mér ekkert á óvart þó hann verði gerður afturreka með þessar hugmyndir sína. Svo sterk hefur andstaðan verið.
Og hvað kennir það okkur? Jú, einmitt það að opinber umræða um mikilvæg málefni er eitt öflugasta hreyfiafl nútímasamfélags sem við höfum.
Því skora ég á kjörna fulltrúa í sveitarfélögunum austan Vaðlaheiðar og þingmenn kjördæmisins að láta í sér heyra um hvað þeim finnst um endalok áætlunarflug frá Húsavík og framtíð Húsavíkurflugvallar; eða skiptir þessi samgönguleið íbúanna á svæðinu ykkur engu máli?
Það getur vel verið að þið hafið skrifað einhverja tölvupósta á bak við tjöldin en til að koma hreyfingu á hlutina þarf að setja þrýsting á ríkið fyrir opnum tjöldum og skapa umræðu; kveikja í íbúum sem mæta á á kjörstað. Og ef þið teljið þetta mál ekki vera nógu mikilvægt, þá er líka alveg sjálfsagt að þið segið kjósendum hug ykkar í málinu. Klukkan tifar.
Höfundur er áhugamaður um umræðu mikilvægra málefna
Nú eru nemendur á öðru ári í húsamíði komnir í fullan gang með að byggja þrjú frístundahús en þetta er árlegt verkefni og er nemendum afar mikilvægt og lærdómsríkt því bygging slíkra húsa kemur inn á svo marga þætti sem húsasmiðir þurfa að kunna skil á.
Það getur ekki öllum liðið alltaf vel. En það á heldur engum að líða alltaf illa. Passleg blanda er líklega best, horfa bjartsýn fram á veg, snúa baki við skugganum. Vita af þungum steinum, en láta þá ekki hafa áhrif á sig. Lífsviðhorf sem ætti að vera auðvelt og einfalt, en er það ekki fyrir marga. Alltof marga. Við vitum ekki hvað annað fólk burðast með, við þekkjum ekki skugga þeirra og þunga kaldagrjótsins sem á þeim hvílir. Þess vegna eigum við að temja okkur mildi og umburðarlyndi. Við þekkjum engan í raun og veru, dýpstu hugsanir þeirra, gleði, áföll og sorgir.
Björn Ingólfsson lét af launuðum störfum hjá Grýtubakkahreppi 1. ágúst síðastliðinn. Björn hefur verið bókavörður frá 1984, framan af með störfum sínum sem skólastjóri Grenivíkurskóla. Björn hóf störf fyrir hreppinn sem kennari 1963 til 1964 og frá árinu 1968 hefur hann verið samfellt í starfi hjá Grýtubakkahreppi. „Þetta er ansi langur starfsferill og jafnframt farsæll,“ segir á vefsíðu hreppsins.
Bókaklúbbur ungmenna á Amtsbókasafninu á Akureyri hlaut Hvatningarverðlaunum Upplýsingar á Degi læsis og Bókasafnsdeginum fyrr í vikunn. Hrönn Soffía Björgvinsdóttir umsjónarmaður klúbbsins tók við verðlaununum. Hvatningarverðlaunin eru veitt annað hvert ár. Þema dagsins í ár er : Lestur er bestur fyrir sálina.
„Allur réttur er áskilinn til að koma að formlegum mótmælum ásamt viðeigandi röksemdum varðandi úthlutun svæðisins sem sveitarfélagið hefur skilgreint sem lóðirnar Hofsbót 1 og 3, en úthlutunin var ekki staðfest af bæjarráði fyrr en á sama fundi og erindi umbjóðenda minna var tekið fyrir,“ segir í bréfi Sunnu Axelsdóttur lögmanns sem hún sendi bæjarráði fyrir hönd Bifreiðastöðvar Oddeyrar.
Í dag 10.september er alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga. Fólk hefur dáið úr sjálfsvígum frá morgni tímans og sú dánarorsök mun alltaf verða partur af mannlífinu ja rétt eins og krabbamein.
Laugardaginn 13. september kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn með Margréti Jónsdóttur um sýningu hennar Kimarek–Keramik í Listasafninu á Akureyri. Sýningunni lýkur 28. september næstkomandi.