Tvær skriður féllu í Dalsmynni og loka veginum

Nú í morgun féllu tvær aurskriður á veginn um Dalsmynni, Fnjóskadalsveg eystri (835), og er hann lokaður frá gatnamótunum við Grenivíkurveg í norðri og við Þverá í suðri og verður svo, a.m.k til fyrramáls en þá verður staðan endurmetin.

Lesa meira

Munaðarlausir Þingeyingar

Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg. 

 Áður höfðu önnur flugfélög séð um áætlunarflug til Húsavíkur, með nokkrum hléum. Meðal þeirra var Flugfélag Íslands sem lagði Húsavíkurflugið af og beindi farþegum sem hugðust leggja leið sína til Reykjavíkur um Akureyrarflugvöll. Eðlilega voru Þingeyingar ekki ánægðir með þessa ákvörðun flugfélagsins á sínum tíma, enda um verulega þjónustuskerðingu að ræða fyrir íbúa á svæðinu, austan Vaðlaheiðar.

Lesa meira

Fjölbreytt verkefni í "Betri Bakkafirði"

frá íbúafundi á Bakkafirði 7. september

Lesa meira

Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt!

Friðrik Sigurðsson skrifar um Húsavíkurflugið

Lesa meira

Frá Norðurþingi vegna Húsavíkurflugs og flugstöðvar á Húsavíkurflugvelli.

Málefni Húsavíkurflugvallar hafa verið á til umfjöllunar hjá byggðarráði Norðurþings vegna ástands flugstöðvarbyggingarinnar sem hefur verið í langvarandi viðhaldssvelti. Í nóvember 2022 komu fulltrúar Isavia á fund byggðarráðs til að ræða málefni Húsavíkurflugvallar. Eftirfarandi var bókað: „Byggðarráð Norðurþings skorar á ríkisvaldið og ISAVIA að sinna viðhaldi flugstöðvarbyggingarinnar á Húsavíkurvíkurflugvelli. Ljóst er að húsnæði er komið á viðhald en því hefur ekki verið sinnt í árafjöld. Árið 2012 hófst flugrekstur aftur eftir hlé frá aldamótum. Nú er reglubundið flug um völlinn, í byggingunni starfar fólk og um hana fara þúsundir farþegar á ársgrundvelli. Því er það eðlileg og skýlaus krafa byggðarráðs Norðurþings að viðhaldi verði sinnt.“

Á samgönguáætlun, sem var í samráðsgátt stjórnvalda í sumar, eru áætlaðar 80 millj.kr á árunum 2024 og 2025 í byggingar og búnað á Húsavíkurflugvelli. Von er á stjórn ISAVIA til samtalsfundar með byggðarráði Norðurþings síðar í október ef áætlanir ganga eftir.

Lesa meira

Framsýn Stéttarfélag - Stjórnvöld, vegagerðin og fjárveitingavaldið hysji upp um sig buxurnar

„Á sama tíma og ákveðnir þingmenn Norðausturkjördæmis tala fyrir styttingu þjóðvegarins frá Akureyri til Reykjavíkur, fer lítið fyrir áhuga þeirra á að tryggja eðlilegar samgöngur austan Vaðlaheiðar til Akureyrar. Nú er svo komið að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn, sem verið hefur aðal samgönguæðin til Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar og nærsveita, þolir ekki frekari þungaumferð og hefur henni verið lokað fyrir umferð stærri ökutækja. Þess í stað hefur þungaflutningum verið beint á einbreiða brú á þjóðvegi 1. við Fosshól, sem einnig er löngu hætt að svara kröfum tímans. Umferð þar um er þung og myndast ítrekað langar raðir ökutækja beggja vegna brúarinnar með tilheyrandi slysahættu fyrir vegfarendur. Það bætir ekki úr skák að brúin við Ófeigsstaði hefur að mestu verið lokuð undanfarið fyrir almennri umferð, þar sem nú standa yfir á henni bráðabirgðaviðgerðir.

Lesa meira

Góðir styrkir til Krabbameinsfélags Akureyrar

Krabbameinsfélagi Akureyrar hafa undanfarið borist nokkrir styrkir frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum. Þessir styrkir koma sér einstaklega vel þar sem félagið er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé. þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.

