Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) fór fram í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 13. maí 2025. Þar voru kynntar niðurstöður fyrir rekstrarárið 2024. Þrátt fyrir áskoranir í rekstri varð þó mjög jákvæð þróun í starfsemi, þjónustu og mannauðsmálum sem gefur tilefni til bjartsýni fram veginn.
Margir biðu spenntir eftir því að Alþingi tæki til starfa eftir páskafrí þingmanna og ég var þeirra á meðal. Á dagskrá þingsins voru hugmyndir um að hækka talsvert skatta sem lagðir eru á sjávarútveginn umfram aðra atvinnuvegi. Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og hlakkaði til að hlusta á upplýsandi umræðu um auðlindir og auðlindanýtingu. Ég kom mér því notalega fyrir við sjónvarpsskjáinn áður en Silfrið byrjaði í sjónvarpi Ríkisútvarpsins fyrsta mánudag eftir frí þingmanna.
Fimm tilboð bárust í byggingu á nýrri steinsteyptri göngubrú í götustæði Borgarbrautar, auk stígagerðar að aðliggjandi stígum, uppsetningu á grjótkörfum, stoðveggjum og uppsetningu á lýsingu.
Upp er runninn síðasti kennsludagur þessarar vorannar 2025. Í mörg horn hefur verið að líta síðustu daga fyrir bæði kennara og nemendur enda þarf að ljúka við hin ýmsu verkefni og einnig eru próf í mörgum námsáföngum. Fram undan eru námsmatsdagar og punkturinn verður síðan settur yfir i-ið með brautskráningu í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 24. maí.
Krónan, Akureyrardætur og Hjólreiðafélag Akureyrar standa fyrir hjólamóti fyrir krakka á aldrinum 2 til 12 ára og fer mótið fram í Kjarnaskógi sunnudaginn 18. maí næstkomandi. Um er að ræða fyrsta hjólamótið sem Krónan heldur á Akureyri en mótið er haldið að fyrirmynd Krónumótsins í Öskjuhlíð sem er orðinn árlegur viðburður í september ár hvert. Skráning á mótið er hafin og eru öll börn velkomin.
Sýningin Jöklablámi opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri 17 maí kl. 14:00 Sýningin stendur til og með 22 júní. Opið alla daga nema mánudaga frá 14:00 til 17:00
Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar sat nýlega málstofu sem fjallaði um gervigreind í umönnun eldra fólks. Fram að því hafði hún ekki mikið leitt hugann að gervigreind og hvernig best er að nýta hana. Sú greinda hafði til þessa notað mig til að sýna mér endalaust í viðbót ef ég hafði til dæmis verið að skoða mér skó á netinu.