„Við fengum til okkar yfir 300 manns að klifra um helgina og annan eins fjölda sem kom að skoða aðstöðuna að Dalsbraut 1, Aðstaðan er vegleg og verður stór viðbót í afþreyingu bæjarins,“ segir Katrín Kristjánsdóttir einn eigenda. 600Klifur, ný klifuraðstaða á Akureyri var opnuð um liðna helgi. Aðstaðan er við Dalsbraut 1 þar sem í boði er glæsileg íþróttaaðstaða fyrir börn jafnt sem fullorðna þar sem bæði er hægt að æfa og skemmta sér. Salurinn hefur verið í smíðum síðan á liðnu ári.
Í ályktun ASÍ sem var að berast er lýst yfir miklum áhyggjum af atvinnuástandinu í Þingeyjarsýslum og skorað á stjórnvöld að koma að málinu af fullum krafti. Framsýn og Þingiðn fagna þessum stuðningi. Ályktunin er eftirfarandi:
Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur. Sérstaklega blasir þetta við á landsbyggðinni, þar sem íbúar utan höfuðborgarsvæðisins eins og á Akureyri og nágrenni finna nú fyrir skerðingu þjónustu og aukinni byrði.
Mig langar á þessu hausti til að minna á áfallahjálp og sorgarstuðning Þjóðkirkjunnar í landinu og minnast sérstaklega á það sem er í boði hér á Akureyri fyrir bæjarbúa og nærsveitir.
Frá árinu 2013 hefur verið hér starfræktur hópur sem nefnist Dagrenning og undirrituð haldið utan um en þar hittast foreldrar sem misst hafa börn og veita hvert öðru virka hlustun og jafningjastuðning.
Í vor fengum við, nemendur í elstu bekkjum Stórutjarnaskóla og Sigríður Árdal og Marika Alavere, styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Markmið verkefnisins var að efla samskipti, samvinnu og sjálfstraust þátttakenda. Kynnast ólíkri menningu og skoða og kynnast náttúrunni og vekja okkur til umhugsunar af hverju við þurfum að hugsa um náttúruna.
Hluthafafundir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu þeirra í upphafi árs. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlit Seðlabankans samþykkt samrunann.
Í október 2023 samþykkti meirihluti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að hefja eins árs tilraunaverkefni þar sem fyrstu sex klukkustundir leikskóladagsins urðu gjaldfrjálsar, en áfram greitt fullt gjald fyrir lengri dvöl barna. Samhliða voru teknir upp svonefndir skráningardagar og innleidd tekjutenging leikskólagjalda.