Áframhaldandi stuðningur við markaðssetningu flugvalla á Akureyri og Egilsstöðum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra hefur undirritað saming við Íslandsstofu um áframhaldandi stuðning við markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Samningurinn er til tveggja ára og nemur árlegt framlag til hans 15 milljónum króna.

Lesa meira

Norðurorka - 10 áramótaheit

Á nýju ári lítum við gjarnan yfir farinn veg en íhugum jafnframt það sem framundan er. Áramótin marka nýtt upphaf sem oft veitir drifkraft og mörg nýta tækifærið og strengja áramótaheit.

Stundum hefur því verið haldið fram að áramótaheit skili engum árangri. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á þau sem strengja áramótaheit eru mun líklegri til að ná markmiðum sínum innan sex mánaða borið saman við þau sem garnan vilja bæta sig en strengja engin heit. Eins getur orðalag haft áhrif á árangur því rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeim gengur betur sem setja sér heit um að taka upp ákveðnar venjur borið saman við þau sem ætla að láta af ákveðnum venjum. Þannig getur reynst árangursríkara að setja sér markmið um að hjóla í vinnuna tvisvar í viku í stað þess að heita því að sleppa bílnum tvisvar í viku þó hvort tveggja beri að sama brunni.

Hér koma tillögur að eldheitum áramótaheitum sem koma sér einstaklega vel fyrir veiturnar okkar, umhverfið, heilsuna og veskið. Gerist ekki mikið betra. Gleðilegt nýtt ár!

Lesa meira

Íþróttafólk KA 2023 Helena Kristín Gunnarsdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson

Kjöri íþróttafólks KA  fyrir árið 2023 var lýst í afmæliskaffi  sem fram fór í KA heimilinu i dag.  Það voru  þau Helena Kristín Gunnarsdóttir blakdeild  og Hallgrímur Mar  Steingrímsson knattspyrnudeild  sem sæmdarheitin hlutu.

Lesa meira

Ráðhúsið á Akureyri Flóttastigi settur upp á norðurhlið

Áætlað er að byggja flóttastiga á norðurhlið Ráðhússins á Akureyri en engar flóttaleiðir eru til staðar í norðurhluta hússins, frá annarri og upp á fjórðu hæð.

Tvö tilboð bárust í gerð flóttastigans, annað frávikstilboð án uppsetningar. Hagstæðasta tilboðið kom frá Vélsmiðju Steindórs upp ár tæpar 19,3 milljónir króna. Tilboðið felur í sér stigann og uppsetningu hans. Stiginn verður einfaldur hringstigi, byggður úr stál og er  heildarhæð um 11 metrar.

Utan tilboðsins er nýjar hurðar og gluggar í flóttaleiðirnar ásamt ísetningu þeirra, lóðafrágangur, jafnframt þarf að gera ráðstafanir varðandi glugga á jarðhæð sem þurfa að lokast sjálfkrafa við brunaboð. Heildarkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður um 35 milljónir króna sem er í samræmi við kostnaðaráætlun sem kynnt var  á liðnu hausti.

Lesa meira

Bílstjórar SBA-Norðurleiðar á akstursöryggisnámskeiði í Þýskalandi

Bílstjórar SBA-Norðurleiðar luku í upphafi desembermánaðar akstursöryggisnámskeiði í Þýskalandi á vegum Ökulands í samstarfi við Mercedes-Benz / Daimler Truck. Námskeiðið er nýtt sem hluti þeirrar endurmenntunnar sem atvinnubílstjórar þurfa að gangast undir á fimm ára fresti áður en ökuréttindi eru endurnýjuð. 

Lesa meira

Sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni 2023

Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempistry voru valin sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni.

Lesa meira

Lambadagatal komið út í tíunda sinn

Lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar sauðfjárbónda og ljósmyndara með meiru í Sýrnesi Aðaldal er nú komið út í tíunda skiptið. Ragnar tekur myndirnar á sauðfjárbúi sínu í Sýrnesi og allar myndirnar í lambadagatölin  eru teknar á sauðburði frá árinu áður þ.e.a.s. á Lambadagatali 2024 eru myndirnar teknar á sauðburði 2023 og endurspegla því einnig veðurfarið á þeim árstíma. Hann sér að auki um uppsetningu og hönnun dagatalsins, sem og fjármögnun þess og sölu. Dagatalið hefur verið fjármagnað á Karolinafund.is síðastliðin átta ár þar sem þau eru keypt í forsölu.

