Allt á floti í safnaðarheimilinu!

Einhverjir gætu hafa tekið eftir Einari kirkjuverði síðastliðið sumar standandi með garðslöngu að vökva inngangsbyggingu Safnaðarheimilisins. Búið var að grafa frá byggingunni og Einar var að leita að staðnum sem lak í gegn. Nú er það svo að hvert skipti bíll keyrir yfir og það drynur niður í Safnaðarheimilið þá liggja menn á bæn að það verði ekki til að nýjir lekar spretti fram. Á döfinni eru meiriháttar viðgerðir hjá söfnuðinum til að koma hlutunum í rétt horf og koma í veg fyrir enn meiri skemmdir.

Lesa meira

Körlum hjá Samherja færðir Mottumarssokkar

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar marsmánuði körlum með krabbamein í Mottumars, sem er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins.

Í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum hjá körlum en um leið aflar félagið fjár fyrir starfsemi félagsins, meðal annars með sölu Mottumarssokka. Allir karlar sem starfa hjá Samherja fá afhenta Mottumarssokka.

Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á sjálfsaflafé, stuðningur almennings og fyrirtækja er því grundvöllur þess að félagið geti haldið úti öflugri starfsemi.

Lesa meira

Aukið ofbeldi, fjölga þarf lögreglumönnum á vakt

Stjórn Aflsins – samtök fyrir þolendur ofbeldis, lýsir yfir áhyggjum af auknu ofbeldi og alvarlegri brotum á Norðurlandi eystra.

Lesa meira

Lokaorðið - Fótanuddtæki óskast

I know I used to be crazy
I know I used to be fun
You say I used to be wild
I say I used to be young.

Lesa meira

ALEX ÍSLANDSMEISTARI Í KRAFTLYFTINGUM MEÐ BÚNAÐI

Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður úr Lyftingadeild KA náði frábærum árangri um síðastliðna helgi þegar hann gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði. 

Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ýmist er keppt með sérstökum búnaði eða án búnaðar auk þess sem keppendum er skipt í þyngdarflokka eftir líkamsþyngd. Sigurvegari er loks sá sem lyftir mestri þyngd samanlagt í öllum þremur greinum.

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir Bróðir minn Ljónshjarta

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir  í kvöld, fimmtudagskvöldið 7.  mars verkið Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Sýnt er á Melum í Hörgársveit. Sýningar verða einnig um helgina, bæði laugardag og sunnudag kl. 16. Verkið verður sýnt áfram næstu helgar og um páskana.

Bróðir minn Ljónshjarta er hugljúf stríðssaga af þeim bræðrum Snúð og Jónatan. Yngri bróðirinn Snúður er dauðvona en Jónatan reynir að hughreysta Snúð með því að segja honum hvað gerist eftir dauðann. Eftir stutta jarðneska dvöl hittast bræðurnir aftur í Nangijala eins og þeir höfðu talað um. Þar er lífið himneskt eða ætti öllu heldur að vera það. En það er svikari í Kirsuberjadal sem aðstoðar það grimma í þeim heimi, Riddaranum Þengli og hans fólk ásamt eldspúandi drekanum Kötlu sem eiga sitt aðsetur í Þyrnirósadal.

Lesa meira

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Það er ekkert launungamál að margir Akureyringar hafa lengi verið án heimilislæknis og má rekja þá staðreynd mörg ár aftur í tímann. Bið eftir tíma hjá heimilislæknum er í dag yfirleitt mjög löng og í sumum tilfellum nær fólk ekki að fá tíma sem verður til þess að álag eykst á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Tel ég það eitt af okkar forgangsmálum að ráða bót þar á. Rannsóknir hafa sýnt hversu mikilvægt það er að allir hafi fastan heimilislækni um lengri tíma auk þess sem sýnt hefur verið fram á að það minnki einnig marktækt vinnuálag á heimilislæknum og í heilbrigðiskerfinu öllu.

Lesa meira

55 ár liðin frá Linduveðrinu

Óhætt er að segja að veðrið á Akureyri í dag sé  eins langt frá  veðrinu sem hér geisaði 5 mars fyrir 55 árum en þá gekk  Linduveðrið sem ætíð hefur verið nefnt svo yfir  Akureyri og nágranna byggðarlög.  Líklega eitt versta veður sem gengið hefur yfir og hafði í för með sér mikið tjón. 

