
Kennarar mæta til starfa
Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
Verðskrá Norðurorku hækkaði um 4,9% um nýliðin mánaðamót. Miklar framkvæmdir eru yfirstandandi og fram undan í öllum veitum fyrirtækisins og ljóst er að verðskráin mun áfram litast af þeim, segir á vef félagsins. Norðurorka rekur hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu og fráveitu.
,,Þetta hefur verið virkilega gott og skemmtilegt ár,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sem á tvöfalt afmæli á þessu ári, hún varð 60 ára fyrr í sumar og átti 30 ára útskriftarafmæli frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Hún fagnaði tímamótunum með því að bjóða landsmönnum upp á 60 gjöringa á 6 dögum hér og hvar um landið. Sýning hennar, Vegamót stendur yfir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og lýkur í næstu viku en hún á einnig verk á samsýningu norðlenskra listamanna í Listasafninu á Akureyri. Næst liggur leið Aðalheiðar til Danmerkur þar sem hún verður við listsköpun og sýningarhald.
Sala á lóðum á nýrri uppfyllingu við Torfunef hefst á komandi vetri. Framkvæmdir við stækkun svæðisins frá því sem var hófust í mars og gert ráð fyrir að verktakinn, Árni Helgason ehf í Ólafsfirði ljúki sínu verki þegar líður á haustið.
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldinn hátíðleg í tuttugasta sinn, dagana 11.-13. ágúst. Heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn þrjú ár í röð en góðu heilli geta íbúar Dalvíkurbyggðar á nýjan leik haldið þessa einstöku fjölskylduhátíð, þar sem sjávarafurðir eru í aðalhlutverki. Samherji styrkir hátíðina með ýmsum hætti, rétt eins og flest fyrirtæki sveitarfélagsins. Fjölmargir starfsmenn Samherja í Dalvíkurbyggð koma með myndarlegum hætti að undirbúningi Fiskidagsins mikla, enda samheldni bæjarbúa mikil.
Sterkasta hjólreiðakona landsins Akureyringurinn Hafdís Sigurðardóttir úr HFA keppir í tveimur greinum á heimsmeistaramótinu í hjólreiðum sem fram fer í Glasgow þessa dagana. Fyrri keppnisdagurinn er fimmtudaginn 10. ágúst og er Hafdís ræst út klukkan 13:49 á íslenskum tíma.
Heildarstyrkur yfir 400 milljónir og 46 milljónir úthlutaðar HA
UNESCO hefur nú lagt það til að snjallsímar eigi einungis heima í kennslustofum þegar að þeir styðja við nám. Um er að að ræða gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært innlegg í umræðuna!
Út er komin ljóðabókin ,,Kurteisissonnettan og önnur kvæði“ eftir Gunnar J. Straumland, kennara og myndlistarmann.
Þetta er önnur bók höfundar en árið 2019 kom ,,Höfuðstafur, háttbundin kvæði“ út á vegum Bókaútgáfunnar Sæmundar sem einnig gefur nýju bókina út.
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid heiðra Fiskidaginn mikla og gesti hans í ár með nærveru sinni
-90 milljónir veittar í styrk vegna verkefnisins
Að venju verða óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju um verslunarmannahelgina. Söngvararnir Óskar Pétursson og Ívar Helgason munu syngja óskalög tónleikagesta og Eyþór Ingi Jónsson spilar með á píanó og Hammond.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar verður staðsett á Akureyri annars vegar og í Vestmannaeyjum hins vegar um helgina og mun annast útköll þaðan. Þetta er gert til að stytta viðbragðstíma yfir þessa fjölmennu ferðahelgi. Þyrlurnar verða því gerðar út frá Akureyrarflugvelli og Vestmannaeyjaflugvelli. Þyrlunum var flogið þangað í dag ásamt áhöfnum.
Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á Akureyri um helgina. Þátttaka er mjög góð og eru 497 hlauparar skráðir til leiks
Þetta er sjötta sumarið sem bíllinn keyrir um landið, en fyrsta ferðin var farin sumarið 2013
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina og þá verður einnig efnt til fjallahlaupsins Súlur Vertical á föstudag og laugardag
Vekra hefur gengið frá samningi við eigendur Dekkjahallarinnar um kaup á öllu hlutafé félagsins. Kaupin eru þó háð samþykki Samkeppniseftirlitsins sem hefur fengið málið til umfjöllunar
Hinn goðsagnakenndi Veðurklúbbur Dalbæjar á Dalvík hefur sent frá sér veðurspá fyrir ágústmánuð.
Listaverkið Edda, eftir Beate Stormo, er nú komið á sinn stað og sómir sér vel rétt norðan við Smámunasafn Sverris Hermannssonar.
Sýningin "INSULA CAMPO VERITÀ or: An island in the field of truth" opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri 5 ágúst 2023
Sviðslistahópnum Hnoðra í norðri, sem hlaut Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar í maí sl., hefur verið boðið að koma fram á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Bitolino í Norður-Makedóníu sem fer fram í Bitola 3.-8. ágúst.
Bærinn iðar af lífi og fjöri yfir hátíðina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi
Grímseyingar vilja að ferðaþjónusta verði heilsárs atvinnugrein í Grímsey en á forsendum íbúanna þar, sem kalla eftir stefnumörkun og aukinni samvinnu varðandi afþreyingu, veitingasölu, leiðsögn og annað það sem gæti komið samfélaginu í Grímsey og náttúrvernd eyjunnar vel.