 

Lesa meira

Íþróttafólk Þórs 2023: Elmar Freyr, Maddie og Sandra María kjörin

Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.

Áður en að kom að því að kjöri íþróttafólks Þórs yrði lýst voru Íslandsmeistarar og landsliðsfólk úr röðum Þórs og Þórs/KA heiðruð, íþróttafólk deildanna var heiðrað og Rúnar Eff hélt uppi léttri stemningu á milli verðlaunaafhendinga. 

Lesa meira

Vill ekki vera með of miklar væntingar til næstu ára

Gott ár í hvalaskoðun á Húsavík

Lesa meira

Opið hús hjá bogfimideild Akurs

Bogfimideild Akurs verður með opið hús í nýjum húsakynnum sínum við Kaldbaksgötu 4 – norðurenda á sunnudag, 7. janúar kl. 13.

Þar gefst tækifæri á að kynna sér starfsemina og prófa bogfimi en er frábært fjölskyldusport sem hentar öllum aldri. „Það geta allir komið í heimsókn og prófað að skjóta af boga og rætt við þjálfa og aðra iðkendur. Við vonum svo sannarlega að það kvikni áhugi hjá einhverjum að koma til okkar að æfa,“ segir Alfreð Birgisson hjá Bogfimideild Akurs.

Vilja stækka hóp iðkenda

Hann segir að frá því í haust þegar nýtt húsnæði við Kaldbaksgötu var tekið í notkun undir bogfimideildina hafi bætst við ágætishópur en áhugi er fyrir því að stækka hann. „Við erum með iðkendur frá 10 ára aldri og uppúr, bæði er um að ræða iðkendur sem voru að stunda sportið áður en við misstum húsnæði okkar árið 2020 sem og nýir iðkendur, en margir þeirra voru búnir að bíða eftir að við opnuðum fyrir nýliða,“ segir Alfreð.

Lesa meira

Áramótapistill Finnur Yngvi Kristinsson 05 01 ´24

Ég vakna að morgni, tölti út og anda að mér fersku lofi froststillunnar, dreg inn orkuna sem liggur yfir öllu og glitrar á hélaðri jörð Eyjafjarðarsveitar.

Samfélagið hér býr yfir miklum krafti sem hefur í gegnum aldirnar byggst upp og mótast af frumkvöðlum bændastéttarinnar. Við sem hér búum í dag njótum góðs af ósérhlífinni vinnu fyrri kynslóða sem lagt hafa mikið af mörkum við að byggja upp sín heimili, sín bú og sína atvinnustarfsemi. Frjósöm jörðin hefur skapað eina allra gjöfulustu sveit landsins, þar sem umtalsvert magn allrar mjólkur í landinu er framleidd.  Hér er líka ræktað korn, kartöflur og grænmeti, alin svín, naut, íslenskt sauðfé og veiddur fiskur. Hér er framleiddur ís og hér eru framleiddar sultur og egg, svo fátt eitt sé nefnt. Við getum verið stolt af því ríka hlutverki sem samfélagið gegnir í fæðuöryggi þjóðarinnar og sjálfbærni Íslands þegar að matvælum kemur.

Lesa meira

Drengurinn sló öll met

 Fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri leit dagsins ljós  kl. 15.01 á nýjársdag. Það var drengur,  3036 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Arna Ingimundardóttir og Jóhann Helgason. Þau eru búsett á Sauðárkróki en svo skemmtilega vill til að Arna er starfandi ljósmóðir á fæðingardeildinni á Akureyri.

 „Öllum heilsast vel og drengurinn dásamlegur,“ segir Arna og bætir við að ekki hafi verið von á drengnum í heiminn á nýjársdag. „Ég á tvö börn sem fædd eru eftir 34 vikna meðgöngu, síðan misstum við lítinn dreng eftir 21 vikna meðgöngu. Það bjuggust því allir við að þessi drengur yrði fyrirburi líka. En hann sló öll met og kom öllum verulega á óvart og náði 37 vikna meðgöngu, þá ekki fyrirburi, og um leið náði hann yfir á nýtt ár. Þannig að við erum afskaplega hamingjusöm,“ segir Arna

Eisn og fram hefur komið fæddust heldur færri börn árið 2023 miðað við árið á undan, fæðingar nýliðið ár  voru 404 og þar af voru 6 tvíburafæðingar þannig að börnin urðu í allt 410. Árið 2022 voru fæðingar 429 talsins. Drengir voru heldur fleiri en stúlkur, 213 en stúlkur 197.

