
Endurskipulagning Akureyrarvallar
Meirihluti skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur falið skipulagsfulltrúa að hefja samtal við Arkitektafélag Íslands varðandi útfærslu á hönnunarsamkeppni fyrir endurskipulagningu á Akureyrarvelli.
Meirihluti skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur falið skipulagsfulltrúa að hefja samtal við Arkitektafélag Íslands varðandi útfærslu á hönnunarsamkeppni fyrir endurskipulagningu á Akureyrarvelli.
Aðalfundur Hjartaverndar Norðurlands var haldinn á dögunum [þann 26. okt. síðast liðinn]. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræddu fundarmenn við hjartalækni um stöðuna í baráttunni við hjartasjúkdóma. Miklar framfarir hafa orðið í hjartalækningum síðustu áratugi og sú bragarbót sem orðið hefur á lífsstíl þjóðarinnar, einkum með minni tóbaksreykingum, hefur leitt til færri dauðsfalla og örkumla af völdum hjartasjúkdóma. Mikið verk er þó óunnið og mun hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og þyngdaraukning birta nýjar áskoranir í forvörnum, lækningum og umönnun hjartasjúklinga.
„Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt og núna, það er vaxandi neyð í samfélaginu og því miður alltof margir sem þurfa á aðstoð að halda,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem heldur utan um félagið Matargjafir á Akureyri og nágrenni.
Á heimasíðu Vegargerðarinnar er sagt ítarlega frá gangi mála við lagningu nýs vegar við Hrafnagil, en eins og kunnugt er og blaðið sagði frá á sínum tíma verður hinn nýji vegur fyrir austan ört stækkandi byggðina við Hrafnagil. Stefnt er að verklokun í júlí n.k sumar.
Frásögnin á áðurnefndri síðu Vegagerðar er hér á eftir:
Áhafnir fiskiskipa Samherja hafa undanfarna daga haldið í þann góða sið að halda upp á litlu jólin, þar sem borð svigna undan kræsingum. Slíkar veislur kalla eðlilega á góðan undirbúning kokkanna, sem undirbúa innkaup aðfanga vel og vandlega áður en veiðiferðin hefst.
Sérstakur hátíðarmatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum.
Opnuð hafa verið tilboð vegna þátttöku í hönnun á nýrri legudeild sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Verkefnið felur í sér hönnun á 9.200 m2 nýbyggingu ásamt lóðarhönnun og aðkomu að deiliskipulagsbreytingu.
Gert er ráð fyrir að nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk og tengd núverandi húsnæði.
Á þriðja tug aðila, sem mynda sex hópa, sendu inn þátttökutilkynningu. Í framhaldinu verða fimm hópar valdir til þátttöku í útboðinu þegar forvalsnefnd hefur metið innsend gögn.
Ef niðurstaða lendir á jöfnu mun fulltrúi sýslumanns draga út þann hóp sem ekki fær boð um að taka þátt í útboðinu.
Vegagerðin vinnur að hönnun hringtorgs á vegamótum Lónsvegar við sveitarfélagsmörk Akureyrarbæjar og Hörgársveitar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 340 milljónir króna auk ríflega 300 milljóna til að gera undirgöng á svæðinu. Með þessari framkvæmd verða lögð niður hættuleg vegamót Lónsvegar við Hringveg.
Fyrirhuguð er uppbygging að Hrauni í Öxnadal sem hefur það markmið að heiðra minningu þjóðskáldsins, Jónasar Hallgrímssonar sem þar fæddist. Staðurinn skipar stóran sess í huga þjóðarinnar sem fæðingarstaður hans og vegna einstakar náttúrufegurðar með Hraundrangann sem höfuðtákn. Frá 1996 hefur fæðingardagur Jónasar, 16. nóvember, verið tileinkaður íslenskri tungu og minningu hans verið haldið á lofti með ýmsum hætti.
