
Aldursforseti Hörgársveitar með fjórðu umhverfisverðlaunin á ævinni
„Þetta kom mér algjörlega að óvörum, ég vissi ekki hvaða erindi þau áttu við mig núna,“ segir Liesel Malmquist íbúi við Skógarhlíð 29 í Hörgársveit. Fulltrúar úr sveitarstjórn mættu til hennar og afhentu umhverfisverðlaun Hörgársveitar fyrir fallega lóð. Liesel fékk einnig umhverfisverðlaun fyrir lóð sína við Skógarhlíð fyrir 15 árum síðan.