Aldursforseti Hörgársveitar með fjórðu umhverfisverðlaunin á ævinni

„Þetta kom mér algjörlega að óvörum, ég vissi ekki hvaða erindi þau áttu við mig núna,“ segir Liesel Malmquist íbúi við Skógarhlíð 29 í Hörgársveit. Fulltrúar úr sveitarstjórn mættu til hennar og afhentu umhverfisverðlaun Hörgársveitar fyrir fallega lóð. Liesel fékk einnig umhverfisverðlaun fyrir lóð sína við Skógarhlíð fyrir 15 árum síðan.

Lesa meira

Fjölbreytt framboð á flugi frá Akureyri

Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Breska flugfélagið easyJet hefur flug til Akureyrar í lok október og Icelandair býður upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt er að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.

Lesa meira

Upphaf byggðar við Eyjafjörð

Í Landnámabók segir að Helgi magri hafi lent skipi sínu við Galtarhamar. „Þar skaut hann á land svínum tveimur og hét gölturinn Sölvi. Þau fundust þremur vetrum síðar í Sölvadal. Voru þá saman sjö tugir svína.” Þetta er ein af mörgum örnefnasögnum í Landnámabók þar sem örnefni eru kveikja að frásögn til þess að gera söguna lifandi - og ef til vill sennilegri. Galtarhamar heitir nú Festarhamar eða Festarklettur og stendur nyrst í landi Kaupangs. Festarklettur er ávalur eða kúptur og líkist klettum og fjöllum á Íslandi - og í Noregi - sem bera galtarnafn. Hugsanlegt er að kletturinn hafi upphaflega heitið Göltur og andríkur höfundur Landnámu síðan gefið gelti Helga magra nafnið Sölvi til þess að skýra örnefnið Sölvadalur sem á sér aðra skýringu.

Lesa meira

Loft­brú – já­kvæðar fjár­festingar í þágu barna

Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið.

Lesa meira

Sátt um símamálin 95% barna í 4.-7. bekk og 98% unglinga í 8.-10. bekk á Íslandi eiga eigin farsíma*

Umræðan um síma í skólastarfi er ekki ný af nálinni og blossar gjarnan upp í upphafi skólaárs þegar að skólastjórnendur, kennarar og starfsmenn skóla velta vöngum yfir því hvað sé best að gera með þessa símaeign íslenskra barna sem nálgast það að vera orðin algjör. Höfundum þessarar greinar hefur verið stillt upp sem talsmanni símabanns annars vegar og andstæðingi símabanns hins vegar en þegar rýnt er í það sem hefur verið sagt og ritað þá erum við í grunnatriðunum sammála.

Lesa meira

Spennandi starfsár Menningarfélags Akureyrar framundan

Starfsár Menningarfélags Akureyrar hefst með hvelli þegar hinn óviðjafnanlegi dúett Hundur í óskilum mætir aftur á svið Samkomuhússins og nú með sýninguna Njála á hundavaði. Leikarar eru að vanda Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson og leikstjóri Ágústa Skúladóttir. Sýningar hefjast í Samkomuhúsinu 22. september.

Lesa meira

Hetfield píanó prójekt frumflutt í Svarta kassanum

Um er að ræða tilvistar- og aðferðafræðilega raun um eðli tónlista. Getur hnitanetaður og óskeikandi metalgítarriþmi Jamesar Hetfields fundið samleið með flæðandi, síbreytilega svarandi og ofurdínamísku klassísku píanói?

Lesa meira

Grímseyingar vilja endurvekja skólahald

Íbúar í Grímsey hafa lagt fram ósk um að endurvekja skólahald í eynni. Minnisblað Kristínar Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar var lagt fram á síðasta fundi ráðsins.

Lesa meira

Sorpkvarnir ekki heppilegar fyrir fráveitukerfið

Í kjölfar innleiðingar nýs flokkunarkerfis í Reykjavík hafa sorpkvarnir verið töluvert til umræðu að undanförnu. Sorpkvarnir hafa hingað til ekki verið staðalbúnaður í íslenskum eldhúsum. Margir hafa þó kynnst notkun þeirra erlendis og hér á landi bjóða nokkur fyrirtæki þær til sölu. En eru sorpkvarnir heppilegur búnaður í íslensk eldhús? Hvað verður um úrganginn?