Lesa meira

VMA - Frístundahúsið rís

Á heimasíðu Verkmenntaskólans  er sagt frá skemmtilegu verkefni sem nemendur á þriðju önn í húsasmíði eru að vinna að þ.e bygginu  frístundahús.  Um er að ræða árlegt verkefni  fyrir nema á þriðju önn  og hefur vel til tekist gegnum tíðina en liklega er þetta amk í tíunda árið í röð sme þessi háttur er hafður á við VMA.  Á senni stigum koma svo verðandi pípulagningamenn  og rafvirkjar að verkefninu svo að segja má sem sanni að þarna sé á ferð frábært verkefni fyrir verðandi iðnaðarmenn.  

Lesa meira

„Við erum ótrúlega stolt af þessu verkefni“

Rokkað gegn sjálfsvígum í Húsavíkurkirkju

 

Lesa meira

Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis?

Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert.

Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám.

Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings.

Lesa meira

Enn mikið álag á legudeildum SAk

Enn er mikið álag legudeildum á Sjúkrahúsinu á Akureyri líkt og verið hefur allt þetta ár. Rúmanýting á lyflækningadeild það sem af er ársins er 99,6% og litlu lægri á skurðlækningadeild, 98,5%. Einnig hefur verið þungt á geðdeild á árinu en rúmanýting á þeirri deild er 88,8% samanborið við 70% fyrir sama tímabil í fyrra.

Lesa meira

Landtengingar við rafmagn mjakast áfram

Mjög líklegt er að hægt verði að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn á Akureyri sumarið 2024 .Þetta kemur fram í minnispunktum Péturs Ólafssonar hafnastjóra Hafnasamlags Norðurlands sem voru til umfjöllunar í bæjarráði á dögunum.

Lesa meira

Útilífsmiðstöðin Hömrum Mikill vöxtur í heimsóknum gesta yfir vetrarmánuðina

Gestum á tjaldsvæðinu að Hömrum hefur það sem af er ári fjölgað í heild um rúmlega 8% miðað við sama tímabili í fyrra, þ.e. frá janúar til ágústloka. Þar vegur hlutfallsleg aukning erlendra ferðamanna meira en þeim fjölgaði um tæp 15% á meðan innlendum ferðamönnum fjölgaði um rúm 5%. Mikil ánægja er með nýjan göngu- og hjólastíg sem lagður var í sumar meðfram Kjarnagötu en hann bætir mjög umferðaröryggi. Ekki voru til peningar til að ljúka verkefninu. Þá er unnið að lausn varðandi það þegar blásið er til hátíðahalda á Akureyri sem skapar aukið álag á tjaldsvæðinu.

Lesa meira

Svifryk á Akureyri - Malbik er stærsta einstaka efnið í svifryki

Svifryk hefur verið til vandræða á Akureyri undanfarin ár og reglulega mælist styrkur þess yfir þeim hámarksgildum sem tiltekin eru í reglugerð. Þessi hái styrkur svifrykstoppa hefur valdið áhyggjum og kallað eftir viðbrögðum til að bregðast við og draga út svifryksmengun.

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á Evrópumótinu í hjólreiðum

Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á  Evrópumótinu í hjólreiðum sem fer fram í Drenthe í Hollandi 20. – 24. september næstkomandi. Ekki er nema rétt  mánuður síðan Hafdís og Silja Jóhannesdóttir kepptu á heimsmeistaramótinu í Skotlandi en þar keppti Hafdís í bæði tímatöku og götuhjólreiðum.

Lesa meira

„Boltinn er núna hjá þingmönnum“

Full­trú­ar Norðurþings og stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýn­ar funduðu með full­trú­um flug­fé­lags­ins Ern­is á mánudag til að ræða framtíð áætl­un­ar­flugs til Húsa­vík­ur

Lesa meira

Reikna með að steypa kirkjutröppurnar fyrir veturinn

Stórum hluta undirbúnings fyrir uppsteypu á kirkjutröppunum er lokið en þegar mokað var frá efsta vegg gömlu snyrtinganna kom í ljós að steypa þurfti utan á vegginn að hluta áður hægt væri að bræða vatnsvörn á hann, einangra og leggja drenlagnir

Lesa meira

Stóri hjóladagurinn í Kjarnaskógi á laugardaginn

Gera má ráð fyrir að það taki um 20-30 mínútur fyrir miðlungsvant hjólreiðafólk að hjóla í Kjarnaskóg frá Ráðhústorgi svo dæmi sé tekið

Lesa meira

Óábyrgt að sameina eigi MA og VMA miðað við þær forsendur sem liggja fyrir

,,Við teljum óábyrgt að sameina eigi MA og VMA miðað við þær forsendur sem liggja fyrir og tökum undir þær ábendingar sem nemendur og kennarar hafa nú þegar kynnt“ Þetta er úr bókun bæjarráðs Akureyrar en fyrirhuguð sameining Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri var til umræðu á fundi ráðsins i morgun.

