
Ólöf Björk Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga Skautafélags Akureyrar
Ólöf Björk Sigurðardóttir var útnefnd sem heiðursfélagi Skautafélags Akureyrar fyrir störf sín fyrir félagið á aðalfundi þess sem fram fór í á dögunum. Ólöf Björk, sem lét af formennsku íshokkídeildar fyrr í vikunni, var formaður íshokkídeildar í 20 ár og sat í aðalstjórn Skautafélags Akureyrar í 15 ár.