Hugsum Ísland upp á nýtt (Smá langloka en þörf)

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson birtir á Facebook vegg sínum eftirfarandi hugleiðingar.  Hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu á vef Vikublaðsins. 

Lesa meira

Skrifum aldrei upp á kjarasamning sem mismunar fólki enn frekar eftir búsetu

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar

„Aðstöðumunur á milli landsbyggðar og þéttbýlis er að verða gríðarlegur og hann er  okkur sem búum fjarri höfuðborgarsvæðinu í óhag. Við erum að gera þá skýlausu kröfu að tekið verði á þessum mun, en það á ekki síst við um verð á raforku og eldsneyti, vöruverð, flutningskostnað og aðgengi að opinberri þjónustu, m.a. heilbrigðisþjónustu og framhaldsnámi,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslu. Þar vísar hann í yfirstandandi viðræður milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar.

 

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Nýr þáttur í hlaðvarpi  Heilsu- og sál.  um efni sem snertir  ansi mörg okkar.
Verkir eru algengt vandamál sem flestir glíma við einhvern tímann á lífsleiðinni en hvað eru verkir? Í nýjum þætti af heilsaogsal.is - hlaðvarp ræðir Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi, um ýmislegt í tengslum við verki, mismunandi flokka verkja, hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að skoða hugtakið ,,verki” og margt fleira.
Þá fjallar hann einnig um hvar hægt er að leita sér aðstoðar við verkjum. Við hvetjum alla til að hlusta á þáttinn og velta fyrir sér hvernig við skilgreinum og upplifum verk og hvaða merkingu við leggjum í hugtakið.

 

 

Lesa meira

Skipulagstillaga um byggð í Vaðlaheiði

-Eftirspurn eftir lóðum í Vaðlaheiði hefur aukist og þyrpingar þegar risið

Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir lóðum fyrir íbúðarhús og frístundahús í Vaðlaheiði og hafa risið þyrpingar á þegar skilgreindum landnotkunarreitum. Sveitarfélögin sem í hlut eiga hafa fundið fyrir greinilegum áhuga á áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu og því var ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar skipulagsáætlunar vegna uppbyggingarinnar í stað þess að taka fyrir eina og eina spildu í einu í takt við framkvæmdaáform hverju sinni.

Lesa meira

Sesselja Ingibjörg ráðin framkvæmdastýra Driftar EA

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra DRIFTAR EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

 Sesselja Ingibjörg er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðustu þrjú ár var hún framkvæmdastýra nýsköpunar- og orkuverkefnisins EIMS, eins og segir í tilkynningu  um ráðninguna nú í morgun.

Þá hefur hún undanfarin ár starfað með ýmsum fjárfestum, bæði sem frumkvöðull og fjárfestir. Undir hennar forystu var stofnuð grasrótarhreyfingin Norðanátt, sem er hreyfiafl nýsköpunar. Einnig hefur Sesselja Ingibjörg starfað sem ráðgjafi stjórnvalda varðandi nýsköpun.

Sesselja Ingibjörg er með BA gráðu í lögfræði, sveinspróf í framreiðslu og hefur lokið MBA-námi í viðskiptum og stjórnun.

 

Lesa meira

Samningar við SA undirritaðir og endurbætt aðstaða tekin í notkun

Í dag voru undirritaðir rekstrar- og þjónustusamningar Akureyrarbæjar við Skautafélag Akureyrar sem lúta að rekstri Skautahallarinnar og faglegu starfi Skautafélagsins. Hefur Akureyrarbær þar með endurnýjað rekstarsamninga við öll þau íþróttafélög sem sjá um rekstur íþróttamannvirkja sem Akureyrarbær á að hluta eða öllu leyti

Lesa meira

Hver stelur hjólastól????

Þessa furðulegu færslu, furðulegu þvi það er með ólíkindum að svona nokkuð geti gerst er að finna á Facebooksíðu  Amtsbókasafnsins í dag. 

Líklega hafa þeir sem þennan stól tóku verið að grínast en þeir ættu að  hafa i huga að láta grínarana um grínið  og skila stólnum hið snarasta þvi hann var þarna  vegna ástæðu  og  gagnaðist fólki sem þarf að nota hjólastól mjög vel.

