
Nýtt Vikublað er komið út.
Nýtt Vikublað er komið út. Að venju er þar eitt og annað að finna. Krossgáta og spurningar sem dæmi fyrir þá sem vilja spreyta sig á þvílíku, eins Þankar gamals Eyrarpúka.
Við segjum frá bagalegu ástandi sem upp er komið á Sjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem undanfarið hafa allt að 25% rúma verið nýtt af öldruðu fólki sem kemst ekki á hjúkrunarheimili. Gripið hefur verið til þess ráðs að senda aldraða á hjúkrunarheimili í nágrannabyggðalögum.