Perlað af krafti á Akureyri

Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur ætlar að perla með Norðlendingum fimmtudaginn, 1. febrúar í Háskólanum á Akureyri í samstarfi við Krabbameinsfélagið á Akureyri og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri.

 

Lesa meira

Svalbarðsströnd - Stefnt að því að auglýsa um 40 nýjar lóðir í ár

„Að búa og starfa í frjóu samfélagi er lykill að velgengni,“ segir Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri á Svalbarðsstrandarhreppi i pistli á vefsíðu sveitarfélagsins.

Lesa meira

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2024

Fimmtudaginn 25. janúar, fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2024. Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Hofi, sem er vel við hæfi þar sem Norðurorka er bakhjarl Menningarfélagsins.

Í október 2023 auglýsti Norðurorka eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna fyrir árið 2024 og rann umsóknarfrestur út í nóvember. Fram kom að veittir væru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjunum er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Mikil gróska í samfélaginu

Alls bárust 100 umsóknir og eftirtektarvert var hve fjölbreytni verkefnana er mikil sem lýsir vel þeirri grósku sem býr í samfélaginu okkar. Fjögurra manna vinnuhópur (skipaður starfsfólki NO) fór yfir umsóknirnar og varð niðurstaða hópsins að veita styrki til 38 verkefna. Verkefnið var erfitt enda fjölmörg góð verkefni sem sótt var um styrk til og ákveðin upphæð sem var til ráðstöfunar.

Fjölbreytt verkefni sem byggja á brennandi áhuga og metnaði 

Í ár tengjast flest verkefnanna íþróttum og útivist annarsvegar og fræðslu og stuðningi hinsvegar, menning og listir eru þó einnig áberandi. Sem dæmi um fjölbreytileika verkefna sem hlutu styrk þá voru veittir styrkir til afreksíþróttafólks, heimildaskráningar, fræðslumorgna, þróun á notkun D&D sem kennslutækis og fræðandi fyrirlestra á öldrunarheimilum á Akureyri. Stærsta styrkinn í ár hlutu Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri, til kaupa á speglunarskurðtæki fyrir skurðdeild sjúkrahússins. 

Mörg þessara verkefna eiga það sameiginlegt að á bak við þau liggur mikil sjálfboðavinna fólks sem leggur sig fram við að veita sínu hjartans máli eða áhugamáli brautargengi og því er það sérstaklega ánægjulegt að geta átt þátt í að verðlauna slíkt starf.

 

Lesa meira

Mathöll opnar á Glerártorgi í byrjun sumars

Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars. Stefnan er sett á að opna samtals sex veitingastaði í rýminu og eru framkvæmdir nú þegar hafnar.

Lesa meira

Uppbygging færni- og hermiseturs stóreflir kennslu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, hafa undirritað samkomulag um fjárveitingu til að hefja undirbúning og uppbyggingu húsnæðis sem hýsir færni- og hermisetur við Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

Tímalaus tenging á Húsavík

Unglingsstelpur á Húsavík spreyta sig á stuttmyndagerð

Lesa meira

Lionsklúbburinn Hængur gefur tvo rafsuðuhjálma sem fara til Burkina Faso

„Þessi gjöf mun örugglega koma sér mjög vel,“ segir Adam Ásgeir Óskarsson sem tók við tveimur rafsuðuhjálmum að gjöf frá Lionsklúbbnum Hæng. Gjöfin var afhent á þorrafundi Hængs á dögunum.

Lesa meira

Arfur Akureyrarbæjar - Fyrirlestur um hringrás byggingarefna

Félagið Arfur Akureyrarbæjar stendur fyrir opnum fræðslufundi næstkomandi  laugardag, 27. janúar kl. 14 í suðursal Rauða Krossins að Viðjulundi 2.

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni: Hringrás byggingarefna: Umhverfisvænasta húsið er það sem ekki er byggt og óumhverfisvænast er að rífa og byggja aftur.

Lesa meira

Ný brú yfir Skjálfandafljót- Framkvæmdum hraðað

Morgunblaðið segir frá því í dag að undirbúningur sé hafinn við lagningu nýs vegar  og smíði nýrrar brúar yfir Skjalfandafljót en núverandi brú sem er tæpra 90 ára gömul ber ekki umferð þá sem um hana þyrfti að fara.   Í dag mega einungis fólksbílar fara yfir brúna. 