Lesa meira

Akstursstyrkir vegna barna í Hrísey

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga sem búsett eru í Hrísey.

Lesa meira

Götuhornið - Áhugamaður um grasafræði skrifar

Í vikunni las ég frétt um konu sem fylltist afbrýðisemi þegar hún komst að því að maðurinn hennar var farinn að rækta kannabisplöntur með annarri konu.  Þetta þótti henni vera hið mesta tryggðarof sem hún tilkynnti umsvifalaust til lögreglu.  Hin ótrúi þrjótur fékk makleg málagjöld og sömuleiðis væntanlega kona sú sem hann samrækti.

 

Lesa meira

Akureyri - Bílastæðagjöld verða innheimt við Oddeyrartanga

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita Hafnasamlagi Norðurlands bs,  heimild til að innheimta gjald á bifreiðastæði HN á Oddeyrartanga og óska samþykkis lögreglustjóra fyrir notkun lóðarinnar sem stöðureits.

Hafnasamlag Norðurlands hefur útbúið bílastæði á lóð sinni við Oddeyrartanga  og nam kostnaður við gerð þess um 80 milljónum króna. Svæðið er fyrst og fremst ætlað hópferðabifreiðum og bílum sem þjónusta skemmtiferðaskip á Akureyri en auk þess geta langferðabifreiðar nýtt sér stæðin í stað þess að leggja stórum bílum hér og hvar um bæinn og jafnvel án heimildar.

Til að standa straum af kostnaði við gerð stæðanna og viðhaldi óskaði HN eftir því við bæjaryfirvöld að fá heimild til að taka upp gjaldtöku á svæðinu eftir gjaldskrá sem hafnasamlagið setur. Samlagið mun sjá um rekstur og viðhald svæðisins.

Notast verður við myndavélar sem lesa númer við komu og brottför bílanna þannig að stöðuverðir Akureyrarbæjar þurfa ekki að vakta svæðið.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Vilji til endurskoðunar gjaldskrár verði af þjóðarsátt

 

„Eitt stærsta hagsmunamál fyrir heimilin í landinu er verðstöðugleiki. Lækkun verðbólgu, stýrivaxta og ekki síður langtímavaxta skiptir miklu máli fyrir fjárhagslega afkomu fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga,“ segir í bókun byggðaráðs Þingeyjarsveitar.

Byggðarráð styður þær fyrirætlanir að lögð sé áhersla á langtímakjarasamninga með verðstöðugleika til lengri tíma að leiðarljósi.
„Ef í burðarliðnum er þjóðarsátt um stöðugt verðlag, þar sem bæði launþegahreyfingar starfsmanna á almenna markaðinum og opinberra starfsmanna ganga í takt, þá er Þingeyjarsveit reiðubúin að leggja sitt af mörkum og endurskoða gjaldskrárhækkanir,“ segir enn fremur.

Byggðarráð minnir jafnframt á að innan sveitarfélagsins eru einingar á borð við sorphirðu. Lögum samkvæmt er gert ráð fyrir að slíkar einingar séu sjálfbærar og verða gjaldskrár að taka mið af því.
Almenn hækkun á gjaldskrám Þingeyjarsveitar í fjárhagsáætlun 2024 er 7,5% sem tók mið að áætlaðri verðbólgu ársins 2023 og 2024. Þrátt fyrir samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2024 lýsir byggðarráð Þingeyjarsveitar yfir vilja til að endurskoða gjaldskrárhækkanir verði af þjóðarsátt.

Lesa meira

Ernir og Framsýn Halda samstarfi áfram og vilja tryggja flug um ókomna tíð

Forsvarsmenn Framsýnar og Flugfélagsins Ernis hafa gengið frá  áframhaldandi varðandi sölu farmiða á sérstökum kjörum fyrir félagsmenn á flugleggnum Reykjavík – Húsavík / Húsavík – Reykjavík. Samningurinn gildir jafnframt fyrir önnur aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna.