Þak fauk af húsum, þar á meðal Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu veðrið er líka  kennt við þann atburð.   Fjölmargir bílar skemmdust, rafmagn fór af enda kubbuðust fjölmargir rafmagnsstaurar sundir  eins og um eldspýtur væri að ræða og skólabörn lentu í hrakningum á leið úr skóla.   

Besta veður var að morgni , sunnan gola,  bjartviðri og 5 stiga hiti og hélst svo fram yfir hádegi þegar fárviðrið skall á afar snögglega en versta veðrið stóð yfir í um klukkustund,  ,,og mátti heita ófært hverjum manni," segir Sverrir Pálsson í fréttapistli sem hann sendi Morgunblaðinu.  Alþýðumaðurinn, blað jafnaðarmanna sem gefið var út á Akureyri á þessum tíma var heldur ekki að skafa utan af hlutnum og spurði á forsíðu

,,Er Akureyri Sódóma nútímans - sem drottinn var að refsa?" (sjá mynd hér  að ofan)

Mikið annríki var hjá lögreglu í veðurofsanum, en m.a. voru börn nýfarin heim í hádegismat í grunnskólum bæjarins þegar veðrið skall á og var í mörgum tilfellum óvissa um afdrif þeirra þegar þau skiluðu sér ekki heim.  Mörg barnanna leituðu skjóls í húsum hér og þar á leiðinni heim, m.a. í sundlaugarbyggingunni, íþróttahúsinu og iðnskólanum sem þá var í byggingu.  Matarhlé var ekki hafið í Gagnfræðaskólanum og voru nemendur þar kyrrsettir í skólanum þar til veður gekk niður.  Mikið kurr  varð meðal bæjarbúa vegna þeirrar ákvörðunnar sumra skólastjórnenda að senda  nemendur út í veðrið.

Þess var sérstaklega getið  getið að Steindór Steindórsson skólameistari hafi fallið í hálku í námunda við Menntaskólann og fótbrotnað illa og hafi þurft að hírast nokkurn tíma í því ásigkomulagi þar til hann fannst, aftur er það Alþýðumaðurinn sem segir frá:

,,  Slys urðu furðulítil á fólk.  Mesta slysið var að skólameistari, Steindór Steindórsson fótbrotnaði skammt frá M.A.  Bar skólameistari sig hetjulega þá er sjúkrahúsi var náð þrátt fyrir vosbúð og þjáningar.  Það var menntaskólanemi sem fyrstur kom á vettvang og hlífði hann skólameistara með líkama sínum unz fleiri komu til aðstoðar."  

 

Lesa meira

Stefnt að því að setja upp sleðabraut í Hlíðarfjalli

Óskað hefur verið eftir heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls, skíðasvæðisins við Akureyri. Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í erindið.

Óskin er til komin vegna áforma um leggja sleðabraut frá bílastæði austan Skíðastaða og niður hlíðina til austurs. Aðeins efsti hluti brautarinnar er innan þess svæðis sem gildandi deiliskipulag nær til. Hér er um að ræða sleðabraut (Alpine Coaster) sem er vinsæl og fjölskylduvæn afþreying víða erlendis en engin slík braut hefur verið sett upp á Íslandi.

Lesa meira

Til hamingju með að vera mannleg

Sýningin Til hamingju með að vera mannleg verður sýnd í Hofi á Akureyri 16. mars næstkomandi. Hluti miðaverðs, 1000 krónur renna til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Sigríður Soffía  braut blað í íslenskri menningarsögu í vor sem leið þegar hún gaf út sína fyrstu ljóðabók og frumsýndi á sama tíma dansverk við ljóð bókarinnar í Þjóðleikhúsinu, ljóðabálkurinn er magnaður og oft verulega átakanlegur.

Lesa meira

Akureyrarbær tilbúinn að taka þátt í samstilltu átaki til að kveðja niður verðbólgu

Ég tek undir að sveitarfélögin gera sér grein fyrir því að allir aðilar þurfi að koma að borðinu í kjaraviðræðum til að ná grunnmarkmiðunum, sem er að bæta kaupmátt í landinu.