Lesa meira

Lenti í rútuslysi,,Mest ánægður með að mamma lenti ekki í þessum ósköpum"

 „Ég tók sætið hennar mömmu í þessari ferð, hún ætlaði að fara en breytti um kúrs og fór annað og ég hoppaði inn í staðinn. Ég er mest ánægður með að mamma lenti ekki í þessum ósköpum,“ segir Ólafur Aron Pétursson starfmaður á búsetukjarna við Sporatún sem var einn þeirra starfsmanna Akureyrarbæjar sem lenti í rútuslysi skammt sunnan við Blönduós í liðinni viku. Hópurinn var að koma heim eftir ráðstefnuna Þjónandi leiðsögn sem haldin var í Portúgal. Ríflega 20 manns voru um borð þegar rútan valt og rann eftir þjóðveginum. Þeir sem voru mest slasaðir voru fluttir með þyrlu á Landspítala og með sjúkraflugi.

Lesa meira

Snæþór Jósepsson bikarmeistari 2023 í RallyCross.

Um helgina fór fram Rednek Bikarmótið í Rally Cross í hrauninu í Hafnarfirði. Um er að ræða tveggja daga mót þar sem allir helstu rally krossarar landsins mæta og leggja allt í sölurnar í von um bikarinn. Heildarfjöldi keppenda í Hafnarfirði voru 70  og var mótið  það fjölmennasta  sem haldið hefur verið í yfir 25 ár.

Lesa meira

Þar verði stuð!

Breyting á aldurssamsetningu kallar á breytta hugsun í skipulagi. Huga þarf betur að þörfum og þjónustu til handa eldri borgurum sem vilja njóta lífsins fram á efri ár. Landssamband eldri borgara hefur talað fyrir nýrri hugsun í nálgun við húsnæðiskosti eldra fólks, svokallaða lífsgæðakjarna sem eru af danskri fyrirmynd. Í slíkum kjörnum er lögð áhersla á fjölbreytt búsetuform.

Lesa meira

Vegleg minningargjöf

Þór/KA mætti liði Breiðabilks  í gær á VÍS-vellinum (Þórsvelli) en leikurinn var liður i  úrslitakeppni  Bestu deildar kvenna.  Heimastúlkur  hrósuðu góðum sigri 3-2 en þær Karen María, Sandra María  og Una Móeiður skoruðu mörk Þór/KA   Leikurinn var leikinn í minningu  Guðmundar Sigurbjörnssonar en hann lést fyrir aldarfjórðung langt fyrir aldur fram einungis 49 ára . 

Guðmundur sem starfaði sem hafnarstjóri  á Akureyri var einnig formaður Þórs  og  vann gríðarlega gott starf á báðum stöðum.

Lesa meira

Ærandi þögn um Húsavíkurflugið

Egill P. Egilsson skrifar um áhugaleysi um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll

Lesa meira

Sýning í Mjólkurbúðinni Þessir helvítis fordómar

,,Þessir helvítis fordómar. Af hverju valdi ég þetta viðfangsefni? Af því ég er miðaldra kelling og enn þá að læra,“ segir Anna María Hjálmarsdóttir sem opnar á morgun fimmtudaginn 14. september sýningu í Mjólkurbúðinni. Bæði er um að ræða málverk og ljósmyndir.

Lesa meira

Þorsteinn Már Baldvinsson heiðursgestur KA á bikarúrslitaleiknum - Spáir KA sigri

 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja verður heiðursgestur KA á útslitaleik Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn. Þorsteinn Már er einarður stuðningsmaður KA og hefur fylgt félaginu frá unga aldri, bæði sem keppnismaður og stuðningsmaður.

Lesa meira

Er skynsamlegt að sameina skóla?

Er skynsamlegt að sameina skóla? Er skynsamlegt að skólar vinni saman eða er farsælast að hver skóli starfi einn og sér? Svörin við þessum spurningum fást með því að skoða og rýna vel bæði þörf fyrir sameiningu eða samstarfi sem og markmið með slíkum ákvörðunum. Svörin fást ekki með því að álykta út frá skólastarfi fyrir 10, 20 eða 40 árum heldur með því að rýna í þarfir nemenda, endurskoða starfshætti og aðstæður skóla og meta hvort fylgja þurfi stefnu yfirvalda í menntamálum með betri hætti en nú er gert.

Lesa meira