Formaður Kvenfélagsins Hlínar í Grýtubakkahreppi hefur afhent forstöðumanni sundlaugarinnar á Grenivík, veglegan pakka af sundlaugarleikföngum. Með þessu vonar kvenfélagið að yngri gestir laugarinnar hafi nóg við að vera þegar þeir skella sér í sund.