Samkvæmt frétt Mbl. er stefnan sú að hin nýju mannvirki verði tekin i notkun árið 2028

 

Lesa meira

Byggjum upp menningatengda ferðaþjónustu á Möðruvöllum

Í Vikublaðinu 9. desember síðast liðinn var fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal að undirlagi áhugamannafélags, Hraun ehf, með aðkomu menningar og viðskiptaráðherra.

Markmiðið er að heiðra minningu skáldsins Jónasar Hallgrímssonar sem fæddur er 16. nóvember 1807. Það er göfugt að heiðra minningu þjóðskáldsins. Það er hins vegar álitamál hvort það sé best gert með uppbyggingu að Hrauni.

Lesa meira

Óupplýstur fjölfarinn stígur meðfram Glerá

Malbikaður göngustígur meðfram Glerá, frá Óseyri og upp að Höfðahlíð nýtur mikilla vinsælda og þar má gjarnan sjá fólk á ferð, á leið í vinnu eða erindi ýmis konar og eða í gönguferð sér til heilsubótar. Áhugasamir lesendur hafa af og til samband við Vikublaðið og bent á að setja þurfi upp lýsingu við stíginn þannig að hann nýtist fleirum þegar skyggja tekur.

Lesa meira

Tvö stutt og eitt langt

Áratuga löng hefð er fyrir því að fiskiskip, sem gerð eru út frá Akureyri, flauti er þau láta úr höfn. Þegar skipin eru komin á siglingu og eru hæfilega langt frá bryggju er flautað tvisvar sinnum í eina til tvær sekúndur og einu sinni í fjórar til sex sekúndur. Með þessu merki kveður áhöfnin heimahöfn með táknrænum hætti og heldur til veiða.

Lesa meira

Nýjar sýningar opnaðar á Listasafninu á Akureyri Steinvölur Eyjafjarðar, Kveikja og Sena

Þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri næstkomandi laugardag, 27. janúar kl. 15, en sýnendur eru Alexander Steig – Steinvölur Eyjafjarðar, Guðný Kristmannsdóttir – Kveikja, og Sigurður Atli Sigurðsson – Sena.

Boðið verður upp á listamannaspjall með Alexander Steig og Sigurði Atla kl. 15.45 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins. Haldið verður listamannaspjall með Guðnýju Kristmannsdóttur laugardaginn 3. febrúar kl. 15 og boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningarnar þrjár sunnudaginn 24. mars kl. 11-12.

Lesa meira

Aðalúthlutun safnasjóðs 2024 - Menningarmiðstöð Þingeyinga hlaut 6,3 milljónir í styrk úr safnasjóði

Lilja D. Alfreðsdóttir afhenti í þessari viku styrki úr safnasjóði.   Menningarmiðstöð Þingeyinga fékk 6,3 milljónir, Minjasafnið á Akureyri 6,1 milljón, Flugsafnið á Akureyri 5,1 milljón, Listasafnið á Akureyri 4,4 milljónir og  Hvalasafnið á Húsavík 3,1 milljón.

Lesa meira

Hugsum Ísland upp á nýtt (Smá langloka en þörf)

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson birtir á Facebook vegg sínum eftirfarandi hugleiðingar.  Hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu á vef Vikublaðsins. 

Lesa meira

Skrifum aldrei upp á kjarasamning sem mismunar fólki enn frekar eftir búsetu

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar

„Aðstöðumunur á milli landsbyggðar og þéttbýlis er að verða gríðarlegur og hann er  okkur sem búum fjarri höfuðborgarsvæðinu í óhag. Við erum að gera þá skýlausu kröfu að tekið verði á þessum mun, en það á ekki síst við um verð á raforku og eldsneyti, vöruverð, flutningskostnað og aðgengi að opinberri þjónustu, m.a. heilbrigðisþjónustu og framhaldsnámi,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslu. Þar vísar hann í yfirstandandi viðræður milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar.