Nú er Kjarnafæðimótið að rúlla af stað og er fyrsti leikurinn föstudaginn 8.desember. Við erum að sjálfsögðu full tilhlökkunar og getum ekki beðið eftir því að fara út á völlinn og keyra tímabilið í gang.
Dag- og göngudeild geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri lokar tímabundið vegna endurskoðunar og umbóta á starfsemi.
Það má með sanni segja að Háskólinn á Akureyri sé kominn í jólabúning. Hefð er fyrir því að halda 1. desember, Fullveldisdag Íslands og dag stúdenta hátíðlegan í háskólanum. Að þessu sinni ferðaðist Jólalest HA um háskólasvæðið og gladdi stúdenta og starfsfólk með söng, heitu súkkulaði og smákökum. Fyrir hádegi safnaðist góður hópur saman við Íslandsklukkuna þar sem Elín Díanna Gunnarsdóttir, starfandi rektor, flutti ávarp um mikilvægi stúdenta í sjálfstæðis- og fullveldisbaráttu Íslendinga. Að því loknu hringdi Sólveig Birna Elísabetardóttir, forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri Íslandsklukkunni 23 sinnum, einu sinni fyrir hvert ár sem klukkan hefur staðið á stallinum við HA.
Það verður ýmislegt um að vera á Minjasafninu á Akureyri um helginga, en sýningar, söngur, fróðleikur og skemmtun einkenna dagskrá safnsins í desember. Safnið er komið í jólabúning og hið sama má segja um Nonnahús.
Jólatónar, er yfirskrift tónleika flautukórs Tónlistarskóla Akureyrar en kórinn flytur jólatónlist kl. 13 til 15 á laugardag. Í kjölfarið verður jólasamsöngur með Svavari Knúti.
Aðventudagur Handraðans verður í báðum húsum, Nonnahúsi og Minjasafninu á sunnudag, 10. desember frá kl. 13 til 16. Þann dag er einnig opið í Leikfangahúsinu.
Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum í desember.
Undirbúningur vegna 30 íbúða byggðar í Hrafnagilshverfi er hafinn, en syðst í hverfinu eru hafnar framkvæmdir við gatnagerð.
Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu í dag. Fyrstu verðlaun hlaut Eyrún Lilja Aradóttir fyrir verkið Að drepa ömmu 101.
Alls bárust 46 verk í keppnina frá 27 þátttakendum. Úrslit voru sem hér segir (smellið á titlana til að lesa verkin):
Í dómnefndinni sátu Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, Rakel Hinriksdóttir, listamaður og skáld, og Sigríður Albertsdóttir, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Þetta er 11. árið sem Ungskáldaverkefnið er starfrækt og hefur verkefnið vaxið og dafnað með hverju árinu. Á þessu ári hafa verið tvö ritlistakvöld með frábærum leiðbeinendum. Í mars var ritlistakvöld með Svavari Knúti og nú í október með Yrsu Sigurðardóttur, bæði kvöldin hafa ungmenni sótt sér að kostnaðarlausu.
Við athöfnina á Amtsbókasafninu lék Helga Björg Kjartansdóttir á víólu.
Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.
Skelfilegar niðurstöður Pisa koma mér ekki á óvart því miður. Ég hef unnið sem talmeinafræðingur í 50 ár og síðastliðin 10 – 15 ár hefur mér fundist að íslenskufærni hafi farið í frjálst fall bæði hvað varðar tjáningu og skilning. Sjálfsagt eru fleiri en ein skýring til á þessu ástandi. Sjálf hef ég tvær skýringar sem ég vil koma hér á framfæri. Hin fyrri er sú að börn eru á máltökuskeiði þegar þau eru í leikskólum.
Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöðurnar aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.
Ekki eru forsendur fyrir skólahaldi í Grímsey. Fræðslu- og lýðheilsuráð hafði áður samþykkt fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur væru að hefja þar skólagöngu og vísaði málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkti hinsvegar í morgun á fundi sínum að ekki væru forsendur fyrir skólahaldi.
Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 og árin 2025 – 2027, var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 7. desember.
Áætlunin gerir ráð fyrir að almennur rekstur sveitarfélagsins verði í jafnvægi líkt og undanfarin ár.
Þörf fyrir öflugri nettengingar heimila eykst hratt með hverju ári. Míla mun á fyrri hluta næsta árs bjóða upp á tíföldun á internethraða á Akureyri, svokallað 10X
Fiskeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum kaupir varmadælulausn frá Kælismiðjunni Frosti fyrir fyrsta áfanga áframeldis fyrirtækisins í Eyjum og er uppsetning búnaðarins ráðgerð næsta sumar.
„Hótelbygging á umræddum stað mun vafalítið auka umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarenda um Leirustíg,“ segir í umsögn Akureyrarbæjar sem Eyfjarðarsveit óskað eftir vegna breytinga á Aðalskipulagi sveitarfélagsins 2018 til 2030 og deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár vegna áforma um hótelbyggingu með allt að 120 herbergjum.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar gerir ekki athugasemdir við tillögurnar en bendir á aukna umferð vegfarenda um Leirustíg í kjölfar hótelbyggingar. Því sé brýnt að Vegagerðin flýti áætluðu hringtorgi á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Eyjafjarðarbrautar eystri og göngubrú yfir Eyjafjarðará meðfram Leirubrú. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að Eyjafjarðarsveit haldi áfram með stíginn sem verið er að leggja meðfram Leiruvegi svo ná megi öruggri tengingu yfir þjóðveginn að Vaðlaskógi, Skógarböðunum og fyrirhuguðu hóteli.
„Þetta var í senn mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Bjartmar E. Harðarson, verkefnastjóri hjá Kælismiðjunni Frosti, um kælibúnaðinn sem fyrirtækið hannaði og setti upp í Drimlu, laxavinnslu Arctic Fish í Bolungarvík. Drimla var formlega tekin í notkun 25. nóvember sl. en vinnsla hófst þar sl. sumar.
Verksamningar milli Frost og Arctic Fish voru undirritaðir á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022 í Kópavogi. Hönnun hófst síðla sumars 2022 og síðan hófst forsmíði búnaðarins á verkstæði Frosts. Í febrúar á þessu ári hófust starfsmenn Frosts síðan handa í Bolungarvík. Verkinu var að mestu lokið sl. sumar en lokafrágangur og fínstilling kerfsins var núna á haustdögum.
„Þetta verk fól í sér heildarlausn sem Frost hannaði. Það fól annars vegar í sér ammoníak/glykol sem er notað til kælingar á sjó. Sjórinn er notaður til þess að undirkæla laxinn. Hins vegar er það ísverksmiðja til framleiðslu á skelís og ísafgreiðslukerfi sem notað er til þess að ísa afurðir verksmiðjunnar fyrir flutning. Tvær kælipressur eru á staðnum sem vinna á sitt hvoru kerfinu en hafa þó sameiginlega háþrýstihlið. Kerfið er tilbúið til endurnýtingar á varma sem nýttur verður til upphitunar á verksmiðjunni í framtíðinni,“ segir Bjartmar.
Gólfflötur þessarar nýju laxavinnslu Arctic Fish á hafnarsvæðinu í Bolungarvík er um 5000 fermetrar og er framleiðslugetan þar um 15 tonn af laxi á klukkustund.
Fjarskiptafyrirtækin Míla og Farice hafa skrifað undir samning um afhendingu á útlandssambandi Farice til Mílu á Akureyri. Í kjölfar samningsins mun Míla hefja uppbyggingu nýrrar fjarskiptamiðju fyrir netumferð til og frá Íslandi á Akureyri og Farice mun bæta Akureyri við sem nýjum afhendingarstað útlandaþjónustu.