Lesa meira

HÚSNÆÐI HEILSUGÆSLUNNAR Á AKUREYRI: HÁLFNAÐ VERK

Um langt skeið hefur legið fyrir ákvörðun ríkisvaldsins, sem tekin var í kjölfar ítarlegrar úttektar, að taka í notkun tvær nýjar heilsugæslur á Akureyri. Önnur þeirra var formlega opnuð í fyrradag sem skiljanlega var ákaflega gleðilegt, enda heilsugæslan á Akureyri verið í slæmu húsnæði allt of lengi. 

Heilbrigðisráðherra mætti í opnunina og ávarpaði gesti að því tilefni og sagði m.a. „...og ég ætlaði nefnilega einmitt að koma hingað og segja bíddu þessi er svo rosalega flott, er þetta ekki bara komið gott? En við látum reyna á það..“

Brosið hvarf af vörum mér við þessi orð hans.

Í kvöldfréttum RÚV sagði ráðherra síðan að þrátt fyrir þessi orð þá hafi ekkert breyst á þessum tímapunkti og að rýna þurfi í það hvernig þessi stöð nýtist. Það gefur hins vegar auga leið að það var aldrei planið að þetta húsnæði myndi standa undir allri þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri, enda hefði það orðið allt öðruvísi og stærra ef svo hefði verið. Í húsnæðinu er t.a.m. ekki rými fyrir heimahjúkrun og geðheilbrigðisteymi, auk þess sem yfir 20 þúsund eru skráð hjá þessari heilsugæslu sem er langt umfram þann fjölda sem gert var ráð fyrir þegar húsnæðið var byggt.

Það er óhætt að segja að fjölmargir séu orðnir langþreyttir á bágri stöðu heilsugæslunnar á Akureyri, enda á hún að veita mikilvæga grunnþjónustu í okkar samfélagi. Það ætti ekki að ríkja óvissa um framhaldið, það ætti ekki að vera eitthvað hik á ráðherra að klára þá vegferð sem lagt var af stað í. Þannig að svarið við spurningu ráðherra er einföld:

Nei þetta er ekki bara komið gott, verkefnið er hálfnað og verkefnið þarf að klára. 

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og varaþingmaður

 

Lesa meira

10 bestu vinsælt Hlaðvarp

Akureyringurinn Ásgeir Ólafsson Lie hefur nú  tekið upp 100 þætti af hlaðvarpsþætti sínum 10 bestu en þættirnir eru teknir er upp hér á Akureyri og er  í dag einn vinsælasti þátturinn í sínum flokki á landsvísu.  

Lesa meira

Fréttatilkynning Seðlabankinn gegn Samherja

Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands var sett á laggirnar eftir að gjaldeyrishöftunum var komið á. Eitt stærsta einstaka mál þess hófst með húsleit í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins á skrifstofum sjávarútvegsfélagsins Samherja. Félagið var sakað um alvarleg lögbrot sem forsvarsmenn þess báru af sér. Þessi atburður markaði upphaf að áralöngum átökum fyrir dómstólum og í fjölmiðlum.

Í þessari stórfróðlegu bók rekur Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur, málið og hver niðurstaða þess varð. Bók þessi byggir að hluta á fyrri bók Björns Jóns, Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits, frá árinu 2016. Síðan þá hefur margt mjög áhugavert komið í ljós sem gefur mun heildstæðari mynd af atburðarásinni og veitir áður óþekkta innsýn í hvað gekk á að tjaldabaki. Margt mun koma lesandanum mjög á óvart enda er bókin í senn spennandi og ógnvekjandi lesning.

Hér er fjallað um alvarlega bresti og skort á fagmennsku í opinberri stjórnsýslu. Spurt er hvort að einhver beri ábyrgð sem höndlar með opinbert vald. Tryggvi Gunnarsson, þáverandi umboðsmaður Alþingis, benti þingmönnum á vegna þessa máls að „refsiheimildir eru ekki tilraunastarfsemi. Þetta er mikið inngrip í líf fólks.“ Hann sagði einnig vegna þessa: „Við getum ekki haldið áfram að böðlast á borgurunum af því að stoltið er svo mikið. Stoltið má ekki bera menn ofurliði.“ Kapp er best með forsjá.

