Það verður sannkölluð jólastemming í Norðurþingi alla aðventuna! Fyrirtæki, íbúar og stofnanir eru hvött til standa fyrir viðburðum eða uppákomum til að koma íbúum, sem og gestum og gangandi, í jólaskapið.
Sæfari hefur hafið siglingar á ný milli Dalvíkur og Grímseyjar eftir að hafa verið í slipp allan október vegna viðhalds. Fyrsta áætlunarferðin er í dag, með siglingu til Hríseyjar, og á morgun fer fyrsta ferðin til Grímseyjar eftir hléið.
Það er fátt sem reynir meira á mann en að verða veikur, nema kannski að upplifa að manni sé ekki trúað. Þegar líkaminn bregst, en samfélagið virðist efast. Þegar fólk sem stendur í daglegu stríði við orkulítið líf og stöðug hjartsláttarónot finnur að kerfið sér það ekki.
Hvenær verður vandi að krísu?
Að íslensk leikskólabörn séu æ oftar farin að spjalla sín á milli á ensku, telja á ensku, þekkja litina á ensku: Vandi eða krísa? Að nærri helmingur drengja geti ekki lesið sér til gagns: Vandi eða krísa? Að Ísland sé neðst Norðurlanda þegar kemur að lesskilningi nemenda, og að staðan sé sú að fá þátttökuríki PISA hafi lækkað jafnmikið frá síðustu aldamótum: Vandi eða krísa?
Ég biðst afsökunar á því að komast ekki á fundinn núna á fimmtudaginn. Þar hefði ég sannarlega viljað vera og heyra álit ykkar á skipulagsmálum. Ekki síst þeirri þéttingarstefnu sem bæjaryfirvöld hafa sett á oddinn nú um alllangt skeið.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson frá Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem haldin var í Skagafirði nýverið.
Alvarlegt ástand malarvega í Þingeyjarsveit var til umræðu á fundi sveitarstjórnar á dögunum, en á þessu kjörtímabili hefur sveitarstjórn bókað þrisvar sinnum um bágt ástand þeirra.
„Rótarý hefur gefið mér margt. Félagsskapurinn er ómetanlegur – það að kynnast fólki úr ólíkum geirum og með mismunandi reynslu hefur bæði víkkað sjóndeildarhring minn og veitt mér innblástur. Ég hef einnig fengið tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á líf annarra, bæði hér heima og erlendis,“ segir Elín Hrönn Einarsdóttir félagi í Rótarýklúbbi Akureyrar. Hún starfar sem iðjuþjálfi/ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands.
Viljayfirlýsing um aukið samstarf á milli Akureyrarbæjar og Gimli í Kanada hefur verið undirrituð. Með yfirlýsingunni er styrkari stoðum rennt undir samstarf á sviði menningarmála, menntunar, sjálfbærrar ferðaþjónustu og nýsköpunar.