Við undirrituð, starfsfólk Háskólans á Akureyri, látum í ljós áhyggjur okkar af neyðarástandi í mannúðarmálum í Palestínu. Við fögnuðum nýlegu sjö daga vopnahléi og köllum eftir uppbyggilegum viðræðum í átt að varanlegum friði. Með stuðningsyfirlýsingunni erum við að bregðast við ákalli[1] Birzeit Háskólans í Palestínu um viðbrögð frá alþjóðaháskólasamfélaginu vegna hættunnar á þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum gegn palestínsku þjóðinni í óhóflegum hernaðaraðgerðum Ísraelsstjórnar í kjölfar hryðjuverkaárása Hamas samtakanna þann 7. október 2023.
Við hörmum líf allra þeirra sem hafa fallið. Við erum skelfingu lostin yfir því ofbeldi sem hefur átt sér stað á Gaza undanfarnar vikur og þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefur haft á líf óbreyttra borgara. Undanfarið hefur ofbeldi gegn Palestínumönnum á Vesturbakkanum aukist til muna. Við sem meðlimir í háskólastofnun vitum hversu mikið vald þekking og orðræða hefur í för með sér. Við teljum það vera hlutverk okkar að stuðla að réttlátari heimi og nota vettvang okkar til að tala gegn alvarlegum brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum, í stað þess að vera hlutlausir vegfarendur. Við viðurkennum frelsisbaráttu Palestínumanna sem óaðskiljanlegan þátt í víðtækari baráttu gegn kúgun, kerfislægu ofbeldi og nýlendustefnu.
Við viðurkennum rétt Palestínu og Ísraels til að lifa friðsamlega ásamt réttinum til sjálfsvarnar sem viðurkenndur er í 51. gr. stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ríki hafa þó einnig skyldum að gegna þegar kemur að sjálfsvörn sem lúta að lögmætri valdbeitingu, einkum kröfum um nauðsyn og meðalhóf og banni við hefndaraðgerðum. Enn fremur getur valdbeiting aldrei verið lögmætur grundvöllur landvinnings. Meginreglur alþjóðlegs mannúðarréttar, sem koma fram í Genfarsamningunum og viðbótarbókunum við þá og alþjóðlegum venjurétti, skulu vera virtar öllum stundum.[2] Alltaf skal vernda almenna borgara. Fréttir frá Gaza og Vesturbakkanum benda til þess að ítrekað sé brotið gegn meginreglum um nauðsyn og meðalhóf. Vísbendingar eru um að stríðsglæpir og glæpir gegn mannúð kunni að hafa verið framdir í átökunum og við fögnum rannsókn Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
Við höfum sérstakar áhyggjur af hættunni á hópmorði. Í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorðum frá 1948 er slíkt skilgreint sem hvers konar eftirfarandi verknaður, „sem framinn er í þeim tilgangi að eyða, að hluta eða í heild, þjóð-, þjóðerni-, kynþætti-eða trúarhópi, sem slíkum, a) Að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; b) Að valda einstaklingum úr viðkomandi hóp alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; c) Að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans,; d) Að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum; e) Að flytja börn hópsins með valdi til annars hóps.“
Þar sem óhófleg viðbrögð Ísraelsstjórnar nálgast sífellt nær því að vera þjóðernishreinsun og hópmorði er það skylda okkar sem háskólafólks að afhjúpa óréttlætið með því að leita alltaf sannleikans, halda okkur frá áróðursverkum og gera þau sem hvetja til hópmorðanna og stuðningsfólk þeirra, ábyrg fyrir gjörðum sínum. Með þessari yfirlýsingu stöndum við með þeim háskólastofnunum um allan heim sem styðja frelsisbaráttu Palestínumanna, fordæma þjóðarmorð og standa ekki hljóð hjá á meðan Ísraelsstjórn beitir þúsundir óbreyttra borgara ofbeldi fyrir allra augum.