Hækkun í febrúar

Fram að þessu hefur verðið verið kr. 15 þúsund krónur hver flugmiði. Vegna kostnaðarhækkana hjá flugfélaginu hækka miðarnir til Framsýnar í 17.500 krónur en  Framsýn mun áfram selja miðana á kostnaðarverði. Hækkunin tekur gildi 1. febrúar 2024.

Samningsaðilar eru sammála um að halda áfram samstarfi sem byggir á því að tryggja og efla flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur um ókomna tíð. Eins og kunnugt er hefur ríkt ákveðin óvissa um framtíð flugs milli þessara áfangastaða.  Vonir eru bundnar við að því er fram kemur á vefsíðu Framsýnar að hægt verði að tryggja flugið með samstilltu átaki hagsmunaaðila.

Lesa meira

Heldur fleiri hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni en árið á undan

Heldur fleiri félagsmenn Einingar-Iðju hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum Gallup könnunar sem félagið í samstarfi við AFL starfsgreinafélag lét framkvæma um ýmis atriði er snerta kaup, kjör og aðstæður félagsmanna sinna.

Lesa meira

Lóð við Hlíðarbraut 4 - Enginn umsókn í annað sinn

Engin umsókn barst um lóðina við Hlíðarbraut 4 á Akureyri en frestur til að sækja um er runnin út.

Akureyrarbær leitaði eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóðarinnar í annað sinn á liðnu ári en hafði áður auglýst lóðina í lok árs 2022. Enginn sótti heldur um í það sinn.

Um er að ræða 6.415 m² verslunar- og þjónustulóð þar sem byggja má atvinnuhúsnæði í 4-5 hæða byggingum auk bílakjallara. Byggingarmagn ofanjarðar er 7.687 m² og 2.562 m² neðanjarðar, kjallari/bílakjallari.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi kveðst gera ráð fyrir að  málið verði tekið fyrir í skipulagsráði á næstunni og ákvörðun tekin um framhald málsins.

Lesa meira

HSN á Dalvík fékk sónartæki að gjöf frá kvenfélögum á svæðinu

Í byrjun árs fékk HSN á Dalvík formlega afhent þráðlaust sónartæki að gjöf frá kvenfélögunum Hvöt Árskógsströnd og Tilraun í Svarfaðardal.

Lesa meira

Leigubílastöð ekki hafnsækin starfsemi

Meirihluti skipulagsráðs Akureyrar hefur hafnað erindi frá Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO sem sótti um lóð við Oddeyrarbót 3 á Akureyri. Forsendur ákvörðunarinnar er þær að ekki sé um hafnsækna starfsemi að ræða og er hún fullnaðarafgreiðsla.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri þátttakandi í Sjávarútvegsskóla GRÓ

Háskólinn á Akureyri hefur verið virkur þátttakandi í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna frá upphafi hans árið 1998. Skólinn er nú nefndur Sjávarútvegsskóli GRÓ, eftir að hann var fluttur undir GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Norðurþing og Þingeyjarsveit senda hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur

Norðurþing og Þingeyjarsveit hafa sent hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur.  

,,Sveitarstjórn Norðurþings sendir hlýjar kveðjur og styrk til íbúa Grindavíkur og samúðarkveðjur til þeirra sem hafa misst. Einnig til kollega sinna í bæjarstjórn Grindavíkur sem horfa fram á forsendubrest og algera óvissu um framtíðaráform. Sveitarstjórn hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að leggjast á eitt með að finna sem allra fyrst lausnir sem tryggja íbúum Grindavíkur heimili og nauðsynlegan stuðning við þessar erfiðu aðstæður sem eru uppi."

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar  orðar kveðju þeirra svona:

,,Fyrir hönd Þingeyjarsveitar sendir sveitarstjórn hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur. Það er afar átakanlegt að fylgjast með þeim atburðum sem nú eiga sér stað og sjá enn og aftur hversu lítils við megum okkar gagnvart náttúrunni. Hugur okkar allra er hjá íbúum Grindavíkur, styrkur ykkar er aðdáunarverður.

