
Icelandair býður uppá flug frá Akureyri til Keflavikur í haust
Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023, mun Icelandair bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt. Á tímabilinu verður flogið þrisvar sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum klukkan 5:50 að morgni og þrisvar sinnum í viku frá Keflavík til Akureyrar á miðvikudögum klukkan 21:20 og föstudögum og sunnudögum klukkan 17:15. Með fluginu verður auðvelt að tengja við fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu.
Þar sem flugið er alþjóðatenging fer öryggisleit fram á Akureyrarflugvelli og einungis verður hægt að bóka það samhliða millilandaflugi með Icelandair. Vegna styttri afgreiðslutíma í öryggisleit og ferðatíma á flugvöll munu íbúar Akureyrar og nágrennis og ferðamenn þaðan geta lagt af stað á flugvöllinn á svipuðum tíma og íbúar höfuðborgarsvæðisins.