Við áramót Logi Már Einarsson

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Logi Már Einarsson Samfylkingu sem er næstur með sinn pistil.

Lesa meira

Góð aðsókn í Skógarböðin um hátíðarnar

Mjög góð aðsókn hefur verið í Skógarböðin yfir hátíðarnar, opið hefur verið til miðnættis og á gamlárskvöld geta baðgestir notið þess að fylgjast með flugeldum á lofti beint úr baðinu.

Lesa meira

Um áramót - Ingibjörg Isaksen skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki sem hefur ,,orðið"

Lesa meira

Jólin heima - María Björk Ingvadóttir rifjar upp

Það er María Björk Ingvadóttir sem svo sannarlega er lesendum  að góðu kunn sem segir hér frá 

Jólin heima

Er hálfmyrkur eða hálfljós ?

 Pabbi minn notar þessi orð til að skilgreina þá stöðu sem upp kemur þegar birtan er ekki mikil, er kannski of lítil, jafnvel hálfgerð týra eða bara skárri en engin. Í þessu felst að hægt er að lýsa ástandi með ólíkum orðum, orðalagi sem um leið birta afstöðu til þess sem lýst er. Aðrir taka líkingu af glasi sem ýmist er hálf fullt eða hálf tómt. Val um orðalag liggur ævinlega hjá þeim sem orðin nota og orðin velja. Hálffullt glas og hálfljós er samt það sama og hálftómt glas og hálfmyrkur, ef út í það er farið en skapa mjög ólík hughrif.

 

Lesa meira

Arnar Björnsson, fréttamaður: „Hangikjötið á jóladag verður að vera að norðan“

Arnar Björnsson, fréttamaður á RÚV, er flestum landsmönnum kunnur af sjónvarpsskjánum. Arnar hefur starfað við fjölmiðlun í 44 ár og marga fjöruna sopið í þeim efnum. Hann er fæddur og uppalinn á Húsavík og er einn af stofnendum hins fornfræga Víkurblaðs. Arnar settist niður með blaðamanni í jólalegt spjall með húsvísku ívafi.  

Lesa meira

Um áramót Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót.

Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla.  Númer tvö er Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum

Lesa meira

Um áramót Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót.

Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla.  Sá fyrsti er skrifaður af Njáli Trausta Friðbertssyni Sjálfstæðisflokki

Hugleiðingar um áramót

Þegar líður að áramótum og hugað er að verkefnum næstu ára er áhugavert að líta um öxl og sjá að við höfum verið að upplifa sérstaka tíma og ýmis áföll hafa dunið yfir sem hafa haft áhrif á efnahag og velferð þjóðarinnar. Þau rúmu sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hef ég lengstum setið í fjárlaganefnd og þau verkefni sem þar hefur verið tekist á við marka sterkt þessi ár. Þarna má telja til áföll eins og fall WOW air, Aðventustorminn, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og eldvirkni á Reykjanesskaga.

Lesa meira

Fréttatilkynning - KEA eykur við hlut sinn í Stefnu

KEA hefur keypt 10% eignarhlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri en KEA á fyrir 15% eignarhlut í félaginu.  Stefna er ört vaxandi fyrirtæki á sínu sviði en meginverkefni félagsins snúa að vefhönnun, smíði símasmáforrita og sérhönnuðum hugbúnaðarlausnum. 

Verkefnastaða félagsins er góð á öllum sviðum og horfur í rekstri félagsins eru góðar en umsvif félagsins hafa vaxið mikið á síðustu árum

Lesa meira

Nýjar kirkjuklukkur komnar út í Grímsey þar sem ró og friður ríkir um hátíðar

Jólin hafa verið ljúf við heimskautsbaug. Veðrið hefur verið gott að mestu og miklu betra en spár hafa sagt fyrir um og allar samgöngur gengið vel.

Lesa meira

Jólin heima - Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík rifjar upp

Sá sem næst segir okkur af jólahaldi heima er búfræðingurinn og verkalýðsforinginn Aðalsteinn Árni Baldursson en hann er í daglegu tali gjarnan kallaður Kúti.  

Lesa meira

Nýtt Sportveiðiblað komið út

 Einn er sá hópur fólks sem líklega fagnar hvað innilegast með sjálfum sér sólstöðum þ.e sá fjölmenni hópur sem gaman hefur af  því að sveifla veiðistöng á árbakkanum.  Þessi hópur getur eiginlega fagnað tvöfalt því nú nýverið kom út 3 t.b.l af Sportveiðiblaðinu 43 árgangur.  Það er Gunnar Bender sem hefur veg  og vanda af  útgáfu blaðsins.