 

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Nýr þáttur í hlaðvarpi  Heilsu- og sál.  um efni sem snertir  ansi mörg okkar.
Verkir eru algengt vandamál sem flestir glíma við einhvern tímann á lífsleiðinni en hvað eru verkir? Í nýjum þætti af heilsaogsal.is - hlaðvarp ræðir Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi, um ýmislegt í tengslum við verki, mismunandi flokka verkja, hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að skoða hugtakið ,,verki” og margt fleira.
Þá fjallar hann einnig um hvar hægt er að leita sér aðstoðar við verkjum. Við hvetjum alla til að hlusta á þáttinn og velta fyrir sér hvernig við skilgreinum og upplifum verk og hvaða merkingu við leggjum í hugtakið.

 

 

Lesa meira

Skipulagstillaga um byggð í Vaðlaheiði

-Eftirspurn eftir lóðum í Vaðlaheiði hefur aukist og þyrpingar þegar risið

Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir lóðum fyrir íbúðarhús og frístundahús í Vaðlaheiði og hafa risið þyrpingar á þegar skilgreindum landnotkunarreitum. Sveitarfélögin sem í hlut eiga hafa fundið fyrir greinilegum áhuga á áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu og því var ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar skipulagsáætlunar vegna uppbyggingarinnar í stað þess að taka fyrir eina og eina spildu í einu í takt við framkvæmdaáform hverju sinni.

Lesa meira

Sesselja Ingibjörg ráðin framkvæmdastýra Driftar EA

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra DRIFTAR EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

 Sesselja Ingibjörg er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðustu þrjú ár var hún framkvæmdastýra nýsköpunar- og orkuverkefnisins EIMS, eins og segir í tilkynningu  um ráðninguna nú í morgun.

Þá hefur hún undanfarin ár starfað með ýmsum fjárfestum, bæði sem frumkvöðull og fjárfestir. Undir hennar forystu var stofnuð grasrótarhreyfingin Norðanátt, sem er hreyfiafl nýsköpunar. Einnig hefur Sesselja Ingibjörg starfað sem ráðgjafi stjórnvalda varðandi nýsköpun.

Sesselja Ingibjörg er með BA gráðu í lögfræði, sveinspróf í framreiðslu og hefur lokið MBA-námi í viðskiptum og stjórnun.

 

Lesa meira

Samningar við SA undirritaðir og endurbætt aðstaða tekin í notkun

Í dag voru undirritaðir rekstrar- og þjónustusamningar Akureyrarbæjar við Skautafélag Akureyrar sem lúta að rekstri Skautahallarinnar og faglegu starfi Skautafélagsins. Hefur Akureyrarbær þar með endurnýjað rekstarsamninga við öll þau íþróttafélög sem sjá um rekstur íþróttamannvirkja sem Akureyrarbær á að hluta eða öllu leyti

Lesa meira

Hver stelur hjólastól????

Þessa furðulegu færslu, furðulegu þvi það er með ólíkindum að svona nokkuð geti gerst er að finna á Facebooksíðu  Amtsbókasafnsins í dag. 

Líklega hafa þeir sem þennan stól tóku verið að grínast en þeir ættu að  hafa i huga að láta grínarana um grínið  og skila stólnum hið snarasta þvi hann var þarna  vegna ástæðu  og  gagnaðist fólki sem þarf að nota hjólastól mjög vel.

Lesa meira

Akstursstyrkir vegna barna í Hrísey

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga sem búsett eru í Hrísey.

Lesa meira

Götuhornið - Áhugamaður um grasafræði skrifar

Í vikunni las ég frétt um konu sem fylltist afbrýðisemi þegar hún komst að því að maðurinn hennar var farinn að rækta kannabisplöntur með annarri konu.  Þetta þótti henni vera hið mesta tryggðarof sem hún tilkynnti umsvifalaust til lögreglu.  Hin ótrúi þrjótur fékk makleg málagjöld og sömuleiðis væntanlega kona sú sem hann samrækti.

 

Lesa meira

Akureyri - Bílastæðagjöld verða innheimt við Oddeyrartanga

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita Hafnasamlagi Norðurlands bs,  heimild til að innheimta gjald á bifreiðastæði HN á Oddeyrartanga og óska samþykkis lögreglustjóra fyrir notkun lóðarinnar sem stöðureits.