Með von um að yfirstandandi hörmungum ljúki fljótt sendum við ykkur og öllum viðbragðsaðilum okkar sterkustu strauma og hlýjustu kveðjur.

 

Lesa meira

Stelluathöfn á Dvalarheimilinu Hlíð

Stelluathöfn á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 19 janúar 2024.

Ágætu íbúar og starfsfólk Hlíðar.

Það er einkar ánægjulegt að fá þessa stund hér með ykkur og við, hópur sem köllumst fyrrum sjómenn Útgerðarfélags Akureyringa  erum hingað komnir nokkrir og komum hér með skip, já skip sem við sennilega öll sem hér erum þekkjum. Þetta skip sem er líkan er nefnilega eins og flest okkar hluti af sögu Akureyrar og þetta skip sem við köllum „Stellurnar“ voru og eru svo sannarlega stolt bæði ÚA og bæjarins okkar.

Lesa meira

Legudeild geðdeildar SAk enn í sama bráðabirgðahúsnæðinu og fyrir 38 árum

Legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er enn staðsett í sama bráðabirgðahúsnæði og starfsemin hófst í fyrir um 38 árum síðan. Samkvæmt úttekt landslæknisembættisins stenst húsnæðið ekki kröfur sem gerðar eru vegna starfseminnar og segir að það sé barn síns tíma. Það fullnægi ekki þeim kröfum sem til starfseminnar og umfangs hennar eru gerðar. Ýmsum ábendingum var beint til heilbrigðisráðaherra í kjölfar úttektarinnar, m.a. um öryggistengd atriði, skort á heimsóknarrýmum og útisvæði fyrir sjúklinga.

Lesa meira

Akureyrarflugvöllur - Nýja flughlaðið stóðst lokaúttekt

Starfsmenn frá Samgöngustofu komu til Akureyrar í dag  og gerðu lokaúttekt á nýja flughlaðinu á flugvellinum.  Allt reyndist vera með eðlilegum hætti og flughlaðið þvi samþykkt til formlegrar notkunar.  Nýja flughlaðið er 32 þúsund fermetrar.

Framkvæmir við undirbyggingu flughlaðs hófust 2016 með flutningi efnis úr Vaðlaheiðargöngum  en nú er verkinu lokið og ákveðið hefur verið að taka það formlega í notkun 25 janúar n.k. 

Lesa meira

Sala á Velferðarstjörnu skilaði einni milljón króna

Sala á Velferðarstjörnunni skilaði um einni milljón króna í Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðisins sem er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis og Rauða krossins við Eyjafjörð.

Velferðarstjarnan er nýtt verkefni unnið í samstarfi Glerártorgs og Slippsins, sem framleiddi stjörnuna, en Kristín Anna Kristjánsdóttir og Elva Ýr Kristjánsdóttir, verkefnastjórar markaðsmála á Glerártorgi hönnuðu stjörnuna.

Alls seldust um 300 stykki af velferðarstjörnunni, sem gaf um eina milljón króna í velferðarsjóðinn. „Þetta er mikilvæg viðbót við fjáröflunina okkar,“ segir Herdís Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins á vefsíðu Glerártorgs.  „Ekki bara upphæðin sjálf, þó hún skipti vissulega miklu máli, heldur er líka svo magnað að hugsa til þess hversu margir einstaklingar hafa styrkt söfnunina okkar með því að kaupa velferðarstjörnuna. Það er ómetanlegt að finna þennan mikla velvilja í garð sjóðsins.“

Langdýrasta jólaaðstoðin til þessa

Velferðarsjóðurinn aðstoðar efnaminni einstaklinga og fjölskyldur bæði fyrir jólin og á öðrum tíma árs en reynslan sýnir að eftirspurnin eftir aðstoð er mest í aðdraganda jólanna. Reglubundnar úthlutanir árið 2023 voru rúmlega 500 talsins, sem er mikil aukning frá síðustu árum. Umsóknir um jólaaðstoð fyrir nýliðin jól voru einnig um 500 talsins, sem er svipaður fjöldi og fyrir jólin 2022. Vegna mikilla verðhækkana í samfélaginu var ákveðið að hækka styrkupphæðir í jólaaðstoðinni. Því er ljóst að þó fjöldinn hafi verið svipaður árin 2022 og 2023, er jólaaðstoðin 2023 sú langdýrasta hingað til.