 

 

Lesa meira

Nýbygging Amtsbókasafnsins 20 ára í dag!

Kæru Akureyringar! Til hamingju með daginn! Við fögnum öll 20 ára afmæli nýbyggingarinnar okkar og hins endurbætta húsnæðis, sem vígð voru 6. mars 2004!

Saga safnsins er miklu eldri en þessi áfangi er auðvitað mikilvægur, því öll aðstaða - fyrir lánþega og starfsmenn - varð stórkostlega betri! Við erum enn nokkur starfandi í dag sem tóku þátt í þessu ferli, starfsmenn settu saman hillur, vagna og ýmislegt annað.

Lesa meira

Mikil tilhlökkun að flytja aftur heim og að spila fyrir Þór

Eins  og fram kom i fjölmiðlum í gær skrifaði Oddur Gretarsson handboltamaður sem leikð hefur  sem atvinnumaður i Þýskalandi til margra ára undir samning við uppeldisfélag sitt Þór um að leika með liðið félagsins næstu tvö árin.  Vefur Vikublaðsins heyrði í Oddi í kjölfarið.

 

Lesa meira

Minjasafnið hefur tekið við rekstri Iðnaðarsafnsins

Samkomulag milli meirihluta stofnaðila Iðnaðarsafnsins á Akureyri, sem eru Akureyrarbær, Eining-Iðja og Byggiðn - félag byggingamanna, um að fela Minjasafninu á Akureyri að annast rekstur Iðnaðarsafnsins næstu þrjú árin var undirritað í dag. 

Lesa meira

Að læra að bjarga sér með takmörkuð úrræði

Á vef SAk er að finna afar fróðlegt viðtal við Jóhönnu Klausen Gísladóttur en hún starfar sem  svæfingahjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu .  Jóhanna hefur tvisvar sinnum heimsótt Gambíu og starfað þar við hjálparstörf og hugur hennar er til þess að gera það að árlegum viðburði hér eftir. 

Viðtalið kemur svo hér  á eftir:

Lesa meira

Mikill liðstyrkur til Þórsara í handboltanum

Oddur Grétarsson sem leikið hefur sem atvinnumaður i handbolta  í Þýskalandi s.l. 11 ár eða svo hefur ákveðið að snúa aftur heim í uppeldisfélag sitt  Þór  og leika með liði félagsins næstu árin.  Oddur sem leikur i stöðu vinstri hornamanns á að baki fjölda landsleikja fyrir Ísland og kemur með mikla reynslu  og gæði í Þórsliðið.

Lesa meira

Kisukot enn rekið á heimili við Löngumýri

„Ég hef ekki heyrt í neinum síðan í byrjun desember,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir sem rekið hefur Kisukot á heimili sínu í vel yfir áratug. Akureyrarbær hefur lýst yfir mögulegum stuðning við starfsemina um rekstur kattaathvarfs í bænum. Sex sveitarfélög í landinu styðja við slíka starfsemi, m.a. í formi húsnæðis, hita, rafmagns og fleira sem til þarf við rekstur af því tagi.

Lesa meira

Fyrsta sérhannaða heilsugæslustöðin á Akureyri tekin í notkun

„Það er almenn ánægja með útkomuna, þetta verkefni hefur tekist einstaklega vel,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en ný heilsugæslustöð í Sunnuhlíð á Akureyri var formlega tekin í notkun fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var viðstaddur opnun, ásamt nokkrum þingmönnum kjördæmisins, sveitarstjórnarfólki og öðrum gestum. Luku viðstaddir lofsorði á hvernig til hefur tekist.

Jón Helgi segir að um sé að ræða fyrstu heilsugæslustöðina á Akureyri sem sérhönnuð er fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. Stöðin var starfandi í Amaróhúsinu í miðbæ Akureyri í um það bil fjóra áratugi og hafði löngu sprengt utan af sér það  húsnæði, þannig að þrengsli voru mikil og eftir að mygla greindist í húsinu fyrir nokkrum misserum var hafin leit að nýju húsnæði.

Lesa meira

Norðurorka hlýtur viðurkenningu fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum

Forvarnaráðstefna VÍS var haldin í fjórtánda sinn í Hörpunni þann 29. febrúar síðastliðinn. Á ráðstefnunni sem haldin er árlega er fjallað um öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana frá öllum hliðum.