Lesa meira

Skoða útfærslu á nettari og jafnvel upphituðum biðskýlum

Haldið verður áfram að endurnýja biðskýli Strætisvagna Akureyrar á næstu árum, þau sem orðin eru mjög léleg eða jafnvel ónýt en verið er að vinna að endurnýjunarlista fyrir næstu þrjú ár. Verið er að skoða úrfærslur á m.a. nettari skýlum og upphituðum skýlum í samræmi við umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Hoppsa Bomm í Kjarna-Sleðabrekkan tilbúin

Heimasíða Skógræktarfélags Eyjafjarðar er með skemmtilega frétt af sleðabrekku sem freistar jafnvel miðaldra vefara sem hér fer fingrum um lykaborðið.

Fréttin er svona:

 

Lesa meira

Jólin heima Svanhildur Daníelsdóttir frá Gnúpufelli rifjar upp

Jólin heima.

Næstu daga mun við birta hér á vefnum sögur fólks sem rifjar upp jólin heima hvort sem það er  jólahald fyrr eða nú.

Það er Svanhildur Daníelsdóttir frá Gnúpufelli, kennari við VMA sem ríður á vaðið.

Lesa meira

Stærsta árið í hvalaskoðun frá Húsavík

Talsverð aukning varð í fjölda farþega sem fóru í hvalaskoðun frá Húsavík á árinu sem senn er liðið.

Lesa meira

Sameiginlegt helgihald í Akureyrar og Glerárkirkju um áramót

Sr. Hildur Eir Bolladóttir birtir á Facebooksíðu sinni í morgun færslu um það að helgihald um áramót verði sameiginlegt  í Akureyrar og Glerárkirkju.  Ástæaðn sé sú að þrátt fyrir mikla og góða kirkjusókn á jólum skili fólk sé i minna mæli til kirkju um ármót.

Lesa meira

Um 15% íbúða sem byggðar eru á Akureyri ekki nýttar af íbúum sveitarfélagsins

Um eitt þúsund íbúðir, 11,4% allra íbúða á Akureyri eru í eigu fjárfesta, félagasamtaka eða annarra sem ekki eru með skráð lögheimili á Akureyri samkvæmt upplýsingum úr aðalskipulagi Akureyrar 2018 til 2030. Miðað við þróun síðustu ára er talið að þetta hlutfall hafi hækkað og geti verið á bilinu 15 til 20% nú.

Lesa meira

Eins og í Sjallanum í denn!

 Það er óhætt að fullyrða að hreyfing og útivera var ofarlega í huga Akureyringa í dag.  Hvert sem litið var mátti sjá fólk á göngu, skokki eða í sundi  og á gönguskíðum.  Likamsræktarstöðvar voru afar vinsælar og í Hlíðarfjalli renndi fólk sér í troðnum púðursnjó.

Lesa meira

Þegar barnið hughreystir þig

Séra Hildur Eir Bolladóttir flutti eftirfarandi prédikun við aftansöng í Akureyrarkirkju í gær. 

Lesa meira

Gleðileg jól!

Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum blaðsins og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar!

Lesa meira

Matargafir aðstoðuðu yfir 200 fjölskyldur fyrir jólin

Matargjafir á Akureyri og nágrenni veittu yfir 200 fjölskyldum aðstoð nú fyrir jólin. „Það er ekki laust við að ég sé klökk og full þakklætis,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem heldur utan um Matargjafir Akureyrar og nágrennis

Lesa meira

40 ár frá því Akureyrin EA kom til heimahafnar úr sinni fyrstu veiðiferð 23.12.2023

Nákvæmlega fjörutíu ár eru í dag liðin frá því frystitogarinn Akureyrin EA 10 kom úr sinni fyrstu veiðiferð, 23. desember 1983.

Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu fyrr á árinu keypt nær allt hlutafé Samherja hf. í Grindavík, sem gerði út togarann Guðstein GK 140 og fluttu þeir frændur starfsemina til Akureyrar.

Guðsteinn GK kom til nýrrar heimahafnar 1. maí 1983 og var nafni skipsins breytt í Akureyrin EA 10.