 

Lesa meira

Samningur um samræmda móttöku flóttafólks

„Það hefur vissulega verið áskorun að finna húsnæði, en hefur tekist og kannski ekki síst þar sem fjöldinn hefur ekki verið meiri,“ segir Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá Akureyrarbæ. Í byrjun árs 2023 var skrifað undir samning um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri sem kvað á um að Akureyrarbær í samstarfi við stjórnvöld myndi taka á móti allt að 350 flóttamönnum það ár.

Lesa meira

Fékk hluta úr breskri sprengju í trollið

Hluti úr breskri sprengju sem notuð var í seinni heimsstyrjöldinni kom í veiðarfæri ísfisktogarans Bjargar EA 7 í gær er skipið var við veiðar á Rifsbanka, norður af Melrakkasléttu.

Lesa meira

Villist á Blönduósi en getur teiknað útlínur Langaness fríhendis

Vísindafólkið okkar  er mánaðarleg kynning á vísindafólki Háskólans á Akureyri. Eftir svolitla pásu er kominn tími til að hefja leika aftur á Vísindafólkinu okkar. Nýársvísindamanneskjan er Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi í félagsvísindum, sem mun verja doktorsritgerð sína 21. júní næstkomandi. Samhliða doktorsnáminu sinnir hún stundakennslu við Félagsvísindadeild. Gréta var einmitt fyrsti doktorsneminn til að undirrita formlegan samning um doktorsnám við háskólann.   

Lesa meira

Bras með lyftu í Sambíó á Akureyri

Sigrún María Óskarsdóttir sem notar hjólastól skorar á Sambíóin í færslu á Facebook að laga lyftu í bíóinu á Akureyri.

Sigrún María gaf samþykki sitt fyrir því að vefurinn birti færslu hennar. 

,,Milli jóla og nýárs ákvað ég að skella mér í bíó með bróður mínum að sjá Wonka. Á Akureyri er núna bara eitt bíóhús, Sambíóin í miðbænum og því var ferðinni heitið þangað. Í húsinu er lyfta (svona lyfta á stiganum) og eiga því allir að geta farið á mynd hvort sem að hún er uppi eða niðri. Nema hvað að þessi blessaða lyfta virkar mjög takmarkað, nánast aldrei. Í þetta skipti virkaði hún auðvitað ekki, þannig að bróðir minn og starfsmaður bíósins þurftu að lyfta mér í stólnum upp stigann, sem fer illa með bakið á þeim og sem mér finnst mjög óþægilegt. Ég fór inn í salinn að utan og upp stigann inni i bíósalnum, sem er að einhverju leyti auðveldari en stóri stiginn frammi en samt sem áur enn stigi og ruslatunnur staðsettar í stiganum í þokkabót.

Ástandið er búið að vera svona í mörg, mörg ár og aldrei gert neitt í því. Þetta fer að verða þreytandi. Í stað þess að leysa vandann og kaupa nýja lyftu er alltaf verið að bíða eftir aukahlutum í lyftuna sem gera nákvæmlega ekki neitt, kannski virkar lyftan í nokkrar vikur en svo fer allt í sama farið. Á Akureyri búa margir sem nota hjólastól og einnig fólk sem á erfitt með gang, og ég er viss um að allir væru til í að geta farið í bíó þegar þeim langar.

Ég vil skora á Sambíóin Akureyri að gera eitthvað í málunum sem fyrst!

(Megið endilega deila :) )

Lesa meira

Götuhornið - Gamall góðkunningi lögreglunnar skrifar

Við sem eru eldri en tvævetra munum eftir því þegar lögreglan var hluti af samfélaginu og skipuð mönnum sem leystu fleiri vandamál en þeir sköpðu.  Lögregluþjónar gengu um á meðal fólks í svörtum jakkafötum með gyllta flautu hangandi í keðju framan á búningnum, vinsamlegir og kurteisir en þó albúnir og fullfærir um að grípa inn í af fullu afli ef nauðsyn var. Þeir voru alls ekki óvopnaðir því að innan við hægri buxnaskálmina og niður með lærinu var allþung trékylfa sem ekki var þægilegt að vera á hinum endanum á.  Sumar drottningar næturinnar töldu reyndar að þarna væri falið annarskonar verkfæri en ekki verður farið nánar út í það hér.

