Jólin heima Svanhildur Daníelsdóttir frá Gnúpufelli rifjar upp

Jólin heima.

Næstu daga mun við birta hér á vefnum sögur fólks sem rifjar upp jólin heima hvort sem það er  jólahald fyrr eða nú.

Það er Svanhildur Daníelsdóttir frá Gnúpufelli, kennari við VMA sem ríður á vaðið.

Lesa meira

Stærsta árið í hvalaskoðun frá Húsavík

Talsverð aukning varð í fjölda farþega sem fóru í hvalaskoðun frá Húsavík á árinu sem senn er liðið.

Lesa meira

Sameiginlegt helgihald í Akureyrar og Glerárkirkju um áramót

Sr. Hildur Eir Bolladóttir birtir á Facebooksíðu sinni í morgun færslu um það að helgihald um áramót verði sameiginlegt  í Akureyrar og Glerárkirkju.  Ástæaðn sé sú að þrátt fyrir mikla og góða kirkjusókn á jólum skili fólk sé i minna mæli til kirkju um ármót.

Lesa meira

Um 15% íbúða sem byggðar eru á Akureyri ekki nýttar af íbúum sveitarfélagsins

Um eitt þúsund íbúðir, 11,4% allra íbúða á Akureyri eru í eigu fjárfesta, félagasamtaka eða annarra sem ekki eru með skráð lögheimili á Akureyri samkvæmt upplýsingum úr aðalskipulagi Akureyrar 2018 til 2030. Miðað við þróun síðustu ára er talið að þetta hlutfall hafi hækkað og geti verið á bilinu 15 til 20% nú.

Lesa meira

Eins og í Sjallanum í denn!

 Það er óhætt að fullyrða að hreyfing og útivera var ofarlega í huga Akureyringa í dag.  Hvert sem litið var mátti sjá fólk á göngu, skokki eða í sundi  og á gönguskíðum.  Likamsræktarstöðvar voru afar vinsælar og í Hlíðarfjalli renndi fólk sér í troðnum púðursnjó.

Lesa meira

Þegar barnið hughreystir þig

Séra Hildur Eir Bolladóttir flutti eftirfarandi prédikun við aftansöng í Akureyrarkirkju í gær. 

Lesa meira

Gleðileg jól!

Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum blaðsins og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar!

Lesa meira

Matargafir aðstoðuðu yfir 200 fjölskyldur fyrir jólin

Matargjafir á Akureyri og nágrenni veittu yfir 200 fjölskyldum aðstoð nú fyrir jólin. „Það er ekki laust við að ég sé klökk og full þakklætis,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem heldur utan um Matargjafir Akureyrar og nágrennis

Lesa meira

40 ár frá því Akureyrin EA kom til heimahafnar úr sinni fyrstu veiðiferð 23.12.2023

Nákvæmlega fjörutíu ár eru í dag liðin frá því frystitogarinn Akureyrin EA 10 kom úr sinni fyrstu veiðiferð, 23. desember 1983.

Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu fyrr á árinu keypt nær allt hlutafé Samherja hf. í Grindavík, sem gerði út togarann Guðstein GK 140 og fluttu þeir frændur starfsemina til Akureyrar.

Guðsteinn GK kom til nýrrar heimahafnar 1. maí 1983 og var nafni skipsins breytt í Akureyrin EA 10.

Um sumarið og fram á haust var unnið hörðum höndum við breytingar og endurbætur á skipinu í Slippstöðinni á Akureyri. Akureyrin fór í prufutúr í lok nóvember og í desember var farin fyrsta veiðiferðin. Skipið kom til Akureyrar á Þorláksmessu, 23 desember, vegna jólafrís skipverja.

Akureyrin var afar farsælt skip og var ár eftir ár meðal þeirra skipa sem skiluðu mestu aflaverðmæti. Árið 2013 var gamla Akureyrin seld, eftir að hafa verið í eigu Samherja í þrjátíu ár.

Samherji hefur vaxið og dafnað á þessum fjörutíu árum og nú landa nokkur skip félagsins í viku hverri, enda vinnsluhús félagsins afkastamikil.

Í skjalasafni Samherja eru varðveitt skjöl er tilheyra fyrstu veiðiferðinni, svo sem tilkynning til bæjarfógetans á Akureyri um áhöfn skipsins og uppgjör vegna veiðiferðarinnar. Hásetahluturinn var kr. 34.935,67 auk orlofs kr. 3.556,96. 23.desember, Þorláksmessa, er því einn af mörgum merkisdögum í sögu Samherja.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessum upphafsdögum Samherja.

Lesa meira

Enski boltinn um hátíðirnar Hvernig er best að koma boltanum fyrir í skipulaginu?

