Fiskidagurinn mikli snýr aftur í sumar

Fiskidagurinn mikli snýr aftur í sumar eftir heimsfaraldur og verður boðið til hátíðar  dagana  10-13 ágúst nk. ,, Undirbúningur hefur staðið síðan í haust og gengur vel“ segir Júlíus Júlíusson .

Lesa meira

Höfðingleg gjöf til Skógræktarfélags Eyjafjarðar

Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk í gær forláta bandsög að gjöf frá Guðmundi Þorsteinssyni, söng og skipasmíðameistara.  Bandsögin sú arna á sér merka sögu, var keypt ný til skipasmíðastöðvar KEA á eftirstríðsárum, þjónaði síðar Slippstöðinni á Akureyri um árabil áður en hún barst í eigu Guðmundar.

Hann hefur haldið hefur gripnum vel við, enda er hún eins og ný úr kassanum og kemur til með að nýtast okkur afar vel til viðarvinnslu í Kjarnaskógi. Við þökkum höfðinglega gjöf !

 Þetta kemur Fram á facebook síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga

 

 

Lesa meira

Undan með nagladekkin

Þann 15 apríl nk. eiga nagladekk að vera farin undan bílum án þess  þó að fólk þurfi að fá sting í hjartað strax yfir því að aka enn á nöglunum en burt þurfa þeir nú samt.  Það fer alltaf allt á hliðina á dekkjaverkstæðum á þessum árstíma,  vefnum fýsti að vita hvort skollin væri á vertíð?

Lesa meira

Vinnur þú í öðru bæjarfélagi en þú býrð í?

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) leitar eftir þátttakendum í rannsókn. Þátttakendur þurfa annað hvort að búa í jaðarbyggðum höfuðborgarsvæðisins og sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið eða vera íbúar í nærsveitum Akureyrar sem sækja vinnu þangað.
 
Rannsóknin snýst um fjarvinnu og mögulegar breytingar þar á í kjölfar Covid og áhrif þess á vegakerfið, rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.
Þátttakendum er boðið að skrá sig í gjafaleik þar sem 10.000 kr. gjafabréf frá Landsbankanum er í boði.
 
Endilega takið þátt með því að fylgja slóðinni: https://survey.sogolytics.com/r/fjarvinna
Lesa meira

Vindar nýsköpunar blása á Siglufirði

Annað árið í röð komu helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði undir lok marsmánaðar til fundar við frumkvöðla í orku-, auðlinda- og umhverfismálum

Lesa meira

Akureyringar að verða 20.000 talsins

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá voru Akureyringar 19.989 þann 1 apríl sl. og því afar líklegt að 20.000 íbúamarkinu verði náð núna á næstu dögum.

Lesa meira

Keyptu allan tækjabúnað úr þrotabúi N4

Ætla sér stóra hluti í framleiðslu á innlendu efni fyrir vefsjónvarp

Lesa meira

Góður gangur í sameiningarviðræðum Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands

Eins og vefurinn greindi frá í mars sl. ákváðu stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga ses. og Sparisjóðs Austurlands hf. að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna.

Lesa meira

Fréttatilkynning Heimsferðir með flug til Tenerife frá Akureyri í sumar

Heimsferðir hafa í gegnum árin boðið upp á flug frá Akureyri til spennandi áfangastaða úti í heimi. Ferðaskrifstofan bætir nú enn í úrvalið og býður upp á flug til Tenerife frá Akureyri,   Komnar eru í sölu ferðir í júní og júlí þar sem boðið er upp á hagstæða og vandaða ferðapakka.

Lesa meira

Sjallinn á förum?

Bæjarstjórn er i framkvæmdahug  og  auglysir einnig  Glerárgötu 7 og tillögu á breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins á þessari margumræddu lóð.

Lesa meira

Drög að breytingu á deiliskipulagi við Viðjulund 1 og 2

Á heimasíðu Akureyrar er að finna i dag  tilkynningu um tillögu sem er á vinnslustigi eins og segir og  snertir deiliskipulag  á lóðum við Viðjulund 1 og 2.  

Lesa meira

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra óskar eftir svörum

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra óskað eftir svörum frá Akureyrarbæ og Vegagerðinni um til hvaða aðgerða hefði verið gripið til að draga úr umferðarhávaða í bænum frá því aðgerðaráætlun gegn hávaða var fyrst útbúin árið 2015.

Lesa meira

Starfsfólk Sprettsins og Greifans færðu Hollvinasamtökum SAk 250.000 kr.