Lesa meira

Kröftugur stormur frá Norðanáttinni í haust

Það er sjaldan logn hjá teyminu í Norðanátt, en í haust hefst hraðallinn Startup Stormur, sem ætlaður er fyrir einstaklinga og fyrirtæki á Norðurlandi sem eru að vinna að grænum nýsköpunarverkefnum

Lesa meira

Útgáfutónleikar einkennilegra manna

Dúettinn Down & Out  fagna plötu sinni með tónleikum á Gamla Bauk á fimmtudagskvöld

Lesa meira

Ísland leiðir LIFE verkefni um orkuskiptaáætlanir sveitarfélaga

Verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET) hefur hlotið styrk sem nemur um 1,5 milljónum evra (225 M ISK) úr LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. 

Lesa meira

Framkvæmdir við Hlíð í farvatninu Taka tíma og áfram verður reynt á þolrifin

„Loksins eru hlutir að hreyfast og erum við þakklát fyrir það, en nú er gert ráð fyrir að fara í vinnu við þak og glugga sem og einnig innanhúss í kjölfar útboðs. Það er ljóst að verkefnið mun standa í marga mánuði og tilfærsla verður heilmikil og mun reyna áfram á þolrifin,“ skrifar Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar Hjúkrunarheimila um fyrirhugaðar framkvæmdir á húsnæði Hlíðar á Akureyri í pistli sem hann skrifar á fésbók.

Lesa meira

Tillaga um gjaldfrjálsa 6 tíma á leikskólum Akureyrarbæjar frá áramótum

„Líklegt er að breytingarnar gagnist síst lágtekjufólki og fólki með lítið bakland, sem er einmitt sá hópur sem sérstaklega mikilvægt er að samfélagið standi vörð um,“ segir í bókun Hildu Jönu Gíslasdóttur, S-lista og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur V-lista sem lögð var fram á fundi bæjarráðs í tengslum við umræðu um tillögur sem er í vinnslu um að bjóða upp á 6 gjaldfrjálsa tíma í leikskólum Akureyrarbæjar og að tekjutengja leikskólagjöld.

Lesa meira

Úrbætur á aðflugi að Akureyrarflugvelli á næsta ári

Eins  og greint var frá hér á vefnum í morgun  lýsti Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður áhyggjum sínum yfir þvi að nýtt aðflug úr suðri, það er þegar lent er til norðurs, yrði ekki tilbúið þegar EasyJet hæfi flug sitt í lok október.  Vefurinn leitaði eftir fréttum um stöðu málsins  hjá Sigrúnu Jakobsdóttur en hún er eins og kunngut er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla.  

Lesa meira

Akureyrarflugvöllur Brýnt að bæta nýtt aðflug úr suðri - Ekki kostnaðarsamt

Á fundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar síðastliðið fimmtudagskvöld kom fram í máli Njáls Trausta Friðbertssonar alþingismanns að hann hefði töluverðar áhyggjur af því að nýtt aðflug úr suðri, það er þegar lent er til norðurs, yrði ekki tilbúið þegar EasyJet hæfi flug sitt í lok október.

Lesa meira

Fyrstu hvatningarverðlaunin veitt í Eyjafjarðarsveit

Fyrstu hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar voru afhent þeim Páli Snorrasyni, Herði Snorrasyni og Helgu Hallgrímsdóttur í Hvammi fyrir óeigingjarnt framlag þeirra við að prýða umhverfi hjóla- og göngustígsins með skiltum og skúlptúrum. 

Lesa meira

„Þetta var rosalega skemmtileg upplifun“

-Segir Hildur Sigurgeirsdóttir frá Húsavík sem vann tvö bronsverðlaun á Heimsleikum Special Olympics

Lesa meira

Listaverkið Edda komin á sinn stað við Sólgarð

Listaverkinu Eddu, eftir Beate Stormo, hefur verið komið fyrir á framtíðarstað sínum á hól skammt norðan við Sólgarð. Eyfirðingar efndu til athafnar um liðna helgi af því tilefni. Edda sem er nýtt kennileiti Eyjafjarðarsveitar sómir sér vel í námunda við Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem þar er til húsa.

Verkið hefur verið í vinnslu um nokkuð langt skeið og hafa margir lagt sitt af mörkum til að það geti orðið að veruleika. Má þar helst nefna Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar sem átti frumkvæðið á verkefninu, sá um val á listamanni og stóð að fjáröflun verkefnisins. 

Göngustígur og falleg brú úr íslenskum við hefur verið komið fyrir á svæðinu ásamt því að nánasta umhverfi hefur verið snyrt.