Lesa meira

Allt til enda í Listasafninu á Akureyri

Þriðja og síðasta listvinnustofan undir yfirskriftinni Allt til enda fer fram í Listasafninu á Akureyri dagana 6.-7. janúar 2024. Þá mun Selma Hreggviðsdóttir, myndlistarmaður, leiða börn í 1.-4. bekk gegnum ferli listamannsins, allt frá því að fá hugmynd, vinna listaverk og finna bestu leiðina til að setja verkið fram á sýningu. Notast verður við sýningar Listasafnsins sem innblástur fyrir gerð listaverka. Hugmyndum um skala og afstöðu verður velt upp og hvernig stærð okkar hefur áhrif á upplifun á umhverfinu. Vinnustofan er óvissuferð þar sem þátttakendur skapa og hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu samverunnar í Listasafninu. Eitt er víst að allt saman endar þetta með allsherjar sýningu sem þátttakendur skipuleggja sjálfir, þar sem listaverkin verða afhjúpuð með pompi og prakt. Sýningin stendur til 4. febrúar 2024. 

Lesa meira

Slökkvilið Akureyrar - Árið 2023 í tölum

 

Sjúkraflug:

Árið 2023 voru flogin 903 sjúkraflug með 974 sjúklinga.

-          45% af sjúkraflugum ársins 2023 voru í forgangi F1 eða F2, sem teljast sem bráðatilvik. F1 er lífsógn/bráðatilvik sjúklings og F2 er möguleg lífsógn/bráðtilvik sjúklings.

-          Í 7% tilfella er verið að fljúga með erlenda ferðamenn.

-          1% af flugunum eru með upphafs eða endastað erlendis.

Til samanburðar voru flogin 891 sjúkraflug og í þeim  fluttir 934 sjúklingar árið 2022.

 Sjúkraflutningar:

 Árið 2023 voru 3285 sjúkraflutningar.

 -          28% voru í forgangi F1 og F2.

-          9% sjúklinga voru erlendir ferðamenn.

-          8% flutninga voru millistofnanaflutningar í önnur sveitarfélög á Norður- og Austurlandi.

 Útköll á dælubíla:

 Heildarútköll á dælubíla voru 138.

 -          49% þeirra voru F1 eða F2 útköll.

 

Lesa meira

Húsnæðisskortur í Grímsey yfir háannatímann - Jákvætt tekið í að bjóða lóðir undir smáhýsi

Hverfisráð Grímseyjar hefur óskað eftir að boðið verði upp á lóðir fyrir smáhýsi í eynni sem leyst gætu tímabundinn húsnæðisvanda yfir háannatíma. Skipulagsráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindið.

Lesa meira

Úlla Árdal ráðin framkvæmdastjóri Mývatnsstofu

Úlla Árdal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og hefur hún þegar hafið störf. Mývatnsstofa er samnefnari atvinnu- og mannlífs í Þingeyjarsveit og sinnir markaðssetningu, upplýsingaöflun og miðlun, hagsmunagæslu og umræðuvöktun á svæðinu. 

Lesa meira

Hvað boðar nýárs blessuð sól?

Bæjarstjórinn á Akureyri Ásthildur Sturludóttir með nýársávarp 

Um áramót er okkur tamt að líta um öxl en þá er ekki síður mikilvægt að horfa fram á veginn um leið og við spyrjum „hvað boðar nýárs blessuð sól?“ eins og séra Matthías Jochumsson gerði forðum daga.

Árið 2023 hefur verið viðburðaríkt innanlands sem utan. Jarðhræringar og eldgos hafa skapað ótryggt ástand á suðvesturhorni landsins en hér við Eyjafjörð hefur árið verið okkur nokkuð hagsælt. Það sama verður ekki sagt um heimsbyggðina alla. Því miður geisa stríðin of víða og alltaf er mannskepnan sjálfri sér verst. Guð gefi að árið 2024 verði friðsælla en árið sem er að líða.