Starfsfólkið valdi frekar að láta andvirði páskaeggja sem það hefði annars fengið renna til góðs málefnis og urðu Hollvinasamtökin fyrir valinu.
Við erum endalaust stolt af starfsfólkinu okkar og á meðfylgjandi mynd má sjá Arnar Loga Kristjánsson afhenda Jóhannesi  Bjarnassyni frá Hollvinasamtökunum gjöfina fyrir hönd starfsfólks Sprettsins og Greifa

Lesa meira

Hlaðvarp um Huldu skáldkonu komið út

Tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir unnu þættina upp úr dagskrá sem þær fluttu víða um land árið 2018

Lesa meira

Ávinningur fyrir skólann til framtíðar litið

„Eftir að hafa velt málinu fyrir mér og metið kosti og galla sé ég þó í þessu mikinn ávinning fyrir skólann. Við fáum nýtt rými sem uppfyllir ströngustu kröfur um loftgæði og gefur okkur tækifæri til að auðga skólastarfið enn frekar að samningstíma loknum,“ segir í bréfi sem Anna Bergrós Arnarsdóttir skólastjóri sendi foreldrum barna í Oddeyrarskóla í vikunni vegna fyrirhugaðrar leikskóladeildar í húsnæði skólans. Kveðst hún í fyrstu hafa verið efins um þessa ráðstöfun.

Lesa meira

Samræður um heilbrigðismál á Norðurlandi.

Fyrr á þessu ári lögðum við í Samfylkingunni af stað í málefnavinnu vegna næstu þingkosninga. Við nálgumst þetta verkefni nú með breyttum hætti, þar sem áhersla er lögð á samtal við sérfræðinga og almenning um allt land. Liður í þessu eru fjörutíu opnir fundir í samstarfi við aðildarfélög flokksins.

Lesa meira

Talið í iðnbyltingum

„Like´in“ tifa hratt um háða sveina, lítið sjálfstraust grær við skriðufót. Sjálfsmynd liggur brotin milli síðna, á skjánum skelfur íturvaxin snót.

Lesa meira

Leikskóladeild í Oddeyrarskóla eykur umferð um þröngar götur

Fram hafa komið áhyggjur meðal foreldra barna í Oddeyrarskóla vegna aukins umferðarþunga sem fylgir því að sett verði upp leikskóladeild fyrir 24 börn í hluta skólans. Leikskóladeildin verður staðsett þar sem nú er smíðastofa skólans. Foreldrar hafa velt fyrir sér hvort nemendur fái enga smíðakennslu næstu tvö til þrjú árin, en leikskóladeildin verður sett upp til bráðabirgða þar sem fyrirsjáanlegt er að ekki verða næg leikskólarými í boði fyrir öll börn næsta haust. Alls vantar um 50 leikskólapláss á Akureyri á þeim tíma.

Lesa meira

Sýningin verður að halda áfram

-Stefnir á framlengingu Eurovision sýningarinnar á Húsavík

Lesa meira

Starað í hyldýpið

Egill P. Egilsson skrifar nokkur orð um holuna sem gapir á Húsavíkinga

Lesa meira

Páskar ekki bara súkkulaðiegg

Veðrið leikur við Akureyringa og gesti bæjarins í dag og er fólk út um allar grundir að notfæra sér blíðuna. Þegar þetta er skrifað laust fyrir kl. 17 eru tæpar 13 gráður  og logn eitthvað sem hefði talist  hitabylgja sl. sumar. 

Lesa meira

Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts styrkir Mótorhjólasafn Íslands um eina milljón króna.

Á heimasíðu klúbbsins segir að Tíunni hefi gengið vel undanfarið að safna fyrir klúbbinn, bingó, happdrætti, auglýsingatekjur og margt fleira gera það að verkum að við hægt sé að styðja vel við safnið.

Lesa meira

„Hafði mestan áhuga á að mynda húsdýrin og bændafólkið“

„Kýrnar kláruðu kálið,“ Ljósmyndasýning Atla Vigfússonar í Safnahúsinu á Húsavík

Lesa meira

ÆTLAR AÐ VERÐA BESTUR Á ÍSLANDI OG FINNA SITT PLÁSS Á STÓRA SVIÐINU

„Ég ætla einn daginn að verða bestur á Íslandi í pílu og finna mér mitt pláss á stóra sviðinu,“ segir Óskar Jónasson sem náð hefur góðum árangri í pílu. Hann hefur einungis æft og spilað í rúmt ár en engu að síður landað bæði Akureyrar- og Íslandsmeistaratitlum. Tekið þátt í tveimur mótum erlendis og stefnir á frekari þátttöku utan landssteina á næstu mánuðum gangi allt upp. Mikill áhugi er fyrir íþróttinni á Akureyri um þessar mundir, félagið það næst stærsta hér á landi með rúmlega 100 félaga. Aðstaðan er í gamla íþróttahúsinu við Laugargötu og er hún sprungin. 

Lesa meira

Hefur áhyggjur af aðhaldsaðgerðum ríkisins

Í nýrri fjármálaáætlun til fimm ára boðar ríkisstjórnin aðhald í rekstri þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að framkvæmdir verða settar á ís. Þó er gert ráð fyrri því að haldið verði áfram með framkvæmdir sem þegar eru hafnar

Lesa meira

Myndaði þétta loðnutorfu við Hjalteyri

„Toppurinn á ferlinum,“ segir Erlendur Bogason kafari

Lesa meira

10 ár frá stofnun Landssamtaka íslenskra stúdenta á Akureyri

Landsþingið er stærsti samráðsvettvangur stúdenta á Íslandi og þar gefst færi á að skiptast á skoðunum, rökræða og fá innsýn í baráttumál stúdenta á öðrum sviðum.

Lesa meira