Lesa meira

Fantagóður fiskur

„Það er fantagóður fiskur hér um slóðir, menn hafa verið að fá þetta 5 til 8 kílóa þorsk, það virðist vera mikill fiskur á miðunum hér um kring, vænn og góður,“ segir Jóhannes G. Henningsson útgerðarmaður í Grímsey.

Lesa meira

Vegagerðin tekur við snjómokstri og hálkuvörnum á vegum innan þéttbýlis á Akureyri

Vegagerðin hefur tilkynnt Akureyrarbæ að hún muni taka við og sjá um vetrarþjónustu, þ.e. snjómokstur og hálkuvarnir á vegum Vegagerðarinnar innan þéttbýlis á Akureyri frá og með september næstkomandi. Akureyrarbær hefur sinnt þessu verkefni fram til þessa fyrir Vegagerðina, en m.a. er um að ræða Hörgárbraut, Glerárgötu og Drottningarbraut.

Lesa meira

Aldrei meira námsframboð og nú í VMA

Námsframboð hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur aldrei verið meira en nú á komandi haustönn. Kennsla er hafin og eru 950 nemendur skráðir til náms, þar af eru 215 nýnemar.

Hefðbundnar bóknáms- og verknámsbrautir verða á sínum stað en við bætast verknámsbrautir sem ekki eru alltaf kenndar. Á vorönn 2023 hófst nám nýs hóps í pípulögnum og hann heldur áfram núna á haustönn. Kjötiðn verður kennd og einnig fer af stað nýr hópur í múrsmíði. Þá heldur áfram kvöldskóli í rafvirkjun. Boðið verður upp á nám í bifvélavirkjun og síðast en ekki síst má nefna nám í heilsunuddi, sem er ný námsbraut við skólann hefst núna í haustönn.

Lesa meira

Ingibjörg Ósk VíkingsdóttirFjölbreytni í starfi þroskaþjálfa

Allir ættu að eiga rétt til fullrar þátttöku í samfélaginu óháð sérþörfum eða skerðingu. Þroskaþjálfar starfa með einstaklingum á öllum aldri sem búa við einhverskonar skerðingu og veita þeir bæði faglega og persónulega þjónustu. Starf þroskaþjálfa felst m.a. í að vera ráðgefandi sérfræðingar í að móta og innleiða nýjungar í þeirri þjónustu sem þeir veita. Einnig eru réttindabarátta og réttindagæsla stór þáttur í starfi þeirra þar sem leitað er leiða til að ryðja burt hindrunum, stuðla að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum.  

Lesa meira

Afmælisthátíð Listasafnsins á Akureyri Fimm nýjar sýningar opnaðar

Listasafnið á Akureyri fagnar  30 ára afmæli nú um komandi helgi, dagana 25.-27. ágúst.

Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp ásamt Ásthildi Sturludóttir, bæjarstjóra á Akureyri, og Hlyni Hallssyni, safnstjóra.

Lesa meira

Forsetahjónin í opinberri heimsókn á Akureyri

 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og kona hans frú Eliza Reid komu í morgun til bæjarins i opinbera heimsókn eins og kunnugt er.  Hjónin hafa gert víðreist um bæinn en meðal viðkomustaða voru Heilsuvernd Hjúkrunarheimili og Iðnaðarsafnið.

Lesa meira

Andri Teitsson ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og framtíðar hjá Orkusölunni

Andri Teitsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og framtíðar hjá Orkusölunni.  ,,Andri mun leiða vinnu Orkusölunnar við greiningu og þróun nýrra viðskiptatækifæra og einnig vinnu við þróunarverkefni á sviði orkuöflunar og orkunýtingar. Andri mun hefja störf á allra næstu dögum", segir í tilkynningu frá félaginu. 

Orkusalan rekur sex vatnsaflsvirkjanir á Íslandi, þar á meðal Lagarfossvirkjun, Skeiðsfossvirkjun og Rjúkandavirkjun. Félagið selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land á samkeppnismarkaði. Orkusalan er dótturfélag Rarik, sem er í eigu Íslenska ríkisins. 

Lesa meira

Lokanir gatna á Akureyrarvöku 2023

Eins og kunnugt er fer Akureyrarvaka  fram um helgina, frá föstudegi til sunnudags. Búist er við miklu fjölmenni í miðbænum sem leiðir óhjákvæmilega til þess að loka þarf nokkrum götum tímabundið.

Lesa meira