Lesa meira

Heilsuvernd og Sjúkrahúsið á Akureyri í samstarfi.

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur gengið frá samningi við Heilsuvernd um að annast afleysingu og mönnun eins læknis á bráðamóttöku SAk um helgar og á skilgreindum tíma eina til tvær helgar í mánuði. Samningurinn hefur nú þegar tekið gildi.

Það er ánægjulegt að segja frá því að gengið hefur verið frá samningum með það að markmiði að styðja við mönnun á bráðamóttöku sjúkrahússins.

Stefnt er að föstum hópi reyndra lækna, sérfræðinga og sérnámslækna í heimilislækningum á vegum Heilsuverndar sem koma þar til starfa með reglubundnum hætti 1-2 helgar í mánuði og manna eitt stöðugildi læknis.

Með þessu styrkist enn frekar samstarf milli aðila en fram til þessa hefur Heilsuvernd útvegað þjónustu næringarfræðings með áherslu á næringu aldraðra. Þá hefur Sjúkrahúsið annast læknisþjónustu hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili á Hlíð og Lögmannshlíð umdanfarin ár.

 

Lesa meira

Íþróttafólk FIMAK 2023

Í gær ( 17 jan.) var íþróttafólk Fimleikafélagsins fyrir árið 2023 krýnt.  Þjálfarar völdu þau Sólon Sverrison úr áhaldafimleikum sem íþróttamann FIMAK 2023 og Maríu Sól Jónsdóttir úr áhaldafimleikum sem íþróttakonu FIMAK 2023. Þau eiga það sameiginlegt að hafa stundað íþróttina síðan á leikskólaaldri og með mikilli vinnu, ástundum og einbeitingu náð langt hvort í sinni grein.  

Lesa meira

Bæjarráð Akureyrar - Hótel á Jaðarsvelli auglýsing lóðar

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær 17. janúar lið 22 í fundargerð skipulagsráðs frá 10 jan. s.l. en þar var lögð fram tillaga að útboði og úthlutunarskilmálum vegna hótellóðar á Jaðarsvelli

Þórhallur Jónsson varaformaður skipulagsráðs fagnar  þessari samþykkt á Facebook.  ,,Stór dagur á miðvikudaginn þegar Skipulagsráð samþykkti að auglýsa 150 herbergja hótel lóð við Golfskálann á Jaðri, en áður var Akureyrarbær búinn að gera uppbyggingasamning við Golfklúbinn um uppbyggingu heilsársaðstöðu fyrir æfingar og afþreyingu. Góðir hlutir gerast hægt en þetta er eitt af þeim málum sem við Sjálfstæðismenn settum á dagskrá fyrir sl. bæjarstjórnar kosningar og er nú að raungerast, svo er bara að sjá hvort að það sé áhugi hjá fjárfestum að fara í þessa framkvæmd eins og vaxtastigið og verðbólgan er núna.

Þegar ég viðraði hugmyndina fyrir að verða 2 árum síðan þá höfðu allnokkrir samband við mig og skipulagssvið Akureyrarbæjar og lýstu yfir áhuga. En nú er tækifærið og verður lóðin auglýst á næstu dögum“  skrifar Þórhallur.

 

Lesa meira

FVSA - Samtök atvinnulífsins hafna nálgun Breiðfylkingar um Þjóðarsátt

Á heimasíðu FVSA er  að finna í dag  yfirlýsingu  frá fjölmennustu stéttarfélögum og landssamböndum sem  á almennum vinnumarkaði eru um stöðuna sem nú er uppi i viðræðum um nýjan kjarasamning.

Lesa meira

Magnað - Tæp hálf öld á milli aðstoðardómara!

Í frétt á vef Knattspyrnusambands Íslands er að finna þessa skemmtilegu frétt.   

,,Í leik á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu nú á dögunum var heldur betur áhugavert dómarateymi að störfum.

Lesa meira