Hafnasamlag Norðurlands hefur útbúið bílastæði á lóð sinni við Oddeyrartanga  og nam kostnaður við gerð þess um 80 milljónum króna. Svæðið er fyrst og fremst ætlað hópferðabifreiðum og bílum sem þjónusta skemmtiferðaskip á Akureyri en auk þess geta langferðabifreiðar nýtt sér stæðin í stað þess að leggja stórum bílum hér og hvar um bæinn og jafnvel án heimildar.

Til að standa straum af kostnaði við gerð stæðanna og viðhaldi óskaði HN eftir því við bæjaryfirvöld að fá heimild til að taka upp gjaldtöku á svæðinu eftir gjaldskrá sem hafnasamlagið setur. Samlagið mun sjá um rekstur og viðhald svæðisins.

Notast verður við myndavélar sem lesa númer við komu og brottför bílanna þannig að stöðuverðir Akureyrarbæjar þurfa ekki að vakta svæðið.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Vilji til endurskoðunar gjaldskrár verði af þjóðarsátt

 

„Eitt stærsta hagsmunamál fyrir heimilin í landinu er verðstöðugleiki. Lækkun verðbólgu, stýrivaxta og ekki síður langtímavaxta skiptir miklu máli fyrir fjárhagslega afkomu fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga,“ segir í bókun byggðaráðs Þingeyjarsveitar.

Byggðarráð styður þær fyrirætlanir að lögð sé áhersla á langtímakjarasamninga með verðstöðugleika til lengri tíma að leiðarljósi.
„Ef í burðarliðnum er þjóðarsátt um stöðugt verðlag, þar sem bæði launþegahreyfingar starfsmanna á almenna markaðinum og opinberra starfsmanna ganga í takt, þá er Þingeyjarsveit reiðubúin að leggja sitt af mörkum og endurskoða gjaldskrárhækkanir,“ segir enn fremur.

Byggðarráð minnir jafnframt á að innan sveitarfélagsins eru einingar á borð við sorphirðu. Lögum samkvæmt er gert ráð fyrir að slíkar einingar séu sjálfbærar og verða gjaldskrár að taka mið af því.
Almenn hækkun á gjaldskrám Þingeyjarsveitar í fjárhagsáætlun 2024 er 7,5% sem tók mið að áætlaðri verðbólgu ársins 2023 og 2024. Þrátt fyrir samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2024 lýsir byggðarráð Þingeyjarsveitar yfir vilja til að endurskoða gjaldskrárhækkanir verði af þjóðarsátt.

Lesa meira

Ernir og Framsýn Halda samstarfi áfram og vilja tryggja flug um ókomna tíð

Forsvarsmenn Framsýnar og Flugfélagsins Ernis hafa gengið frá  áframhaldandi varðandi sölu farmiða á sérstökum kjörum fyrir félagsmenn á flugleggnum Reykjavík – Húsavík / Húsavík – Reykjavík. Samningurinn gildir jafnframt fyrir önnur aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna.

Hækkun í febrúar

Fram að þessu hefur verðið verið kr. 15 þúsund krónur hver flugmiði. Vegna kostnaðarhækkana hjá flugfélaginu hækka miðarnir til Framsýnar í 17.500 krónur en  Framsýn mun áfram selja miðana á kostnaðarverði. Hækkunin tekur gildi 1. febrúar 2024.

Samningsaðilar eru sammála um að halda áfram samstarfi sem byggir á því að tryggja og efla flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur um ókomna tíð. Eins og kunnugt er hefur ríkt ákveðin óvissa um framtíð flugs milli þessara áfangastaða.  Vonir eru bundnar við að því er fram kemur á vefsíðu Framsýnar að hægt verði að tryggja flugið með samstilltu átaki hagsmunaaðila.

Lesa meira

Heldur fleiri hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni en árið á undan

Heldur fleiri félagsmenn Einingar-Iðju hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum Gallup könnunar sem félagið í samstarfi við AFL starfsgreinafélag lét framkvæma um ýmis atriði er snerta kaup, kjör og aðstæður félagsmanna sinna.

Lesa meira