Mig langar að stikla á stóru í þeim málaflokkum þar sem umsvif sveitarfélagsins eru hvað mest og þar sem mestu framfaraskrefin hafa verið stigin á því herrans ári 2023.

Spennandi breytingar í leikskólamálum

Hvert sveitarfélag vill gera eins vel og hægt er til að veita góða þjónustu í leik- og grunnskólum. Engum er hollt að festast í viðjum vanans og því verðum við að vera óhrædd við að skoða nýjar lausnir til að ná betri árangri. Svokallaðar heimgreiðslur til foreldra leikskólabarna hófust í haust og munu verða við lýði a.m.k. fram í júlí á næsta ári. Um tilraunaverkefni er að ræða sem virðist mælast vel fyrir. Annað slíkt verkefni hefst um áramótin með breytingum á gjaldskrá leikskóla sem fela m.a. í sér gjaldfrjálsan sex tíma leikskóla en gjöld fyrir tíma umfram það verða tekjutengd.

Undirbúningur er hafinn að byggingu nýs leikskóla í Hagahverfi en til að mæta þörfum foreldra fyrir leikskólapláss þar til skólinn rís, voru opnaðar nýjar leikskóladeildir í Oddeyrarskóla og Síðuskóla. Þeirri lausn var afar vel tekið af foreldrum og forráðamönnum.

Og þá ríkti ekki síður gleði og ánægja þegar nýtt og stórglæsilegt leiksvæði var vígt við Síðuskóla eftir mikla og góða samvinnu þeirra sem nota svæðið. Hægt og bítandi hafa leiksvæði við grunnskóla bæjarins verið endurnýjuð og þeirri vegferð verður fram haldið á nýju ári.

Tryggjum farsæld og jafnan rétt

Það er mikilvægt að við tökum höndum saman og styðjum við bakið á fólki sem býr við mótlæti, stendur höllum fæti eða á hvergi höfði sínu að halla. Akureyrarbær lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og á síðasta ári var m.a. skrifað undir samning um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri en við höfum síðastliðin ár tekið á móti hópum flóttamanna sem stjórnvöld hafa boðið til landsins.

Eitt af hlutverkum sveitarfélagsins er að hjálpa þeim sem þurfa stuðning við að búa sér heimili og eru í viðkvæmri stöðu af ýmsum ástæðum. Til að svo megi verða hafa verið reist smáhýsi í Dvergholti fyrir fólk sem þarf stuðning samfélagsins og þar bættust við tvö ný hús á árinu.

Framsækið sveitarfélag vill gera öllum jafn hátt undir höfði og tryggja að jafnrétti ríki á öllum sviðum. Það er sannarlega mikið langhlaup en með einurð og atorku, samhentu átaki okkar allra sem byggjum þetta land, mun takmarkið nást.

Á árinu var skrifað var undir samstarfssamning við Samtökin ‘78 um fræðslu um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks sem ég held að verði okkur öllum til góðs.

Einnig var undirritaður samningur við Grófina geðræktarmiðstöð sem veitir fólki með geðraskanir, 18 ára og eldra, samastað til að vinna að bataferli sínu með aukinni virkni, jafningjastuðningi, hópastarfi og stuðningssamtölum við ráðgjafa.

Loks var afar gleðilegt þegar gengið var frá samstarfssamningi við Bergið Headspace sem felur í sér aukna þjónustu við ungt fólk sem þarf stuðning og ráðgjöf, þróun á geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk og þjónustu sem byggir á snemmtækri íhlutun.

Viðamikil uppbygging innviða

Mikil uppbygging er í farvatninu á Akureyri og veit ég að margir horfa með tilhlökkun til þeirra framkvæmda sem nú hefur verið ákveðið að ráðast í á félagsvæði KA og Golfklúbbs Akureyrar. Þannig verður fram haldið annars staðar í bænum eftir því sem efni og aðstæður leyfa, enda eru íbúar duglegir að nýta sér frábæra aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu og afreksfólkið okkar skilar hverjum titlinum á fætur öðrum heim í hérað. Of langt mál yrði að telja upp alla sigra einstaklinga og liða í hinum ýmsu íþróttagreinum en ég óska þeim öllum innilega til hamingju og þakka þeim fyrir að bera hróður okkar svo víða.

