Ljósin eru umferðarstýrð og stillt þannig að grænt ljós er venjulega fyrir umferð um Drottningarbrautina. Þegar bílar koma frá Austurbrú eða gangandi vegfarendur ýta á gangbrautartakka, skiptir kerfið yfir á grænt ljós fyrir þá eftir stutta bið.
Það er jafnan líf og fjör í Hamri á virkum morgnum en um klukkan níu mætir þar samheldinn hópur sem tekur til við sína daglegu rútínu sem felst í því að ná í skref fyrir heilsuna og spjall fyrir sálina.
Íbúar og gestir Norðurlands eystra geta sannarlega verið sátt við sumarið sem nú er að líða. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og hafa eflaust mörg þurft að beita sig hörðu til að fara úr blíðunni og inn á skrifstofuna eftir gott sumarfrí.
Sláturtíð hófst hjá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Húsavík í morgun, miðvikudaginn 3. september og er gert ráð fyrir að hún standi yfir til loka október.
Á fundi Umhverfis og mannvirkjaráðs í gær var lagt fram minnisblað dagsett 21. ágúst 2025 vegna opnunar tilboða í Skarðshlíðarhring, 2. áfangi - stofnstígur og umferðaröryggi. Fjögur tilboð bárust í verkið.
Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.
Vinkonurnar Arnheiður Lilja, Júlía Dögg og Karítas Katla gengu í hús á efri brekkunni og söfnuðu dóti sem þær seldu svo fyrir framan Nettó Hrísalundi til styrktar Rauða krossinum.
Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54% eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli og býður áhugasömum fjárfestum að gera tilboð í hlutinn.
Umræða um menntakerfið hefur verið hávær undanfarið og ekki síst um námsmat. Margir hafa t.d. gagnrýnt skort á samræmdu mati og notkun bókstafa í matskerfinu. Þetta er mikilvæg umræða, sem á sannarlega rétt á sér, en er þetta einföldun á flóknari vanda?