Samkvæmt alþjóðalögum ber öllum ríkjum skylda til að koma í veg fyrir og vinna gegn hópmorðum.Skyldan kemur til þegar ríki komast að því, eða hefðu að jafnaði átt að komast að því, að alvarleg hætta sé á að hópmorð verði framið. Skylda ríkja fer eftir styrk og getu þeirra, sem „fer m.a. eftir landfræðilegri fjarlægð viðkomandi ríkis frá vettvangi atburðanna, og eftir styrk pólitískra tengsla, sem og tengsla af öllu öðru tagi, milli stjórnvalds þess ríkis og helstu gerenda atburðanna“.[2] Það er einnig á ábyrgð annarra ríkja að gera ráðstafanir til að koma ávallt í veg fyrir og refsa fyrir hópmorð í öllum aðstæðum. Þetta krefst þess einnig að önnur ríki og ríkisstjórnir þeirra endurskapi ekki og viðhaldi ráðandi orðræðu sem afmennskar palestínsku þjóðina og skapar réttlætingu fyrir endurteknu og markvissu ofbeldi gegn saklausum borgurum.
Með þetta í huga skorum við á íslensk stjórnvöld og alþjóðasamfélagið að beita sér fyrir því að Ísraelsstjórn láti af brotum á alþjóðalögum. Brýnna aðgerða er þörf til að greiða fyrir frekari neyðaraðstoð til Gaza og stuðla að friðsamlegri lausn deilunnar til lengri tíma. Það er afar mikilvægt fyrir alþjóðasamfélagið að hafna núverandi ástandi og viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Að standa aðgerðarlaus gagnvart óbreyttu ástandi viðheldur viðvarandi álagi á palestínsku þjóðina vegna hernáms Ísraelsstjórnar og viðvarandi ofbeldis, fólksflótta, skemmdarverka á mannvirkjum, mannréttindabrota, óréttmætrar valdbeitingar og hugsanlegra stríðsglæpa.
[1] Genocide Convention, Article 1.
[2] International Court of Justice, Application of the Convention on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide (Bosnia and Herzegovina v. Serbia and Montenegro) 2007, paras 430-31.1.
[3] Initial reporting on the ongoing Israeli retaliatory attacks on Gaza (Reporting Period, 7-28 October 2023), https://www.alhaq.org/advocacy/22044.html
Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið.
„Hæ ég heiti Skúli og ég er svona leiðinlegt foreldri sem að setur reglur og ramma um notkun barnsins míns á tækjum og aðgangi að aldursmerktu efni.“
Árið 2026 munu nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu á Akureyri. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri stendur fyrir samkeppni um hönnun á nýju stúdentagörðunum og mun niðurstaða liggja fyrir 22. febrúar 2024. Stúdentagarðarnir munu rísa á háskólasvæðinu en nemendum hafa staðið til boða íbúðir á vegum FÉSTA á fimm stöðum í bænum. Lögð er áhersla á aðlaðandi umhverfi og bjartar íbúðir fyrir nemendur skólans.
Jóhannes Baldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÉSTA, áætlar að nýju námsgarðarnir muni bjóða upp á um 60 til 70 einstaklingsherbergi, um 40 tveggja herbergja íbúðir og 20 stúdíóíbúðir og ættu þá að geta búið um 150-170 stúdentar á þessum námsgörðum.
Félagsstofnun stúdenta á Akureyri var stofnuð árið 1988 og var fyrsta byggingin reist við Skarðshlíð 46. Fyrstu stúdentarnir fluttu inn árið 1989 eða fyrir 34 árum. Í dag rekur FÉSTA námsgarða í 8 byggingum á 5 stöðum í göngufæri frá Háskólanum á Akureyri.
Fornihvammur er í Mýrasýslu í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Það sýnir mikilvægi leiðarinnar yfir Holtavörðuheiði að fyrsta verkefni Fjallvegafélagsins var að gangast fyrir byggingu sæluhúss á þessum stað árið 1831, og einnig að leiðin um Holtavörðuheiði væri vörðuð. Fornihvammur var eyðibýli þegar sæluhúsið er reist, en reis aftur 1845 og þar var samfelld mannvist til 1977.