Á Feisbókarvegg Hafnasamlags Norðurlands er i morgun gerð stutt en afar áhugaverð grein gerð fyrir framkvæmdunum sem eru í gangi, hverng þeim miðar og hvernig ætlað er að svæðið verður að loknum framkvæmdum.
,,Framkvæmdum við Torfunef miðar vel áfram. Eins og reikna mátti með var töluvert sig á svæðinu. Því er lokið og er nú verið að steypa bryggjukantinn. Stefnt er að því að bjóða út smíði á veituhúsi í haust og verða lóðirnar á svæðinu jafnframt auglýstar þá. Skútur og lítil skemmtiferðaskip (exhibition skip) geta lagst að bryggju við Torfunef og tengst þar rafmagni. Gert er ráð fyrir að landtenging fyrir lágspennutengingu verði tilbúin 2026.