Enski boltinn er mikið áhugamál margra Íslendinga og þú finnur vart íslenskan knattspyrnuáhugamann sem heldur ekki með einhverju liði í ensku Úrvalsdeildinni. Sú hefð hefur skapast í enska boltanum að spilað er meira og þéttar í kringum hátíðirnar, öfugt við margar aðrar deildir í Evrópu sem taka yfirleitt pásu á þessum tíma ársins. Þetta er almennt gleðiefni fyrir íslenska knattspyrnuáhugamanninn þar sem hann fær að sjá meira af sínu liði, en flestir þurfa að fara varlega hvað það varðar að knattspyrnugláp hafi ekki áhrif á tíma þeirra með fjölskyldunnni.

Lesa meira

Götuhornið - Strákur í 10. bekk skrifar

Þó að sumir haldi að ég sé bara að horfa út í loftið þá er ég samt alltaf að spá og hugsa.  Sumt er bara venjulegt í lífinu en annað er skrítið og sumt ruglandi. Ég skil ekki alveg allt og sumt skil ég ekki rétt.  Mamma og pabbi hafa verið að suða um það við mig í marga mánuði hvað ég ætli að verða þegar ég verð stór.  Ég sagði þeim alltaf að ég væri ekki búinn að ákveða það en eftir endalust suð sagði ég þeim það loksins að ég væri að hugsa um að verða húsasmiður en það væri víst ekki hægt. En pabbi sagði að þau væru ekki að meina hvað ég ætlaði að vinna við heldur hvort ég ætlaði að vera karl eða kona. Mæ god. Ég vissi ekki að ég þyrfti að ákveða það sjálfur. Ég lít stundum í spegilinn áður en ég fer í sturtu og hef gengið út frá því að þessari spurningu sé sjálfsvarað.  Svo las ég í Heimildinni að það væru til óteljandi kyn. Ég meika þetta ekki.

Lesa meira

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir Matargjafir Akureyrar og nágrennis

Eins og síðustu ár ákvað stjórn KDN að láta gott af sér leiða þessi jólin og gaf 150.000 krónur til Matargjafa Akureyrar og nágrennis.

Við viljum í leiðinni óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Formaður KDN, Aðalsteinn Tryggvason færði Matargjöfum Akureyrar og nágrennis gjöfina og tók Sigrún Steinarsdóttir á móti henni með þökkum.

Jólakveðjur 
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri hefur innreið sína á hlaðvarpsmarkaðinn

Hlaðvarpið Forysta og samskipti var að hefja göngu sína en umsjónarmaður er Sigurður Ragnarsson lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Hann er einnig stjórnenda- og forystuþjálfari með fyrirtækið Forysta og samskipti ehf.

Lesa meira

Aukin tækifæri til samkeppnishæfs náms utan höfuðborgarsvæðisins með sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst

Skýrsla um fýsileika þess að sameina Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst liggur fyrir. Kröftugur sameinaður háskóli með höfuðstöðvar á Akureyri og miðstöðvar um allt land myndi styrkja landsbyggðina í heild og fjölga tækifærum til náms utan höfuðborgarsvæðisins. 

Lesa meira

Hver styrkur skiptir okkur miklu máli

Aflið, samtök fyrir þolendur ofbeldis hefur fengið nokkra styrki nú í aðdraganda jóla. Þar má nefna frá Oddfellowstúkinni Sjöfn, stúku nr. 2, frá Norðurorku og Coca Cola á Íslandi. Aflið veitir þolendur ofbeldis og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning.

Lesa meira

REYKJAVÍK - GLÆPASAGA OG SKRÍMSLALEIKUR ERU VINSÆLUSTU BÆKUR ÁRSINS Á AMTSBÓKASAFNINU 2023

Á þessum árstíma er vinsælt að skoða staðreyndir um allt milli himins og jarðar má segja.  Spotify notendur fá til dæmis upplýsingar um hvaða lög þeir hlustuðu mest á þetta árið o.s.frv.

 Amtsbókasafnið er ekki eftirbátur annara þegar kemur að utanum haldi um slika hluti.  Okkur lék forvitni á að vita hvaða bækur væru vinsælastar  s.l tólf mánuði og eins í hvaða mánuði ársins útlán væru flest.

Til svara var Guðrún Kristín Jónsdóttir deildarstjóri útlánadeildar.

,, Hér fyrir neðan eru tveir topplistar frá okkur fyrir árið 2023 fram til dagsins í dag.  Þetta eru annars vegar skáldsögur og hins vegar fyrir barnabækur. 

Hvað varðar útlán á mánuði þá er júlí með flestu útlánin en fast á hæla þess mánaðar eru mars, október og nóvember.  Allir þessir mánuðir eru með yfir 9.000 útlán.“

Hér koma top 10 listarnir í flokki skáldsagan og  blokki barnabóka.