Rúsínan í pylsuendanum voru Forvarnaverðlaun VÍS en þau hljóta fyrirtæki sem þykja skara fram úr í öryggismálum og eru öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. Verðlaunað var í tveimur flokkum og er horft til sterkrar öryggismenningar og markvissrar vinnu við að efla öryggisvitund og öryggishegðun meðal starfsfólks.

Í flokknum stærri fyrirtæki var Norðurorka í hópi þeirra þriggja fyrirtækja sem tilnefnd voru til Forvarnarverðlauna VÍS og hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum.

Við erum afar stolt og glöð að tilheyra þeim hópi fyrirtækja sem leggur áherslu á öryggi í allri sinni starfsemi og munum halda ótrauð áfram á sömu braut. Gert var myndband í kjölfar tilnefningarinnar þar sem farið er yfir þær ýmsu hliðar öryggismála sem hugað er að í starfseminni.

Horfa á myndband

 
Lesa meira

Götuhornið - Iðrandi sveitapiltur

Ég hef átt erfitt með svefn eftir að ég sendi götuhorninu bréfið sem var birt í síðustu viku. Eftirá að hyggja var það ekki alveg nógu nærgætið.  Mig grunaði að einhver kynni að hafa komist í uppnám vegna þess og allir vita að það að skrifa eða segja eitthvað sem kemur einhverjum í uppnám er grafalvarlegt ódæði.  Ég sendi þess vegna annað bréf og ég vona að Gunni birti það líka.  Í þessu bréfi ætla ég bara að skrifa um það sem er vel gert í bænum sem ég er að brasa við að inngildast.

Lesa meira

Óásættanleg undirmönnun lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það er óásættanlegt að á sama tíma og málum á borði embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra fjölgar gríðarlega, brotin séu að verða alvarlegri og ofbeldi gegn lögreglumönnum margfaldist, fáist ekki nauðsynlegar fjárveitingar til reksturs embættisins.

Lesa meira

Forvarnir hafa margar myndir og geta haft áhrif á allt samfélagið.

 Oft er talað um að börnin læri af því sem fyrir þeim er haft, vissulega er margt til í því og mikilvægt að huga að því að styðja þarf vel við framtíðina.

Lesa meira

Miðaldatónlist í Akureyrarkirkju: Fjölröddun frá fjórtándu öld

Klukkan 16 laugardaginn 9. mars 2024 flytur sönghópurinn Cantores Islandiae ásamt gestasöngvara og hljóðfæraleikurum Maríumessu eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut. 

Maríumessa Machauts er er eitt helsta meistaraverk miðaldatónlistar og framúrskarandi dæmi um sérstæða fjölröddun sinnar tíðar, sem er afar ólík þeirri fjölröddun sem síðar þróaðist í vestrænni tónlist.

 Eins og titill messunnar gefur til kynna var hún samin til heiðurs Maríu guðsmóður og ætluð til notkunar á hátíðum sem tileinkaðar voru henni innan kirkjuársins. Þetta er heillandi tónverk og mjög ólíkt kórverkum seinni alda sem oftast heyrast flutt. Fjórir hljóðfæraleikarar leika með kórnum á ýmis hljóðfæri fyrri alda sem sjaldan heyrast á tónleikasviði. Hrynur og hljómar í messunni orka sérkennilega á eyra nútímamanns og færa hann í horfinn heim og hálfgleymdan.

Efnisskrá tónleikanna má finna hér.

 

Lesa meira

Í forgangi verði að fjarlæga ökutæki og lausamuni sem blasa við frá þjóðvegi

Starfsleyfi Auto ehf. vegna reksturs bílapartasölu að Setbergi á Svalbarðsströnd er fallið úr gildi fyrir nokkrum árum.  Á lóð fyrirtækisins er talsvert magn ökutækja í misjöfnu ástandi auk gáma og annarra lausamuna. Ábendingar hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra varðandi umgengni og slæma ásýnd lóðarinnar. Nefndin beinir því til eigenda fyrirtækisins að hefja þegar tiltekt á lóðinni.

Lesa meira