
Samið um smíði líkans af Sólbak EA 5 fyrsta skuttogara ÚA
Á hádegi i dag var skrifað undir samning um smiði líkans af Sólbaki EA 5 en það nafn bar fyrsti skuttogari Útgerðarfélag Akureyringa. Sólbakur kom til nýrrar heimahafnar fyrir 52 árum upp á dag og því vel við hæfi að undirrita samning um smíði líkansins á þessum degi. Þegar Sólbakur EA 5 lagðist að bryggju hér fyrir þessum 52 árum viðraði eiginlega með sama hætti og í dag. Það var ansi kalt á Togarabryggju á athafnarsvæði ÚA fyrir 52 árum en stillt veður og mikil eftirvænting í fólki sem fjölmennti á bryggjuna til þess að fagna þessu nýja glæsilega fiskiskipi.
Eins var í dag kalt, still veður en þó ekki væri eins margt um manninn mátti glöggt sjá að þeir sem mættu voru spenntir fyrir því sem í vændum var.
Það er sem fyrr þegar kemur að því að smíða líkön af togurum sem skipt hafa máli i sögu bæjarins Sigfús Ólafur Helgason fyrrum sjómaður á togurum ÚA sem hefur forgöngu í málinu og smiðurinn verður auðvitað sá sami og áður Elvar Þór Antonsson en hann smíðaði ,,Stellurnar" og nú nýverið lauk hann við að smiða Harðbak/Kaldbak. Að undirskrift lokinni var svo boðið upp á heitt gott kaffi og kleinur um borð í Húna
Her fyrir neðan er svo að finna ræðu sem Sigfús Ólafur flutti við þetta tilefni í dag.: