Löng saga og stutt
Einörð afstaða sveitarstjórnar og íbúa Grýtubakkahrepps þegar kemur að sameiningarmálum sveitarfélaga, hefur í gegnum tíðina vakið athygli. Kannski er það ekki að undra, þar sem telja má ansi líklegt að Grýtubakkahreppur eigi sér lengsta sögu núverandi sveitarfélaga á Íslandi í óbreyttri mynd. Hann rekur sögu sína meira en eitt þúsund ár til þess tíma er hreppar tóku að myndast á þjóðveldisöld.