Skáldsögur:

  1. Reykjavík - glæpasaga / Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson
  2. Kannski í þetta sinn / Jill Mansell
  3. Strákar sem meiða / Eva Björg Ægisdóttir
  4. Játning / Ólafur Jóhann Ólafsson
  5. Verity / Colleen Hoover
  6. Kyrrþey / Arnaldur Indriðason
  7. Daladrungi / Viveca Sten
  8. Drepsvart hraun / Lilja Sigurðardóttir
  9. Gættu þinna handa / Yrsa Sigurðardóttir
  10. Brúðkaup í paradís / Sarah Morgan

 

Barnabækur:

  1. Skrímslaleikur / Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal
  2. Lára fer í leikhús / Birgitta Haukdal
  3. Hrekkjavaka með Láru / Birgitta Haukdal
  4. Lára bakar / Birgitta Haukdal
  5. Lára fer í útilegu / Birgitta Haukdal
  6. Salka : tímaflakkið / Bjarni Fritzson
  7. Fótboltaráðgátan / Martin Widmark, Helena Willis
  8. Hundmann og Kattmann / Dav Pilkey
  9. Stjáni og stríðnispúkarnir : jólapúkar / Zanna Davidson
  10. Lára lærir að hjóla / Birgitta Haukdal

 

Lesa meira

Menntaskólinn á Akureyri Níu nýstúdentar brautskráðir

Undanfarin misseri hefur skólinn boðið upp á sveigjanleg námslok og því hafa allmörg lokið stúdentsprófi á öðrum tíma en 17. júní, í ágúst eða í desember. Þetta hafa þó verið fáir nemendur í hvert skipti en nú brá svo við að níu nemendur alls luku stúdentsprófi.

Lesa meira

88 brautskráðust frá VMA

Áttatíu og átta nemendur voru brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag. Sjö nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent níutíu og fimm brautskráningarskírteini. Alls hefur skólinn útskrifað á þessu almanaksári 271 nemanda með 304 skírteini en 183 nemendur með 209 skírteini voru útskrifaðir í vor sem var ein stærsta útskrift í sögu VMA.

Lesa meira

Opnað í Hlíðarfjalli að hluta til á morgun

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað að hluta á morgun, föstudaginn 22. desember.

Lesa meira

BSO fær lengri frest til að yfirgefa Strandgötuna

Bæjarráð Akureyrar hefur veitt BSO lengri frest til að fara að svæðinu, en stjórnendur BSO óskuðu í byrjun desember eftir framlengingu á stöðuleyfi leigubílastöðvar við Strandgötu.

Lesa meira

Blása til nýrrar sóknar í atvinnumálum Eyjafjarðarsvæðisins

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf., hafa stofnað félagið Drift EA með það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar munu frumkvöðlar og fyrirtæki fá aðstöðu og stuðning við að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna.

Lesa meira

Aflið fær stuðning frá Coca-Cola á Íslandi

Starfsfólk á vörustjórnunarsviði á Akureyri velur verðugt málefni

Lesa meira

Kaon: Þakklæti fyrir gríðarlega gott bakland í heimabyggð

Lesa meira

Jólakaka ömmu Gullu

Gunnheiður Guðlaug Þorsteinsdóttir, bóndi á Fit undir Vestur-Eyjafjöllum og margföld amma, ætlar að deila uppskrift af sinni sígildu jólaköku. Þau sem lagt hafa kökuna undir tönn segja að þarna sé á ferð kaka sem engan svíkur. „Kakan er sögð fullkomin með ískaldri mjólk, helst beint af spena eða bara með kaffinu,“ segir Gulla glöð í bragði.

 

Lesa meira

Jólavæntingar

Við eigum flest mynd af fullkomnum jólum í hugskoti okkar. Myndir sem ef til vill eiga uppruna sinn í bernskujólunum sem oft eru sveipuð töfrum í huganum, og því meira eftir því sem við eldumst. Og ef ekki þar, þá í flestum jólamyndum, jólabókum, jólasöngvum og jólaauglýsingum sem reka á fjörur okkar. Við sjáum fyrir okkur dásamlegar stundir með fjölskyldu og vinum í kringum stórt borð í stofunni á fallega skreyttu heimili og gjarnan með arineld í bakgrunni. Úti snjóar að sjálfsögðu því jólin þurfa að vera hvít. Á smekklega skreyttu borðinu er jólamatur, allt ljúffengt og vel útilátið. Allir eru klæddir í sitt besta skart og njóta matarins. Eftir máltíðina safnast allir saman við fullkomið jólatré og skiptast á yndislegum gjöfum og skemmtilegum samræðum.

Lesa meira

31 norðlensk fjölskylda fær matarúttekt frá Krónunni fyrir jólin

Krónan hefur afhent Velferðasjóði Eyjafjarðarsvæðis 31 gjafakort sem safnað var fyrir í jólasöfnun Krónunnar á aðventunni. Þá bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. 

Lesa meira

Indverska geimvísindastofnunin verðlaunuð á Húsavík

Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar voru veitt í níunda sinn af Könnunarsafninu á Húsavík í dag

Lesa meira