Um sumarið og fram á haust var unnið hörðum höndum við breytingar og endurbætur á skipinu í Slippstöðinni á Akureyri. Akureyrin fór í prufutúr í lok nóvember og í desember var farin fyrsta veiðiferðin. Skipið kom til Akureyrar á Þorláksmessu, 23 desember, vegna jólafrís skipverja.

Akureyrin var afar farsælt skip og var ár eftir ár meðal þeirra skipa sem skiluðu mestu aflaverðmæti. Árið 2013 var gamla Akureyrin seld, eftir að hafa verið í eigu Samherja í þrjátíu ár.

Samherji hefur vaxið og dafnað á þessum fjörutíu árum og nú landa nokkur skip félagsins í viku hverri, enda vinnsluhús félagsins afkastamikil.

Í skjalasafni Samherja eru varðveitt skjöl er tilheyra fyrstu veiðiferðinni, svo sem tilkynning til bæjarfógetans á Akureyri um áhöfn skipsins og uppgjör vegna veiðiferðarinnar. Hásetahluturinn var kr. 34.935,67 auk orlofs kr. 3.556,96. 23.desember, Þorláksmessa, er því einn af mörgum merkisdögum í sögu Samherja.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessum upphafsdögum Samherja.

Lesa meira

Enski boltinn um hátíðirnar Hvernig er best að koma boltanum fyrir í skipulaginu?

Enski boltinn er mikið áhugamál margra Íslendinga og þú finnur vart íslenskan knattspyrnuáhugamann sem heldur ekki með einhverju liði í ensku Úrvalsdeildinni. Sú hefð hefur skapast í enska boltanum að spilað er meira og þéttar í kringum hátíðirnar, öfugt við margar aðrar deildir í Evrópu sem taka yfirleitt pásu á þessum tíma ársins. Þetta er almennt gleðiefni fyrir íslenska knattspyrnuáhugamanninn þar sem hann fær að sjá meira af sínu liði, en flestir þurfa að fara varlega hvað það varðar að knattspyrnugláp hafi ekki áhrif á tíma þeirra með fjölskyldunnni.

Lesa meira

Götuhornið - Strákur í 10. bekk skrifar

Þó að sumir haldi að ég sé bara að horfa út í loftið þá er ég samt alltaf að spá og hugsa.  Sumt er bara venjulegt í lífinu en annað er skrítið og sumt ruglandi. Ég skil ekki alveg allt og sumt skil ég ekki rétt.  Mamma og pabbi hafa verið að suða um það við mig í marga mánuði hvað ég ætli að verða þegar ég verð stór.  Ég sagði þeim alltaf að ég væri ekki búinn að ákveða það en eftir endalust suð sagði ég þeim það loksins að ég væri að hugsa um að verða húsasmiður en það væri víst ekki hægt. En pabbi sagði að þau væru ekki að meina hvað ég ætlaði að vinna við heldur hvort ég ætlaði að vera karl eða kona. Mæ god. Ég vissi ekki að ég þyrfti að ákveða það sjálfur. Ég lít stundum í spegilinn áður en ég fer í sturtu og hef gengið út frá því að þessari spurningu sé sjálfsvarað.  Svo las ég í Heimildinni að það væru til óteljandi kyn. Ég meika þetta ekki.

Lesa meira

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir Matargjafir Akureyrar og nágrennis

Eins og síðustu ár ákvað stjórn KDN að láta gott af sér leiða þessi jólin og gaf 150.000 krónur til Matargjafa Akureyrar og nágrennis.

Við viljum í leiðinni óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Formaður KDN, Aðalsteinn Tryggvason færði Matargjöfum Akureyrar og nágrennis gjöfina og tók Sigrún Steinarsdóttir á móti henni með þökkum.

Jólakveðjur 
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri hefur innreið sína á hlaðvarpsmarkaðinn

Hlaðvarpið Forysta og samskipti var að hefja göngu sína en umsjónarmaður er Sigurður Ragnarsson lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Hann er einnig stjórnenda- og forystuþjálfari með fyrirtækið Forysta og samskipti ehf.

Lesa meira

Aukin tækifæri til samkeppnishæfs náms utan höfuðborgarsvæðisins með sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst

Skýrsla um fýsileika þess að sameina Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst liggur fyrir. Kröftugur sameinaður háskóli með höfuðstöðvar á Akureyri og miðstöðvar um allt land myndi styrkja landsbyggðina í heild og fjölga tækifærum til náms utan höfuðborgarsvæðisins. 

Lesa meira