Áhuginn fyrir uppbyggingu á tjaldsvæðisreitnum svokallaða er mikill og það sýndi m.a. frábær aðsókn á kynningarfund um framtíðarskipulag reitsins sem fram fór fyrr á árinu.

Á haustdögum var fyrsta skóflustungan tekin að hinu nýja Móahverfi nyrst og vestast í bænum. Gert er ráð fyrir að í hverfinu verði um 1.100 íbúðir sem hýsa munu 2.300-2.400 manns.

Á árinu var skrifað undir samning við ríkið um byggingu á nýju hjúkrunarheimili en uppbygging og rekstur heimila fyrir aldraða er á forsjá ríkisins og mikilvægt að eldra fólki sé búið áhyggjulaust ævikvöld.

Sú einstaka framkvæmd sem vekur sjálfsagt hvað mesta athygli er endurbætur á hinum víðfrægu kirkjutröppum sem eru svo stór hluti af bæjarmyndinni. Gömlu tröppurnar hafa verið fjarlægðar og steyptar verða nýjar tröppur með snjóbræðslukerfi og fallegri lýsingu. Allt tekur þetta sinn tíma og þarf að vinnast í takti við hinn séríslenska vetur sem hentar oft og tíðum lítt til framkvæmda af þessu tagi. Ég veit að þegar upp verður staðið munu allir kætast og bæjarbúar fyllast stolti yfir nýju kirkjutröppunum við Akureyrarkirkju.

Menningarbærinn Akureyri

Menningarlífið hefur löngum verið ein af skrautfjöðrum Akureyrar og verður svo um ókomna tíð. Í bænum starfar þróttmikið listafólk og haldnar eru óteljandi sýningar, tónleikar og uppákomur af öllu tagi bæjarbúum og gestum okkar til ómældrar ánægju.

Mikið var um dýrðir á 30 ára afmælisári Listasafnsins á Akureyri þegar settar voru upp alls 23 sýningar fyrir alla aldurshópa. Verk Ragnar Kjartanssonar „The Visitors“ jók fjölda gesta safnsins svo um munaði enda einstakt á heimsvísu og ég veit að fjölmargir heimsóttu safnið aftur og aftur einungis til þess að njóta þessa verks.

Það var líka ákveðinn áfangasigur þegar loksins var skrifað undir 30 milljóna króna samning við menningar- og viðskiptaráðuneytið um skylduskil Amtsbókasafnsins en stofnunin er ein af skylduskilastofnunum landsins.

Mikið gleðiefni var að í lok ágúst á afmæli Akureyrarbæjar komu forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reed í sína fyrstu opinberu heimsókn til Akureyrar. Forsetahjónin tóku þátt í þéttri og fjölbreyttri dagskrá, nutu meðal annars menningar og lista, og tóku bæjarbúar forsetahjónunum fagnandi.

Rekstur Menningarfélags Akureyrar gekk afar vel á síðasta starfsári og starfið blómlegt. Starfsemi Hofs, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar á mikið undir því að menningarsamningur bæjarins við ríkið sé vel fjármagnaður. Því miður vantar talsvert upp á að við getum borið fjárveitingar saman við þær sem sambærilegar stofnanir á höfuðborgarsvæðinu njóta og betur má ef duga skal.

Ég bind vonir við nýjan menningarsamning við ríkisvaldið sem nú er í burðarliðnum og verður vonandi undirritaður innan tíðar. Trú mín er sú að þessi samningur verði til að skjóta enn styrkari stoðum undir blómlegt menningarlíf í höfuðborg hins bjarta norðurs.

Eyjarnar fögru í norðri

Hrísey, perla Eyjafjarðar, vakti athygli út fyrir landsteinana á árinu þegar ferðavefurinn Lonely Planet mælti með henni sem áfangastað fyrir ferðafólk sem vill kynnast einhverju nýju úr alfaraleið. Mannlífið í Hrísey er gott og búseta fólksins þar á sér bjarta framtíð.

Í Grímsey skiptust á skin og skúrir. Ferjan Sæfari var í slipp stóran hluta ársins sem hafði afar slæmar afleiðingar fyrir ferðamennsku við heimskautsbauginn. Það er einlæg von mín og krafa að biðin eftir nýrri ferju fari að styttast.

