
Miklar framkvæmdir á og við Grenivík í sumar og næstu misseri
Miklar framkvæmdir eru í gangi á og við Grenivík. Verður svo í sumar og líklega næstu misseri
Höfði Lodge vinnur nú að gerð hjólastíga í Höfðanum. Stígagerð er unnin í samráði við sveitarfélagið og verða stígarnir opnir öllum þegar þeir verða tilbúnir. Áfram verður unnið að stígagerð í fjöllum hér í kring þegar lokið verður við verkið í Höfðanum og gilda mun hið sama, stígar verða opnir almenningi þó Höfði Lodge muni nýta þá fyrir sína starfsemi.