Eftir umtalsverðar tafir við byggingu nýrrar Miðgarðakirkju horfir nú til betri vegar eftir að búið er að skoða betur kostnaðarliði og hafa sjálfboðaliðar unnið í takt við það fjármagn sem safnast. Vonir standa til að hægt verði að halda guðþjónustu í nýrri Miðgarðakirkju um næstu jól.

Hvað boðar nýárs blessuð sól?

Börnin okkar eru framtíðin og það var yndislegt að fá að heimsækja tuttuguþúsundasta Akureyringinn snemma í vor, hana Rebekku Rún sem fæddist 14. apríl 2023. Stúlkan var vær og fögur og hamingjan skein úr augum foreldranna, Þóreyjar Erlu Erlingsdóttur og Alexanders Ottós Þrastarsonar. Þegar ég fæ að taka kornabörn eins og hana Rebekku Rán í faðm mér þá hverfa allar þrautir og mér finnst veröldin brosa blíð og góð. Slíkt boðar vonandi nýárs blessuð sól.

Um jól og áramót er mikilvægt að hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Hugsum til Grindvíkinga sem búa við mikla óvissu og hafa mætt of miklu mótlæti undanfarið. Munum að víða er hart í heimi þar sem styrjaldir geisa. Biðjum þess að menn leiti friðar og sátta á nýju ári fremur en að láta hefndarþorsta, græðgi og grimmd ráða gjörðum sínum.

Skáldið okkar, séra Matthías, átti í miklu sálarstríði um aldamótin 1900 sem braust fram í ýmsum kvæðum hans. Hann hafði horft upp á miklar þrengingar fátæks fólks við Eyjafjörð og orti meðal annars hið magnaða kvæði „Volaða land“ þegar honum virtust öll sund lokuð. Um svipað leyti orti hann „Minn friður er á flótta, mér finnst svo tómt og kalt“ þar sem hann lýsir því hvernig angistarfullur einstaklingur finnur aftur vonina og ljósið í trú á æðri mátt. Lokaerindið hljóðar svo:

Þú breiðir arma bjarta 
og barnið faðmar þitt, 
ég finn þitt heita hjarta, 
og hjartað fagnar mitt. 
Ég vil ei við þig skilja, 
ég vel þitt náðar-skjól; 
mitt veika líf er lilja, 
þín líkn er hennar sól.

Ég ber þá einlægu von í brjósti að blessuð nýárssól boði okkur öllum birtu og frið.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir hið liðna!

Ásthildur Sturludóttir, 
bæjarstjóri á Akureyri

 
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár 2024!

Vikublaðið óskar lesendum sínum  gleðilegs nýs árs, með  þökk fyrir liðin ár!

Lesa meira

Fjöldi fæðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2023

,,Fæðingar eru nú 403, verða líklega 404 eða 405 þegar við náum miðnætti. Tvíburafæðingar voru 6 á árinu.

Drengir aðeins fleiri en stúlku, hef ekki nákvæma tölu núna. Varðandi fjöldan þá eru þetta færri fæðingar en í fyrra þá voru þær 429."

Þetta segir i svari til vefsins frá Ingibjörgu Hönnu Jónsdóttur forstöðuljósmóður á SAk. um fjölda fæðinga á árinu sem senn kveður.

Vefur Vikublaðsins óskar foreldrum og börnum þeirra innilega til hamingju með fæðingarárið 2023.

 

Lesa meira

Jólin heima - Geir Kristinn Aðalsteinsson segir frá

Það er enginn annar en Geir Kristinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri mannauðs og markaðssviðs Hölds  sem rifjar upp og segir okkur sögur  af jólahaldi í hans fjölskyldu.

Jólin heima.

 

Lesa meira

Við áramót - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sem á lokaorðin.

Lesa meira

Fólki leggi ekki leið sína í Breiðholt að horfa á áramóta brennu á nýjum stað

Áramótabrenna Akureyringa verður vegna breyttra aðstæðna og framkvæmda á svæðinu við Réttarhvamm færð yfir á autt og óbyggt svæði á Jaðri nokkru sunnan við golfskálann. Hestamenn biðja fólk um að leggja ekki leið sína í Breiðholtshverfið á þessum tíma, nægt sé álagið á hrossin.

Lesa meira